Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 6

Morgunblaðið - 12.01.1992, Síða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Morgunblaðið/Júlíus Guðný Jónasdóttir, sögukennari í MR, Steinunn Blöndal og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr 6. bekk. Notkun blaða og tímaritsgreina í kennslu: Blaðagreinar tengja söguna við nútímann segja Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Steinunn Blöndal neméndur í MR ALLTAF hefur verið eitthvað um að kennarar notfæri sér greinar úr tímaritum og dagblöðum í kennslu, en að undanfömu hafa heyrst raddir um að slík notkun hafi aukist töluvert, meðal annars vegna þeirrar hröðu þróunar sem átt hefur sér stað í Austur-Evrópu og enn hefur ekki verið skráð á spjöld sögubóka. Þá virðistvera nokk- uð algengt að kennarar noti samantektir úr tímaritum og dagblöð- um af þessu tagi til hliðsjónar í nýjum kennslugreinum og má í því sambandi benda á umhverfisvernd. Gerður Róbertsdóttir, sögu- og leitt væru kennararnir sjálfír með landafræðikennari í Árbæjarskóla, sagðist hafa orðið vör við að meira væri notað af blaðgreinum í sögu- kennslu einfaldlega vegna þess að þeir atburðir sem nú væru að ger- ast í heiminum væru ekki í neinum sögubókum og ekki væri vitað hvenær nýjar bækur yrði gefnar út. Hún sagði að líka væri stuðst við blaðagreinar I landafræði en ekki eins mikið og í sögunni vegna þess að erfiðara væri að fiska úr greinum um það efni. Engu að síð- ur sagði hún að slík notkun væri æskileg og benti í því sambandi á að kennslubækurnar væru margar úreltar. Nefna má sem dæmi að Gerður kennir landafræðibók, sem fyrst var gefin út árið 1972, í 9. bekk. Eftir það hefur bókin verið endur- bætt en hún er engu að síður ekki nógu góð, að sögn Gerðar. Tíu árum yngri bók er kennd í mann- kynssögu. „Hún hefur verið endur- bætt og er ágæt. Þar er stór kafli um Rússland, keisaraveldið og byltinguna sem auðvelt er að tengja umfjöllun í dagblöðunum," sagði Gerður. Spennandiað vinna með blöðin Aðspurð sagði Gerður að yfir- greinarnar en nemendumir væru einnig iátnir vinna uppúr þeim. Þeim fínnst svolítið spennandi að vinna með blöðin og fylgjast að sögn Gerðar glettilega vel með því sem er að gerast í heiminum. Nefndi hún í því sambandi að margar spurningar hefðu vaknað þegar nemendur hennar fengu það verkefni að merkja Evrópulönd inn á landakort. Gerður tók fram að auk mannkynssögu- og landafræð- ikennslunnar hefðu blaðagreinar verið notaðar til hliðsjónar í kennslu í umhverfisvernd. Nauðsynleg viðbót Guðný Jónasdóttir, sögukennari í Menntaskólanum í Reykjavík, hefur notað blaða- og tímarits- greinar í samtímasögukennslu í 6. bekk. Hún segir að greinarnar séu einungis til hliðsjónar og ekki hluti af próflestrarefni. „Þær eru eins konar viðbót sem manni finnst nauðsynleg þegar farið er í kafla eins og Sovétríkin því þá hlýtur að koma inn í myndina að þau em að leysast upp og samveldi að taka 'við,“ sagði Guðný, en þegar spurst var fyrir um viðbrögð nemendanna sagði hún að þeir kipptu sér lítið upp við þetta. „Þeir koma ekki með neinar sérstakar athugasemd- ir vegna þessa efnis, enda vanir að fá aukaefni af ýmsum toga í öðrum fögum.“ Guðný sagði að nemendur sínir væra töluvert vel inni í því sem væri að gerast í heiminum og var ekki frá því að hlaðagreinamar ýttu undir að þeir fylgdust með. Hvetja nemendur til að taka afstöðu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Steinunn Blöndal hafa verið í sögu hjá Guðnýju og segjast ekki vita annað en bekknum líki vel að lesa blaðagreinar með öðru efni. „Ég kann að vísu alltaf betur við að lesa sögubækur," sagði Guðfríður, „en það er gott að hafa blaðagrein- ar með, því þær tengja söguna við nútímann". Steinunn tók í sama streng og benti sem dæmi á blaða- grein úr Morgunblaðinu um ríki Sovétríkjanna sem dreift hafði ver- ið til bekkjarins. Þær stöllur minnt- ust á að nemendur gerðu sér betur grein fyrir að blöð væra pólitísk en sögubækur og þvi hvettu þau nemendur fremur til að taka af- stöðu til efnisins. Erlingur Brynjólfsson, formaður Félags sögukennara, sagðist ekki hafa orðið var við að kennarar notuðu meira blaðagreinar en áð- ur. „En auðvitað kemur fyrir að við vitnum ,í einstaka greinar eins og gerist og gengur með allt prent- að efni. Einhver dæmi eru líka um að kennarar hafa látið nemendur sína klippa greinar út úr blöðum en þá fyrst og fremst til að hvetja þá til að fylgjast með,“ sagði Erl- ingur og bætti við að ekki hefði komið til vandræða vegna þess að kennarar virtu ekki höfundarrétt. Þj óðhagsstofnun verði hluti af for- sætisráðuneytínu DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra vill breyta hlutverki Þjóðhagsstofn- unar á þann veg að starfsemi hennar færist nær forsætisráðuneytinu en verið hefur og að hluti þeirra hagsýsluverkefna sem stofnunin hefur haft með höndum færist yfir til Hagstofu íslands. Forsætisráð-. Íerra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að útfærsla þessara ugmynda væri rétt að hefjast, en hann byggist við því að á haust- þingi legði hann fram lagafrumvarp um breytt starfssvið Þjóðhags- stofnunar. „Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef ekki verið með sér- stakan efnahagsráðunaut í forsætis- ráðuneytinu, eins og forverar mínir. Mér finnst að Þjóðhagsstofnun eigi að vera nær því að vera stjórnsýslu- eining í forsætisráðuneytinu, en sér- stofnun af því tagi sem hún er í dag. Þannig tel ég að Þjóðhagsstofn- un geti fremur orðið efnahagsráðun- eytishluti forsætisráðuneytisins,“ sagði forsætisráðherra. Davíð sagði að svona breytingar krefðust góðs og gilds undirbúnings og vinna við gerð frumvarpsins færi í gang á næstunni, en enn væri þetta mál á því stigi að verið væri að móta línurnar. Aðspurður hvort Þjóðhagsstofnun myndi þá stórminnka við slíkar breytingar, sagði Davíð: „Að hluta til minnkar hún náttúrlega við það að ákveðin verkefni verða færð til Hagstofunnar og í því sambandi geri ég mér vonir um að þar mætti koma við ákveðinni hagræðingu og sparn- aði.“ Tilsj ónamiemi komi í stað fjárhaldsmanna I EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis hefur verið til umræðu breytingartillaga við frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum á ár- inu 1992, þess efnis að ráðherra verði heimilt að setja mann eða nefnd manna til að vera fjárhaldsmenn stofnana, einnar eða fleiri í senn. Nú mun rætt um „tilsjónarmenn" komi í stað fjárhaldsmanna. Starfssvið fjárhaldsmannanna skyldi vera að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og áætl- anagerð stofnana og taka ákvarð- anir um fjárskuldbindingar, þar á meðal starfsmannahald. Kostnaður við starf fjárhaldsmannanna átti að greiðast af viðkomandi stofnun. Þessi hugmynd hefur sætt nokk- urri gagnrýni og hafa sumir haft orð um „pólitíska kommissara". Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hins vegar bent á að lagt var til á árinu 1989 í stjórnarframvarpi um stjórnarráð íslands: „Hafí veru- legir annmarkar komið fram á rekstri stofnunar og ekki er bætt úr þrátt fyrir fyrirmæli ráðuneytis er ráð- herra heimilt að ráða sérstakan eftir- litsaðila um stundarsakir, þó ekki Iengur en til árs í senn, til að fygj- ast náið með rekstri stofnunar fyrir hönd ráðherra.“ Nú mun vera til umræðu meðal stjómarliða breytingartillaga við breytingartillöguna við frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum á árinu 1992. Þeirri hugmynd verið hreyft að „tilsjónarmenn" komi í stað fjár- haldsmanna. Ráðherra „verði heimilt að setja menn eða nefnd manna, um tiltekinn tíma til að vera tilsjónar- menn stofnana, einnar eða fleiri í senn, ef ,sýnt þykir að kostnaður við rekstur þeirra fari fram úr þeim ijár- veitingum sem fjárlög ákveða. Starfssvið tilsjónarmanna er að skipuleggja og hafa eftirlit með reikningshaldi og gerð fjárhagsáætl- ana stofnana og taka ákvarðanir um fjárskuldbindingar, þar á meðal um umfang starfsmannahalds, í samráði við ráðherra, eftir því sem nánar er lýst í erindisbréfi hveiju sinni. Kostn- aður við starf tilsjónarmanna greiðist af viðkomandi stofnun." -----» ♦ ♦---- Thailand - leiðrétting Mistök urðu við vinnslu greinar Ingólfs Guðbrandssönar á bls. 14 í Morgunblaðinu í gær um Thai- land og kynningu Heimsklúbbs Ingólfs í Ársal Hótels Sögu í dag, sunnudag, klukkan 16. Línur féllu niður í greininni svo samhengi varð illskiljanlegt. Umrædd máls- grein átti að vera sem hér segir: „Öldum saman gekk þetta land á krossgötum þjóðanna í Suðaustur- Asíu undir nafninu Síam, en er nú kennt við aðalstofn þjóðarinnar, hina svonefndu Thai, sem þýðir hinir fijálsu, og munu hafa komið suður frá Kína undir austurhlíðum Himala- ya á fyrstu öld tímatals okkar. Þeir hafa staðið vörð dyggilega um þjóð- erni sitt og sjálfstæði í 800 ár, þrátt fyrir margar harðar atlögur ná- grannaþjóða." Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Starfsleyfi gefið út fyrir fiskinrjölsverk- smiðjuna í Orfirisey Umhverfisráðuneytið gaf í fyrradag út starfsleyfi fyrir starfsemi fiskimjölsverksmiðju Faxamjöls hf. í Orfirisey, sam- kvæmt tillögum Hollustuverndar rikisins. Hollustuvernd ríkisins lagði til að gefið yrði út tíma- bundið starfsleyfi, þannig að hægt væri að sannreyna þau umhverfisáhrif sem af starf- rækslunni kunna að leiða. Stofn- unin telur að þær upplýsingar sé nauðsynlegt að fá, m.a. vegna óvissu um virkni hreinsibúnaðar verksmiðjunnar, áður en tekin er ákvörðun um áframhald starf- seminnar. Töluverðar áhyggjur hafa verið meðal íbúa í nágrenni verksmiðj- unnar vegna hugsanlegrar lyktar- mengunar frá henni. Ráðuneytið gerir kröfur um að gengið verði þannig frá mengunarvamabúnaði og rekstri hans og starfsháttum í verksmiðjunni verði þannig háttað, að íbúar í nágrenninu verði ekki fyrir teljandi óþægindum af völdum verksmiðjunnar. I starfsleyfinu eru því ákvæði um að eftir ár frá því að rekstur hefst skv. starfsleyfi skuli fara fram athugún á umhverf- isáhrifum starfseminnar þar sem meðal annars verði kannað hvort íbúar og fyrirtæki á svæðinu hafí orðið fyrir óþægindum vegna starf- seminnar og þá hve miklum. Starfsleyfið, sem gefið var út á föstudag, gildir til 1. janúar 1994. Breiðholtskirkja Breiðholtssókn tuttugu ára FÖSTUDAGINN 14. janúar 1972 var fyrsta kirkjusóknin í Breiðholts- hverfinu I Reykjavík stofnuð, en hverfið var þá í hraðri uppbyggingu eftir að fyrstu íbúarnir settur þar að í lok ársins 1967 og á árinu 1968. Verður Breiðholtssókn því 20 ára þriðjudaginn 14. janúar nk., en fram að stofnun hennar tilheyrðu frumbýlingarnir Bústaðasókn. í frétt.frá söfnuðinum segir, að þessara tímamóta í sögu sóknarinn- ar verði minnst með hátíðarguðs- þjónustu í Breiðholtskirkju í dag, sunnudaginn 12. janúar, kl. 14. Að guðsþjónustunni lokinni verður fyrri áfangi safnaðarheimilis kirkj- unnar, þ.e. safnaðarsalur og eld- hús, formlega tekinn í notkun með stuttri athöfn og kirkjugestum síð- an boðið að þiggja veitingar í tilefni dagsins. Kirkjuganga Utívistar í Kirkjugöngu Útivistar, sem er ný raðganga er hefst í dag, verða gengnar gamlar kirkjuleiðir. Fyrsti áfanginn hefst við skrifstofu Útivistar klukkan 10.30 í dag og verður ekið vestur í Nesstofu. Þaðan verður gengið eftir gömlu leið- inni til Dómkirkjunnar með viðkomu í Seltjarnarneskirkju, Lambastöðum, Grófinni og Víkurgarði. Úr Dómkirkjunni verður gengin gamla atfara- leiðin í Laugarnes og í Laugar- neskirkju. Þaðan verður ekið með þátttakendur að upphafs- stað göngunnar. I göngunni fræða Heimir Þorleifsson, Jak- ob Á. Hjálmarsson, Andrés Ólafsson, Auður Garðarsdóttir og Þór Magnússon þátttak- endur um kirkjustaðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.