Morgunblaðið - 10.01.1992, Page 12

Morgunblaðið - 10.01.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Fyrri hluti eftir Hans Kristján Arnason íslendingar á svörtu nótunum Oft áður hefur umræðan um efnahagsmál og pólitík verið á svörtu nótunum. Þetta er ekkert nýmæli og þessu hefur maður van- ist í gegn um tíðina. En það von- leysi og volæði sem nú heyrist hæst, jafnt innan veggja Alþingis sem utan, dregur úr þjóðinni mikið þrek. Og það hálfa væri nóg! Ekki svo að skilja að ég vilji stinga hausnum í sandinn og neita að horfast í augu við staðreyndir efnahagslífsins. Öðru nær. Það gengur ekki sem best hjá okkur þessa dagana. Aðstæður eru að breytast utanlands sem innan og auðvitað hafa miklar breytingar og áföll sínar sársaukafullu afleiðingar. Raunvaxta- og fastgengisstefna síð- ustu ára skapar atvinnúlífinu annað umhverfi en neikvæðir vextir, stökk- breytingar í gengisskráningu, og krónísk verðbólga, sem einkenndu áratugina þar á undan — sællar minningar. Verðbólgutímabilið átti sínar skýringar, eins og flest á þessari jarðkringlu. Þjóðfélagið var í örum vexti og þetta voru afleiðingarnar. Við leystum jöfnuna með því að hleypa afganginum út í verðlagið. Þá stóðum við líka í ströngu m.a. við að færa út efnahagslögsöguna. Það var uppgangur í þjóðfélaginu og við töldum okkur hafa efni á að taka stór lán og safna skuldum er- lendis. íslensk velferð og arðsemi Auknar þjóðartekjur eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur leið að markmiði. Til að reka hér áfram velferðarþjóðfélag þar sem allir njóta t.d. heilsugæslu, menntunar, almannatrygginga, menningarlífs o.s.frv., þá þurfum við að tryggja þjóðarbúinu, og þar með þegnunum, stöðugar og vaxandi tekjur. Ef okk- ur mistekst að auka heildartekjur og arðsemi þjóðarbúsins, eins og nú blasir við, þá eru aðeins tvær leiðir eftir: halda áfram að safna skuldum (á meðan einhver vill lána okkur peninga), eða skera niður til jafns við tekjumissinn. Og meðan ekki tekst að auka tekjurnar og finna nýja tekjustofna verður þjóðin að þola samdrátt, samdrátt sem kemur á einn eða annan hátt niður á öllum íbúum landsins. Við erum að dragast aftur úr viðmiðunarlöndum okkar. Það er t.d. sorgleg staðreynd að ávöxtun eigin fjár hjá 50 stærstu fyrir- tækjum landsins er margfalt lægri en í samkeppnislöndum okkar. Á íslandi reynist ávöxtun eigin fjár vera á milli 2,4 og 4,2%, en sambærileg ávöxtun hjá sam- keppnislöndum okkar er á bilinu 10-20%. Á meðan ekki tekst að bæta stöðu helstu fyrirtækja okkar drögumst við stöðugt aftur úr ná- grannalöndunum og verðum sífellt fátækari. ísland er landið ... Það sem einkennir hinsvegar ástandið í dag er vonleysið. Það er eins og enginn komi lengur auga á nein freistandi tækifæri í þessu blessaða landi okkar. Þvert á móti gengur kappræðan út á að mála sem allra afskræmdasta mynd af fortíð, nútíð pg framtíð. Þjóðin er föst í naflaskoðun. Þannig má þetta ekki ganga mik- ið lengur. Svona höfum við íslend- ingar ekki leyfi til að haga okkur. Við höfum erft eina allra bestu bú- jörð veraldar og það er ófyrirgefan- legt ef við sóum þessum arfi og gefumst upp. Eru landsmenn komn- ir að því að gefast upp, eða hvað? Að sjálfsögðu ekki! Auðvitað björgum við okkur út úr þessari kreppu fyrr en síðar og höldum áfram uppbyggingunni. En á meðan við bíðum eftir skaplegra veðri meg- um við ekki sóa tímanum í niðurrif, vonleysi og skítkast hvert út í ann- að. við eigum mikið fremur að blása í herlúðra og hvetja til víðtækrar keppni um nýjar hugmyndir á öllum sviðum. Og svo má líka brosa annað slag- ið — ekki síst að okkur sjálfum! íslendingar á björtu nótunum Ég minnist svipaðs bumbusláttar og sjálfspyntingarumræðu frá Bret- landi um og upp úr 1970. Þar opn- aði maður ekki sjónvarp, útvarp eða dagbláð án þess að lesa um hörm- ungar og niðurgang landsins á öllum sviðum. Sjálfsmynd Bretanna var í algjörum molum. Þá var líka hlegið að þeim út um allar jarðir! Nú leika fjölmiðlar á íslandi sama skollaleikinn og bresku fjölmiðlarnir fyrir 20 árum. Það er líka gósentíð hjá fréttastofum (les vandamála- stofum) og fréttamennimir baða okkur upp úr því neikvæðasta af öllu neikvæðu. Eftir fréttatímann endurtekur svo þulurinn þessa sí- gildu setningu: „Fleira er ekki í fréttum.“ En sem betur fer eru ekki allir landsmenn á sama máli, eins og heyra mátti í áramótaávarpi for- seta Islands. Vigdís forseti gerir sér auðvitað fulla grein fyrir að bjart- sýni og trú á framtíðina er okkur lífsnauðsynleg. Kreppur eru í og með sjálfskapar- víti. Og efnahagsmálin eru nefnilega tengdari trú okkar mannanna á framtíðina en við viljum oft viður- kenna. ísland er með auðugustu löndum heims. Og þeir sem vilja halda þeirri trú í hávegum að allt sé að fara fjaldans til, og ekkert sé hér gert af viti, ættu að minnast þess að um síðustu aldamót voru íslendingar fátækastir allra Evrópuþjóða. Síðustu áratugina höf- um við hinsvegar verið á meðal þeirra allra ríkustu (og eru þá ekki talin með þau ómetanlegu gæði landsins, sem falla utan þjóðhags- reikningsins). Sitthvað hlýtur því að hafa verið rétt gert hjá okkur þessa síðustu áratugi. Velferð landsins í dag má helst rekja til sjálfstæðisbaráttunnar, lýð- veldisstofnunarinnar — og síðar þátttöku okkar í NATO og útfærslu fiskveiðilögsögunnar — en þar smíð- uðu menn eins og Bjami Bene- diktsson og Hans G. Andersen, undirstöður íslands eftirstríðsár- anna. Við skulum heldur ekki gleyma kraftaverkamönnunum sem stofnuðu Loftleiðir hf, eða Jóni Gunnarssyni verkfræðingi og forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um og upp úr síðari heimsstyijöldinni, en hon- um eigum við mest að þakka frystiiðnaðinn og lengst af sterka markaðsstöðu í Bandaríkjunum. Þjóðin þarf á bjartsýnum og framsýnum frumkvöðlum að halda — stórhugum sem hrífa þjóðina með sér upp úr núverandi stefnu — óg kjarkleysi og upp til háleitra markmiða! ísland austan járntjalds? Ég heyri sárasjaldan núorðið minnst á hugmyndir um ný og óvirkjuð atvinnutækfæri, önnur en álver, vetni og rafstreng. Álverið er í biðstöðu, vetnið enn langt undan, og e.t.v. einnig rafstrengurinn. En tækifærin eru samt allt í kring um okkur. Spurningin er aðeins að koma auga á möguleikana og kunna að nýta þá. Við erum of föst í neikvæðum hugsunarhætti og sjáum ekki annað en glötuð álver og minni og minni þorsk- og loðnustofna. Alls staðar er leitað að sökudólgum þess samdráttar sem nú stendur yfir. Ýmsir þykjast hafa uppgötvað að fjárfestingarskandalar fortíðarinnar sanni að tími svokallaðra patent- lausna sé liðinn. Nú er því haldið fram að þjóðin hafi ávallt gert út á of fáar og of stórar lausnir — og þær tilraunir hafi flestar endað í ógöngum. Þessu til staðfestingar er bent á gjaldþrot minkabúanna og fískeldisstöðvanna — og svo sjávarútvegsfyrirtæki í gjörgæslu. Margir segja að.það eina rétta sé að gleyma öllum patentlausnum. I staðinn eigi að fylgja eftir alhliða og eðlilegri framþróun þeirra at- vinnutækja sem fyrir eru í landinu. Þeir sem þannig tala nota orð eins og „bjartsýnisdóp“ og „fyllirí" yfir stóru lausnirnar og vilja ekki að „óraunsæjum" hugmyndum sé blandað saman við hagræðinguna í atvinnulífinu og samdrátt í ríkis- Hans Kristján Árnason „Það sem einkennir hinsvegar ástandið í dag er vonleysið. Það er eins og enginn komi lengur auga á nein freistandi tækifæri í þessu blessaða landi okkar. Þvert á móti gengur kappræðan út á að mála sem allra afsk- ræmdasta mynd af fort- íð, nútíð og framtíð. Þjóðin er föst í nafla- skoðun.“ rekstrínum. En lausnin felst ekki í „anna,ð-hvort-eða-leiðinni“, þ.e.a.s. mörgum smáum aðgerðum í stað fárra stprra. Fremur ætti að vera unnt að gera út á báðar leiðirnar samtímis, þ.e. alhliða þróun okkar Hefðbundnu atvinnuvega — ásamt með athugun á stærri lausnum. Ekki má heldur gleyma því að allt þetta „stóra“ sem menn nú keppast við að ófrægja — mælist í raun smátt á annarra þjóða mælikvarða. Hitt er svo annað mál, að ýmsar aðgerðir hafa mistekist á undanförnum árum og hefur spamaði þjóðarinnar verið ráðstafað í allt of margar óarðbærar fjárfestingar. Við höfum nefnilega trúað of mikið á ríkisforsjá og miðstýringu — og svipar það óþægilega til stjómkerfanna í gömlu Austur-Evrópu, sem nú falla hvert af öðm eins og spilaborgir. Að þessu leyti höfum við átt heima „austan jámtjalds". En okkur er mikilvægt að draga réttar ályktanir af mistökum fortíð- arinnar. Þó mörg „gæluverkefni" Hver kallaði Albani „geitriðla“? eftir Ólaf Grétar Kristjápsson í grein í Lesbók Mbl. laugardaginn 4. janúar fullyrðir Einar Már Guð- mundsson að Karl Marx hafí kallað Albani „geitriðla" og ber þar fyrir sig ameríska vikuritið Militant. Sem einum af áskrifendum og stuðnings- mönnum þessa ágæta blaðs þykir mér nauðsynlegt að leiðrétta þetta misminni Éinars og harma það að hann skyldi ekki leggja á sig erfiðið að komast að því hvaðan þessi nafn- gift er sprottin. Hún er komin frá manni að nafni James Robertson og er (var?) leiðtogi pólitísks straums í Bandaríkjunum sem kallar sig spart- akista, en oftast era kallaðir grouch-marxistar sökum galgopa- legra viðhorfa til hinna ýmsu mála. I janúar 1977 hélt Robertson þessi ræðu í Barnard College í New York þar sem hann tíundaði pólitísk við- horf sín og afgreiddi Albaníu með þessum orðum: „Við höfum látið fé- laga okkar athuga málið og það hef- ur ekki verið staðfest ennþá, en við höldum að Marx hafi kallað Albanina „geitriðla". Ég Hygg að Einar Már hafí lesið um þetta í tímariti sem hét Inter- continental Press og kom út hér á árum áður. Mér vitanlega hefur Mi- litant ekki skrifað um spartakistana nýlega og þaðan af síður hafa menn þar á bæ verið að geta sér til um hvað Marx kallaði hinar og þessar þjóðir. Militant leggur áherslu á að íjalla um verkalýðsbaráttu hvarvetna í heiminum, m.a. á Islandi, svo og baráttu einstakra þjóða fyrir sjálf- stæði og fullveldi. Ég ætlast ekki til að neinn trúi mér ef ég fullyrði að Einar Már hafi í grein sinni kallaði „Þó að menn finni hjá sér þörf til þess að knékrjúpa og vitna um ærslafengnar hugsanir á pólitískum sokka- bandsárum sínum, er rétt að Marx njóti sann- mælis.“ Albani „geitriðla", með sömu rökum verður ekki heldur sagt að „tilvitnun- in“ í Marx sé sprottin úr pressu amerískra „trotskýista", þ.m.t. Inter- continental Press, þótt blaðið hafi fjallað um pólitískan straum í Banda- ríkjunum þar sem nafngiftir af þessu tagi tíðkast. Mér þykir afstaða Einars Más til Albana lýsa nokurri fyrirlitningu, en til þess að koma viðhorfum sínum á framfæri ætti hann ekki að blanda saklausu fólki í málið. Þó að menn fínni hjá sér þörf til þess að kné- kijúpa og vitna um ærslafengnar hugsanir á pólitískum sokkabands- árum sínum, er rétt að Marx njóti sannmælis. Og umfram allt, ef Einar Már ætlast til þess að menn líti á grein sína sem alvarlega umþenkingu með einhverri pólitískri eða heim- spekilegri dýpt, er meginatriði að hann fari vandlegar með staðreyndir og leiti sjálfur og finni „tilvitnunina" í Marx, í stað þess að skella fullyrð- ingum fram og draga ályktanir af þeim. Höfundur er íslenskunemi í Háskóla íslands. hafi mistekist þá er ekki þar með sagt að við eigum að gefast upp við að skoða stærri og róttækari hug- myndir í atvinnumálum. Þvert á móti þurfum við að læra af mistökunum og leiðrétta kúrsinn. Ég held t.d. að ein mistök okkar í nýsköpun megi rekja til stjórnmálamannanna sjálfra og embættismannakerfísins. Þetta eru vitaskuld engin ný sannindi. Stjórnmálamenn hafa hinsvegar farið út fyrir hlutverk sitt og talið að þeir væru einir hæfír að meta arðbær atvinnutækifæri. Ef við lítum til nágranna okkar, jafnt austanhafs sem vestan, blasa allt aðrar staðreyndir við. Þar er algengt að fela nýsköpun í hendurnar á færum athafnamönnum og kaup- sýslumönnum. Það eru nefnilega kaupsýslumennirnir sem lifa og hrærast í lögmálum markaðarins, og eru þjálfaðir í að meta markaðs- hæfni og arðsemi nýrra hugmynda. Væri ekki ráð að fara að dæmi annarra Vesturlanda og fela okkar fremstu athafnamönnum umsjón með ákveðnum verkefnum? ísland vel í sveit sett En sem betur fer standa fjöl- margir kostir okkur til boða þegar við horfum upp úr naflaskoðuninni og fram á við! Og auðvitað höldum við áfram að þróa ýmsa möguleika í fisk- og ferðaiðnaðinum. En margt annað kemur einnig til greina. Ég hef t.d. lengi verið sann- færður um að ísland sé betur í sveit. sett en flest önnur lönd. Líkja má íslandi við lóð á kjör- stað við dýrasta breiðstræti heimsins — segjum Park Avenue á Manhattaneyju. Það sem gerir okkar dýrmætu lóð þó frá- brugðna öðrum lóðum við Park Avenue er að við höfum aðeins reist þar litla einnar hæðar fisk- búð — á meðan aðrir eigendur við strætið nýta lóðir sínar mun betur. En við í fískbúðinni höld- um okkar striki. Að nýta lóðina okkar einnig til annarra ábata- samra viðskipta kemur vart til greina. Við erum nefnilega sjálf- stæðir og stoltir fískmangarar og rómantíkin er okkar tík! Flytjum samlíkinguna aðeins nær Islandsströndum. Island er staðsett mitt á milli helstu efnahagsstórvelda heimsins, Evrópu, Bandaríkjanna og jafnvel Japans. Það er svona eins og lítill bær, ekki langt frá hélstu aðalbraut veraldar. Samt koma fáir til okkar í viðskiptaerindum. Og það er ekki þeirra sök heldur okkar. Við nennum ekki einu sinni að setja upp samkeppnishæfa bensínstöð og þjónustumiðstöð við þjóðveginn. Einu stærsta flugstjórnarsvæði veraldar er stýrt héðan frá íslandi. Árlega fljúga 70.000 flugvélar yfír lajidið, með 10 milljón farþega innanborðs, en engin þeirra lendir hér. (Vélar Cargolux lenda ekki einu sinni á Islandi vegna okurverðs á eldsneyti og allt of hárra lendingar- gjalda.) Að krækja í viðskiptavini sem framhjá okkur fljúga er ekki nógu fínn bísness. Okkar bísness er, var og verður alltaf fiskur! Svona framkoma er auðvitað óraunsæ og óþörf. Með aukinni samvinnu Evrópu- ríkja og samræmingu laga og reglna innan EB skapast ný og spennandi tækifæri fyrir land eins og ísland. Við eigum að nýta þessi tækifæri. Við eigum að spila á aðstæðúrnar eins og okkur sjálfum gagnast best. Við eigum t.d. að gera samninga við EB til að tryggja hagstæðustu viðskiptakjör við Evrópu — en við eigum jafnframt og einnig að fara okkar eigin leiðir, ef þær gefa meira í aðra höndina. (I síðari hluta þessarar greinar, sem birtist í blaðinu á morgun, mun ég setja fram nokkrar hug- myndir um riýsköpun í atvinnu- lífínu. Þar verður fjallað um ís- land sem fjármálamiðstöð og fríverslunarsvæði. Einnig verður rætt um ísland sem höfuðstað alþjóðastofnana og miðstöð fisk- viðskipta, útflutning á vatni í heildsölu, o.fl.) Höfundur er vidskiptafræðingur. Hann er stofnandi og fyrrvcrnndi stjórnarformaður Stöðvnr 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.