Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Mesta fjölgun íbúa í meira en áratug FJOLGUN íbúa á milli ára á Akureyri hefur ekki verið eins mikil nú og síðan um áramót 1979/1980. Ibúum fjölgaði um 1,86% á milli ár- anna 1990 og 1991, eða um 263. Frá árinu 1979 hefur íbúum þó ekki fjölgað nema um 1.300. A sama tíma, eða frá 1979 til ársins 1990, var hafinn bygging á rúmlega 1.000 íbúðum í bænum. Á miili áranna 1979 og 1980 fjölg- íbúar voru 13 færri en árið á undan, aði íbúum um 2,15%, úr 13.137 í árið 1984 þegar íbúum fækkaði um 13.420. Á tímabilinu frá 1979 til 1991 hefur íbúum á Akureyri ekki Ijölgað nema um 1.300 manns, en á síðasta ári voru skráðir íbúar 14.437. Á þessu tímabili fækkaði íbúum milli ára þrisvar, árið 1983 þegar Norðurland eystra; Fólksfjölgnn í 15 sveitar- félögum en fækkun í 11 IBUAR á Norðurlandi eystra voru á síðasta ári 26.384 og hafði fjölg- að um 257 frá árinu 1990. í fimmt- án sveitarfélögum fækkaði fólki, i þremur var íbúatalan sú sama um11lSð’fó'ikísfj!i1ígun!vci1iirfélög' Um 28 þúsund tonn af rækjuskel falla til árlega: 33 frá fyrra ári og loks fækkaði örlít- ið milli áranna 1985 óg 1986. Frá árinu 1986 hefur fjölgun verið á bil- inu_ 0,6-0,8%. Á tímabilinu frá árinu 1979 til 1990 var hafin bygging á um 1.050 íbúðum á Akureyri. Bygging nýrra íbúða í bænum hefur verið nokkuð sveiflukennd, á árunum 1979 var hafinn bygging á 187 íbúðum og ’80 voru þær 165, en fækkaði árið eftir niður í 58, lj'ölgaði þá upp í 97 næsta ár. Árið 1983 varð íbúafækkun á Akureyri, en það ár var einungis hafin bygging á 22 íbúðum og svipað næstu þijú ár. Eftir það hefur verið byrjað á um eða yfir 100 íbúðum nema 1989 er þær voru 66. Stór hluti þeirra íbúða sem byggð- ar eru á Akureyri eru innan félags- lega kerfísins, en frá 1980 hafa um 39% nýbygginga verið innan þess og síðustu tvö árin 43%. Rækjumjölið komið i poka tilbúið til útflutnings. Morgunblaðið/Rúnar Þór I Ölafsfirði fækkað um einn íbúa milli ára og eru íbúar nú 1.170, en á Ilúsavík fækkaði um 26 og eru íbúar þar nú 2.477 talsins. Ibúum Dalvíkur fjölgaði um 14 og eru þeir nú 1.495, en á Akureyri fjölgaði um 263 íbúa á síðasta ári og eru þar nú 14.237 íbúar. í hreppum í Eyjafjarðarsýslu fjölg- aði íbúum í Svarfaðardal um 12 og nam fjölgunin 4,44%. Þá fjölgaði um 8 íbúa í Hrísey, um 4 í Arnarnes- hreppi og einum íbúa fleira var á síðasta ári í Glæsibæjarhreppi og Eyjafjarðarsveit en var á árinu á undan. Fólki fækkað í Grímsey, Ár- skógs- Skriðu- og Öxnadalshreppi. í Suður-Þingeyjarsýslu fjölgaði í Skútustaðahreppi, alls um 10 manns, en í öðrum hreppum varð lítilsháttar fækkun, utan þess að í Reykdæla- hreppi fækkaði um 11 manns, sem“ er 3,51%. Krossanes hefur hafiö fram- leiðslu á rækjumjöli úr skel GERA MÁ ráð fyrir að um 28 þúsund tonnum af rækjuskel sé árJega fleygt í sjóinn frá rækju- verksmiðjum á landinu. Af henni hlýst töluverð mengun, en hún safnast saman í hauga á botninum og sjórinn verður líflaus. Krossanesverksmiðjan hóf nýlega að vinna mjöl úr rækjuskelinni og þar með opn- Iþróttamaður KA: Júdómaðurinn Freyr Gauti kjöriun öðru sinni FREYR Gauti Sigmundsson júdómaður var kjörinn íþrótta- maður KA árið 1991, en þetta er í annað sinn sem hann hlýtur þetta sæmdarheiti. Árangur Freys Gauta var góður á síðasta ári, en hann keppti bæði í fullorðinsflokki og flokki karla yngri en 21 árs. Hann hlaut m.a. gullverðlaun á Ólympíuleikum smá- þjóða í Andorra, á afmaelis- og haustmóti Júdósambands ísland í fullorðinsflokki og annar á íslands- móti. Þá stóð hann sig einnig vel á mótum erlendis. í flokki karla 21 árs og yngri hlaut Freyr Gauti gullverðlaun á Islandsmóti, haust- móti og á afmælismóti Júdósam- bandsins og varð 7. í Evrópu- keppni. Hann var í sveit KA sem varð Islandsmeistari fjórða árið í röð, og loks má geta þess að hann á möguleika á að keppa á Ólympíu- leikunum í Barcelóna í sumar. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson leikmaður meistaraflokks KA í handknattleik varð í öðru. sæti í kjörinu og skíðamaðurinn Valdimar Valdimarsson í því þriðja. Iþróttamaður KA var nú kjörinn í ij'órða sinn, en Guðlaugur Hall- dórsson júdómaður var fyrsti Morgunblaðið/Rúnar Þór Freyr Gauti Sigmundsson júdó- maður var í annað sinn kjörinn Iþróttamaður KA. íþróttamaðurinn sem hlaut þessa viðurkenningu, þá Erlingur Krist- jánsson knattspyrnu- og hand- knattleiksmaður og síðustu tvö ár hefur Freyr Gauti hlotið titilinn. ast möguleikar fyrir framleið- endur að losna við skelina án þess að valda mengun. Um sam- starf þriggja fyrirtækja er að ræða varðandi þessa vinnslu, þ.e. K. Jónssonar, sem leggur til hráefni, Gámaþjónustu Norð- urlands, sem annast flutnings þess, og Krossaness, sem vinnur úr skelinni mjöl. Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- sonar hefur komið sér upp búnaði til koma frá sér skelinni beint í gáma, sem síðan eru fluttir að Krossanesi. Verksmiðjan sendir daglega frá sér 10 til 12 tonn af skel, en reiknað er með að um 2.000 tonn af skel falli til árlega hjá fyrirtækinu, sem gerir um 400 tonn af mjöli. Forráðamenn Krossanesverk- smiðjunnar hafa sent heilbrigðis- nefndum og hafnarstjórnum á svæðinu bréf þar sem m.a. er bent á mengun sem hlýst af rækjuskel- inni sem hent er í sjóinn, en reikn- að er með að þar sé um að ræða 28 þúsund tonn árlega á landinu öllu. Um það bil helmingurinn kemur frá rækjuvinnslum á Norð- urlandi. Jóhann Pétur Andersen fram- kvæmdastjóri Krossaness sagði að miðað við afkastagetu verksmiðj- unnar væri unnt að vinna 35-40 tonn af skel á sólarhring, en enn sem komið er fær verksmiðjan ein- ungis skel frá K. Jónssyni. „Við treystum okkur til að vinná aila þá skel sem fellur til á Eyjafjarðar- svæðinu og Húsavík, en það gætu verið um 5.000 tonn á ári,“ sagði Jóhann Pétur. Mjölið er selt til Frakklands þar sem það er notað í fóður, en Jó- hann Pétur segist vona að þegar framleiðslan sé orðin meiri verði unnt að komast inn á markaði þar sem betra verð fáist fyrir mjölið. „Við höfum upp í kostnað við þessa framleiðslu en það er lítið eftir til að borga ljárfestingar.“ Auk þess sem mjölið er selt utan er þess vænst að markaður opnist fyrir mjölið innanlands, en nú standa yfír rannsóknir hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins á nýtingu þess sem hænsnafóð- urs. Hefur það gefið góða raun, rauða eggjanna þykir fallegri og skurnin sterkari, sem þýða minni afföll. Þyki mjölið fýsilegt til hænsnafóðurs má gera ráð fyrir að hægt verði að selja um 200 tonn á innanlandsmarkaði. Skandia Island er að at- huga viðbrögð á Akureyri •• - segir Gísli Orn Lárusson framkvæmdastjóri „VIÐ ERUM að kanna þessa dagana hvort Akureyringar eru tiibún- ir til að eiga viðskipti við Skandia ísland og það fer eftir viðbrögð- um þeirra hvort ástæða er til að opna sérstaka umboðsskrifst.ofu á vegum félagsins fyrir norðan," sagði Gísli Örn Lárusson framkvæmd- astjóri Skandia ísland. Fulltrúi og skoðunarmenn á vegum fyrirtækis- ins munu starfa í bænum. Gísli Örn Lárusson sagði að nafni fyrirtækisinS hefði verið breytt úr Reykvískri tiyggingu í Skandia Is- land m.a. til að leggja áherslu á þjónustu við landsbyggðina. Hann sagði að nýlega hefðu verið sendar í pósti upplýsingar um tryggingar fyrirtækisins og væri Akureyri eini staðurinn úti á landi sem slíkar upplýsingar hefðu verið sendar til. „Við erum að fikra okkar áfram og sjá hvernig fólk bregst við,“ sagði Gísli Öm. „Við ætlum okkur að þjóna landsbyggðinni og höfum komið okkur upp neti viðgerðaverk- stæða um land allt.“ Skoðunarmenn á vegum trygg- ingafélagins verða á Akureyri og sagði Gísli Örn að margir aðilar hefðu rætt við félagið, en ákvörðun verður tekin í næstu viku um hveij- ir muni hafa það starf með höndum. Þá hyggst félgið einnig hafa full- trúa sinn staðsettan í bænum. Sagði Gísli að verið væri að skoða á hvern hátt væri hagkvæmast að þjóna væntanlegum viðskiptavinum félagins á Akureyri, spurningin væri hversu miklu ætti að kosta til. Rekstur umboðsskrifstofu kost- aði peninga og ekki enn ljóst hvort neytendur væri tilbúnir að greiða fyrir slíka þjónustu. Svigrúm til frekari lækkunar trygginga væri fyrir hendi, m.a. ef kostnaði við rekstur útibúa væri haldið í algjöra lágmarki og fólk styddi við bakið á félaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.