Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 23 Öryggisráð SÞ: Jeltsín tekur þátt í leiðtogafundinum Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, áformar að taka þátt í leiðtoga- fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður 30. jan- úar næstkomandi. Við það tækifæri mun hann eiga fund með Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta um aðstoð við aðildarríki Samveldis sjálfstæðra ríkja. Júlí Vorontsov, sendiherra Rúss- lands hjá Sameinuðu þjóðunum, greindi fréttamönnum frá því á miðvikudagskvöld að Jeltsín hefði þekkst boð Breta um að taka þátt í leiðtogafundinum. Bretar sem nú fara með forystu ■ MAE SOT - YFIR 100 búrmískir borgarar, sem voru að flytja skotfæri fyrir stjórnvöld í Burma, létu lífið í austurhluta landsins á þriðjudag, þegar flug- vélar hersins gerðu árás á þá í misgáningi. Stjórnvöld eiga í höggi við skæruliða á þessum slóðum og voru burðarmennimir að flytja skotfæri til stjómarhermanna sem verið hafa í herkví skæruliða í vik- utíma. Margir mannanna höfðu verið neyddir til að taka þátt í þessum flutningum. Stjórnvöld í Burma bönnuðu í gær stafsemi sex stjórnarandstöðuflokka. ■ LONDON - John Major, forsætisráðherra Breta, og Helm- ut Kohl, kanslari Þýskalands, ræddu saman í gær um hina erfiðu stöðu í GATT-viðræðunum og voru sammála um að nauðsynlegt væri að ná samkomulagi sem allra fyrst. Major og Kohl töluðu saman í síma í um hálfa klukkustund. Leiðtogarnir ræddu einnig vænt- anlegan fund öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna sem haldinn verður 30. janúar næstkomandi. GATT- viðræðumar, sem 108 þjóðir eiga aðild að og hófust í Uruguay í september 1986, miða að því að ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og auka hagvöxt og atvinnusköp- un. ■ PARÍS - Franska vikuritið Paris Match sagði í gær að ísra- elskir og breskir meinafræðingar sem rannsökuðu öðru sinni lík fjolmiðlajöfursins Roberts Maxw- ells hefðu fundið fjölmörg um- merki um að hann hefði þolað barsmíðar fyrir dauða sinn. Tíma- ritið birti einnig nokkrar myndir sem teknar yoru meðan líkskoðun- in í Tel Aviv fór fram. Samkvæmt áliti spænskra lækna, sem fram- kvæmdu fyrri líkskoðunina, lést Maxwell úr hjartaslagi. Þar var talið útilokað að um morð hefði verið að ræða, en ekki skorið úr um hvort útgefandinn hefði drukknað. ■ BERN - Svissnesk kona hefur lýst yfir að skorpnað lík sem fannst í ítölsku Ölpunum og vís- indamenn telja að sé frá bronsöld sé í raun lík föður hennar. Þýskir fjallgöngumenn fundu líkið á skriðjökli í Ölpunum í september- mánuði síðastliðnum og hefur það verið geymt í frysti hjá austurrísk- um háskóla. Konan skrifaði sviss- neska utanríkisráðuneytinu og sagðist hafa séð blaðamyndir af líkinu. Hún hefði strax áttað sig á að það væri af föður hennar, sem farist hefði á þessum sama skrið- jökli árið 1970. Svissneska utan- ríkisráðuneytið hefur sent bréf konunnar til austurríska sendi- ráðsins í Bem. ■ BÚDAPEST - Tuttugu og einn slasaðist, þar af sex slökkvi- liðsmenn, þegar þijár sprengingar urðu í efnaverksmiðju í Búdapest í gær. Borgin nötraði í spreng- ingunum og þurfti yfir 60 slökkviliðsmenn til að slökkva eld- ana sem kviknuðu. Orsakir sprenginganna eru í rannsókn. í öryggisráðinu eiga frumkvæði að honum en slíkur fundur á sér ekki fordæmi. Búist er við að auk Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, og Jeltsíns taki Bush og Francois Mitterrand Frakklandsforseti þátt í fundinum. í bréfí Johns Majors þar sem gerð er grein fyrir markmiðum fundarins segir m.a.: „Slíkur fundur væri tækifæri til að staðfesta og fjalla um mikilvæg- an þátt Sameinuðu þjóðanna í að styrkja alþjóðlegt skipulag og þau Hugmynd Manfreds Wörners: Friðargæsla NATO utan vamarsvæðisins Brussel. Reuter. MANFRED Wörner, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hefur lýst þeirri persónulegu skoðun sinni að til greina komi að hersveitir bandalagsins taki þátt í friðargæslu eða eftirlits- verkefnum víða um heim. Hingað til hafa aðgerðir og stefnumótun bandalagsins verið bundnar við varnir aðildarríkjanna. Borís Jeltsín brýnu verkefni sem framundan eru eftir kalda stríðið og láta á æðstu stöðum í ljósi stuðning við ábyrgð Sameinuðu þjóðanna og öryggis- ráðsins hvað varðar friðarumleitan- ir, friðargæslu og varnir gegn því að deilur blossi upp og fari úr bönd- Líta má á hugmynd Wörners sem tilraun til að skilgreina hlutverk NATO á breyttum tímum þegar Varsjárbandalagið, helsti óvinurinn í áratugi hefur verið lagt niður og mörg ríki þess sækjast eftir aðild að NATO. „Það getur vel verið að svigrúm sé fyrir bandalagið að nota búnað sinn, upplýsingar og jafnvel hraðliðssveitir til að taka þátt í frið- argæslu og eftirlitsverkefnum,“ segir Wörner í grein í tímariti. NATO. Framkvæmdastjórinn segist gera sér fulla grein fyrir að hug- mynd sem þessi sé umdeild en hann sé engu að síður sannfærður um að bandalagið verði að þróast í þessa átt. Helst þykir koma til greina að aðgerðir af þessu tagi sem Wörner minnist á verði á vegum Sameinuðu þjóðanna eða Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Skuldagreiðslum sam- veldislýðvelda frestað SAUTJÁN vestræn ríki, lánardrottnar sovétlýðveldanna fyrrver- andi, hafa heimilað átta lýðveldanna að fresta greiðslum út þetta ár. Greiðslum af höfuðstól verður þó aðeins frestað af langtímalán- um, sem tekin voru fyrir 1. janúar 1991 og hafa fyrsta gjalddaga á timabilinu 5. desember 1991 til ársloka 1992. Haft er eftir heimildum, að með Sovétríkjanna fyrrverandi, og Tom- samkomulaginu sé frestað greiðsl- um á 3,2 milljörðum dollara en helstu samningamenn samveldis- lýðveldanna eins og þau heita nú voru þeir Peter Aven, sem situr í samveldisnefnd um erlendar skuldir as Alíbegov, einn af forsvarsmönn- um Vnesheconombank eða rúss- neska utanríkisviðskiptabankans. í nóvember sl. samþykktu iðnrík- in sjö að endurskipuleggja skulda- QTP.Íðslnr snvptlvrWplHflnna pn hpssi fundur, sem haldinn var í París, var sá fyrsti með fulltrúum hinna ný- fijálsu lýðvelda. Eru þau Rússland, Hvíta Rússland, Kazakhstan, Arm- enía, Kírgízía, Moldava, Tadzhíkíst- an og Túrmkmenía.. Lánardrottn- arnir 17 eru Ástralía, Austurríki, Belgía, Bretland, Kanada, Dan- mörk, Finnland, Frakkland, Þýska- land, Ítalía, Japan, Holland, Noreg- ur, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Banda- ríkin. Túnis: Herinn við öllu búinn Túnis, Algeirsborg. Reuter. RÍKISSTJÓRN Túnis hefur skipað her landsins í við- bragðsstöðu meðfram landa- mærum Alsír af ótta við sig- ur alsirskra strangtrúar- manna í þingkosningum þar í landi í næstu viku. í tilkynningu Túnisstjórnar var hermönnum sagt að vera viðbúnir því að þurfa að færa fórnir og blöð í Alsír sögðu í gær að framtíð landsins væri í meiri óvissu en nokkru sinni. Eitt stærsta blaðið spurði í for- síðufrétt hvort af seinni umferð þingkosninganna yrði og svar- aði sér sjálft og sagði, að svo yrði ekki. Stórútsala! -afsláttur af öllum vörum- Sértilboð Metró . Sértilboð Málarans 25% afsláttur af stökum teppum og dreglum. 30% afsláttur af lituðum blöndunartækjum. 25% afsláttur af sturtuhengjum og baðmottusettum. Ódýr húsgögn í barnaherbergið eða sumarbústaðinn. 20% afsláttur af öllum Rowney listmálaravörum. Teppabútar í úrvali. Gerið góð kaup hjá okkur ! "’UfóSBIfan M akranesi !ar 'arma M METRO MJÓDD G.A. Böðvarsson hf. SELFOSSI E63Klililik4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.