Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Sé það rétt sem hér stendur ert þú kominn á þennan óþolandi aldur karlmanna, og ég er samþykk því. Með morgunkaffínu Hringdu fyrst í lögguna, ekki mömmu þína. HOQNI líREKKVISI ,,/Hérs. EfS Aier/NiL l w vi&þ/iE> Þe<s-ík. HJnn F’/HNt'R. Eirrn'/4& '/) ÖTééu>.’!" Sálnahirðirinn Guðmundur róni var mættur á staðinn ásamt Sigurði og spíritist- anum. Presturinn: Allt sem snertir sálnaflakk eru villukenningar, því að í ritningunni segir Prédikarinn í níunda kafla: „Því að þeir sem vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því minning þeirra gleymist. Bæði elska þeirra og hatur og öf- und, það er fyrir löngu farið, og þeir eiga aldrei framar hlutdeild í neinu því, sem við ber undir sólinni.“ (Pd. 9:5-6.) Guðmundur: Hvernig er það, hefur þetta jarðneska líf ekki einhvern til- gang eða gleyma menn öllu því sem þeir hafa lært hér á jörðinni? Eða til hvers skapaði Guð manninn? Presturinn: Ef þú heldur að hinir dánu geti talað við menn frá anda- heiminum, hveijir tala þá? Það gera illir andar. Eins og við getum séð í fyrstu Samúelsbók, kafla 28, bls. 319, er Sál fór til miðils og það var illur andi sem kom fram en ekki Samúel. Guðmundur: Ef þú vilt þá skal ég lesa fyrir þig byijunina á versi 15 orðrétt: „Þá sagði Samúel við Sál: Hví hefir þú ónáðað mig og látið kalla mig fram?“ Það er ekki minnst á einhvem illan anda í þessu versi og ekki heldur í versi 16. Þar stend- ur: „Samúel svaraði: Hví spyrð þú mig þá fyrst Drottinn er frá þér vik- inn og orðinn óvinur þinn.“ Það er ekki sagt að illur andi svaraði heldur er sagt að Samúel svaraði. Það er ekki minnst á illan anda og/eða illa anda í þessum versum, ekki frekar en í öllum kaflanum, vinur, ekki einu orði. Það er ekki minnst á það einu orði í kafla 28. Heyrirðu það? Ekki lýgur Biblían. Presturinn lét reka Guðmund út fyrir óspektir og hélt síðan áfram: Samkvæmt 10. versi í Prédikaranum: „Allt sem hönd þín megnar að gjöra með kröftum þínum, gjör þú það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ En spíritistinn spurði þá: Hvernig má það vera ef þú segir samkvæmt 10. versi séu hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska í dán- arheimum, en er Jesús Kristur um- myndaðist á fjallinu gat Hann nokk- uð talað við Elía og Móses eða þeir við Hann (Mk. 9:2-4), ef þú segir að það sé engin viska eða elska í dánarheimum (Pd. 9:5-10)? Presturinn: I fyrsta Þessaloníku- bréfí, fjórða kafla, leggur Páll áherslu á að dánir séu sofnaðir og verði í því ástandi þar til upprisa dauðra verður við komu Krists (1. Þ. 4:13-18). Geturþú ekki skilið það? Spíritistinn: Nei, en samkvæmt Jóhannesarguðspjalli er segir „Sann- lega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins." (Jh. 5:24.) Hvemig er það prestur með þá sem trúað hafa á orð Jesú, eru þeir allir sofandi í dánarheimum eins og þeir hefðu ekki enn stigið frá dauðanum til lífs? Eða halda menn því fram eins og þú, að þeir sem gerðu hið góða myndu ekki „rísa upp til lífsins" (Jh. 5:29), er Jesús dó og þeir heyrðu „raust hans“ (Jh. 5:28) risu upp og komu í borgina helgu (Mt. 27:52)? Þeir menn eru ekki sof- andi í dánarheimum ekki frekar en þeir sem trúað hafa á orð Jesú Krists. En hvernig var það með hann Samú- el þama í andlega heiminum þegar hann svaraði Sál (1. Sam. 28:16-19)? Hann virtist alls ekki hafa verið sof- andi. Presturinn: I trúaijátningu ís- lensku þjóðkirkjunnar segir: „Eg trúi á... upprisu dauðra og eilíft líf.“ Og á það við endi tímanna. Sigurður: Hvað meinti Jesús er hann sagði: „Lát hina dauðu jarða sína dauðu.“ (Lk. 9:60)? Hvað þýðir að vera dauður í þessum skilningi? Ef það er ekki hægt að svara þess- Þessir hringdu . . , Velheppnaður nýársfagnaður Dansgestur hríngdi: Eg vil þakka fyrir velheppnað- an nýársfagnað í Ártúni. Matur- inn var sérstaklega góður og vel fram reiddur. Læða Gullfallega ófijóa tiu mánaða læðu vantar gott heimili strax. Upplýsingar í síma 23667. Gleraugu Gleraugu í brúnu þykku hulstri töpuðust, líklega við Miklatún. Upplýsingar í síma 26362. Sálmabók Sálmabók með svartri kápu tapaðist nálægt Neskirkju á að- fangadagskvöld. Finnandi er vin- ari spurningu geta þá þeir sem em dauðir jarðað sína nánustu sem eru líkamlega dauðir? Spíritistinn: í fyrsta Jóhannesar- bréfi, þriðja kafla, segir: „Vér vitum, að vér emm komnir yfír frá dauðan- um til lífsins, af því að vér elskum bræður vora. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum" (1. Jh. 3:14). Þetta er því táknræn merking og að vera dauður þýðir einfaldlega þann sem ekki elskar Guð eða bræður sína. Sigurður: Það hlýtur að vera það sem Jesús meinti, „láta hina dauðu“ (Lk. 9:60). Þá sem ekki elska Guð og bræður sína jarða þann líkamlega dauða mann. En við upprisu dauðra verða þeir sem eru andlega dauðir í dánarheim- um reistir upp og til eiiífs lífs sam- kvæmt trúaijátningunni. Spíritistinn: Er ekki um það sama að ræða í Öðrum trúarbrögðum, taó- isma, búddisma, konfúsíusisma, ísl- am og gyðingatrúnni, rétt eins og í kristinni trú, að elska Guð og bræður sína? Sigurður: Jú, við ættum því að virða önnur trúarbrögð en það gerum við ekki. Presturinn: Ég vil nú ekki fara út í þessa sálma með ykkur, reyndar er það ekki á dagskrá að tala um önnur trúarbrögð en tíminn er búinn. - Þremur árum síðar gerðist þessi sami prestur spíritisti. Þorsteinn S. Thorsteinsson samlegast beðinn að skila henni til Neskirkju. Jakkar Steingráir jakkar víxluðust á Hótel Sögu 30. nóvember. Sá sem fékk minni jakkann er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 24248 Eðlilegra að tala um meiðsl Lesandi hringdi: Ég hef tekið eftir því að frétta- menn ofnota sögnina að slasast. Það er t.d. talað um að menn hafi slasast lítilsháttar sem mér finnst ankannalegt. Þá væri eðli- legra að tala um meiðsli. Vona ég að fréttamenn athugi þessa ábendingu. Gleraugu Karlmannsgleraugu í brúnyijóttri umgjörð töpuðust á nýársnótt nálægt Hressingarskálanum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19534. Silfurhálsmen Silfurhálsmenn, áletrað Elvar Már, tapaðist fyrir jól. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 13198. Víkveiji skrifar Flestir, sem sögðu sína skoðun' í fjölmiðlum um áramótin, fögnuðu hruni Sovétríkjanna. Þetta átti jafnt við um fulltrúa allra stjórnmálaafla, þótt Víkveiji leyfi sér að efast um að hrein samvizka hafí legið að baki orðum sumra gamalla Sovétvina. Víst er ástæða til að fagna hruni þessa heimsveld- is kommúnismans, en ýmsar afleið- ingar eiga eflaust eftir að koma í ljós um langan tíma. Menn hafa þegar séð hvernig þjóðerniserjur, sem í sjötíu ár var haldið niðri með hervaldi, hafa blossað upp. Víkverji minnist orða rússnesks þingmanns, sem hann átti orðastað við í Moskvu á gamla árinu. Þingmaðurinn sagði að þjóðernismálin í Sovétríkjunum þáverandi væru ekki eins einföld og margir Vesturlandabúar héldu. Vestrænir menntamenn hefðu hlustað of gagmýnislaust á Andrei Sakharov og fleiri andófsmenn, sem hefðu heimtað skilyrðislausan sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða. Þingmaðurinn benti á að ef allt miðstjórnarvald hryndi og farið yrði að slíkum kröfum, yrðu að minnsta kosti fjörutíu ný ríki til, aðeins á því svæði, sem nú er kallað Rúss- neska sambandslýðveldið! Um allt Rússland væru dreifðar snriáþjóðir með eigin sögu, tungu og menn- ingu, en meira og minna blandaðar Rússum og búandi í sömu bæjum og þorpum. Sjálfstæðiskröfur þeirra ættu eftir að hafa ófyrirséðar eijur og blóðsúthellingar í för með sér. Víkvetji spáir því að á næstu mán- uðum muni Vesturlandabúar heyra af ýmsum þjóðum og þjóðabrotum, sem þeir vissu ekki að væru til, en rísa nú upp austur í Síberíu eða á sléttum Norður-Rússlands. X X % Nú berast fregnir af því að neyð- araðstoð Vesturlanda við Rússa og aðrar þjóðir hins nýja samveldis komist ekki á leiðarenda, heldur lendi í klónum á þjófum eða svartamarkaðsbröskurum. Þetta kemur Víkveija dagsins lítið á óvart. Þegar hann var í Moskvu síðastliðið sumar var þegar farið að bera á því að fyrrverandi emb- ættismenn Kommúnistaflokksins, t.d. leiðtogar ungliðahreyfíngarinn- ar Komsomol, væru orðnir „kaup- sýslumenn". Víkveiji kynntist kaupsýslu sumra lítillega og gekk hún einkum út á að múta mönnum og nýta sambönd, sem þessir menn höfðu aflað sér innan gamla valda- kerfisins, til dæmis í KGB. Kaup- sýslumennirnir svokölluðu voru fremur í ætt við glæpamenn. Það kæmi skrifara heldur ekki á óvart þótt vinir gamla Sovétkerfisins rykju upp til hánda og fóta, og bentu á þessa skúrka (sem kannski hafa setið með þeim á ráðstefnu einhvern tímann í þá gömlu góðu daga) sem sönnun þess að fijálst markaðskerfi væri undirrót alls ills.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.