Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Ég útiloka ekki álagningu veiðileyfagjalds síðar meir - segir Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda í samtali við Sjávarfréttir BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækisins Granda segist í samtali við nýtt hefti Sjávar- frétta ekki útiloka álagningu veiðileyfagjalds síðar meir. Hér fer á eftir hluti viðtalsins: Talsmenn auðlindaskatts benda á að úr því að útgerðarfyrir- tæki geti keypt kvóta dýrum dóm- um hljóti þau einnig að hafa bol- magn til þess að borga gjald fyrir afnotin af auðlindinni. Hvetju svar- ar þú því? „Deilan um veiðileyfagjald er ekkert óeðlileg. Þetta er hagfræði- legt atriði sem snýr að samkeppn- isstöðu milli atvinnugreina. Ég tel hins vegar ekki eðlilegt að setja slíkt gjald á sjávarútveginn eins og er. Ef einhver ofsagróði myndast í þessari atvinnugrein mun hann Heimsklúbbur Ingóifs: Aukin starfsemi í TILEFNI frétta um fjárhags- vanda og starfsslit hjá Ferð- amiðstöðinni Veröld og vegna fyrrverandi tengsla Heims- ldúbbs Ingólfs við það fyrir- tæki, óskast eftirfarandi til- kynning birt: Ingólfur Guðbrandsson hefur frá upphafi borið ábyrgð á starf- semi og rekstri Heimsklúbbsins, sem byggir á persónulegum kynn- um hans og samböndum í öllum álfum heimsins. Samkvæmt sér- stöku samkomulagi á síðasta ári var ákveðið að klúbburinn hefði afgreiðslu hjá Veröld fyrir við- skiptavini sína. Annarra hagsmuna hefur Heimsklúbburinn né Ingólfur Guðbrandsson ekki haft að gæta hjá Veröld, enda var hann þar ekki hluthafi. Þegar í ljós kom í október síðastliðnum að Veröld stóð ekki við gert samkomulag um greiðslur fyrir klúbbsíns hönd, var samstarfinu sjálfkrafa slitið. Heimsklúbburinn er löglega skráð stoftiun og mun starfa áfram á félagslegum grundvelli undir for- ystu Ingólfs Guðbrandssonar, óháð afdrifum Veraldar. Á síðastliðnu ári óx þátttakan í ferðum klúbbsins um nærri 100%. Áform eru um að auka starfsemi hans enn, enda njóta ferðir hans fádæma traust og vinsælda. Meðal þess, sem klúb- burinn hefur nú á pijónunum er menningar- og hvíldarferð til Lon- don og Thaildans í febrúar. Fimm hundruð ára aftnæli Suður-Amer- íku um næstu páska, lista- og menningarferðir um Spán, Mið- Evrópu og Ítalíu í vor og sumar, Perlur Austurlanda, Filippseyjar, Japan og Taiwan í september og endurtekin ferð til Suður-Afríku í október. Allar ferðirnar verða kynntar sérstaklega með erinda- flutningi og myndasýningum til að undirbúa þátttakendur sem best. • • Okumað- ur bifhjóls slasaðist ÖKUMAÐUR bifhjóls fót- brotnaði og hlaut aðra áverka í árekstri við fólksbíl á Artnúla laust fyrir klukkan átta í gærmorgun. Fólksbíl, sem ekið var vestur Ánnúia, var beygt þvert á göt- una og inn á bílastæði við Ár- múlaskóla í veg fyrir bifhjólið sem ekið var austur Ármúia. Við áreksturinn kastaðist öku- maður hjólsins upp á vélarhlíf bifreiðarinnar og í götuna. Hann fótbrotnaði meðal annars og var lagður inn á Borgarspít- alann. Dimmviðri var, rigning og hálka þegar slysið varð. Fræðsla og heilbrigð lífsnautn, þar sem hins besta er notið á bestu kjörum, er kjörorð Heimsklúbbs- ins. Heimilisfang klúbbsins verður fyrst um sinn Austurstræti 17, 4. hæð. koma fram í greiðslu tekjuskatts eins og gerist í öðrum starfsgrein- um. Ég tel jafnvel koma til greina, að þessi fyrirtæki greiði hærri tekj- uskatta en almennt tíðkast, ef það er mat manna að óþolandi ágóði verði af starfseminni, eftir að tekið hefur verið tillit til réttlátra arðsem- isgreiðslna til hluthafa. Ég er al- gjörlega ósammála þeim mönnum sem teija að hagkvæmni náist fram með því að setja á veiðigjald í dag. Hagkvæmnin mun þvert á móti nást fram með fijálsu framsali á kvótum. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa fjárfest í fískiskipum og fyrir- tækjum í þeirri góðu trú að þau yrðu ekki skattlögð sérstaklega. Þessir aðilar þurfa að fá arð af fjár- festingum sínum á næstu árum, áður en til greina kæmi að leggja á sérstakt veiðileyfagjald, ef það yrði talin rétta aðferðin til þess að ná fram jöfnum starfsskilyrðum milli atvinnugreina." — En þú útilokar sem sagt ekki álagningu veiðileyfagjalds sem að- ferð í framtíðinni til þess að jafna samkeppnisstöðu milli atvinnu- greina? „Nei, það geri ég ekki“.“ mest seldu fólks- bílategundirnar jan.-des. 1991 Fjöldi % 1 MITSUBISH! 1.720 19,0 2. TOYOTA 1.666 18,3 3. NISSAN 961 10,6 4. SUBARU 867 9,6 5 AE-LADA 606 6,7 6 DAIHATSU 517 5.7 7-8. SUZUKI 284 3,1 7-8. MAZDA 284 3,1 9. VOLKSWAGEN 281 3,1 10. RENAULT 269 3,0 Aðrir 1.616 17,8 6.910 1990 BILAINNFLUTNINGUR jókst á síðasta ári um tæp 35% frá árinu áður. Alls voru fluttir til landsins 11.900 bílar og þar af voru nýir bílar 11.086. Árið 1990 var heildarbílainnflutningur 8.819 og ári áður 7.476. Á árunum 1986-1988 var hins vegar mikil gróska í bílainnflutningi og árið 1987 var fjöldi innfluttra bíla tæplega helmingi meiri en á siðasta ári. Innflutningur nýrra bíla á síðasta ári svarar svo til nákvæmlega til meðalinnflutnings nýrra bíla söustu sjö ár, en hann var 11.082. Innfiutningur notaðra bíla á síðasta ári var hins vegar 814 miðað við meðaltal síðustu sjö ára sem var 1.708. í síðasta mánuði ársins voru fluttir inn 521 nýr bíll og 52 notaðir eða alls 573. Talsvert dró úr bílainnflutningi síðustu mánuði ársins. í nóvember voru þannig fluttir inn 632 bílar og var samdráttur milli mánuða um 12%. Milli október og nóvember var samdrátturinn 30%. Heildarbilaeign landsmanna í árslok 1990 var rúmlega 134.000 og að sögn Jónasar Steinarssonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, má líta á innflutning söasta árs sem eðlilega endurnýjun miðað við þann flölda. Hins vegar eiga menn von á að samdráttur síðustu mánuða haldi áfram á næstunni og að bílainnflutningur þessa árs verði talsvert minni en í fyrra. VIS varar viðskiptavini sína við tilboði Skandía Island hf: Frekari iðgjaldalækkanir velta á viðtökum bíleigenda - segir Gísli Lárusson, forstjóri Skandía Island hf. AÐ MEÐALTALI 200 manns hafa samband við Skandía ísland hf. á degi hveijum og óska eftir tilboði í bifreiðatryggingu hjá félag- inu, að sögn Gísla Lárussonar forstjóra. Skandía Island hf hefur skrifað hópi bifreiðaeigenda bréf og boðið tryggingar með skilmál- um, sem eru frábrugðnir því sem önnur tryggingafélög bjóða. Vá- tryggingafélag Islands hefur skrifað viðskiptavinum sínum bréf og varað við „hættulegri gildru“ í bréfi Skandía ísland. Gísli Lárusson segir að engin samkeppni hafi ríkt á þessum mark- aði fyrr en Skandía reið á vaðið og bauð ökumönnum eldri en 30 ára lægri tryggingariðgjöld en áður hafa tíðkast hériendis. Örn Gústafs- son framkvæmdastjóri markaðsde- ildar Vátryggingarfélags íslands hf. segir að mikið skorti á upplýsingar frá Skandía ísland hf um tiygginga- skilmála og bótasvið. VIS hefur boðað breytingar á iðgjöldum bif- reiðatrygginga 26. janúar nk. í bréfi sem viðskiptavinum VÍS hefur borist frá félaginu er bent á að hópi bifreiðaeigenda berist um þessar mundir bréf frá Skandía þar sem „gefinn er ádráttur um lægri iðgjöld til ákveðinna ökumanna í nafni réttlætis," eins og segir í bréf- inu. Eru viðskiptavinir varaðir við hættulegri gildru því beðið sé um upplýsingar um tryggingaviðskipti og undirskrift sem jafnframt sé umboð til Skandía ísland að segja upp gildandi bifreiðatryggingu án þess að viðskiptavinurinn hafi feng- ið fonnlegt tilboð til samþykktar. 9-26% lægri iðgjöld „Við erum að bjóða öllum aðilum sem eru yfir 30 ára, í hvaða bónus- flokki sem er, 9-26% lægri iðgjöld, eftir búsetu. Fólk hefur samanburð við það sem það greiðir hjá hinum félögunum. VÍS varar fólk við að tryggja hjá okkur og biður það um að bíða til 26. janúar. Þá eru menn fastir í eitt ár. Fá þeir hækkun frá VÍS? Ég veit ekki til þess að VÍS hafí lagt inn beiðni til tryggingaeft- irlitsins um breytt iðgjöld," sagði Gísli Lárusson, forstjóri Skandía ísland hf. Hann sagði að bótasvið og skilmálar væru nákvæmlega þeir sömu og hjá hinum félögunum. 10% álag leggst ofan á iðgjaldið ef ökumaður yngri en 25 ára ekur við- komandi bifreið. Veiti trygging- artaki rangar upplýsingar um aldur þeirra sem aka bifreiðinni og öku- maður yngri en 25 ára lendir í umferðaróhappi beitir tryggingafé- lagið ákvæðum um sjálfsábyrgð sem er rúmlega 21 þúsund krónur. Ragnar Ragnarsson hjá Trygg- irigaeftirliti ríkisins sagði að beiðni hefði ekki borist frá VIS um breyt- ingu á iðgjöldum. 1. mars væri endumýjunardagur samkvæmt eldri reglum og miðuðust trygging- ar margra bifreiðæigenda enn við þann tíma. Hann sagði að beiðni VtS mætti gjaman hafa borist því yfirleitt væru beiðnir ekki sam- þykktar án fyrirspuma og athuga- semda tryggingæftirlitsins. Hann sagði að ekki væri rétt að tala um iðgjaldalækkanir í þessu sambandi - hér væri um að ræða breytta upp- byggingu iðgjalda sem leiddi til lækkunar iðgjalda hjá sumum og hækkunar hjá öðmm. Áður hefði búseta bifreiðæigenda, gerð öku- tækja og bónus ráðið iðgjöldum en nú hefði Skandía ísland tekið inn þætti eins og aldur ökumanns og ekna vegalengd á ári. „Munu bifreiðaeigendur leita til tryggingafyrírtækis sem hefur lýst því yfir að árið 1990 hafi verið versta ár í sögu félagsins og vá- trygginga alraennt, eins og Ingi R. orðaði það á sínum tíma? Treysta þeir því að félagið hafi burði til þess að lækka iðgjöld? Boðuð ið- gjaldabreyting VÍS væri ekki á döf- inni nema vegna þess að við riðum á vaðið. Við eram ekki félag með fortíð. Öll hin félögin gerðu hið sama og við ef þau þyrftu ekki að glíma við þau vandamál sem til- heyra fortíðinni. Hér á landi bjóða félögin öll upp á sömu iðgjöld sem eru ákveðin af öllum félögunum sameiginlega og það þekkist hvergi í Evrópu. Það hefur engin sam- keppni verið í bifreiðatryggingum á íslandi fyrr en við rjúfum þessa ein- okun,“ sagði Gísli Lárasson. Frekari iðgjaldalækkanir hugsanlegar Gísli sagði að iðgjöld bifreiða- trygginga ökumanna yngri en 30 ára yrðu hærri hjá Skandía en öðr- um félögum. „Þessi hópur, 17-25 ára, veldur 60-70% allra tjóna. Við teljum réttlátt að sá hópur greiði hærri iðgjöld sem veldur tjónunum. Við eram ekki að lokka einn né neinn, við bjóðum mönnum að ganga frá tryggingunni með svar- seðli. Þeir hafa samanburðinn því samanburðartafla fylgir með okkar bréfi,“ sagði Gísli. Hann sagði að bréfið hefði verið sent til um 20 þúsund heimila og á milli 600-700 manns óskað eftir tilboði í trygg- ingu á einni viku. Hann sagði að þetta tilboð Skandía byggðist á því að það fengi góðan hljómgrann á meðal bifreiðaeigenda. Búast mætti við enn frekari lækkun iðgjalda ökumanna 30 ára og eldri í framtíð- inni en það ylti á viðbrögðum þeirra sjálfra. Taldi hann að alls þyrftu 7.-10.000 bifreiðaeigendur að tryggja hjá Skandís til að af frek- ari iðgjaldalækkun gæti orðið en að tíminn myndi leiða í ljós hve mikil hún gæti orðið. Eigendur Skandía íslands hf. era sænska fyrirtækið Skandia, sem á 65% hlut, og íslenskir aðilar sem eiga 35%. Skandia í Svíþjóð veltir, að sögn Gísla, 350 milljörðum ÍKR í vátryggingaiðgjöld á ári, en allur íslenski vátiyggingamarkaðurinn er um 12 milljarðar króna. Tryggingafy rirtæki verða að fara að lögum Örn Gústafsson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs VÍS, sagði að ný fyrirtæki sem hygðust leggja markaðinn að fótum sér yrðu að fara að reglum. Ákveðin lög og regl- ur giltu um það hvemig vátrygging- arsamningur myndist. Miklar upp- lýsingar skorti M Skandía um hvað í tilboði þeirra fælist. Engir skilmál- ar væra um það í hveiju tryggingin væri fólgin, ekki væri m.ö.o. ljóst hvort bótasvið þessara trygginga væri hið sama og hjá hinum félög- unum. Skandía hefði ekki afhent þeim neina skilmála svo unnt væri að skoða hvort bótasviðið væri það sama. Óljóst væri hvort Skandía hygðist innheimta eigináhættu ef tryggingatakar brytu skilmála, eða jafnvel endurkrefja ábyrgðina eins og systurféla.gið í Noregi og Dan- mörku geri. Om sagði að það væri svo hjá systurfélögum Skandía að ef tryggingatakar brytu ákvæði vátryggingaskilmála endurkrefðu þau tryggingataka um ábyrgðina. Hann sagði að menn ættu rétt á því að fá svar við þessum spuming- um áður en þeir tækju ákvörðun um að tryggja hjá félaginu. Ekkert af þessu kæmi fram í bréfi Skan- día. VÍS vildi segja viðskiptavinum sínum að fara gætilega og velta því fyrir sér hvaða þjónusta býðst hjá VIS og hvaða þjónustu þeir kunna að fá annars staðar áður en ákvörð- un er tekin. Nægur tími til stefnu Örn sagði að nægur tími væri til stefnu fyrir viðskiptavini að átta sig á því hvað fælist í boðuðum breyt- ingum á iðgjöldum hjá VÍS 26. jan- úar því uppsagnartími fyrir næstu endumýjum væri ekki fyrr en 1. febrúar. í bréfi VÍS segir að félagið hafi haft til athugunar að fjölga þeim þáttum er hafí áhrif á iðgjald- ið, m.a. að það breytist með ekinni vegalengd, aldri ökumanns og nýj- um bónusreglum. Þetta muni leiða til lækkunar iðgjalda þar sem tjón- atíðni er litil og tjónareynsla góð. Örn vildi ekki segja nánar frá því hvað fælist í þessum breytingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.