Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991 31 19.00 Kvölddagskrá FM. 21.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 21.15 Pepsí-kippa kvöldsins. 24.00 Haraldur Jóhannesson á næturvakt. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 16.00-19.00 Pálmi Guðmundsson leikur tónlist fyr- ir alla og tekur á móti óskalögum frá hlustendum Hljóðbylgjunnar. Fréttir frá Bylgjunni/ Stöð 2 kl. 18.00. FM 102 » «4 FM102/104 7.00 Arnar Albertsson. 11.00 Sigurður Hlöðversson. 14.00 Ásgeir Páll Ágústsson. 18.00 Eva Magnúsdóttir. 20.00 Arnar Bjarnason. 24.00 Næturdagskrá Stjörnunnar. Fm 104-8 FM 97,7 16.00 FB. 18.00 Framhaldsskólafréttir. 18.15 IR. 20.00 Kvennó. 22.00 MR. 1.00 Dagskrárlok. SÓLIN FM 100,6 7.00 Morgunsólin. Ari Matthíasson og Hafliði Helgason. 9.30 Hinn rétti morgunþáttur. Jón Atli Jónasson. 13.00 íslenski fáninn. Þáttur um daglegt brauð og allt þar á milli. Björn Friðbjörnsson og Björn Þór Sigbjörnsson. 15.00 Hringsól. Jóhannes Arason. 18.00 í heimi og geimi. Ólafur Ragnarsson. 20.00 Björk Hákonardóttir. 22.00 Ragnar Blöndal. 1.00 Björgvin Gunnarsson. ÁRNAÐ HEILLA Mynd, Hafnarfirði HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 30. nóvember Tryggvi Jónsson og Guðrún Elva Sverris- dóttir af séra Ægi Sigurgeirssyni í Hafnarfjarðarkirkju. Þau eru til heimilis á Miðvangi 41. Mynd, Hafnarfirði HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 30. nóvember Jón Fannar Hafsteinsson og Linda Jen- sen af séra Pálma Matthíassyni í Bústaðakirkju. Þau eru til heimilis í Iðnbúð 1. Stðð 2 Innlendur fvéttaannáll ■■■■ Fréttastofa Stðvar 2 og Bylgjunnar hefur sett saman viðam- 91 00 i'kinn innlendan fréttaannál í tilefni áramótana. Verður “1 hann sýndur í kvöld og verður víða komið við, enda margt komið upp á eins og vant er. Sjónvarpið Svartur sjór af sfld §■■■ Þetta er fyrsti þátturinn af þremur sem Birgir Sigurðsson 90 35 rithöfundur hefur tekið saman fyrir Sjónvarpið. Birgir seg- "D ir í þáttum þessum síldarsögu þjóðarinnar frá því að Norð- menn hófu síldveiðar hér við land árið 1868 og þar til að síldarstofn- arnir hrundu öld síðar. í kynningu frá Sjónvarpinu stendur: -Síldarár- in eru sveipuð ævintýraljóma. Þau voru stórbrotið og spennandi tíma- bil með umsvifamiklum framförum og afdrifaríkum kollsteypum í þjóðfélaginu. Síldin var nefnd silfur hafsins, bjargvættur þjóðarinn- ar, gull Islands. Hún gerði menn að milljónerum og beiningarmönn- um, reisti og rústaði bæi og byggðarlög, réð örlögum manna og efnahagslífi þjóðarinnar. í mndinni „Svartur sjór af síld“ eru endur- vakin áhrif síldarinnar á mannlíf og þjóðlíf í hundrað ár og hefur mikið af myndefninu aldrei komið fyrir sjónir almennings áður. Mynd, Hafnarfiröi HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 7. desember Stefán Magnússon og Hjördís Aðalsteins- dóttir af séra Sigurði Guðmunds- syni í Hafnarfjarðarkirkju. Þau eru til heimilis á Móabarði 16. Ijósmyndastofa Reykjavíkur HJÓNABAND. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Einari Eyjólfssyni í Fríkirkjunni í Hafnar- firði Lilja Hafdís Harðardóttir og Frank Þór Franksson. Heimili þeira er á Þúfubarði 19, Hafnarfirði. Ijósmyndarinn - Jóhannes Long HJÓNABAND. Þetta eru brúð- hjónin Hrund Kristjánsdóttir og Agúst Jensson. Þau voru gefin sam- an í Kópavogskirkju 30. nóv. sl. Prestur var séra Valgeir Ástráðs- son. Heimili þeirra er í Holtagerði 70, Kópavogi. Mynd/Mynd, Hafnarfirði HJÓNABAND. Um miðjan nóv- ember voru Hazel Baruiano og Smári Grétarsson gefin saman í hjónaband í Maríukirkjunni í Breið- holti. Þau eru til heimilis á Víði- grund 63, Kóp. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Arin ellíglöðu Allir vilja lifa lengi en enginn krossfestir hann gamalmennin vill verða gamall, varð með ógleymanlegum líkingum. bandaríska stjórnmálamanninum Benjamin Franklin að orði af ein- hveiju tilefni. Kannski hefur hann eins og við fengið skýrslu um að aldurinn væri að færast upp. Meðalaldur kvenna á íslandi hefur enn mjakast upp, dálítið upp fyrir 80 ár, meðan karlarnir halda sig enn svolítið neðar, ná að meðaltali tæp- lega 76 ára aldri. Skrýtið hve lítið kemur út af bókum um elli og aldr- aða í öllu bóka- flóðinu á ís- landi. Ungir rithöfundar virðast á und- anförnum árum velta sér miklu meira upp úr liðnum vanda æsku- ára sinna en líta fram á veginn til við- fangsefna efri áranna. Jafnvel dauðinn sýnist þeim ómerkilegri en strákapörin í götunni á æsku- árunum. Þetta er þó eitt stærsta viðfangsefni okkar aldar hér á norðurhveli. Hvernig er þessi langa elli og hvernig á að veija henni, í aðgerðarleysij í föndur, í að taka þátt í lífinu? I nágranna- löndum okkar í Evrópu kemur út mikið af bókum um efri árin. „Ef yngri kynslóðin gerði sér grein fyrir hve mikið eldri kyn- slóðin hefur haft fyrir því að verða gömul mundi hún sýna henni meiri virðingu," er haft eftir Rob- ert nokkrum Sylvester. Er ekki dulítið skrýtið hve æskudekur er algert á íslandi, þar sem svo mik- ill fjöldi landsmanna er á öðrum aldri. Fleiri aldraðir en í flestum öðrum löndum? Ef litið er til mannkynssögunnar virðist eldra fólk hafa átt misjafnlega upp á pallborðið í samfélaginu. í Gamla testamentinu áttu öldungarnir heiðurssæti á heimilinu og komu- menn kysstu á hönd’jieirra. Með gríska heimsveldinu í Aþenu og meðfylgjandi fegurðardýrkun fór að halla undan fæti, gamla fólkinu var niðrað og gert gys að því. Undir forustu Alexanders mikla vænkaðist aftur hagur Strympu, enda voru í úrvalssveitum hans, Silfurskjöldunum, einungis gamlir menn með hnýttar hendur. í Rómaveldi ríkti höfuð fjölskyld- unnar, pater familias, til dauða- dags án þess að veldi hans væri í dregið í efa. Hinar myrku mið- aldir áttu góðan jarðveg fyrir gömul skáld og sögumenn, sem unnu fyrir sér með því að segja sögulegar sápuóperur kringum eldinn á síðkvöldum, en gagns- lausari öldungar voru víða bara látnir deyja drottni sínum. Svarti dauði gekk furðulega til verks og hlífði öldruðum í slíkum mæli að miðaldir urðu sérlega hagstæðar öldruðum. Renesansinn endurlífgaði dek- ur Aþeninga á fegurð og and- styggð þeirra á hrörnun. Þá ein- beittu menn sér að því að skapa eins konar súpeiTnann, sem auð- vitað mistókst. Einn höfundur, Antonio de Guevara (Diall of Princes 1529), ráðlagði mönnum að fyrirfara sér við fimmtugsald- urinn. Fjölbreyttasta lýsingu á ávirðingum hrörnandi öldunga má þó líklega finna hjá Shakespeare. Hvað eftir annað Kannski átti hann stjórnsaman afa? Þá tóku í enska menningar- heiminum við þessi seiðandi meta- físísku eða frumspekilegu ljóð, sem mörg lýstu fegurð í hrörnun- inni. Ljóst er að síðan hefur orðið bylting gegn miðaldaviðhorfi til aldraðra. Ekki er langt síðan hætt- var að halda því fram að kraftanir þrytu á aldrinum 45-60 ára . Ellihrörnun sem var talin óhjákvæmilegur fylgifiskur ellinn- ar, hefur nú verið greind sem sjúk- , dómúr, Alzheimer, sem hægt er að rannsaka og lina. Læknar hafa líka verið að endurskoða kenningu Freuds um gangsleysi þess að sálgreina fólk sem komið er yfír fimmtugt. Líklega hefur hún bara stafað af því að svo mikið var ógert á því sviði meðal yngra fólks. Erlendis er sem sagt mjög mik- ið skrifað um ellina og ný viðhorf til þess sem Frakkar kalla „Ömmubúmmið". Kemur út mikið af bókum sem fást við þetta spennandi aldursskeið, bæði fræðirit og skáldsögur. Þarna er að finna mikla flóru bókmennta. - Spurt er hvernig maður á að1 meðhöndla ellina — ellióra foreldr- anna, dauða vinanna, eigin veik- leika og hrörnun? Er þetta bara undirbúningur fyrir dauðann eða er það nýtt kort af lífinu, nýr uppdráttur með vonum og at- hafnasemi? Ekki koma aðeins út svartsýnisbækur hjá nágrönnum okkar heldur engu síður bjartsýn- ar með heitum á borðvið„Heimur- inn sem við höfum unnið“, „Seinna ævistarfið“eða„Aldur og lífsorka“. Þetta eru titlar sem maður sér í erlendum bókalistum og furðar sig á að nánast ekkert er af slíkum íslenskum bókum í bókaflóðinu utan æviminningar aldraðra, sem þá eyða oft stærsta hlutanum af frásögninni í æskuár- in. í rauninni er athyglisvert hve íslenskir ævisegjarar virðast dvelja mikið við æskustöðvarnar og árin sem þeir voru að vaxa upp, en fara svo að hlaupa á at- hafnaárunum. Hlutföllin þannig að minnstu rúmi er varið í það sem lesandann langar kannski mest að vita, árin sem þroskaður sögumaður tók þátt í því sem var að gerast og skipti máli. Æsku- og námsárin glöðu eru eflaust þær minningar sem efstar eru í huga á elliárum. En þau eru oftar meira sameiginleg reynsla barna á þroskaskeiði, undirbúningur undir það sem hann raunverulega legg- ur til lífsins og upplifir. Þegar ég legg frá mér slíka bók finnst mér oft ósvarað einmitt því sem mig langaði til að vita um persónu og líf hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.