Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 17 og var farin að vinna hjá mjög þekktu fyrirtæki á sviði fatahönnun- ar að loknu námi í þessari grein. Anna hafði lengi stefnt að þessu markmiði sínu. Strax í menntaskóla lagði hún mikla áherslu á frönskun- ámið. Það var eins og hún væri sú eina af okkur sem raunverulega vissi hvert hún stefndi og vann af kappi við að ná settu markmiði. Mér finnst eins og ég hafi átt eftir að segja henni svo margt. Hún hafði aldrei séð dóttur mína og ég hafði aldrei hitt eiginmann hennar. En núna gefst ekki annað tæki- færi. Að minnsta kosti ekki í þessu lífi. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Önnu svona vel. Við töluðum mikið saman seint á kvöldin í ML þegar kominn var háttatími. Þetta eru góðar minningar um góða og trausta vinkonu. Ég sendi eiginmanni hennar mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Sigrún, Óli, Sigurjón og Elín. Mikill er missir ykkar. Megi góður Guð veita ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Minningin um Önnu mun lifa í hjörtum okkar allra. Kristín Elfa Ingólfsdóttir Hinn slyngi sláttumaður lætur ekki að sér hæða. Á þessu hausti hafa óvenju margar vænar rósir leg- ið óvænt í ljáfari hans. Ein af þeim var Anna Berglind Jóhannesdóttir Bouvier, sem bráðkvödd varð á heimili sínu í París á aðfangadags- morgun. Anna Berglind fæddist 13. febrú- ar 1965 á Patreksfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Árna- son sýslumaður, f. 20. apríl 1935, d. 30. apríl 1989 og Sigrún Sigur- jónsdóttir bankastarfsmaður, f. 12. maí 1938. Á Patreksfirði ólst hún upp við traust og gott fjölskyldulíf í glöðum systkinahópi, en systkini Önnu eru Ólafur Þór, f. 1961, upp- eldisfræðingur, Siguijón, f. 1966, rafmagnsverkfræðingur og Elín, f. 1971, stúdent. Þegar Anna var 17 ára varð faðir hennar sýslumaður í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu og fluttist hún þá með fjölskyldu sinni til Stykkishólms. Að loknu grunnskólaprófi settist Anna í Menntaskólann á Laugar- vatni og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1985 með hárri 1. einkunn. Varð hún næst hæst yfir skólann og hlaut verðlaun fyrir góðan náms- árangur. Snemma fór að sjást hvert áhugi Önnu beindist. Strax sem lítil stúlka fór hún að sníða til og sauma alls kyns föt á dúkkumar sínar. Er hún varð eldri urðu föt á sjálfa sig og fjölskyldu aðalviðfangsefnið. Löngu fyrir stúdentspróf hafði Anna ákveðið hvert framhaldsnám sitt yrði. Haustið 1985 fór hún til Parísar í nám í hönnun á tískufatn- aði í „Studio Bercot — Marie Rucki“. Lauk hún námi þaðan vorið 1989. Hóf hún þá strax störf í tískufyrir- tækinu „Montana" í París sem fata- hönnuður. Stafaði hún þar síðan til dauðadags. Anna var farsæll og fær fatahönnuður og átti hún frama vís- an í starfsgrein sinni. Á námsárum sínum í París kynnt- ist Anna eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jeröme Bouvier tölvutækni- manni, frá Le Havre í Frakklandi. Þau gengu i hjónaband 10. febrúar 1990. Þeim varð ekki barna auðið. Það varð Önnu mjög þungt áfall, er faðir hennar varð bráðkvaddur í apríl 1989. Samband þeirra var mjög náið og hann var kletturinn, sem hún alla tíð hafði lagt allt sitt traust á. Sem dæmi um náið sam- band þeirra má nefna, að á námsár- unum hringdi faðir hennar í hana á hveijum sunnudagsmorgni til þess að heyra í stúlkunni- sinni og ráðs- laga um lausnir á hveijum þeim vanda, sem að steðjaði. Þegar hann lést, var Anna í miðjum lokaprófs- önnum, en með þeirri þrautseigju og einbeitni, sem henni var ásköp- uð, lauk hún prófunum með ágætum vitnisburði þetta sama vor. Fyrstu kynni mín af Önnu urðu þegar hún var fímm ára gömul, er ég gekk að eiga föðursystur henn- ar. Minningin geymir síbrosandi en feimna, litla telpu, sem var hvers manns hugljúfí, síðar glæsilega, greinda skólastúlku, fagnandi ný- stúdent, stoltan nýbakaðan fata- hönnuð og loks hamingjusama eig- inkonu. Anna var listræn í sér og málaði hún myndir, sem hún hélt sýningu á. Hún ar glaðvær í fasi, jákvæð og afar gestrisin. Eftir því sem árin liðu höfðu tengsl fjölskyldu minnar og hennar aukist, mest þó í tveimur heimsóknum til Parísar sumrin 1988 og 1990, þegar Anna hafði útvegað okkur hjónunum og börnum okkar námsmannaíbúðir til íveru um 3-4 vikna skeið meðan heimsborgin og nágrenni hennar var skoðuð. Við kynntumst eiginmanni hennar, Jeröme, sem er hvers manns hug- ljúfí og drengur góður. Móttökur þeirra í heimsóknum í litlu íbúðina á Quai de Valmy voru engu líkar, enda var matargerðarlist húsmóður- innar ekki síðri en á dýrustu veiting- astöðum. Við kynntumst einnig tengdafor- eldrum hennar, sem við heimsóttum til Le Havre, þar sem okkur var höfðinglega tekið og gott tækifæri gafst til að kynnast hinu rómaða franska borðhaldi og þeirri hlið Frakka, sem maður sér ekki eða finnur sem ferðamaður í heimsborg- inni. Síðastliðið sumar komu þau Anna og Jeröme í heimsókn hingað. Fóru þau hringinn í kringum landið. Anna lagði metnað sinn í, að Jeröme sæi helstu gersemar íslenskrar náttúru og að hann kynntist landinu hennar sem best. Undanskildu þau þá ekki norðausturhorn landsins, sem svo iðulega er sleppt í þessum hringferð- um. Landið skartaði sínu fegursta á einu besta sumri aldarinnar. Áhrif- um landsins á Jeröme er kannski best lýst með því orði á eigin tungu, sem hann notaði um hrifningu sína, „magnifique“. Skaparinn leggur misþungar byrðar á okkur mannanna böm. Á móður Önnu og systkini hafa verið lagðar óvenjuþungar byrðar, hvert reiðarslagið á fætur öðru hefur dun- ið yfir á stuttu tímabili, fyrst deyr elskaður eiginmaður og faðir skyndilega fyrir rúmum tveimur ámm og nú elskuð dóttir og systir jafn skyndilega. Guð gefi þeim styrk á þessum sorgartímum. Það er huggun harmi gegn að Önnu bíður góð heimkoma á nýjum slóðum, þar sem faðir hennar bíður og leiðbeinir henni fyrstu sporin. Magnús Ólafsson. Fleiri greinar um Önnu B. Jóhann- esdóttur bíða birtingar og munu þær birtast í blaðinu næstu daga. Félag dómtúlka og skjalaþýðenda; Ný stjórn og heiðursfé- lagar kjörin á aðalfundi Á aðalfundi Félags löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda, sem haldinn var nýlega, var ný stjórn kjörin í félaginu. Formaður hennar er Arnór Hannibalsson, gjaldkeri Karóiína Geirsdóttir og ritari Lars H. Andersen. Fráfar- andi stjórnarmenn, Hilmar Foss, Jóhanna Jóhannsdóttir og Bald- ur Ingólfsson voru kjörnir heið- ursfélagar. Nokkrar breytingar vom gerðar á lögum félagsins. Aðalfundir verða hér eftir haldnir árlega og félags- gjald var hækkað úr 1.000 kr. í 1.500 kr. á ári, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu stjómar. Fé- lagið hóf útgáfu fréttabréfs á nýl- iðnu ári og er þriðja tölublað vænt- anlegt fljótlega. Á vegum félagsins er nú safnað gögnum í vandað fé- lagatal. Hafi einhveijir skjalaþýð- endur ekki fengið eyðublað, frétta- bréf eða önnur gögn frá félaginu beinir er því beint til þeirra að hafa samband við stjómarmenn. Ótrúlegtverb DAIHATSU 4x4 705 hö 1600 cc, 16 ventla med beinni innspýtingu Vökvastyri Klukka Skipt aftursætisbak Skráning Höfuöpúöar aö aftan Plussklædd sæti Samlæsing 3 ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Ný númer Heilir hjólkoppar Skottlok/bensínlok opnast innanfrá , - . .- 1600 cc, 16 ventía með beinni innspýtingu Innifalib Vökvastýri Klukka Skráning Plussklædd sæti 3 ára ábyrgö Verksmiöjuryövörn Ný númer Varadekkshlíf Driflokur Skottlok/bensínlok opnast innanfrá Foxa«eni 8 • S: 91-685870 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.