Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Hugmyndafræði- legi fortíðarvandinn eftir Björn Bjarnason Umræður um hinn svonefnda fortíðarvanda hafa takmarkast við fjárhagslegar skuldbindingar, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir í reikningum eða við gerð fjárlaga en falla að óbreyttu á skattborgar- ana. Nefnd á vegum ríkisstjómar- innar hefur komist að þeirri niður- stöðu, eftir úttekt á opinberum sjóð- um og stofnunum, að meðal annars sé unnt að skilgreina þennan vanda með því að benda á 18 milljarða króna, sem við skattgreiðendur verðum að axla. Bráðnauðsynlegt var, að ríkis- stjórnin léti semja yfírlit af þessu tagi. Staðfesta þau vinnubrögð að- eins þá viðleitni stjómarflokkanna að fá sem gleggsta sýn yfír alla þætti ríkisfjármálanna. Ekki er tek- ið á vanda nema tilvist hans sé við- urkennd. Forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags hafa brugðist illa við þessu rannsóknastarfí. Vilja þeir ekki, að þessar tölulegu stað- reyndir séu dregnar fram í dagsljös- ið. Andmæli Steingríms Hermanns- sonar og Ólafs Ragnars Grímssonar vegna hins íjárhagslega fortíðar- vanda eyða honum því miður ekki. Sama gildir um hinn hugmynda- fræðilega fortíðarvanda Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags. Vandi Alþýðubandalagsins Hmn sovéska stjóm- og hagkerf- isins er enn til marks um hrikalegt gjaldþrot marxisma, lenínisma, sta- línisma, kommúnisma og sósíal- isma. Þar með hrynur einnig sú stoð, sem hefur verið styrkust í hugmyndafræði Alþýðubandalags- ins og forvera þess Sósíalistaflokks- ins og Kommúnistaflokksins. Við skilgreiningu á framtíðarþróun stjómmála eftir hin sögulegu um- skipti, sem nú hafa orðið, telja margir skynsamlegast að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfíð, áður en kennisetningar Karls Marx mddu sér til rúms. Þess vegna er litið aftur tU miðbiks 19. aldar. Ólafur Ragnar Grímsson, núver- andi formaður Alþýðubandalagsins, gerði þetta raunar í ræðu fyrir nokkmm ámm. Það var á þeim tíma, sem alþýðubandaiagsmenn þorðu enn að kannast við stuðning sinn við marxismann. í ræðunni lagði ÓlafurRagnarþáJón Sigurðs- son forseta og Karl Marx að jöfnu og ræddi um hin heillavænlegu áhrif, sem þeir hefðu haft, og ávext- ina, sem enn mætti vænta af hug- sjónastarfí þeirra. Marxisminn og WIKA Þrý stimælar Allar stærölr og geröir Vesuisðm 16 - Sénar 14680-1320 sovétdýrkunin eru nú þungamiðjan í fortíðarvanda Alþýðubandalags- ins. Forystu Alþýðubandalagsins er illa við að minnst sé á þennan vanda. Uppgjöri við fortíðina hefur hvað eftir verið hafnað innan flokksins. Hann hefur klofnað bæði til hægri og vinstri vegna ágrein- ings um hugmyndafræðina og af- stöðuna til Sovétríkjanna. Ef mið er tekið af lýsingum þeirra, sem hafa annars vegar farið úr Alþýðu- bandalaginu til Alþýðuflokksins og hins vegar til Kvennalistans, er ekki unnt að draga aðra ályktun en þá, að þeir sitji eftir í flokknum, sem em fúsir til að sitja uppi með fortíðarvandann án þess að takast á við hann. Það var tímanna tákn á dögun- um, þegar Alþýðubandalagið efndi til landsfundar og sagðist vera orð- ið að hinum eina sanna jafnaðar- mannaflokki, að um sömu helgi var efnt til fundar í kommúnistaflokkn- um í Bretlandi og skipt um nafn á honum, og kennir hann sig nú við lýðræðislega vinstristefnu. Traust á þeim flokki eykst ekki við sb'kar yfirbreiðslur frekar en á öðmm gömlum kommúnistaflokkum. Upp- gjörið verður að fara fram með sambærilegum hætti og gert er í kommúnistaríkjunum fyrrverandi, þar sem rýnt er í söguna í því skyni að fjarlægja lyga- og blekkingavef- inn og afhjúpa þá, sem hann hafa spunnið. Vandi Framsóknarflokksins Fyrir jólin kom út fróðleg bók um íslenska stjómmálaþróun eftir Guðjón Friðriksson, sem hefur ritað fyrsta bindi af sögu Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu. Þar er tekinn af allur vafi um að samvinnustefnan hefur verið þungamiðjan í stefnu Framsóknarflokksins og sett sterk- astan svip á störf hans, þótt nú bregði svo við á 75 ára afmæli flokksins, að Steingrímur Her- mannsson, formaður hans, leiði samvinnuhugsjónina hjá sér, þegar hann lítur yfír flokkssöguna. I bréfí til Jóns Sigurðssonar á Ystafelli frá 3. janúar 1923 segir Jónas frá Hriflu: „Um pólitíska nauðsyn sam- vinnusamtaka þarf ekki að segja þér. Lífíð sýnir að samvinnan bygg- ir á sérstakri, sjálfstæðri lífsskoð- un.“ Á að túlka þögn formanns Framsóknarflokksins um sam- vinnuhugsjónina og samvinnu- hreyfínguna á þann veg, að þar sé um fortíðarvanda að ræða? Þegar Jónas frá Hriflu bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, 1922, ritaði hann greinaflokk — Komandi ár — í Tímann. Telur Guðjón Frið- riksson, að þar sé í raun um eins- konar starfsáætlun Framsóknar- flokksins að ræða. Jónas segir, að í landinu séu að myndast þrír flokk- ar: samkeppnismanna, samvinnu- manna og sameignarmanna. Yrði þessi fiokkun notuð um samtímann væru sjálfstæðismenn samkeppnis- menn, framsóknarmenn samvinnu- menn og jafnaðarmenn sameignar- menn. Eftir að hafa birt kafla úr þessum greinaflokki segir Guðjón Friðriks- son: „Þetta var útópía Jónasar frá Hriflu í fyrstu kosningabaráttu hans. Hann kallaði á úrvalsmenn sem létu þekkingu og framsýni ráða gerðum sínum í félagsmálum, sjálf- an sig taldi hann þeirrar gerðar. Ef slíkir menn yrðu einhvem tíma í meirihluta í einu landi væri flokks- myndun á nútímavísu óþörf." Skömmu síðar segir Guðjón um greinaflokkinn: „Nýrómantískar hugmyndir Jónasar frá Hriflu felast meðal annars í aðdáun á úrvals- mönnum, andúð á skólum nema sem eins konar sveitaheimilum, lof um starf bóndans, gagnrýni á efnis- hyggju á þeirri forsendu að pening- ar séu ekki það verðmætasta í líf- inu, korporatífísma, þ.e. að sam- band launagreiðenda og launa- manna eigi að ákvarðast fremur af samstarfi og eindrægni en pen- ingum, og íhaldssemi í menningar- málum. Þetta eru að mörgu leyti sömu hugmyndirnar og lágu að baki fasismanum á 3. og 4. áratug 20. aldar.“ Hér er fast að orði kveðið, þegar litið er á afleiðingar fasismans í Evrópu. Við það skal ekki staldrað heldur hitt, að Jónas er sagður fylgja útópískri stjómmálastefnu eins og marxistar eða sameignar- menn. Einungis samkeppnismenn hafa haft skynsemi til að boða ekki Björn Bjarnason . „Orðið fortíðarvandi er óheppilegt, ef það er skilið á þann veg, að fortíðin geymi einhvern vanda. Kjarni málsins er sá, að vegna rangra ákvarðana í fortíðinni er glíma okkar við samtíðarvanda erfiðari en ella.“ þúsundáraríkið. Þeir þurfa þess vegna ekki að glíma við fortíðar- vandann, sem fylgir hruni slíks rík- is. Samkeppnismönnum verður ekki álasað fyrir að boða útópíu. Útópíunni hafnað Isaiah Berlin, sem margir telja fremsta núlifandi hugmyndasagn- fræðinginn, segir í nýrri bók sinni The Crooked Timber of Humanity, að unnt sé að bjarga manninum frá hungri, eymd og óréttlæti. Allar rannsóknir á þjóðfélögum sýni hins vegar, að lausn eins vanda kalli á annan, nýjar þarfír og kröfur. Menn geti ekki með lagasetningarvaldi sett skorður við óþekktum afleið- ingpm afleiðinga afleiðinganna. Marxistar segi okkur, að loks þegar sigur sé unninn og hin raunverulega saga hafín leysist allur þjóðfélags- vandi af sjálfu sér í stéttlausu þjóð- félagi. Berlin telur þetta frumspeki- lega bjartsýni, sem eigi sér enga stoð í sögulegri reynslu. Hann seg- ir, að útópíur hafí gildi — ekkert víkki sjóndeildarhring ímyndunar- aflsins jafn dásamlega — en þær geti orðið banvænar í orðsins fyllstu Sveitarfélögin sjái um rekstur löggæslunnar eftir Jóhannes Finn Halldórsson Við gerð fjárlaga ríkisins fyrir árið 1992 hefur verið í umræðunni að leggja sérstakt gjald á sveitarfé- lögin, til að standa undir útgjöldum vegna löggæslunnar í landinu. Ýmsar aðrar hugmyndir hafa einnig verið uppi um að afla ríkissjóði tekna eða spara útgjöld, með því að færa greiðslumar yfír á sveitar- félögin. Þessu hafa ýmsir mótmælt mjög harkalega af ýmsum ástæð- um. Nú er það svo, að ákveðnari verk- askipting er á milli ríkis og sveitar- félaganna en var. Fyrir ðrfáum árum komu til framkvæmda ný lög, svokölluð verkaskiptingalög, til þess að gera verkaskiptinguna skýrari og ekki síst til þess að sam- an fari framkvæmd og fjárhagsieg ábyrgð. Þetta náðist að mjög miklu leyti og hefur verið til mikilla bóta. Margir sveitarstjómarmenn sem unnu að þvi að gera þessa verka- skiptingu að veruleika, fögnuðu þessum áfanga, enda var full ástæða til. Nokkrir sveitarstjómar- menn eru nú á alþingi og geta haft „Það er verkefni kjör- inna fulltrúa á alþingi og í sveitarstjórnum, að sjá til þess að málum sé þannig fyrir komið, en ekki séu viðhafðar smáskammtalækningar og kostnaðaraukandi millifærslur.“ meiri áhrif á framgang mála þar en áður. Samhliða þingmennsku gegna sumir þeirra trúnaðarstörf- um hjá sveitarfélögum og hafa því næmari skilning á getu þeirra til að taka á sig aukin útgjöld. Því vaknar spumingin, hvaða áhrif sú ákvörðun, ef hún verður að veruleika, hefur á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, hvort um er að ræða framför eða ekki. Hún gæti orðið það, en alls ekki með þeim hætti sem hér er stefnt að. Það er útbreidd skoðun að flytja beri fleiri verkefni til sveitarfélag- anna. Ef samþykkt landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga um Jóhannes Finnur Halldórsson verulega sameiningu sveitarfélaga verður að veruleika, gerir það slíkan tilflutning enn auðveldari. í stað þess að leggja á nefskatt og fá annan aðila til að innheimta hann, væri rétt að stíga skrefíð til fulls og fela sveitarfélögunum að merkingu, séu þær hafðar að leiðar- ljósi. í bók sinni segir Berlin einnig: „Þess vegna kemst ég að þeirri nið- urstöðu, að hugmyndin um loka- lausn sé ekki aðeins óframkvæman- leg, heldur sé hún, ef ég hef rétt fyrir mér, einnig ósamkvæm sjálfri sér, því að sum gildin hljóta að vera ósamrýmanleg. Að til sé loka- lausn — jafnvel ef við gleymum hinni hræðilegu merkingu sem orð- ið fékk á dögum Hitlers — er blekk- ing; mjög hættuleg blekking. Trúi maður því í raun, að slík lausn sé til, ætti að leggja allt í sölurnar fyrir hana: að gera mannkyn rétt- látt og hamingjusamt og skapandi og samstillt að eilífu — hvað ætti ekki að leggja í sölumar til að ná þessu markmiði? Til að búa til slíka eggjaköku ætti ekki að spara nein egg — það var trú Leníns, Trotskíjs, Maos og að mínu viti einnig Pols Pots. Þar sem ég þekki einu sönnu leiðina til lokalausnarinnar á öllum þjóðfélagsvanda, veit ég hvert á að beina mannkyni á vegferð þess; og þar sem þér er ókunnugt um vitn- eskju mína, máttu ekki fá hið minnsta svigrúm til að velja og hafna, ef markmiðið á að nást. Þú segir að ákveðin stefna auki þér hamingju eða frelsi eða veiti þér rými til að draga andann; en ég veit að þetta er misskilningur þinn, ég veit hvers þú þarfnast, hvers allir menn þarfnast; og sé um and- stöðu að ræða vegna fávisku eða illvilja verður að bijóta hana á bak aftur og hundruð eða þúsundir kunna að verða að farast til að milljónir manna geti orðið ham- ingjusamir að eilífu. Hvað getum við, sem vitum, annað en viljað fóma þeim öllum?" Þessi lýsing á við, þegar rætt er um hugmyndafræðilegan fortíðar- vanda þeirra, sem aðhyllst hafa útópískar stjórnmálaskoðanir, hvort heldur hér á landi eða annars stað- ar. Þeir standa frammi fyrir því, að stefnunni hefur verið haldið á loft af sannfæringarkrafti sem auð- veldlega breytist í ofstæki og síðan ofbeldi. Tilgangurinn helgar meðal- ið. Orðið fortíðarvandi er óheppilegt, ef það er skilið á þann veg, að for- tíðin geymi einhvem vanda. Kjarni málsins er sá, að vegna rangra ákvarðana í fortíðinni er glíma okk- ar við samtíðarvanda erfiðari en ella. Undan þessari staðreynd fá þeir ekki vikist, sem hafa boðað útópíu, hvort heldur hún hefur ver- ið kennd við samvinnu eða sameign. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. sjá um rekstur þessa málaflokks. Með nálægð rekstraraðilans við verkefnið, næst víða hagkvæmni. í Stykkishólmi hefði t.d. ný lögreglu- stöð líklega ekki verið keypt langt að. (Breidd hússins virðist hafa verið miðuð við, að það kæmist yfír Olfusárbrú.) Ég get ímyndað mér að t.d. á Snæfellsnesi væri hægt að stofna byggðasamlag um þennan rekstur með meiri hagkvæmni. Og viðbót við sameiginleg verkefni nú, geta mtt brautina fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Við til- flutning á svo viðamiklu verkefni, væri e.t.v. einnig ástæða til að út- færa nánar þær hugmyndir sem liggja að baki byggðasarnlögunum, sem er einskonar aðkenning að þriðja stjórnsýslustiginu. Sveitarfélögin ein sér eða nokkur saman, eiga að vera það sterk, að þau geti tekið að sér slík útgjöld, þannig að saman fari framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð. Það er verk- efni kjörinna fulltrúa á alþingi og í sveitarstjómum, að sjá til þess að málum sé þannig fyrir komið, en ekki séu viðhafðar smáskammta- lækningar og kostnaðaraukandi millifærslur. Höfundur cr viðskiptafræðingvr og bæjarritari í Stykkishóimi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.