Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 15 læknis og var óðara kominn til baka með Helga. Um morguninn fór Helgi til veiða og nú mátti ekkert hjálpa honum. Hann kastaði ein- hendis, hagræddi færinu, lagði stöngina á bakkann og kraup hjá henni. Þannig fékk hann 'síðasta fiskinn í þeirri veiðiferð. Honum fannst stundum að ég hefði lítið stöðuglyndi. Og þegar ég hafði ver- ið sem mest á ferðinni svaraði hann aðspurður um hvað ég væri að gera: „Hann Indriði, hann stundar til- raunaveiðar." Já, Laugardalurinn var honum kær. Einhvern tíma setti ég saman kvæði um mann úr dalnum, Þormóð Kolbrúnarskáld. Helgi sagðist hafa orðið þess var þegar kvæðið var í undirbúningi. Hann lét stækka það og ramma inn og kom með það vestur að Tvísteinum, en svo heitir veiðihúsið. Þar hangir það nú uppi til minningar um Helga. Ljóðið er svona: Ég horfi á hlíðar ijalla hverfa í dökka skugga sem hár þitt hrynji í dali og hylji tún og engi. Þeir fylla firði af ilmi og friði næturkyrrðar eins og líði um landið lokkar úr þínu hári, falli hægt um hlíðar hána og brattra fjalla yfir bláu Djúpi. Ég horfi í djúpa dali dimma af fjallaskuggum sem bregða á bláan sæinn bliki þinna augna og sveipa mig í söknuð. Svalir skuggar fjalla leggi nú langa fingur líknsamt á mína hvarma áður en'lít ég augum inn milli brattra hiíða döggvota Iregadali. Þannig var minn góði vinur Helgi Ólafsson glaðbeittur á hveiju sem gekk. Ég sá aldrei á honum sorg eða reiði. Hann var ailtaf sami hressi og góði drengurinn hvenær sem ég hitti hann, léttur í máli og vildi vita hvernig manni liði, heyra í manni hljóðið, jafnvel undir það síðasta, þegar hanan sjálfur var orðinn bráðfeigur. Slíkir æðrulausir menn eru gull. Indriði G. Þorsteinsson. Það er sama hvernig dauðann ber að höndum. Ætíð kemur hann manni í opna skjöldu. Þannig gerð- ist það einnig daginn fyrir áramót þegar okkur veiðifélögunum barst andlátsfregn Helga Ólafssonar fasteignasala, sem í fjöldamörg ár renndi fyrir lax með okkur vestur í Laugardalsá í Djúpi. Helgi veiddi á móti Indriða G. Þorsteinssyni, rithöfundi, en þeir voru gamlir vinnufélagar á Tímanum á árum áður. Það var vart hægt að hugsa sér betri félaga í veiði en Helga. Hann var einstaklega þægilegur ferða- og veiðifélagi. Kurteis og tillitssam- ur við alla menn. Það fór aldrei mikið fyrir honum og kröfur gerði hann engar, enda einstaklega hæ- verskur maður á allan hátt; í Bret- landi eru slíkir menn nefndir „gentlemen“. Á leiðinni vestur ræddi Helgi alltaf pólitík og landsmál. Helst vildi hann tala um Framsóknar- flokkinn, sem var honum lengst af kær, þótt hann vissi að við hinir værum honum nánast aldrei sam- mála um ágæti þess flokks. Um- ræður voru fjörugar og mótuðust oftast af húmor og ábyrgðarlausum yfirlýsingum og þótti Helga það jafnan góð skemmtun. Þessum kafla lauk þegar komið var að Þor- skafjarðarheiðinni. Þá tók alvara lífsins við, en hún var sú að ræða um Laugardalsána, veiðivonina, veiðarfærin og einstök veiðisvæði árinnar, sem Helga voru kær. Þeir voru góðir saman hann og Indriði G. Helgi veiddi af hógværð en Indriði með tilþrifum. „Indriði stundar tilraunaveiði," sagði Helgi þegar honum þótti fyrirferð í skáld- inu. Þegar veiði var dauf eða fiskur- inn tregur, þá vildum við félagarn- ir oft sitja á þúfum árbakkans og ræða þjóðmálin og/eða heimsmálin. Það vildi Helgi alls ekki. Hann var kominn til að veiða vestfirskan lax. Ef fiskur var á svæðinu mátti hann vara sig því Helgi setti flotholtið sitt á línuna og tók ’ann á þolin- mæðinni. Af henni hafði Helgi nóg. Bestur var hann í affallinu, þar sem Laugardalsvatn rennur í ána. Þar var hans uppáhaldsstaður og þar kaus Helgi að vera eldsnemma á morgnana, kasta út flotinu og sjá hvort laxinn tapaði ekki þolinmæð- inni. Það gerðist oft. Einu sinni handleggsbrotnaði Helgi við ána og lét þá Víglund Þorsteinsson keyra sig í hávaða hvelli til ísafjarð- ar, fékk sér gifsumbúðir, kom strax aftur og tók laxinn með annarri hendinni á gamla Hardy-stöng. „Þetta kalla ég nú tilraunaveiði," sagði skáldið. Heilsa Helga leyfði ekki að hann kæmi með okkur undanfarin sumur og þótti honum það vondur kostur, en sagði lítið. Hann fylgdist þó með öllu því sem gerðist í Laugard- alnum og afkomu árinnar. Við vitum að bændurnir Ragna á Laugabóli og Sigurjón á Hrafna- björgum sakna góðs vinar. Við söknum góðs félaga. Það verður tómlegt án hans. En þannig er líf- ið. Fyrir hönd Brynjólfs Bjarnason- ar, Víglundar Þorsteinssonar, Stef- áns Friðfinnssonar og margra ann- arra manna, sem komu með okkur vestur, að skáldinu ógleymdu, sendi ég Kristínu, eiginkonu hans og fjöl- skyldu, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Genginn er góður maður sem skilur eftir sig hlýjar minning- ar. Jón Hákon Magnússon Ég man fyrst eftir Helga Ólafs- syni þegar ég var ungur drengur suður í Njarðvík en hann í Samvinn- uskólanum og kom stundum í heim- sókn til foreldra minna. Þeir voru bræðrasynir, faðir minn og hann, en örlögin höguðu því svo að Helgi ólst upp á Álfsstöðum og varð sem einn úr systkinahópnum. Lengi lágu leiðir okkar Helga ekki saman. Það var ekki fyrr en ég fluttist til Reykjavíkur árið 1974 að við stofnuðum til kunningsskap- ar og vináttu til viðbótar við frænd- semi. Á heimili þeirra Kristínar var gestkvæmt. Þar var gott að koma og þau hjón samhent í því að taka vel á móti gestum. Helgi var vin- margur og vinfastur og ákaflega frændrækinn. Hann hafði mikinn áhuga á ættfræði og sögulegum fróðleik, einkum því sem tengdist hans heimasveit, Skeiðunum. Hann birti allmargar gi-einar um þau málefni i sunnlenskum blöðum og átti eflaust margt í fórum sínum þegar hann lést 30. desember sl. Andlát hans bar að með skyndi- legum hætti en kom þó ekki á óvart, því síðustu árin hafði hann átt við mikla vanheilsu að stríða. Aldrei heyrði ég hann þó kvarta eða mæla æðruorð og aldrei talaði hann um sjúkdóm sinn svo ég heyrði. Helgi var mikill félagsmálamaður o g samvinnumaður í þess orðs bestu merkingu. Hann var virkur félagi í Lionshreyfingunni og starfaði að kirkjulegum málefnum, átti sæti í sóknarnefnd Hallgrímskirkju. Helgi var þannig maður að manni leið vel í návist hans. Hann var glaðsinna og jafnan í góðu skapi. Hann var hógvær og enginn háv- aðamaður. Ég sakna Helga frænda míns en unni honum vel hvíldar að loknu dagsverki og lausnar frá erfiðum sjúkdómi. Ég vil trúa því að satt sé sem stendur í góðri bók að sælir séu hógværir, því þeirra'sé guðs- ríki. Þá á Helgi Ólafsson góðan stað búinn. Kristínu, börnum hans og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Tryggvi Sigurbjarnarson. Fleirí minningargreimir um Heiga Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minning: Filippus Tómasson trésmíðameistari Fæddur 23. maí 1903 Dáinn 29. desember 1991 Dugnaður, hörkudugnaður, var honum í blóð borinn og snjallasta fimi til handa og fóta. Hann var listasmiður starfsævina alla og fót- menntina sýndi hann svo eftir var tekið á yngri árum sem besti dans- ari og lífsgleðinnar maður. Filippus Tómasson trésmíða-- meistari í Reykjavík andaðist á 89. aldursári skömmu fyrir nýliðin ára- mót. Það hafa verið mörg vatnaskil í lífi manns sem lifað hefur alla þessa öld, mestu sviptingar í allri Islandssögunni og það er einmitt fólkið sem fæddist á fyrstu áratug- um þessárar aldar sem fyrst og fremst hefur lagt grunninn að því velsældarþjóðfélagi sem íslending- ar búa við í dag þótt það hvessi af og til og gefi á bátinn. Því miðað við aðrar þjóðir búa íslendingar við mikil forréttindi. Filippus kom úr þeim jarðvegi sem skilað hefur burðarfólkinu, frá venjulegu heimili í sveit þar sem menn þurftu að vinna verkin sín og vinna þau vel til þess að lífið gangi sinn vanagang. Filippus var sonur Tómasar Halldórssonar frá Rauðalæk í Holtum, en móðir hans var Vigdís Vigfúsdóttir, fædd í Borgarholti í Flóa, en ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Þau sett- ust fyrst að í Framnesi í Holtum og eignuðust þar þijú börn, en síð- an fluttu þau að Árbæjarhjáleigu þar sem átta börn bættust við á árunum 1900-1927. 10 af börnum Vigdísar og Tómasar komust til manns, það fyrsta, Vigdís, dó á barnsaldri, en hin systkinin voru Halldór, Kjartan, Elín, Filippus, Arndís, Sigurbjarni, Guðlaug, Klara, Hjalti og Vigfús en þijú síð- asttöldu eru eftirlifandi. Það var ekki veraldlegur auður sem þessi barpmarga fjölskylda bjó við, en börnin bjuggu að hlýju og aga, virðingu fyrir vinnunni og heið- arleika gagnvart náunganum. Bernskuheimili Filippusar var eitt af þeim sem stundum var hnjóðað í vegna þess að hrossakjöt þótti næringarrík fæða fyrir börnin sem höfðu ekkert of mikið af mat. En þau uxu upp hraust og vel gerð til manns, systkinin í Árbæjarhjáleigu. Filippus hóf ungur vinnu við tré- smíðar og kom af sjálfu sér því hann var með handlagnari mönn- um. Skömmu fyrir 1930 hóf hann búskap með eftirlifandi konu sinni, Lilju Jónsdóttur, dóttur Guðrúnar Andrésdóttur frá Hemlu í Landeyj- um og Jóns Ólafssonar frá Uxa- hrygg á Rangárvöllum, en börn Lilju og Filippusar eru Jóna, Vig- dís, Halldóra, Tómas og Guðrún og fósturbarn þeirra Arnar F. Sigþórs- son. Filippus vann við trésmíðar í nær tvo áratugi án þess að hafa rétt- indi, eða fram yfir seinni heims- styijöldina, en þá dreif hann sig, fjölskyldumaðurinn á fimmtugs- aldri, í Iðnskólann og lauk námi. Faðir hans, Tómas, hafði verið mik- ill þúsundþjalasmiður og eldri bræð- urnir fundu sér allir farveg í iðn- greinum þar sem eiginleikar þeirra nutu sín vel. Ég býst ekki við því að neinn nágranna Filippusar um ævina hafi þurft að líða fyrir skugga í samvistum við hann, því hann var kurteis maður og afskipta- laus um það sem honum fannst að kæmi sér ekki við og þar hafði hann hreinar línur, enda ekki gefinn fyrir að vera smásmugulegur. Allir samverkamenn hans hafa borið honum gott orð og þarf örugglega eitthvað til slíks á langri ævi. Filippus var ákaflega vandvirkur smiður. Hann smíðaði sitt eigið hús í Reykjavík ásamt Vigfúsi bróður sínum, en í því tvíbýli við Rauða- gerði hafa þeir búið lengi í sátt og samlyndi. Um 1930 vann Filippus við húsasmíðar austur í Rangárvall- asýslu og vann þá um árabil með Guðmundi Max, en líklega eru þeir ekki margir bæirnir í Holtahreppi og Landmannahreppi þar sem þeir félagar hafa ekki komið við sögu í smíðum og uppbyggingu bæja. Þá 'vann hann einnig við brúargerð á Þverá, Affallinu, á Álunum og við Markarfljótsbrú. Síðan vann Filipp- us allvíða við húsasmíðar, en sem trésmíðameistari í Reykjavík vann hann lengst með mági sínum, Ólafi Jónssyni, og byggðu þeir mikinn fjölda einbýlishúsa, en síðustu 15 starfsárin vann Filippus hjá Slát- urfélagi Suðurlands í Reykjavík og sá þar um allar smíðar og viðgerð- ir. Undir sjötugt varð hann fyrir slysi við vinnu sína og náði sér aldrei til fullrar heilsu eftir það. Filippus Tómasson skilaði miklu og vönduðu verki á langri starfs- ævi. Hann var gegnumheiðarlegur, gat verið svolítið þungur á bárunni og hafði lítið fyrir því að skipta um skoðanir, en hann var heldur ekk- ert að abbast upp á fólk. Hafði sitt á þurru og gerði sömu kröfur til annarra. Þá var hann í essinu sínu á seinni árum þegar hann rifjaði upp tímana tvenna í byggingum húsa bæði austan fjalls og borgar- megin. Slík var vandvirknin og hugarþelið á bak við vinnuna að hann gat lýst nákvæmlega vinnu við hús sem hann hafði unnið við áratugum áður, legu borða beint eða í kross og smíðahæfileikar hans voru ekki aðeins á tré, heldur einn- ig á járn og hvað svo sem þurfti handlagni og færni við. Hann skil- aði svo sannarlega sínu vet'ki og það var líka það sem hann hafði geð til. Það var ekki nóg að sá sem hann vann fyrir væri sáttur, hann vildi vera það sjálfur einnig og gaf sér aldrei eftir í kröfum um vönduð vinnubrögð hvort sem var í tré eða til náungans. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Lilju, tengdamóður minni, votta ég innilega samúð við fráfall Filippusar. Genginn er mað- ur dugnaðar og dáða í þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur. Árni Johnsen. Mig langar með örfáum orðum að minnast Filippusar bróður míns, sem lést í Borgarspítalanum 29. desember sl. Mér er þá efst í huga samvinna okkar við byggingu íbúðarhúss okk- ar og síðan sambýli í yfir 30 ár. Hann var frábær iðnaðarmaður svo vandvirkur að af bar. Auk þess að vera afbragðs trésmiður, var sem allt léki í höndum hans. Það var því mikið happ fyrir mig reynslulít- inn í svo fjölbreyttum störfum sem húsbygging er, að njóta leiðsagnar hans. Filippus var 17 árum eldri en ég, þess vegna kynntist ég honum lítið þar til hann var nálægt því að vera miðaldra. Upp frá því voru okkar samskipti nánari en flestra annarra systkina minna. Ég mun ávallt minnast hans sem góðs vinar og elskulegs bróður, sem ávallt var tilbúinn að rétta hjálpar- hönd á meðan heilsan leyfði. Þrotinn af kröftum fagnaði hann lausnarstundinni, enda aldurinn hár og líkaminn útslitinn, en hugurinn var skýr og hann hélt andlegum kröftum til síðustu stundar. Að lokum vil ég fyrir hönd minnar fjölskyldu þakka fjölskyldu bróður míns áratuga vináttu þar sem aldrei bar skugga á. Vigfús Tómasson. FRUMSYNING UM HELGINA U - 0 ■M'/ ///"’/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.