Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. JANUAR 1992 16 Minning: Anna B. Jóhannes dóttir Bouvier Fædd 13. febrúar 1965 Dáin 24. desember 1991 Það eru aðeins liðin tæplega þrjú ár frá því að ég stakk niður penna til að rita fáein minningarorð um mág rninn heitinn, Jóhannes Árna- son. I dag, svo stuttu síðar, sest ég aftur niður til að rita minningarorð og það um elskulega dóttur hans, Önnu Berglindi, sem lést á aðfanga- dag sl. aðeins 26 ára gömul. Anna Berglind var fædd 13. febr- úar 1965, dóttir hjónanna Jóhann- esar Árnasonar og Sigrúnar Sigur- jónsdóttur. Hún var næstelst fjög- urra barna þeirra. Systkini hennar eru: Ólafur Þór, f. 16. september ’61, ókvæntur, Siguijón, f. 23. júní ’66, kvæntur Guðnýju Þ. Krist- mannsdóttur, og Elín, f. 29. október '71^ ógift. Eg man það eins og hefði það gerst í gær, að systir mín fór á Sjúkrahúsið á Patreksfirði til að fæða barnið sem hún gekk með. Barnið reyndist vera lítil stúlka og mikið afskaplega fannst mér hún vera falleg. Eg minnist svo margs frá því að Anna var lítil. Eitt sinn kom ég heim, hafði verið í útilegu. Ég flýtti mér að vöggunni til að kíkja á litia angann. Og hvað mætti mér: Lítill hnoðri, spriklandi út öll- um öngum, með augu sem geisluðu af kátínu og stríðni. Já, hún Anna mín, sem var svo samviskusöm og hlýðin, var eigin- lega aldrei óþekk, hún hafði svo stríðnisleg augu, hafði svo gaman af því að glettast og stríða, bara pínulítið. Einnig minnist ég þess er ég var að passa hana. Fór út að ganga með hana í kerrunni sinni. Þá mætti ég vinstúlku minni, sem dáðist að því hvað Anna væri lagleg og sagði að hún líktist mér. Ég vissi sem var að það stóðst nú engan veginn en varð svo glöð og leit á það sem hina mestu gullhamra að vera líkt við þessa fallegu frænku mína. Hvorki fyrr né síðar hef ég fengið aðra eins gullhamra. Anna stækkaði og varð að lítilli stúlku, sem alltaf var svo fín og dömuleg. Væri hún klædd í fínan kjól að morgni sást hvorki blettur né hrukka á honum að kveldi. Það var ekki það að hún væri alltaf að passa upp á fötin sín, heldur var hún bara svona á alla lund einstak- lega fínleg og snyrtileg. Hvað lundarfar snerti var Anna rólynd. Hún var mjög samviskusöm og lagði sig alla fram við það sem hún var að gera í það og það sinnið. Hún var staðföst og stíflynd. Þegar tekin hafði verið ákvörðun um eitt- hvað varð þeirri ákvörðun ekki haggað og þýddi þá hvorki fyrir kóng né prest að ætla að breyta neinu þar um. Én hún var jafnframt glaðlynd, hafði alveg einstaklega fallegt bros og átti auðvelt með að laða að sér fólk með sinni heillandi framkomu. Anna naut þess að eiga góða for- eldra, sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að búa börnum sínum gott heimili. Hún hafði góðar náms- gáfur og var alveg sérstaklega lag- in í höndunum. í „gamia daga“ þeg- ar við, systurnar sátúm á kvöldin og vorum eitthvað að masa saman sat Anna oft hjá okkur. Þá var hún oft að pijóna eitthvað fallegt á brúð- urnar sínar. Hún teiknaði líka mjög vel. Ég man hvað hún óx í áliti hjá Óla, stóra bróður, þegar hún fékk verðlaun í teiknimyndasamkeppni hjá Barnablaðinu Æskunni. Þá var hún aðeins 8 eða 9 ára gömul. Anna og systkini hennar voru afar samrýnd og báru hag hvers annars mjög fyrir bijósti. Nú er komið skarð sem ekki verður fyllt í þennan samrýnda hóp. Anna gekk menntaveginn. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1985 og gerði síðan það sem hugurinn stóð til. Hún fór til Frakklands og lærði þar fatahönnun. í því sem öllu öðru gekk henni afar vel. Frá því að hún lauk námi hefur hún starfað hjá fyrirtæki í París við að hanna tísku- fatnað. Fyrir tæplega tveimur árum gift- ist Ánna frönskum manni, Jeröme Bouvier að nafni. Síðastliðið sumar komu þau til íslands. Þau ferðuðust heilmikið um og naut Anna þess að sýna eiginmanni sínum landið sem skartaði sínu fegursta á besta sumri sem komið hefur í manna minnum. Engin orð fá lýst samúð minni með Jeröme, sem sér á eftir konu sinni alveg_ fyrirvaralaust. Þvílíkt reiðarslag. Ég veit þó að hann nýtur þess að eiga góða að í Frakklandi þar sem eru foreldrar hans og syst- ir. Megi góður Guð gefa honum og hans fólki styrk í þessari þungu raun. Ég minnist margra jóla og ára- móta, þar sem Anna og systkini hennar sátu með stjörnur í augum, svo fín og uppábúin. Hvað þetta voru notalegar stundir. I ár urðu jólin öðruvísi. Engar stjörnur í aug- um heldur alveg óumræðanleg sorg, sem skein úr augum eftirlifandi móður og systkina. Elsku Rúna, Óli, Siguijón og Ella. Við Heiðrún vottum ykkur innilega samúð okkar. Góður Guð veri með ykkur, styrki ykkur og styðji á þess- ari sorgarstundu. Öllum ættingjum, venslamönnum og vinum Önnu Berglindar sendum við Heiðrún okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Arnheiður Sigurjónsdóttir. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að það séu rúm tíu ár frá því að við hittumst fyrst. „Við“ vorum þau sem útskrifuðumst árið 1985 frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Við vorum fljót að kynnast og kynntumst vel vegna þess að við vorum á heimavist. Okkur langar að minnast einnar vinkonu okkar sem nú er, þó erfitt sé að trúa því, fallin frá. Anna Berglind stundaði námið af kappi sem skilaði sér alltaf í góðum einkunnum. Það kom þó ekki í veg fyrir að hún tæki þátt í félagslífinu í skólanum sem alltaf var líflegt. Hún var sérstaklega list- feng og var strax í menntaskóla farin að sauma föt á skólasystur sínar. Hún sneið og saumaði buxur á velflestar stelpumar í bekknum. Þess vegna kom það engum á óvart að hún skyldi velja það að fara í fatahönnun í Frakklandi að loknu stúdentsprófi. Við vissum sem var að hún átti bjarta framtíð fyrir sér á þeim grundvelli. Við höfum ekki getað hist eins oft í gegnum árin og við hefðum viljað. Það er sárt til þess að hugsa að næst þegar við hittumst verður Anna Berglind ekki í hópnum. Það var hægt að sætta sig við að hún væri ekki með þegar hún stundaði nám í Frakklandi, því þá höfðum við von um að sjá hana næst. Nú að öllum þessum árum liðnum er erfítt að hugsa sér að við sjáum hana aldrei framar. Hennar verður sárt saknað og við hugsum öll til hennar með hlýjum huga. Það er svo sárt þegar svona ung og efnileg stúlka kveður í blóma lífsins og með framtíðina svo bjarta framundan. Fjölskyldu hennar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum að Guð styrki þau í þessari miklu sorg. Bekkjarfélagar frá Laugarvatni. Þú, fugl, sem ert kallaður fegurð, og flýgur um loftdjúp blá, í fjöðrunum glit allra gimsteina hefur sem örfleygri augnabliksþrá eilífa brennandi speglun gefur: Á þína vængi fellur draumsins dögg, og dagsins fyrsti ljómi þá vefur. (Baldur Ólafsson, „Hið töfraða land“.) í dag er komið að því að kveðja Önnu litlu frænku mína hinsta sinni, svo allt, allt of fljótt. Dauðinn hefur læðst innfyrir dy- rastafinn og tekið hana með sér, án þess að nokkurn grunaði að hans væri von. Á aðfangadag, þegar við höldum uppá fæðingu frelsarans, var hún kölluð burtu, og við sem eftir sátum, fögnuðum þessum jólum með sorg í hjarta og kökk í hálsi. Sorgin og gleðin virðast oft svo nátengdar í lífinu. Þessi setning úr Spámannin- um kemur í huga minn: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt- ur vepa þess, sem var gleði þín.“ Ótal spurningar vakna, en þögnin er sein til svara. Við reynum að gera okkur grein fyrir raunveruleik- anum og sætta okkur við ákvörðun þess sem að öllu ræður. Það er svo ótrúlega stutt síðan Anna var í vöggu og heillaði okkur öll með sínu bjarta brosi. Já, það var bjart yfir henni bæði sem barni og ungri konu. Hún var sérlega hæfileikarík stúlka og virtist geta gert allt sem henni kom í hug. Allt lék í höndum hennar. Hún var bara * barn þegar hún fór að sauma föt, en fatahönnun varð síðar hennar aðalstarf. Eitt sinn hitti ég mann á förnum vegi sem að sagðist hafa keypt mynd eftir • frænku mína, Önnu Berglindi. Þetta kom mér mjög á óvart, en þá hafði henni dottið í hug að halda myndlistarsýningu. Mennt- askólanum á Laugarvatni lauk hún sem dúx, og eftir það var haldið til Parísar að læra fatahönnun. Við vorum svo stolt af henni, þegar hún, eftir nokkurra ára nám, var valin fyrir Frakklands hönd til að taka þátt í alþjóðlegri keppni í • Sviss. Anna fékk svo starf við sitt hæfi eftir námið, hjá Montana í París. Þar var krafist mikils af henni, en hún sparaði ekki krafta sína í því frekar en öðru er hún tók að sér. Þessi minningarbrot gefa einhveija hugmynd um dugnað hennar og metnað í lífinu. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Önnu og stolt af því sem að hún fékk áorkað í sínu stutta lífi. Ef ég loka augunum, sé ég hana fyrir mér eins og ég sá hana í sum- ar. Fallega unga konu, geislandi af hamingju og lífsorku, tilbúna til að takast á við lífið og sigra við hlið eiginmanns síns. Honum, móður hennar, systur og bræðrum votta ég mína innilegustu samúð. Guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morpi lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tipu feprð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Þegar hátíð ljóss og friðar var nýgengin í garð, barst okkur hörmu- leg frétt, hún Anna vinkona mín var dáin. Sumt í lífinu er erfitt að sætta sig við, og hvernig er hægt að sætta sig við það þegar ungt fólk í blóma lífsins er skyndilega hrifið burtu frá okkur? Við stöndum eftir agndofa og gétum ekkert gert. Minningarnar streyma fram í hugann, allar í óreiðu, sundurlausar minningar frá því við vorum litlar stelpur vestur á Patreksfirði og þar til við fórum hvor í sína áttina í skóla, ég fór í Menntaskólann á ísafirði en Anna í Menntaskólann á Laugarvatni. Alltaf héldum við samt góðu sambandi. Einhvern veginn er minningin um sumarið þegar við nokkrar vinkonur unnum á sjoppunni á Patró mér föst fyrir hugskotssjónum. Það var skemmtilegt sumar og margt brall- að, enda varla við öðru að búast af 16 og 17 ára hressum stelpum. Þegar Anna var 17 ára fluttist fjölskylda hennar til Stykkishólms og þar vann hún á sumrin á hótel- inu á staðnum. Það var nú samt ekkert mál að skreppa eina og eina helgi með bátnum yfir á Patró og man ég sérstaklega eftir einni versl- unarmannahelgi, þá fengum við lán- aðan pólska Fíatinn hans pabba sem var svona rétt ökufær og skelltum okkur beint í fjörið í Vatnsfirði. Á leiðinni heim ætluðum við að fara í sund á Barðaströnd og keyrðum í stórgrýti niður að laug, en allt í einu sat bíllinn fastur og komst hvorki aftur á bak né áfram. Ég gleymi aldrei ópinu í Önnu og svo hlátrars- köllum þegar hún leit undir bílinn og sá að hann vó salt á stærsta steininum. Já, þetta voru skemmti- legir tímar og minningarnar frá þeim ljúfár. Snemma kom listamaðurinn í Önnu í ljós, hún var frábær teikn- ari, og einu sinni hélt hún sýningu á verkum sínum. En áhugi hennar beindist að fatahönnun og varð borg hátískunnar París fyrir valinu. Anna fór fyrst í frönskunám en innritaðist síðan í mjög góðan fatahönnunar- skóla þar sem hún stóð sig frábær- lega vel enda góður námsmaður. Fyrir 2 árum hóf Anna störf hjá hinum fræga tískukóngi Montana. Þar kom strax í ljós hversu hug- myndarík og dugleg hún var og eftir skamman tíma var hún orðjn aðalhönnuður hans í hátískunni og átti hún mjög bjarta framtíð fram- undan í tískuheiminum. Sumarið 1989 áttum við Siggi þess kost að heimsækja Önnu í París 6g þar áttum við saman ógleymanlegar stundir. Hún hafði komið sér fallega fyrir í lítilli íbúð þar sem hún undi sér vel. Sérstak- lega var hún ánægð með að hafa útsýni yfir síkið. Eg man að þar ræddum við saman um dauðann, því Anna hafði þetta ár misst föður sinn og það var henni mikill missir því samband þeirra hafði alltaf ver- ið mjög náið. Ég man að hún sagð- ist ætla að standa sig vel fyrir hann, því hann hafði svo mikla trú á henni. í Frakklandi kynntist Anna ung- um manni, Jerðme Bouvier og gengu þau í hjónaband í febrúar 1990. „Ég vil ekkert tilstand," sagði hún „það er mér mest virði að vera alltaf jafn hamingjusöm og ástfang- in af Jeröme.“ Þessi orð finnst «nér lýsa vel hvern mann Anna hafði að geyma. Síðast hittumst við í brúðkaupi okkar Sigga sl. sumar. Anna var búin að sýna Jerðme heilmikið af landinu sínu og þau ljómuðu bæði af ánægju. Þegar við kvöddumst óraði okkur ekki fyrir að þetta væri í síðasta sinn sem við sæjum hana. Við sem áttum eftir að ræða svo margt. Ég vil trúa því að Anna hafi nú hitt föður sinn á ný, ég veit að þar er hún í góðum höndum. Elsku Jeröme, Sigrún, Óli, Sigur- jón, Guðný og Ella, missir ykkar er mikill og sorgin þung. Við Siggi vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk. Minningin um Önnu mun ávallt fylgja okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Gerður Gísladóttir. Ég trúi þessu varla ennþá. Hún Anna frænka er dáin. Elsku Anna, sem var svo ung, aðeins 26 ára að aldri, og var rétt að hefja lífið. Hún bjó í París og starfaði þar sem fatahönnuður, starf sem henni líkaði mjög vel og var hún mjög fær sem slíkur. Hún bjó í París ásamt Jeröme, sem hún hafði verið gift í tvö_ ár. Ég, sem nú bý í Frakklandi þetta árið sem skiptinemi, hitti hana nokkrum sinnum í vetur, núna síð- ast tveimur vikum fyrir jól þegar ég heimsótti hana og Jeröme í litlu íbúðina þeirra í París. Þá var hún hress og kát, yndisleg eins og alltaf og við áttum góða stund saman, fórum m.a. saman í leikhús. Á þess- um fundum okkar töluðum við mik- ið saman og urðum mjög góðar vin- konur. Hún var alltaf svo elskuleg og alltaf var ég velkomin til henn- ar. Þótt ekki hafi ég hitt hana oft áttum við alltaf dýrmætar stundir saman þegar við hittumst og ég mun ætíð minnast þeirra. Mér þótti afskaplega vænt um Önnu og ég mun sakna hennar mik- ið. Elsku Jeröme, Sigrún, Óli, Sigur- jón, Guðný og Ella, ég samhryggist ykkur innilega. Guð blessi ykkur á þessari erfiðu stundu. Minningin lifir. Ingibjörg Magnúsdóttir Hún Anna Berglind er dáin. Þessi staðreynd, þessi orð, eru svo óraun- veruleg. Af hveiju hún? Þetta voru mín fyrstu viðbrögð þegar hún Gerð- ur vinkona okkar hringdi til mín út til Kaupmannahafnar og sagði mér þessa sorgarfr'étt. Við verðum bara að trúa því að hennar hafi beðið æðra verkefni. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Við Anna ólumst báðar upp á Patreksfirði. Við vorum saman í grunnskóla og síðan lá leið okkar í Menntaskólann á Laugarvatni þar sem við deildum herbergi í þijá vet- ur. Minningarnar eru því margar og góðar. Anna var alltaf traustur vinur. Hún reyndist mér ávallt vel og brást mér aldrei. Ég bjó eitt sinn heima hjá henni í einn mánuð. Ég var í pössun á meðan foreldrar mínir voru erlendis. Þetta var góður mánuður sem við áttum saman. Mikið hlegið og alltaf nóg að gera. Svo lásum við ástar- sögur og hlustuðum á ELO. Þetta voru áhyggjulausir dagar. Anna var alltaf dugleg að læra. Hún var yfirleitt efst eða meðal þeirra efstu. Hún var vel liðin af okkur öllum bekkjarfélögunum sem áttum samleið með henni í gegnum grunnskólann. Hún var ekki sú manngerð sem taiaði illa um aðra eða æsti fólk upp á móti sér. Hún var bara hún sjálf, lífsglöð og vin- gjarnleg. Árið 1981 tók Menntaskólinn á Laugarvatni við. Þegar við komum þangað fyrsta daginn var allt svo framandi. Við vorum báðar að fara að heiman í fyrsta skiptið fyrir al- vöru. Um kvöldið var líka erfitt að sofna, fyrsti skóladagurinn fram- undan og margt um að hugsa. Það voru skemmtileg ár, mennta- skólaárin. Anna, eða Anna Patró eins og hún var kölluð í Menntaskól- anum, stóð sig mjög vel í náminu og tók einnig þátt í félagslífinu eins og manni bar að gera. Það var gott að eiga Önnu að. Hún var alltaf til í að aðstoða mig, hvort sem var við námið eða hið daglega líf. Vorið 1985 kom svo að útskrift. Síðan þá hefur þessi útskriftarhópur hist nokkrum sinnum. Kannski of sjaldan. Það má segja að leiðir okk- ar Önnu hafi skilið eftir stúdents- próf. Við hittumst sjaldan eftir það. Ég hóf nám í viðskiptafræði en hún hélt fljótlega til Parísar. Fatahönn- un átti hug hennar allan. Hún var búin að koma sér vel áfram í París

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.