Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Tannlækningaþj ón- usta á Islandi 1991 eftir Magnús R. Gíslason Á undanförnum 9 árum, frá 1982-1990, hafa tannskemmdir í Islendingum dregist saman um 60%. Samt eru þær enn nær helm- ingi tíðari hérlendis en á hinum Norðurlöndunum og í Banda- ríkjunum. Frá 1972 hafði ríkt stöðnun og var ástandið verra en hjá flestum öðrum þjóðum. Breytti hér engu um að hið opinbera byijaði að end- urgreiða hluta kostnaðarins vegna tannlækningaþjónustunnar 1973. Án efa hefur ýmist forvarnar- starf skilað þessum árangri, t.d. aukin fræðsla og notkun fiúors. Ein af afleiðingum þessarar þró- unar er offjölgun tannlækna. Fjöldi tannlækna hérlendis er um 230 og því þjónar hver tann- læknir að meðaltali um 1.100 íbú- um, sem er líkt og á hinum Norður- löndunum, en ólíkt því sem er í öðrum löndum. T.d. eru í Bretlandi um 1.800 íbúar fyrir hvern tann- lækni líkt og í Bandaríkjunum en þar er atvinnuleysi meðal tann- lækna. Þetta er vandamál, sem rætt hefur verið oft á undanförnum árum á árjegum fundum yfirtann- lækna á Norðurlöndunum. Á hin- um Norðurlöndunum, en ekki hér, hefur verið brugðist við með fækk- un nema í tannlækningum. Svíar hafa fækkað nemum sem ljúka námi úr 246 árið 1989 í 163 árið 1990, sem samsvarar 4,7 nýj- um tannlæknum hjá okkur. Sama hafa Norðmenn og Danir gert og eru sambærilegar tölur frá þeim um 5. Við aftur á móti útskrifum um 7 á ári og 7 munu vera við nám erlendis, svo að búast má við 8-9 nýjum tannlæknum árlega næstu árin, sem leita munu að verkefnum á yfirfullum markaði. Slíkt er ekki æskilegt og getur leitt til að ráðist er í aðgerðir sem ekki eru bráð- nauðsynlegar og tíðari endurnýjun eldri fyllinga en æskilegt er. Sé tekið tillit til þess hve meðal- aldur tannlækna er lágur hér á landi og þjónusta hefur breyst mikið undanfarið úr viðgerðarþjón- ustu í fyrirbyggjandi störf, sem aðstoðarfólk tannlækna getur oft annast, má ætla að nægjanlegt sé að bæta við 4 nýjum tannlæknum árlega hérlendis, sem væri sam- bærilegt við hin Norðurlöndin. Uppbygging þjónustu Tannlæknar starfa flestir sjálf- stætt hérlendis á eigin stofum. Utan Stór-Reykjavíkursvæðis- ins er aðstaða til tannlækninga á 44 ^stöðum. Á 31 stað stafa tannlæknar í húsnæði hins opinbera og á 24 þeirra staða á hið opinbera einnig mestan hluta af nauðsynlegum tækjabúnaði, en á 7 stöðum eiga tannlæknar tækin sem notuð eru í húsnæði hins opinbera. Á 13 stöðum utan Stór-Reykja- víkursvæðisins starfa tannlæknar án tengsla við hið opinbera. Þar að auki er aðstaða og tækjabúnað- ur á vegum hins opinbera til að annast tannlækningaþjónustu þroskaheftra á 6 stöðum á land- inu. Einnig annast hið opinbera tannlækningaþjónustu á eigin veg- um fyrir skólabörn í Reykjavík. Er sú þjónusta veitt á 22 stöðum. Tannlækningastofur eru því í húsnæði hins opinbera á 59 stöðum á landinu og á 52 þeirra staða er einnig mesti hluti tækjanna í eigu hins opinbera. Á mörgum þessara staða hafa tannlæknar, sem bú- settir eru á viðkomandi stað nýtt aðstöðuna. Öðrum þjóna tannlæknar sem BREYTINGAR A TIÐNI TANNATU 12 ARA BARNA 1970-1990 DMFT ISLAND -----NOREGUR FINNL AND BANDARÍKIN \ X '70 '75 '85 '90 ÁR hafa aðal aðsetur annars staðar. Meðan skortur var á tannlæknum var þessi þjónusta vel þegin, þótt oft væiu notuð kvöld og helgar til að sinna henni á sem skemmstum tíma. Það hlýtur að teljast óæski- legt. Undanfarið hefur verið mikil ásókn í að nýta þess aðstöðu og má t.d. nefna að 5 tannlæknar, Magnús R. Gíslason þar af 4 búsettir í öðrum landshlut- um, annast nú þjónustu við um 2.300 íbúa á Norð-Austurlandi og hafa nýtt aðstöðu á 3 stöðum. Æskilegra væri að einn tannlækn- ir með fasta búsetu á einhverjum þessara staða annaðist þjónustuna. í sumum smærri kaupstöðum hafa þegar fleiri tannlæknar hafið störf, en eðlilegt getur talist í ljósi íbúafjölda. Þetta sýnir hve sóknin í verkefni „Auðvitað er æskilegt að þjónustan fái að byggjast upp með vissu aðhaldi af frjálsri sam- keppni og í samræmi við óskir þeirra sem eiga að nýta hana, en ég tel að því miður hafi þjónustan úti á landi ekki orðið eins góð og mögulegt er árið 1991 vegna skorts á sam- ræmingu.“ er orðin mikil og hörð sérstaklega varðandi þá hópa sem hið opinbera greiðir fyrir, sem verður að teljast óæskilegt. Auðvitað er æskilegt að þjónust- an fái að byggjast upp með vissu aðhaldi af fijálsri samkeppni og í samræmi við óskir þeirra sem eiga að nýta hana, en ég tel að því miður hafi þjónustan úti á landi ekki orðið eins góð og mögulegt er árið 1991 vegna skorts á sam- ræmingu. Höfundur er yfirtannlæknir í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Fólksbíll með jeppaeiginleika 7 manna langbakur með sítengt aldrif Aflmikill hreyfill með fjölinnsprautun Mikil veghæð FÆSTMEÐ SJÁLFSKIPTINGU El A HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 MITSUBISHI MOTORS HVARFAKUTUR MINNI MENGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.