Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1992 Bandaríkin: Bush sannfærður um sig- ur í forsetakosningnnum Wilder dregur sig út úr forvalsslag Demókrataflokksins Tókýó, Washington. Reuter. „ÉG ER sannfærður um að ég muni sigra,“ sagði George Bush Banda- ríkjaforseti er blaðamenn spurðu hann um bandarísku forsetakosn- ingarnar næstkomandi nóvember. Efasemdir höfðu komið upp um stöðu forsetans eftir að hann veiktist skyndilega í kvöldverðarboði japanska forsætisráðherrans en Bush sagðist ekki haida að veikind- in yrðu honum fjötur um fót í kosningabaráttunni. Hann sagði að það myndi koma Demókrataflokknum í koll ef reynt yrði að gera heilsu hans að kosningamáli. Bush var mikið spurður um veik- indi sín af blaðamönnum í gær en hann kastaði upp og hneig síðan niður í kvöldverðarboði sem jap- anski forsætisráðherrann hélt hon- um til heiðurs á miðvikudag. Veltu margir fréttaskýrendur vöngum yfir því hvort þetta tengdist eitt- hvað heilsubresti sem hijáði forset- ann í maí á síðsta ári en þá var hann lagður inn á sjúkrahús vegna óreglulegs hjartslátts. Forsetinn sagði enga tengingu vera þarna á milli. Hann hefði einungis fengið sólarhrings flensukast. „A ekki for- setinn rétt á sólarhringi," spurði hann og sagðist ekki ætla að draga úr vinnu. „Haldið þið að bara gam- alt fólk fái flensu,“ spurði Bush sem er 67 ára gamall. „Mér skilst að jafnvel demókratar geti fengið flensu.“ Barbara Bush, eiginkona forset- ans, sat boðið áfram þó að bóndi hennar þyrfti að hverfa frá og sagð- ist hún ekki hafa haft neinar áhyggjur af honum. Hún hefði vitað fyrir boðið að hann væri slappur og meðan á því stóð hefði hann kvartað yfir magapínu. Er hún stumraði yfir honum þar sem han lá á gólfinu hefði hann líka sagt við japanska forsætisráðherrann: „Af hveiju veltið þið mér ekki bara undir borðið og leyfið mér að hvíla mig aðeins á meðan þið klárið mat- inn?“ Marlin Fitzwater sagði forset- ann einnig hafa hent gaman að því að hann hefði kastað upp í boðinu og látið í ljós áhyggjur yfir því að hann kynni að fá sendann háan reikning vegna fatahreinsunar. Það er ekki síst sú tilhugsun að Dan Quayle varaforseti muni húgs- anlega þurfa að taka við embætti sem fær marga kjósendur til að velta heilsu forsetans alvarlega fyr- ir sér. Quayle hefur átt erfitt með öðlast tiltrú kjósenda og fjölmiðlar hafa fram til þessa keppst við að gera lítið úr honum. Varaforsetinn er nú á ferð um ríkið New Hampshire en þar verða fyrstu forkosningarnar vegna for- setakosninganna haldnar þann 18 nóvember. Kosningar í New Hampshire eru gífurlega mikilvæg- ar, þó fylkið sé lítið, og ráða miklu um frekara gengi frambjóðenda. Quayle sagðist aðspurður ekki hafa velt því fyrir sér að hann hefði getað þurft að taka við embættis- störfum forseta vegna veikinda Bush í Japan. En þegar blaðamenn gengu harðar að honum og spurðu hvort að hann teldi sig vera starfinu vaxinn brosti varaforsetinn og sagði: „Ég er reiðubúinn“. George Bush hefur ekki enn lýst yfir framboði sínu og Dans Quayles vegna forsetakosninganna og er gert ráð fyrir því að yfirlýsing þess efnis verði gefin út á næstu dögum. Skoðanakannanir hafa ekki verið forsetanum vilhollar á síðustu vik- um, ekki síst vegna hins slæma efnahagsástands í landinu. Þá hefur framboð íhaldsmannsins Pats Buc- hanans gert forsetanum erfiðara fyrir í New Hampshire. Quale sagð- ist hins vegar ékki vera áhyggjufull- ur. „Ég held ekki að neinn trúi því í alvöru að Buchanan verði fram- bjóðandi Repúlíkanaflokksins. Ég er viss um að hann trúir því ekki einu sinni sjálfur." Douglas Wilder, ríkisstjóri Virgi- níu, tilkynnti í ræðu á miðvikudags- kvöld að hann sæktist ekki Iengur eftir útnefningu sem forsetafram- bjóðandi Demókrataflokksins. Þessi ákvörðun Wilders kom mjög á óvart en hann var eini blökkumaðurinn sem sóttist eftist tilnefningu flokks- ins._ Ástæðu þess að hann drægi sig í hlé sagði hann vera efnahags- kreppuna í Bandaríkjanna sem stjórn George Bush Bandaríkjafor- seta bæri ábyrgð á. Hún hefði bitn- að hart á Virginíu-ríki og væru aðkallandi verkefni þar mikilvægari en þátttaka hans í forvali Demó- krataflokksins. Það er einnig talið hafa stuðlað að ákvörðun Wilders að honum hef- ur ekki gengið mjög vel að afla fjár til að kosta kosningabaráttu sína og blökkumenn hafa heldur ekki sýnt framboði hans sama áhuga og framboði Jesse Jacksons fyrir síð- ustu kosningar. Fimm frambjóðendur beijast nú áfram um tilnefningu Demókrata- flokksins: Bob Kerrey, öldungar- deildarþingmaður frá Nebraska, Paul Tsongas, fyrrum ríkisstjóri í Massachusetts, Jerry Brown, fyrr- um ríkisstjóri í Kaliforníu, Tom Harkin, öldungardeildarþingmaður frá Iowa og Bill Clinton, ríkisstjóri Arkansas. Úkraínskir hermenn að búa kjarnaodda til flutnings til Rússlands þar sem þeim verður eytt. Samveldi sjálfstæðra ríkja: Deilan um Svartahafs- flotann stigmagnast Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, ítrekaði í gær að ekki kæmi til greina að verða við kröfu Úkraínumanna um yfirráð þeirra yfir Svartahafsflotanum. „Enginn tekur Svartahafsflotann frá Rúss- landi og það á líka við um [Leóníd| Kravtsjúk [Úkraínuforseta],“ hafði 7’ass-fréttastofan eftir Jeltsín þegar hann ávarpaði starfs- menn vopnaverksmiðju í Úljanovsk. „Svartahafsflotinn var, er og verður rússneskur." Deilan um Svartahafsflotann hefur undanfarna daga vaxið stig af stigi. Kravtsjúk greindi frá því í gær að Rússar hefðu hætt að senda hergögn til Úkraínu síðan hann krafðist þess að allir hermenn í Úkraínu þ. á m. áhafnir Svart- hafsflotans sverðu Úkraínu holl- ustueið. „Þeir eru að láta reyna á þolrif okkar,“ sagði Kravtsjúk. Á miðvikudag lýsti hann því yfir að Úkraínumenn myndu slá eign sinni VETRARUTSALAIITAVERS 15-50% AFSLÁmiR GÓLFTEPP115-50% verð frá kr. 532,- GÓLFDÚKUR15-30% verð frá kr. 686,- CERAMICFLÍSAR15-50% verð frá kr. 1.440,- DREGLAR - MOTTUR - MÁLNING - VERKFÆRI STIGAHUSATEPPI MEÐ 5 ARA ABYRGÐ VERÐ FRÁ KR. 1.518,- ERTU AÐ BYGGJA? - VILTU BÆTA? - ÞARFTU AÐ BREYTA? OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-14 VISA - EURO - SAMKORT Raðgreiðslur til allt að 18 mánaða Grensásvegi 18, sími 812444. á flotann í júlímánuði næstkom- andi. Um 300 skip tilheyra flotan- um en flaggskipinu, flugmóður- skipinu Kúznetsov hefur verið siglt til Múrmansk. Samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar aðildarríkja Samveldis sjálfstæðra ríkja undirrituðu í síð- asta mánuði hefur hvert aðildarríki rétt til að stofna eigin her. Sex ríki hyggjast gera siíkt þ. á m. Úkraína. Samkvæmt samkomulag- inu heyrir „strategískur" herafli undir sameiginlega yfírstjórn sam- veldisins. Rússa og Úkraínumenn greinir á um merkingu þessa hug- taks. Úkraínumenn telja að „stra- tegískur“ herafli þýði herafli sem beiti langdrægum kjamavopnum. Telja þeir að skipin í Svartahafs- flotanum falli ekki þar undir. Rúss- ar segja að Svartahafsflotinn hafi „strategísku" hlutverki að gegna á Miðjarðarhafi fyrir hönd sam- veldisins alls. Vladímír Tsjemavín aðmíráll, yfirmaður flota samveldisins, hefur boðið Úkraínumönnum hluta Svartahafsflotans til staðbundinna verkefna. Erfitt gæti þó reynst að standa við það tilboð því ígor Kasa- tonov, yfirmaður Svartahafsflot- ans, hefur fyrir hönd undirmanna sinna neitað með öllu að sveija Úkraínumönnum hollustueið._ 19% yfirmanna á flotanum eru Úkra- ínumenn og 30% undirmanna. -♦ ♦ ■ PARIS - Laurent Fabius, forseti franska þingsins og skjól- stæðingrir Francois Mitterrand forseta, var einróma kjörinn leið- togi Sósíalistaflokks Frakklands í gær. Hann tekur við af Pierre Mauroy, sem sagði af sér leiðtoga- embættinu á mánudag. Leiðtoga- skiptin eru liður í því að hressa upp á orðspor sósíalistaflokksins sem hefur átt undir högg að sækja að undanförnu. Enginn greiddi atkvæði á móti Fabiusi, en 11 vinstrisinnaðir flokksráðsmenn sátu hjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.