Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Grímur Magnússon læknir - Minning Fædd 1. mars 1907 Dáin 31. desember 1991 Grímur Magnússon læknir and- aðist á heimili sínu á gamlársdag og skorti þá aðeins tvo mánuði til þess að verða 85 ára. Hann var fæddur í Álfhólahjáleigu í Vestur- Landeyjum 1. mars 1907. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjarnason og kona hans Þóra Þorsteinsdóttir. Áttu þau margt bama og bjuggu ; við heldur erfiðan búhag eins og margir á þeim árum. Þegar Grímur var fjórtán ára missti hann föður sinn, en þá æxlaðist svo til fyrir undarlega hendingu, að alókunnur maður, Þorsteinn Scheving Thor- steinsson lyfsali, tók drenginn að sér og kostaði hann til náms. Grím- ur lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1928 með góðri einkunn. En í stað þess að setjast í háskólann hér og nema þar læknisfræði eins og virtist liggja beinast við, þá hélt hann til Austurríkis og innritaðist í lækna- deild háskólans í Vínarborg, en af henni fór mikið orð um þær mund- s, ir og Grím Iangaði til að skoða sig ' um í heiminum og kanna háttu framandi manna. Naut hann þess hér, að fóstri hans, en svo nefndi Grímur Þorstein gjaman, lét laust við hann fé til sæmilegs námskostn- aðar. Á háskólaámnum í Vínarborg gafst Grími færi á að leggja leiðir sínar víðar en stúdentar áttu al- mennt kost á á þeim árum, og lágu leiðir hans víða, einkum um suð- austanverða Evrópu og Austurlönd nær, stundum með stúdentaleið- angrum en annars á eigin spýtur í .* hópi kunningja og vina. Slíkur munaður var næsta fátíður í hópi íslenskra námsmanna um þær mundir, í miðri heimskreppunni miklu. Það fylgdi Grími síðan ævi- langt, að ferðir til framandi þjóða vom honum mikið eftirlæti, svo að jafnvel eftir að honum varð þungt fyrir fæti, þá lagði hann enn upp í erfiðar utanlandsferðir. Grímur lauk læknaprófi frá Vín- arháskólanum árið 1936 og kqm þá heim til íslands, og almennt lækningaleyfí fékk hann 1938. Síð- ar sótti hann námsdvalir í Vínar- borgt, London og Kaupmannahöfn og var viðurkenndur sérfræðingur í tauga- og geðlækningum 1948, en áður hafði hann verið aðstoðar- læknir við Kleppsspítala frá 1938- 1947. Næstu árin var hann starf- andi læknir í sérgrein sinni, uns hann réðsttil Borgarspítalans 1971, sem þá var nýbyggður. Þar vann Grímur næstu átta árin, eða til þess að starfsferli opinberra starfs- manna var lokið. Eftir það starfaði hann að lækningum í sérgrein sinni um nokkurra ára skeið eða á meðan heilsa og kraftar entust. Síðustu árin mátti svo heita, að hann væri farlama maður. Grímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Nanna Jónsdóttir forstöðukona saumastofu Þjóðleik- hússins og áttu þau engin börn. Síðari kona hans er Hrönn Jónsdótt- ir hjúkrunarforstjóri heilsuhælisins í Hveragerði og áttu þau tvö börn: Jónu Pálínu (f. 1967) hjúkmnar- fræðinemi, og Magnús Svein (f. 1971), starfsmaður hjá ísfísk hf., og dvelja þau bæði enn í foreldra- húsum. Um læknisstörf Gríms ætla ég, fávís leikmaður, ekki að fjalla. Mér er þó kunnugt, að þegar hann kom frá námi bryddi hann upp á ýmsum nýjungum er þóttu gefa góða raun, og ævilangt fýlgdist hann með helstu viðleitni í grein sinni, sótti fundi og las sér til. Hitt var mér gjörkunnugt, hve annt honum var um sjúklinga sína, sem hann annað- ist af óeigingjarnri hjálpsemi. Stundum bar svo til, að hann jafn- vel tók sjúklinga á heimili sitt til lengri dvalar, uns þeir fengu góðan bata. Við líkbömr Gríms Magnússonar á ég margs að minnast frá þeim árum þegar við vomm enn ungir. Fyrir atbeina Sverris Kristjánsson- ar bekkjarbróður hans tókust góð kynni milli okkar. Síðar áttum við um nokkur ár heima í sama húsi, og saman byggðum við hús inni á Langholtsvegi. Þetta var á þeim árum þegar hvað óhægast var um allar framkvæmdir og ekkert fékkst til neins. En úti í heimi geysaði heimsstyijöld. Grími voru allar leið- ir lokaðar til utanferða og ekki um annað að ræða en innanlandsferðir. Var þá einkum haldið til fjalla, og einhvern veginn fór það svo, að ég tók að slást í för með honum, og lögðum við þá gjarnan leið okkar um miðlandsöræfín. Á næstu ámm fórum við þar allvíða um, og var Grímur oftast fararstjóri. Reyndist hann bæði ötull og ósérhlífinn, en jafnframt gætinn og ráðagóður ef vanda bar að höndum og útsjónar- samur um undirbúning, og ekki spillti það að hafa lækni með í för- inni ef eitthvað bjátaði á, eins og stundum gat komið fyrir eins og þegar einn okkar sýktist af lungna- bólgu inn í Nýjadal. Flestar af leiðum þeim sem við völdum voru sjaldfarnar nema þá helst.af fjárleitarmonnum. Oft var okkur harla óljóst, hvar heppilegast mundi að fara eða hvar helst skyldi leita vaðs á fljótum þeim og ám, sem urðu á leið okkar. En allt slampaðist af og aldrei lentum við í neinum mannraunum. Á fyrstu árunum var ekki um-annað að ræða en fara fótgangandi og traust landabréf komu ekki til sögunnar fyrr en að stríði loknu og jeppinn og fjallabílarnir um svipað leyti. Oftast urðum við að bera þungar byrðar. Síðan hefur greiðst mjög um fjallaferðir, en leiðir um leið takmarkast og bundist föstum far- vegum. Margar þessara ferða standa mér enn fast í huga, í sólfáðu skini um sanda og vötn við víðsýni, sem hvergi á sér ef til vill samsvörun, við miðhálendi íslands. Oft minn- umst við Grímur með trega kvöld- stundar á Bárðarbungum, þegar blátært kvöldhúm júlínæturinnar Iagðist yfir Sprengisand og Ódáða- hraun alla leið til strandfjalla Norð- ur- og Austurlands. Sú sýn hlýtur að fylgja hveijum sem hennar nýtur ævilangt. _Nú þegar leiðir skilja fínn ég það best, hve mikið ég á að þakka Grími Magnússyni sem ferðafélaga, lækni, manni og traustum vini í meira en hálfa öld. Og mér verður tregt tungu að hræra eins og Agli forðum. Heilsan bilaði, og Grímur gerðist fótaveikur um aldur fram. Fættaðist þá um ferðir og að nokkru um fundi, því að lokum mátti svo heita, að hann yrði örbjarga til hreyfinga, svo þungt lagðist fóta- lömunin að honum og við henni fundust engin ráð. En andlegri reisn og kröftum hélt hann framundir það síðasta, gleði sinni, hjálpfýsi og bjartsýni á framtíðina. Um leið og ég kveð fornan vin og félaga, vil ég þakka Hrönn vin- konu minni, hve traust hún stóð við hlið hans, þegar halla tók undan fæti og hve notalega aðstöðu hún bjó honum síðustu árin á Otrateigi 16. Henni og börnum þeirra sendum við Sigrún innilegustu samúðar- kveðjur. Haraldur Sigurðsson. Ég verð að fara, feijan þokast nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið, með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi. Ég á ekki lenpr leið með neinum, lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn, og líka þú, minn pð, minn góði andi, gef mér kraft til þess að leita þín. Ég verð að fara, feijan bíður mín. (Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi.) Hann mágur minn kvaddi þetta líf á gamlársdag um hádegi, næst- um án nokkurs annars fyrirvara, en þess að ellikerling hafði ásótt hann um nokkra hríð, nokkrum dögum áður hafði hann að orði, ég held að dauðinn hafi gleymt mér. Grími fannst dauðinn vera Iíkn frá þraut, næstum hvenær sem hann leitaði dyra. Grímur Magnússon fæddist 1. mars 1907 í Álfhólahjáleigu, V-Landeyjum. Sonur hjónanna Þóru Þorsteinsdóttur og Magnúsar Bjarnasonar, bónda. Annar í röðinni af sjö systkinum. Þau eru: Sigríð- ur, fædd 1905, Grímur, fæddur 1907, Þorsteinn, 1910, Sigurður, fæddur 1912, dáinn 11 ára, Bjarni, fæddur 1914, Magnús, fæddur 1917, dáinn 1989, Magnþóra, fædd 1921 (á dánardegi föður síns). Grímur ólst upp á ÁlfhólahjáleigU hjá foreldrum sínum við þröngan efnahag en mikið ástríki. Faðirinn deyr þegar hann er 14 ára. .Um það leyti sem Grímur tekur barnaskólapróf forfallast prestur- inn sem vera átti prófdómari, í stað hans var því fenginn Þorvaldur Stephensen, endurskoðandi Kaup- félags Hergilseyjar, sem leið átti um sveitina og leist honum vel á piltinn vegna góðra námshæfíleika hans, en vissi um leið að efnahagur foreldranna biði ekki upp á frekara nám, enda lá faðirinn banaleguna á þessum tíma. Þegar Þorvaldur kom aftur til Reykjavíkur talaði hann við frænda sinn Þorstein Sch. Thorsteinsson apótekara í Reykja- víkurapóteki, og kvaðst hafa heyrt hann segja að hann langaði til að gera góðverk og mæltist til að hann tæki piltinn (óvandabundna) upp á arma sína og styddi hann til náms. Þorsteinn brást fljótt við og skrifaði Magnúsi föður Gríms sitt tilboð. Bréfið barst föður hans tveimur dögur áður en hann dó og var þá strax -ákveðið _að þiggja þetta óvenjulega boð. Úr varð að Grímur fór suður, þeint frá jarðarför föður síns ásamt Bjarna bróður sínum 7 ára sem fór í fóstur til Ingileifar föðursystur sinnar, yngsta systirin Magnþóra, sem skírð var yfír kistu föðurins, fór í fóstur að Árnarhóli, móðirin hélt áfram búskap ásamt hinum systkinunum, móður sinni og bróður en giftist svo seinni manni sínum (Þorgeiri Tómassyni) og settist þá að á Arnarhóli í Land- eyjum. Grímur átti alla tíð fallegt samband við sín systkini og börn þeirra og naut hann þess alla tíð. Þegar Grímur kom til Þorsteins Sch. (sem hann kallaði ávallt fóstra sinn) var Þorsteinn ókvæntur og bjó í heimili hjá foreldrum sínum, Þórunni og Davíð lækni og tveimur ógiftum systrum sínum. Það sem uppá vantaði í menntun Gríms til þess að hann gæti tekið inntöku- próf í Menntaskóla Reykjavíkur um haustið, sáu systurnar um að kenna honum um sumarið. Hann talaði alltaf af mikilli virðingu og hlýju um þetta góða fólk og menningar- lega heimili. Ekki tel ég mig þess umkomna að rekja náms- og starfsferil Gríms. Kynni mín af Grími hófust er syst- ir mín og hann hófu búskap. Það streymdi frá honum hlýja til mín frá fyrstu tíð og fordóma- og æðru- lausari mann hef ég ekki þekkt, hann hafði einstakt umburðarlyndi fyrir mannlegum breyskleika, sem kom sér vel í ævistarfi hans. Grím- ur naut þess að fræða og segja frá, ferðalög voru honum einstakt yndi, hann naut þeirra með margra mán- aða fyrirvara, með lestri um land og þjóð, og var hann eins og stórt barn af tilhlökkun, og geislaði frá honum þannig að maður smitaðist. Fyrir réttum 19 árum ferðaðist ég með þeim Hrönn, Grími og börnun- um til Austurríkis, Þýskalands og síðan til Tyrklands. Þessi ferð er mér í minningunni ógleymanleg. Grímur var vakinn og sofínn í því að sýna mágkonu sinni og ljöl- skyldu heiminn, með sögu landanna og sérstaklega sögu Istanbúl, og sagði þá alltaf, Ingibjörg, sjáðu, hlustaðu, en ég var í fyrsta sinn að ferðast um þessar slóðir. Grímur var mjög örlátur maður sem kom fram í því að hann vildi að aðrii' nytu þess sem hann hafði notið, á sviði ferðalaga, bókmennta t Eiginmaður minn, SIGURPÁLL JÓNSSON fyrrum aðalbókari, Rauðalæk 8, Reykjavik, lést í Landakotsspítala hinn 8. janúar sl. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn M. Steindórsdóttir. t Ástkær sonur minn, SIGURBJÖRN LÁRUSSON, lést þann 3. þ.m. af slysförum. Jarðarförin fer fram f kyrrþey. Ingibjörg Björnsdóttir, Birgir Lárusson, Björn Lárusson, Hrafnhildur Lárusdóttir, Heimir Lárusson, Eggert Lárusson. t Okkar innilegustu þakkir og kveðjur til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föð- ur, tengdaföður og bróður, BALDVINS ÞORSTEINSSONAR skipstjóra, Kotárgerði 20, Akureyri. Megi heill og hamingja fylgja ykkur. Björg Finnbogadóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Margrét Baldvinsdóttir, Ingi Björnsson, Finnbogi Alfreð Baldvinsson, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Vilhelm Þorsteinsson. + Móðir okkar. KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Sóivallagötu 52, lést i Hafnarbúðum 28. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilega þökkum við starfsfólki Landakotsspítala og Hafnarbúða. Fyrir hönd fjarstaddra barna og annarra vandamanna, Áslaug Bjarney Matthíasdóttir, Kristinn Rafn Ragnarsson. + Móðir mín, MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Stóru-Hildisey, A-Landeyjum, verður jarðsungin frá Voðmúlastaðakapellu laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Pétur Guðmundsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR, Krossdal, Kelduhverfi, sem lést 2. janúar í Sjúkrahúsinu á Húsávík, verður jarðsungin frá Garðskirkju laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Jóhannes Þórarinsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Vilborg Þórarinsdóttir, Sveinn Þórarinsson, Þórdís Þórarinsdóttir, Eva María Þórarinsson, Gunnar Valdimarsson, Sigurþór Jósefsson, Helga Ólafsdóttir, Örn Rafnsson, Rósa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.