Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Katrín sýnir í Perlunni Um helgina 11. til 12. jan- úar verður opnuð sýning á oliumálverkum eftir Katr- ínu H. Agústsdóttur í for- sal Perlunnar í Öskjuhlíð. Það hefur verið stefna hússins að gefa listamönn- um kost á að sýna verk sín á þessum stað og er þetta fyrsta einkasýning ís- lensks málara í húsinu. Katrín hefur á síðari árum aðallega lagt stund á vatns- litatækni og olíumálun og valið sér landslag sem yrkis- efni. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu á slíkum myndum árið 1983 í Gerðu- bergi í Reykjavík. Síðan hef- ur Katrín haldið þrjár sýn- ingar á Kjarvalsstöðum, árið 1989 sýndi hún í Jónshúsi í Kaupmannahöfn og árið 1990 í húsakynnum SPRON í Mjódd. Þá sýndi Katrín olíu- málverk í Hafnarborg í Hafnarfirði síðasta haust. Katrín hefur fengið viður- kennkingar fyrir listhönnun. Ýmis söfn hafa keypt mynd- verk hennar s.s. söfn í eigu Reykjavíkurborgar, Kópa- vogskaupstaðar, Húsavíkur- kaupstaðar, Sauðárkróks- kaupstaðar og Selfosskaup- staðar. Sýningin í Perlunni stend- ur frá 11. janúar og út febrú- armánuð á opnunartíma hússins og er hún sölusýning og Veitir veitingastjóri allar upplýsingar. ■ ROKKHLJÓMS VEIT- IN Eldfuglinn leikur á mið- næturtónleikum í skemmti- staðnum Höfðanum í Vest- mannaeyjum laugardaginn 11. janúar. Þetta er fyrsta sinni, sem hljómsveitin kem- ur fram á þessu ári og fyrsta sinni, sem hún kemur fram í Eyjum. Tvö íslensk pör keppa á Sunday Times mótinu ____________Brids______________ GuðmundurSv. Hermannsson Fjórir af heimsmeisturum íslend- inga, Aðalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Guðmundur Páll Arnar- son og Þorlákur Jónsson, búa sig nú undir keppni á einhveiju sterk- asta tvímenningsmóti sem haldið hefur verið, Sunday Times tvímenn- ingnum, sem haldinn verður 22-24. janúar á Hyde Park hótelinu í Lon- don. Og Aðalsteinn og Jón keppa 16-19. janúar á öðru geysisterku tvímenningsmóti sem kennt er við Cap Gemini Pandata og er haldið í Haag í Hollandi. Sunday Times mótið var fyrst hald- ið snemma á sjöunda áratugnum og varð smám saman að eins konar óop- inberu heimsmeistaramóti í tvímenn- ingi. íslenskir spilarar tóku þátt í mótinu 1973-5, fyrst Ásmundur Páls- son og Hjalti Elíasson tvö ár í röð og síðan Símon Símonarson og Stefán Guðjohnsen, og náðu allir góðum ár- angri. í upphafi síðasta áratugar lenti mótið í talsverðum þrengingum. Blað- ið Sunday Times lenti í fjárhagsörðug- leikum og hætti að koma út á tíma- bili. Nýtt tímárit, Now!, tók þá mótið yfir og hélt það einu sinni, en fór svo á hausinn og mótið lagðist af í nokk- ur ár. Sunday Times tók síðan upp þráðinn fyrir þremur árum og mótið náði strax aftur fyrri stöðu og ef litið er á þátttakendalistann nú er mér til efs að þar hafi áður verið jafnsterkir spilarar samankomnir. Pörin sem keppa á Sunday Times eru, auk íslendinganna, Perron og Chemla frá Frakklandi sem unnu mótið á síðasta ári, Hamman og Wolff, Meckstroth og Rodwell, Kantar og Sontag, Soloway og Goldman, Eis- enberg og Garozzo, Kaplan og Glu- bok, Zia Mahmood og Rosenberg, all- ir frá Bandaríkjunum, Chagas og Branco frá Brasilíu, Leufkens og Westra frá Hollandi, Armstrong og Kirby, Forrester og Robson, Sowter og Smolski frá Bretland. Loks spila saman Sally Horton frá Bretlandi og Karen McCallum frá Bandaríkjunum. Á Sunday Times er haldið fast í gamlar og góðar venjur. Keppendur spila í í smókingfötum og síðkjólum, og verða að mestu að nota eðlilegar sagnir. Cap Gemini Pandata var áður kennt við Staten Bank, og er með líku sniði og Sunday Times mótið. í þetta skipti koma keppendur þó frá fleiri löndum. Meckstroth-Rodwell, Chagas-Branco, Forrester-Robson, Chemla-Perron, Garozzo-Eisenberg, Glubok-Kaplan, Zia-Rosenberg og Leufkens-Westra spila þar eins og í London, og til við- bótar eru Fallenius-Nilsland frá Sví- þjóð, Martens-Zsymanowski frá Pól- landi, Fischer-Weigkricht frá Austur- ríki, Kokish-Mittelman frá Kanada, Huang-Tai frá Taiwan, Bocchi-Dubo- in frá Ítalíu og Jansen-Westerhof frá Holiandi. Þetta mót var áður kennt við Staten Bank og hefur verið haldið síðustu fimm ár eða svo. Þriðji rétturinn í bridsveislu janúar- mánaðar er einvígi sem fer fram 27-28. janúar í London milli tveggja sveita þar sem undir eru lagðar 5 milljónir króna. Forsaga þessa er sú, að á síðasta ári lýstu Forrester, Rob- son, Chagas og Branco því yfír, þeir væru tilbúnir að spila 128 spila einvíg- isleik gegn hvaða sveit sem væri og leggja 50 þúsund pund undir. Þeir ætluðu aðeins að nota eðlilegar sagn- ir á meðan andstæðingamir máttu nota hvaða sagnvenjur og gervisagnir sem væri. Bandaríkjamennimir Ham- man, Wolff, Mecstroth og Rodwell tóku áskomninni þegar í stað og nú stendur þetta einvígi fyrir dyrum. Þar verður örugglega hart barist, ef marka má þetta spil frá heims- meistaramótinu í Yokohama: Vestur Norður Austur Suður Robson Rodwell Forrester Meckstr. pass pass 1 grand pass pass 2 lauf 3 tíglar 4 tíglar pass 4 hjörtu a.pass Norður ♦ 108752 VÁ932 ♦ K9 *Á10 Vestur Austur ♦ Á3 ♦ D94 V 75 ▼ KG4 ♦ ADG1082 ♦ 7653 + D85 Suður ♦ 743 ♦ KG6 TD1086 ♦ 4 ♦ KG962 Robson fór nokkuð óvenjulega leið í sögnum, opnaði fyrst á veiku grandi og reyndi svo hindmnarsögn í tígli. En Meckstroth og Rodwell telja að freistingar í sögnum séu til að falla fyrir þeim og óðu í 4 hjörtu. Robson spilaði út tígulás og meiri tígli, og suður henti spaða í tígul- kóng. Hann spilaði naést spaða á gosa og ás, og Robson spilaði sig út á spaða. Meckstroth spilaði næst þrisv- ar laufi og trompaði í borði, tók hjarta- ás og meira hjarta og þegar allt lá eins og um var beðið átti hann 10 slagi. Það er fyrirsjáanlegt annaár hjá íslensku heimsmeisturunum. Fyrir utan þessi tvö mót sem hér hefur verið sagt frá, er ákveðið að Guðlaug- ur R. Jóhannsson, Örn Arnþórsson, Aðalsteinn og Jón fari á mót í Cannes í Frakklandi síðari hluta febrúarmán- aðar. Þá mun vera í undirbúningi að bjóða öllu liðinu til Hollands í keppn- is- og sýningarferð. í júní verður Norðurlandamótið haldið í Svíþjóð og Ólympíumót á Ítalíu í ágúst og má búast við að lagt verði fast að heims- meisturunum að spila í íslensku landsliðunum þar. Og þeim hefur þeg- ar verið boðið á sterkt sveitamót í Bretlandi næsta vetur og sjálfsagt eru fleiri boð í farvatninu. iS ingolfs opiö i kvold kl. 11-3 850 kr. OG BJARNI ARA skemmta í kvÖld MATUR + MIÐIKR. 1480.- DANSBARINNKR. 700.- DANSÐARINN Grensásvegi 7, símar 33311-688311 matsölu- og skemmtistaður Kringlunni 4, sími 689686 Opiðfrá kl. 18-3. Nýr tónlistarstjóri Michael Georg Walley Borðapantanir í síma 689686 Rúnar t>ór og félagar skemmta gestum Rauða ljónsins í kvöld Snyrtilegur klæðnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.