Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 37 Ungir og gamlir fylgdust með því sem framfór. ^e5)SS Jólin kvödd og nýju ári fagn- að með blys- för og flug- eldasýningu Mikill fjóldi fólks tók þátt í þrett- ándagleði á Selfossi í mjög góðu veðri. Hefðbundin blysför var farin um götur bæjarins og endað með flugeldasýningu og þvi að kveikja í bálkesti á íþróttavelinum. Blysförin var farin frá Tryggva- skála og gengið eftir Austurvegi. I göngunni voru jólasveinar með kyndla en fyrir henni fóru Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða í litlum vagni og spiluðu jólalög af krafti. Þegar kveikt hafði verið í bálkestin- um á íþóttavellinum hófst mikil flugeldasýning ásamt því að göngu- fólk brá blysum á loft. Þessi dagskrá á Þrettándanum nýtur æ meiri vinsælda og dregur að fólk úr nágrannabyggðum og er höfuðborgarsvæðið þar meðtalið. Það sama gerist einnig dagana fyr- ir jól þegar sett er upp dagskrá í kringum komu jólasveinanna þá drífur að fólk. Að lokinni dagskrá á íþróttavell- inum var boðið upp á dagskrá fyrir börn í félagsmiðstöðinni Holunni og fyrir unglingana í Hótel Selfoss. Allt fór þetta fram með sóma eins og það hefur gert undanfarin ár. Það gætir því ákveðins misskilnings í því sem sagt var í blaðinu 6. jan- úar að undanfarin ár hefðu verið ólæti. Réttara hefði verið að segja að síkt hefði gerst fyrir nokkrum árum. Það er mat manna að slíkar óspektir heyri nú til liðinni tíð. Það var samstillt átak unglinga, for- eldra, félagasamtaka og bæjaryfir- valda sem kvað þær niður. Sig. Jóns. Morgunblaöið/Sigurður Jónsson. COSPER - Konan þín þarf á hvíld að halda, en þú að erfiða meira. Jolasveinarnir kvöddu börnin á þrettándanum á Selfossi. Nú rýmum við fyrir nýjum vörum og lækkum hressilega verðið á öllum gólfefnum í versluninni, áður en þau nýju koma. - Teppi - Mottur - Flísar - Dúkar - Parket 15-50% VERÐLÆKKUN Þú getur sparað þúsundir króna á ÚTSÖLUNNI Taktu málin með þér og prúttaðu við okkur um verðið á bútum og afgöngum. Við þjónum þér fljótt og vel. VISA® BHBBH Góðir greiðsluskilmálar - visa-raðgreiðslur í allt að 18 mán. Eurokretit til 11 mánaða - staðgreiðsluafsláttur / TEPPABÚÐIN Gólfefnamarkaður - Suðurlandsbraut 26, S. 681950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.