Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. JANUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 110 kr. eintakið. Dapurleg fjölskyldu- mynd Meirihluti íslenskra barna á aldrinum 7 til 12 ára gengur sjálfala á daginn, tíðni hjónaskilnaða hefur þrefaldast hér á landi á undanförnum þremur áratugum, foreldrar vinna óhóflega langan -vinnu- dag, laun duga tæpast fyrir nauðþurftum og matvöruverð er trúlega með því hæsta sem þekkist á Vesturlöndum. Þetta er sá veruleiki sem við blasir á íslandi nú um stundir sam- kvæmt því, sem fram kom í athyglisverðri grein, „Kjarna- fjölskyldan í kreppu“, í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Nú er það vissulega svo, að allur samanburður á þessu sviði getur verið í besta falli hæpinn, ef ekki beinlínis rangur. Þannig getur verið vafasamt að bera saman lengd vinnuvikunnar í hinum ýmsu löndum. Erlendis leggja menn almennt á sig umtalsvert erfiði einfaldlega til að komast á vinnustað, líkt og alkunna er, og vinnuagi er meiri erlendis en hérlendis. Hið sama gildir þegar menn taka að bera saman framfærslu- kostnað, skattgreiðslur og fleira. Engu að síður hljóta þær upplýsingar er fram koma í fyrrnefndri grein Morgunblaðs- ins að vera mikið umhugsunar- efni. Ekki verður betur séð en langur vinnutími og eftirsókn eftir svonefndum lífsgæðum, í efnislegum skilningi þess orðs, sé tekin að vega að einni mikil- vægustu einingu þjóðfélagsins, fjölskyldunni. Það er almennt mat viðmælenda Morgunblaðs- ins, að íslendingar hafi of lítinn tíma til að sinna því dýrmæt- asta í lífi þeirra sjálfra og þjóð- félagsins, börnunum. Vitanlega er þessi umræða ekki nýjung í íslensku þjóðlífi. Því hefur þráfaldlega verið haldið fram, að þjóðfélagið - og þá er yfirleitt átt við ríkis- valdið - hafi ekki komið til móts við þarfir nútímans. Líta þurfi til þeirrar staðreyndar, að meirihluti foreldra vinni langan vinnudag og því þurfi að laga skólakerfið að því svo eitt dæmi sé tekið. Umræður um dagvist- armál og brýn úrlausnarefni á því sviði kannast allir við. Þetta sama viðhorf kemur fram í við- tölum Morgunblaðsins við þá er tjá sig um kreppu kjamafjöl- skyldunnar í fyrrnefndri grein. Ekki verður betur séð en þessi leið til áð nálgast vandann sé i senn úrelt og röng. Auknar kröfur á hendur ríkinu fela ein- faldlega i sér aukin útgjöld, sem fjármögnuð eru með aukinni skattheimtu. Þessi hugmynda- fræði felur því í raun í sér víta- hring, þ.e. aukin skattheimta minnkar ráðstöfunartekjur, sem aftur verður til þess að almenningur leitar leiða til að auka tekjur sínar, er getur af sér lengri vinnutíma, sem þá verður til þess að kröfur á hend- ur ríkinu magnast og skatt- heimta eykst á ný. Verra er, að hún felur einnig i sér þá afstöðu að viðurkenna beri, að foreldrar hafi engan tíma til að sinna uppeldi barna sinna og því beri að fela stofnunum það vandasama hlutverk. Þetta er rangt. Foreldrar eru og eiga að vera ábyrgir fyrir uppeldi og almennri menntun barna sinna, en það er m.a. hlutverk samfélagsins að tryggja að- stæður til þess. Sú spuming hlýtur að vakna, hvort umræður um uppeldismál og hagsmuni ijölskyldunnar hér á íslandi hafi ekki um of fest í sama farinu og að stöðnunar sé farið að gæta á þessum vett-_ vangi. Er ekki sífellt verið að skilgreina vandann með sama hætti og eru þær lausnir sem bent er á ekki allar sama marki brenndar? Er ekki sífellt, með mismunandi formerkjum þó, verið að halda því fram, að færa beri ábyrgð á velferð og þroska barna frá foreldrum í hendur ríkisvaldsins? Áþekk stöðnun kann að ein- kenna skilning nútíma Islend- inga á hugtakinu „lífsgæði". Raunar er það svo, að umræður um óhóflega neysluhyggju landsmanna vakna jafnan er jól fara í hönd en liggja niðri þess á milli. Sumir telja, að á sviði neysluhyggju og „lífsgæða- kapphlaups" gangi íslendingar t.a.m. mun lengra en frændur þeirra á Norðurlöndum. Það er alkunna, að menn sem dvalist hafa langdvölum erlendis hafa orð á þeim hraða og því hams- leysi er einkenni íslenskt samfé- lag. Ef það er mat hinna fróð- ustu manna, að fjölskyldan sem samfélagsform sé í raunveru- legri hættu, og að íslensk börn eigi þess ekki kost að dveljast með foreldrum sínum sem skyldi, kallar það vitanlega á viðbrögð. Svo alvarlegan vanda geta menn ekki leitt hjá sé'r! Finnar ígrunda inngöngu í EB eftir Jaakko Iloniemi Undanfarna mánuði hafa miklar umræður verið um það í Finnlandi hvort Finnar eigi að sækja um aðild að Evrópu; bandalaginu (EB) eða ekki. í fyrravor var talað um að bíða átekta — ekki bæri að taka nein- ar ákvarðanir fyrr en ljóst væri um árangur samninga fulltrúa EB og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Þegar það lá ljóst fyrir var næst spurt hver árangur yrði af leiðtoga- fundi EB í Maastricht í desemb- er sl. Hverskonar Evrópuband- alagi Finnar væru að íhuga að- ild að. Nú vita Finnar einnig meira um það. Nú er sagt að þar sem ríkisstjórnin hafi skip- að nefnd til að gera skýrslu um kosti og galla aðildar að EB, sé rétt að sjá þá skýrslu fyrst. Þá fyrst sé grundvöllur fyrir skoðanamyndun varðandi aðild. Skýrslan verður senn tilbúin og verður hún lögð fram í þinginu í næstu viku. Núverandi ríkisstjórn Mið- og Hægri-flokkanna hefur þegar lýst því yfír að hún muni marka stefnu sína varðandi aðild eða ekki aðild í ljósi þeirra um- ræðna sem fram fara um málið á þingi. Þetta er ekki auðvelt val fyrir Esko Aho forsætisráðherra og stjórn hans. Aho er formaður Miðflokksins þar sem skoðanir um aðild að EB eru skiptar. Miðflokk- urinn er arftaki Bændaflokksins, og fulltrúar landbúnaðarins reka áróður gegn aðild að EB. Vissu- lega eiga fleiri hagsmunahópar aðild að Miðflokknum, en hitt er rétt að landbúnaðararmurinn er meginstoð flokksins. Þótt Mið- flokkurinn sé leiðandi flokkur rík- isstjórnarinnar, stendur hann þar ekki einn. Ihaldsflokkurinn stend- ur einnig að samsteypustjórninni og er eindregið fylgjandi aðild að EB. Sömu sögu er að segja um stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Jafnaðarmenn. Launþegasamtök- in eru einnig hlynnt aðild. Tals- menn iðnrekenda mæla með aðild, og einnig fulltrúar bankanna, sem eiga í miklum erfíðleikum. Enn er engan veginn Ijóst hvemig umræðunum á þingi lykt- ar. í skoðanakönnunum kemur fram að meirihluti þingmanna er fylgjandi aðild að EB. Hvað þjóð- ina í heild varðar virðist tæpur helmingur vera fylgjandi aðild, um fjórðungur andvígur og fjórðungur óákveðinn. Ákvörðun um hvort sækja beri um aðild eða ekki verð- ur ef til vill borin undir atkvæði á þingi, og það segir sig sjálft að sú ákvörðun verður ekki tekin án samþykkis Mauno Koivisto for- seta. Um það eru ákvæði stjórnar- skrár Finnlands skýr. Þótt skoðanir séu skiptar varð- andi aðild að EB telja margir Finnar sem til þekkja að áhættus- amara sé að leita ekki eftir samn- ingum um aðild en að semja. Ef viðunandi árangur næðist væri engu að tapa. Ef ekki, væri alltaf mögulegt að hafna samningnum, þó ekki væri nema með því að bera hann undir þjóðaratkvæða- greiðslu. Finnar hafa litla reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslu, en ákvæði þar að lútandi eru í stjórn- arskránni. Landbúnaður er langsamlega mikilvægasta efnahagslega þrætuefnið. Meðal annarra mála eru fullveldi og sjálfstæði brýnust. í augum margra Finna er skilyrð- islaust sjálfstæði algjört trúar- atriði. Hugmyndin um skerðingu fullveldisins vekur hjá þeim hi-yll- ing þótt þeir viðurkenni fúslega að skilyrði fyrir tilvist fjölþjóða samfélags sé að þar verði farið að alþjóðalögum. Konur virðast óttast að staða þeirra verði verri innán EB en utan þess. Þær vitna oft til dæma um betri stöðu kvenna á Norðurlöndum en í löndunum við Miðjarðarhaf. Allt sem varðar aðild að EB fellur að nokkru leyti í skuggann af þeim miklu efnahagserfiðleik- um sem ríkja í Finnlandi um þess- ar mundir. Aldrei hefur atvinnu- leysi verið jafn mikið og nú, og samdráttur í efnahagslífinu er meiri en nokkru sinni fyrr á friðar- tímum. Sumir telja að aðild að EB geti leitt til batnandi efnahags- ástands í framtíðinni. Aðrir óttast að hún leiði aðeins til aukinnar samkeppni, og gæti jafnvel teflt efnahag landsins í heild í tvísýnu. Þótt talsverð óvissa ríki um líkleg áhrif aðildar að EB, telja flestir efnahagssérfræðingar kostina við aðild fleiri en ókostina. Þeir telja að utan bandalagsins hljóti hættan á að einangrast og standa utan raunverulegra varnarbandalaga með aðgangi að nýjustu tækni að aukast. Varðandi viðskipti þyrftu Finnar einir að standa vörð um hagsmuni sína í samkeppni við Jaakko Iloniemi efnahagsrisa á borð við EB, Bandaríkin eða Japan, svo ekki sé talað um Rússlar.d, þegar að því kemur sð það skipar á ný sinn sess á sviði alþjóðaviðskipta. Aðeins eru nokkrar vikur þar til ákvörðun verður tekin um það hvort sótt verður um aðild að EB eða ekki. Ef ákvörðuninni verður frestað að þessu sinni, geta liðið nokkur ár áður en nýtt tækifæri gefst til að sækja um aðild. Veltur það á því hvort EB ákveður að styrking núverandi bandalags sé brýnni en stækkun þess, og sú ákvörðun gæti verið tekin á leið- togafundi bandalagsins í Lissabon í júní á komandi sumri. Þau lönd sem ekki hafa sótt um aðild fyrir þann tíma gætu þurft að horfa fram á langa bið. Hve langa veit enginn. Með þetta í huga virðast þeir sem krefjast aðgerða nú vera að ná yfírhöndinni. Höfundur er forstjóri Káðs atvinnulífsins íFinnlandi og fyrrverandi sendilierra íSviss og Bandaríkjunum. íslenska loftvarnarsvæðið: Tuttugu og sex sovéskar flugvélar á síðasta ári Voru 170 á árinu 1985 — Orrustuflugvélum verður fækkað í Keflavík FLOGIÐ var í veg fyrir 26 sovéskar flugvélar á íslensku Ioft- varnarsvæði í fyrra, og eru það 19 færri en árið áður, þegar 45 flugvélum var snúið við. Hámark síðustu ára náðist 1985, er far- ið var í veg fyrir 170 herflugvélar Norðurflotans. Flogið er í veg fyrir allar vélar sem ekki er unnt að bera kennsl á með öðrum hætti svo óyggjandi sé. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög hefði fækk- að komum sovéskra flugvéla inn á loftvarnarsvæðið undanfarin ár. Minnkuð hernaðarumsvif Sovétríkj- anna í nágrenni Islands á seinni hluta síðasta áratugar mátti að sögn Friðþórs einnig merkja á því að Norðurflotinn hefur ekki haldið neina meiri háttar flotaæfingu í norðurhöfum síðan 1985. Friðþór segir þó að engra sérstakra breyt- inga hafa orðið vart hvað loftvarn- arsvæðið áhrærði eftir því sem líða tók á síðasta ár, þegar hvað mest umskipti áttu sér stað í Sovétríkjun- um. Þó sé að öllu jöfnu mjög lítið flogið á veturna, og því gæti mynd- iri skekkst nokkuð. Fram til ársins 1985 voru tólf F-4 orrustuþotur staðsettar hér á landi, en þegar hernaðarumsvif Sovétmanna jukust um miðjan ára- tuginn voru þær endurnýjaðar og fjölgað í átján vélar af F-15 „Eagle“-gerð. Að sögn Arnórs Sigurjónssonar hjá varnarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, stendur til að orr- ustuþotunum verði nú aftur fækkað um sex á fyrsta fjórðungi þessa árs, úr 18 þotum í 12, samkvæmt ákvörðun sem tekin var sl. sumar. Ástæðurnar munu vera hagræðing í rekstri bandaríska flughersins og endurskipulagning. Jafnframt stendur til að endurnýja og auka við þyrluflota björgunarsveitar varnarliðsins, sem mun hafa í för með sér aukið öryggi á láði sem legi. Aðspurður um framtíðarhorfur í varnarmálum íslands sagði Arnór að sér virtist sem mikilvægi íslands yrði síst minna á komandi árum, því á fundi varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í desemb- er síðastliðnum hafí verið ákveðið að leggja aukna áherslu á sjóflutn- inga milli Evrópu og Ameríku. Muni mikilvægi Islands sem eftir- litsstöðvar og tengiliðs aukast við það fremur en hitt. Þegar hann var inntur eftir gangi mála hjá Varnarliðinu á síðasta ári kvað Friðþór Eydal allt hafa geng- ið að mestu stórtíðindalaust fyrir sig ef frá er talin heræfíngin er haldin var í júlílok. Þar komu með- al annars við sögu risaþyrlur frá landhernum sem aðstoðuðu við hreinsun á Straumnesfjalli, þar sem áður stóð ratsjárstöð Bandaríkja- manna. Þó mætti einnig geta þess að tuttugu ára afmæli björgunarsveit- arinnar var í desember, og komu þá fyrstu nýju þyrlurnar til lands- ins, sem leysa eiga af hólmi eldri björgunarþyrlur. Ætlunin er að í framtíðinni verði hér 4-5 af hinum nýju þyrlum í stað þeirra 3-4 sem hér hafa verið fram að þessu. Þrjár sýningar opna á Kjarvalsstöðum ÞRJÁR SÝNINGAR verða opnaðar að Kjarvalsstöðum laugardaginn 11. janúar næstkomandi. Á sýningunum verða sýnd verk eftir eldri meistara úr Listasafni Reykjavíkur, úrval verka eftir Kjarval og einnig verður sýning á Ijóðum eftir Isak Harðarson. Öll listaverkin á sýningu eldri meistara eru í eigu Reykjavíkurborg- ar og er þetta í fyrsta skipti sem haldin er sérstök sýning á verkum eldri meistara úr Listasafni Reykja- víkur, en verður sýningin í vestursal og forsal. Sýnd verða verk eftir Ás- grím Jónsson, Eyjólf Eyfells, Finn Jónsson, Gísla Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug Scheving, Jóhann Briem, Jón Engilberts, Jón Stefáns- son, Júlíönu Sveinsdóttur, Kristin Pétursson, Kristínu Jónsdóttur, Mugg, Snorra Arinbjarnar, Svein Þórarinsson og Þorvald Skúlason. Verk þessi hanga yfirleitt á ýmsum stofnunum Reykjavíkurborgar. í austursal verða sýnd valin verk eftir Jóhannes S. Kjarval, en á Kjarv- alsstöðum er mikið safn verka hans varðveitt, sem hann gaf Reykjavík- urborg árið 1968. Verkin á sýning- unni eru frá ólíkum tímum á listferli Kjarvals auk þess sem kynntar verða gjafír, sem borist hafa safninu að undanförnu. Á laugardag verður einnig opnuð sýning á ljóðum ísaks Harðarsonar. Fyrsta ljóðabók hans, Þriggja orða nafn, kom út árið 1982 en hann hef- ur nú gefíð út sex ljóðabækur auk smásagnasafns. Sýningarnar verða opnaðar Iaug- ardaginn 11. janúarkl. 16. Myndlista- sýningunum lýkur 16. febrúar, en ljóðasýning ísaks Harðarsonar stend- ur til 26. janúar en þá hefst sýning á Ijóðum Hannesar Sigfússonar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristín Guðnadóttir, safnvörður, og Þorbjörg Gunnarsdóttir, safn- leiðbeinandi, setja upp eitt verk- anna á sýningunni. Listasafn ASÍ: Ljósmyndasýning World Press Photo HIN árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo verður opnuð í Listasafni ASI laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Myndirnar hafa verið sendar í fréttaljósmynda- keppni World Foundation stofnun- arinnar sem árlega gengst fyrir samkeppni um bestu fréttaljós- myndirnar í þeim tilgangi að vekja almennan áhuga á því ‘Sériv best hefur verið gert á þessum vett- vangi. Auk vals á fréttaljósmynd ársins eru verðlaunaðar myndir í fjölmörg- um efnisflokkum. Veitt eru m.a. verð- laun kennd við Oskar Barnac, upp- hafsmann Leica-myndavélarinnar, fyrir þá ljósmynd sem túlkar best hugsjón mannúðar og samband ' manris og úrrihverfis. Þá 'eru einnig veitt verðlaun Búdapestborgar fyrir ljósmynd sem sýnir jákvæðar aðgerð- ir til varðveislu lífs á jörðinni. í World Press Photo 91 bárust 11. 521 mynd frá 1. 390 Ijósmyndurum frá alls 61 landi. Sýningin verður opin alla daga vikunnar frá kl. 14-20. Henni lýkur mánudaginn 27. janúar 1992. Fjármögnun Húsnæðisstofnunar ríkisins: Markaðsverðbréfm eru skynsamlegasta lausnin - segir formaður Landssambands lífeyrissjóða FORMAÐUR Landssambands lífeyrissjóða segist telja, að skyn- samlegast sé að fjármagna lánveitingar Húsnæðisstofnunár með sölu markaðsverðbréfa, í stað þess að reyna að ná samningum við lífeyrissjóðina um að kaupa skuldabréf stofnunarinnar með föstum vöxtum. Og þótt stjórn Landssambands lífeyrissjóða semji um lánskjör á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar á þessu ári, gæti allt eins farið svo að einungis fáir sjóðir sæju sér hag í þeim kaupum vegna þess að á fjármagnsmarkaði séu mun hagstæðari skuldabréf í boði. Landssamband lífeyrissjóða og Samband almennra lífeyrissjóða hafa ekki viljað ganga til samnigna um lánveitingar til Húsnæðisstofn- unar á þessu ári meðan ekki hefur fengist úr því skorið hvort fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar um að fella niður ríkisábyrgð á iðgjöld líf- eyrissjóðanna hjá starfsmönnum fyrirtækja sem verða gjaldþrota, ná fram að ganga. Lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir að Húsnæðisstofnun taki liðlega 8 milljarða, eða 27% af ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna, að láni á árinu með sama fyrirkom- ulagi og verið hefur, til að fjár- magna félagslega húsnæðiskerfið og eftirhreytur almenna húsnæði- skerfísins frá 1986, sem nú hefur verið lokað. Þorgeir Eyjólfsson formaður Landssambands lífeyrissjóða sagði við Morgunblaðið, að þegar rætt væri um fyrirhugaðar lánveitingar til Húsnæðisstofnunar yrðu menn að hafa í huga, að tvær mikilvægar forsendur þess fyrirkomulags, sem við líði hefur verið, hefðu breyst. „í fýrsta lagi hefur sá hvati, sem til staðar var fyrir sjóðina að lána Húsnæðisstofun og á komst með húsnæðiskerfinu frá 1986, nú horf- ið. Þannig hefur sambandið milli hlutabréfa sjóðanna og lánsréttar sjóðsfélaganna hjá Húsnæðisstofn- un rofnað. 1 öðru lagi hefur sú breyting orðið, með tilkomu hús- bréfakerfísins, að meirihluti fjár- mögnunar til húsnæðismála á sér stað á verðbréfamarkaði þar sem verð bréfanna ræðst af framboði og eftirspurn. Þegar þessar breyt- Einnig hafí á árinu borið nokkuð á vandamálum í starfsmannahaldi Varnarliðsins sökum sparnaðarráð- stafana og stöðvun nýráðninga. Sovéskar flugvélar á ís- lenskaHoftvarnarsvæðinu 1980 81 82 83 84 85 86 87 89 90 1991 ingar eru allar skoðaðar, og haft er í huga að Islendingar stefna óðfluga að frjálsu flæði fjármagns, bæði til og frá landinu, er augljóst að það fyrirkomulag fjármögnunar Hús- næðisstofnunar, sem í gangi hefur verið á liðnum árum, hefur runnið sitt skeið á enda. Það er mín skoðun að skynsam- legast sé að fjármagna lánveitingar Húsnæðisstofnunar með sölu mark- aðsverðbréfa. Sú hólfun fjármagns- markaðarins, sem við lýði hefur verið, með því að stórum hluta ráð- stöfunarfjár lífeyrissjóðanna hefur verið beint til Húsnæðistofnunar utan markaðslögmála, tilheyrir lið- inni tíð. Jafnvel þótt svo færi, að stjórn Landssambands lífeyrissjóða gengi að samningsborði um láns- kjör á skuldabréfakaupum sjóðanna af Húsnæðisstofnun á þessu ári, gæti allt eins svo farið að einungis fáir sjóðir sæju sér hag í þeim kaup- um, þegar haft er í huga að mikið framboð er af öðrum bréfum, í sumnum tilvikum með ríkisábyrgð eins og húsbréfm, með hærri ávöxt- un en næðist í slíkum samningum," sagði Þorgeir Eyjólfsson. íslendingum fjölgaði um 1,51% á síðasta ári: Reykvíkingar yfír 100.000 á árinu Vestfirðingar hafa ekki verið færri síðan fyrir árið 1880 VÍST má telja að Reykvíkingar verði yfir 100.000 á árinu. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru Reykvík- ingar 99.653 um áramótin, svo aðeins vantar tæplega 350 manns upp á. Ef borgarbúum fjölgar með sama hraða næstu vikurnar verða Reykvíkingar orðnir 100 þúsund í lok febrú- ar eða byijun mars. Engar nafnbætur eða breytingar á stöðu Reykjavíkur meðal borga fylgja þessum áfanga, að sögn Jóns Tómassonar borgarritara. Kortagerðarmenn gætu þó þurft að breyta útliti Reykjavíkurborgar á landabréfum, þar sem á flestum landakortum eru borgir táknaðar á mismun- andi hátt eftir stærð og oft skipt um tákn við 100.000 manna markið. í landabréfabók alfræðiorðabókarinnar Encyclo- paediu Britannicu breytist tákn Reykjavíkur t.d. úr hring með punkti innan í og verður kassi með púnkti. Reykvíkingum hefur fjölgað hratt á öldinni. Um aldamótin voru þeir 6.682. Þá voru höfuð- borgarbúar 8,52% landsmanna. Um miðja öldina, árið 1950, voru þeir 56.251, eða 39,07% íslend- inga. Um síðastliðin áramót voru íslendingar 259.581 og eru Reykvíkingar því 38,38% lands- manna. Mest hefur fólksfjölgun- in í Reykjavík verið í Grafarvogs- hverfi síðastliðinn áratug. Árið 1981 bjó þar 61 Reykvíkingur, en um síðustu áramót 6.764. Höfuðborgarbúar voru stærra hlutfall landsmanna á árunum 1950 til 1975, upp undir 41% árið 1960. Á árunum 1978-1983 fór hlutfall höfuðborgarbúa nið- ur undir 36% af landsmönnum, m.a. vegna hlutfallslega meiri fjölgunar í útborgum Reykjavík- ur. Síðan hefur höfuðborgin sótt í sig veðrið á ný. Á höfuðborgar- svæðinu öllu, þ.e. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Bessastaðahreppi, Kjalarnes- og Kjósarhreppi, búa nú 149.486 manns. Það eru 57,6% lands- manna. Fólki fjölgaði um 2,4% á höfuðborgarsvæðinu í heild á síð- astliðnu ári. I Reykjavík fjölgaði um 2,1% en öðrum sveitarfélög- um um 2,9%. í öðrum landshlut- um er mun minni fjölgun, eða þá að fólki fækkar. Á Suðurnesj- um og Norðurlandi eystra fjölg- aði um 1% á síðastliðnu ári og um 0,7% á Suðurlandi. á Norður- landi vestra fækkaði um 0,9%, á Vestfjörðum um 0,6%, á Austur- landi um 0,2% og á Vesturlandi um 0,03%. íbúar á Vestfjörðum eru nú 9.740 og hafa ekki verið færri síðan fyrir árið 1880. Þó fjölgaði á Hólmavík og á Flateyri á síð- asta ári, en það náði ekki að vega upp fólksfækkun á öðrum stöðum. Á Suðureyri fækkaði fólki t.d. um 3,6% og eru íbúar þar þriðjungi færri en þeir hafa orðið flestir. Suðureyringar hafa ekki verið færri síðan 1910. Ekki er lengra síðan en á 3. áratugnum að íslendingar voru álíka margir og Reykvíkingar nú, eða um 100.000. Um síð- astliðin áramót voru karlar á íslandi hins vegar 130.166 en konur 129.415. Fólksfjölgun á árinu 1991 nam 3.873 íbúum, eða 1,51%. Þetta er mun meiri fjölgun en á árinu 1990, en þá fjölgaði íslendingum aðeins um 0,87%. Undanfarna tvo áratugi hefur hlutfallsleg fjölgun Islend- inga sjaldan orðið meiri. íslendingar orðnir kvartmilljón og Reykvíkíngar að verða 100 þúsimd 250 þúsund 225------- Reykvíkingar munu að öllum líkindum fara yfir 100 þús. ibúa markið á árinu 1992, en þá verða kortagerðarmenn að draga fram pennann og skipta um tákn fyrir borgina. 1901 ’10 '20 '30 '40 '50 '60 70 '80 '90 Heimild: Hagstofa íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.