Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Skerðing elli- og örorkulífeyris: Nær aðeins til fullvinnandi - segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, leggur áherslu á að skerðing á elli- og örorkulífeyri nái aðeins til þeirra sem séu í fullri vinnu. Hann segir að ekki verði hægt að taka tillit til fjármagnstekna fyrr en fjármagnstekjuskatti verði komið á 1. janúar á næsta ári vegna þess að ekkert eftirlit sé með því að fólk telji tekjur sínar fram til skatts. Sighvatur boðaði til blaðamann- fundar s.l. miðvikudag, þar sem hann sagði meðal annars að hann vildi leiðrétta þann misskilning margra elli- og örorkulíferisþega að almenn skerðing á elli- og örorkubótum stæði fyrir dyrum. Hér væri einungis um að ræða skerðingu til þeirra sem væru í fullri vinnu og fengju háar tekjur. Aðrir yrðu ekki fyrir skerð- ingu. Hvað örorkubæturnar viðvíkur sagði ráðherra að ákveðið h'efði verið að skerða ekki heildarhlut öryrkja en færa fjármagn frá þeim sem væru í fullu starfi til hinna sem minna fengju. Fram kom að slík til- færing þýddi að flestir þeir öryrkjar sem hefðu tekjur á bilinu 16.280 kr./mán. að 65.847 kr./mán. fengju 1350 kr. tekjutryggingarhækkun á mánuði. Heilbrigðismálaráðherra vék máli sínu að gagnrýni á fyrirhugaðar að- gerðir. Ræddi hann þá meðal annars þá hugmynd að tekið yrði mið af fjármagnstekjum auk atvinnutekna og sagði í því sambandi að ekki væri hægt að taka mið af flármagns- tekjum fyrr en ijármagnstekjuskatti yrði komið á l.janúar árið 1993 vegna þess að ekkert eftirlit væri nú með því að fólk teldi allar eigur sínar fram til skatts. Þá sagði hann að formaður Verkamannasambands Islands færi með rétt mál þegar hann benti á að tekjuskattur og skerðing væru samanlagt 55% skattur á at- vinnutekjur ellilífeyrisþega umfram 66.000 mánaðatekjur. Það þýddi væntanlega að ellilífeyrisþegar sækt- ust síður eftir atvinnutekjum sem Morgunblaðið/Árni Sæberg. Sighvatur Björgvinsson og Þorkell Helgason aðstoðarmaður hans á blaðamannafundinum. væri kannski ekki svo órökrétt þegar staðið væri frammi fyrir auknum atvinnuerfiðleikum og hættu á auknu atvinnuLeysi. Sighvatur sagði að látið hafi verið í veðri vaka að á tímabilinu 1937-71 hefði fólk greitt tryggingariðgjald uppá lífeyri í framtíðinni en svo væri ekki heldur hefði fólk verið skattlagt eftir efnum og ástæðum til að standa undir þeim ellilífeyri sem greiddur var sama ár. Þannig hefði verið um gegnum streymisskatt að ræða. Framsóknarflokkur; Sparnaður 111 almamia- trygginga Framsóknarmenn eru með- mæltir tekjutengingu elli- og ör- orkulífeyris með því skilyrði að sá sparnaður sem af henni hlytist yrði notaður þar sem þörf væri á innan almannatryggingakerfis- ins. Guðmundur Bjarnasson lagði í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherratíð sinni fram frumvarp um almannatryggingar sem gerði ráð fyrir að elli- og örorkulífeyr- ir yrði tekjutengdur þannig að einstaklingur sem hefði tekjur aðrar en lífeyrir almannatrygg- inga og lífeyrir lífeyrissjóða um- fram 750.000 kr. á ári yrði fyrir skerðingu lífeyris sem næmi 30% þeirra tekna sem umfram væru. Þessar upplýsingar komu fram á blaðamannafundi starfshóps þingflokks framsóknarmenna í félagsmálum í gær. Aætluðum sparnaði af tekjuteng- ingum elli- og örorkulífeyris sam- kvæmt almannatryggingalagafrum- varpi fyrrverandi heilbrigðisráð- herra átti að ráðstafa með eftirf- arandi hætti. Lífeyrir og tekjutrygg- ing örorkulífeyrisþega átti að hækka um 14%. Örorkustyrkur átti að hækka um 7% og gert var ráð fyrir því að greiða mætti uppbót á örorkustyrk sem gæti numið allt að 50% yrði styrkþegi fyrir verulegum aukakostnaði sökum örorku sinnar. Frítekjumark hjóna átti að hækka úr 70% í 75% af frítekjumarki tveggja einstaklinga. Afnema átti það ákvæði í núgildandi lögum að hjón eða sambýlisfólk skyldi verða fyrir 10% skerðingu á lífeyrir. Skerðingarhlutfall tekjutryggingar vegna tekna átti að lækka úr 45% í 40%. Vasapeninga til þeirra sem eru inni á stofnunum átti að tekju- tengja og hækka um 58%. Þá var gert ráð fyrir því nýmæli að uppihaldsstyrkur yrði greiddur til skjúklings og/eða fylgdarmanns er dvelja þyrfti 14 daga samfellt eða lengur á 12 mánaða tímabili vegna læknismeðferðar utan heimabyggð- ar. Ekkju- og ekkilbætur lífeyris- trygginga átti að hækka og bóta- tíma átti að lengja. Nýr bótaflokk- ur, umönnunarbætur vegna elli- og örorkulífeyris kom inn í frumvarpið. Barnalífeyrir átti að hækka um 25%. Sjúkra- og slysadagpeninga átti að samræma og sjúkradagpen- inga átti að hækka um 55%. Finnur Ingólfsson, þingmaður Framsóknar- flokks, sagði að frumvarpið hefði mætt andstöðu Alþýðuflokks vegna tekjutengingar elli- og örorkulífeyr- is. _ í frumvarpinu er gert ráð fyrir verulegum skipulagsbreytingum á Tryggingastofnun ríkisins. Ef það hefði gengið í gengið í gegn segir Finnur að skýrsla ríkisendurskoð- unar um Tryggingastofnun hefði verið óþörf. Föstudaginn 10. janúar 1992 hefst sala á nýjum flokki verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Útgáfan er byggð á heimild-í lánsfjárlögum fyrir árið 1991 og lögum um lánsfjáröflun ríkissjóðs innanlands, nr. 79 frá 28. desember 1983. Um er að ræða eftirfarandi flokk spariskírteina: Flökkur Lánstími Gjalddagi Nafnvextir á ári Raunávöxtun* Útboösfjárhæð 1992 1. fl! D 5 ár 1. feb. 1997 6,0% 7,9% Innan ramma framangreindra laga Kjör þessa flokks eru í meginatriðum þessi: a) Nafnvextir eru 6,0% á ári og reiknast frá og með 10. janúar 1992. • Grunnvísitala er lánskjaravísitala janúarmánaðar 1992, þ.e. 3196. *b) Fyrst um sinn er þessi flokkur spariskírteina boðinn almenningi með 7,9% raunávöxtun. c) Lánstími skírteinanna er 5 ár, þ.e. til l.-febrúar 1997, en að þeim tíma liðnum getur eigandi fengið andvirði þeirra útborgað hvenær sem er og fylgir því enginn kostnaður. d) Spariskírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 krónur. Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það eigendum þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viðskiptavaki fyrir spariskírteini ríkissjóðs sem eru skráð á þinginu. Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt kemur ekki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá fólki utan atvinnurekstrar. Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna, er heimilt að draga þær aftur að fullu frá eignum. Spariskírteinin skulu skráð á nafn og eru þau framtalsskyld. Spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu í Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6 og í Kringlunni, í bönkum og sparisjóðum um land allt og hjá helstu verðbréfamiðlurum. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.