Morgunblaðið - 12.01.1992, Side 10
10
MORGUNBLÁÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JANÚÁr'Í'992
Sjúklingar eiga að spara ríkinu millj-
arða með því að greiða hærri gjöld
fyrir lyf, læknisþjónustu og heilsu-
gæslu og elli- og örorkulífeyrir skerð-
ist hjó 3.000 manns
eftir Guðmund Sv. Hermonnsson
AF ÁRLEGUM útgjöldum íslenska ríkisins eru útgjöld til heilbrigðis-
og tryggingamála Iangmest. I fjárlögum fyrir þetta ár eru þessi út-
gjöld áætluð um 44 milljarðar króna af 109,6 milljarða heildarútgjöld-
um ríkisins, eða rúm 40%. En þegar hafist var handa við fjárlagavinn-
una í fyrravor leit út fyrir að útgjöld ríkisins til heilbrigðismála yrðu
tæpum þremur milljörðum króna hærri. Það er fyrir þessum milljörð-
um sem margir munu finna á þessu ári, aðallega í formi hækkaðra
gjalda fyrir læknisþjónustu, lyf og skerðingu á elli- og örorkulífeyri.
Hér á eftir verður farið yfir helstu breytingarnar sem snúa að almenn-
ingi.
í hlut foreldra koma 15% af
tannlæknakostnaði barna á
skólaaldrí, en Trygginga-
stofnun endurgreiðir 85%.
Allar forvarnaraðgerðir eru
þó undanskildar.Þetta atriði
er nú í meðferð Alþingis.
Sjúkraflutningur
verður nú
2.400 kr.
að hámarki.
Hann var áður
2.100 kr.
Greiðslur fyrir
læknisþjónusfu og heilsugæslu
Almennt
gjald
Elli- og örorku-
lífeyrisþegar
Breytingin tekur gildi 15. janúar 1992 var verður var verður
Koma á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis á dagvinnutíma 0 300 kr. 200 kr.
--" - utan dagvinnutíma 500 1.000 kr. 350 kr.
Læknisvitjun til sjúklings á dagvinnutíma 400 1.000 kr. 350 kr.
-" -- utan dagvinnutíma 1.000 1.500 kr. 500 kr.
Koma til sérfræðings á göngu-, slysadeild eða bráðamóttöku 900 1.500 kr. 300 500 kr.
Koma til röntgengreiningar eða rannsókna 300 600 kr. 100 200 kr.
Krabbameinsleit hjá heimilislækni eða á heilsugæslustöð 0 1.500 kr. 500 kr.
Ekki skal greiða fyrir komur vegna mæðra- og ungbarnaverndar eða heilsugæslu í skólum
Hámarksgreiðslurfyrir læknisþjónustu og heilsugæslu árið
1992 eru 12.000 kr. Börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu eru
talin saman og hámarksgreiðsla fyrir þau er einnig 12.000 kr.
Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæðin 3.000 kr.
Taka skal kvittun fyrir greidda þjónustu og þegar hámarks-
upphæðinni er náð gefur Tryggingastofnun eða umboðum
hennar út FRÍKORT. Eftir það þarf ekki að greiða meira fyrir
læknisþjónustu út árið, en áfram verður samt að greiða fyrir
læknisvitjanir, 400 kr. á dagvinnutíma en 900 kr. utan dagvinnu-
tíma.
Ríkisstjórnin tók fyrstu
skrefin í niðurskurðarátt
í heilbrigðiskerfínu um
mitt síðasta ár, þegar
ákveðið var að sjúklingar
yrðu að greiða stærri
hluta af verði lyfja en
áður. Þá leit út fyrir að
um þremur milljörðum
króna yrði veitt gegnum sjúkratrygg-
ingar til að niðurgreiða lyf á síðasta
ári að óbreyttu. 1. júlí 1991 var sett
reglugerð um að hækka hlutdeild
sjúklinga í lyfjakostnaði talsvert
nema þeir gætu sýnt fram á með
læknisvottorði að þeir væru haldnir
tilteknum langvinnum sjúkdómum.
Þeir sjúklingar eiga rétt á svokölluð-
um lyfjakortum hjá Tryggingastofn-
un og fá þá ákveðin lyf ókeypis eða
gegn fastagjaldi.
Nú er verið að gera upp reikning
ríkisins vegna þátttöku í lyfjakostn-
aði síðasta árs. Að sögn Jóns Sæ-
mundar Siguijónssonar deildarstjóra
í heilbrigðisráðuneytinu benda
bráðabirgðatölur til þess að kostnað-
ur ríkisins hafi numið um 2,4 millj-
örðum króna, eða 550-600 milljónum
króna minni en útlit var fyrir. Þetta
er mun meiri sparnaður en reiknað
var með, og segir Jón Sæmundur,
að hann hafi aðallega komið fram í
því að velta apóteka hafí dregist
saman, þ.e. minna var keypt af lyfj-
um. Í öðru lagi hafí læknar í auknum
mæli ávísað á ódýrari lyf en áður, og
í þriðja lagi komi svo aukin þátttaka
sjúklinga í lyfjakostnaðinum.
Þorkell Helgason aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra sagði, að tilgang-
urinn með gjaldtöku fyrir lyf hefði
verið tvíþættur. Annars vegar að
minnka kostnað þjóðarbúsins með
því að reyna að draga úr óþarfa ly-
fjaneyslu, og hins vegar að draga
úr kostnaði ríkisins. Svipaðar hug-
myndir væru í skoðun á hinum Norð-
urlöndunum, að taka lítil gjöld fyrir
velferðarþjónustuna, til að koma í
veg fyrir sóun.
Þorkell sagði að spamaðurinn
hefði verið mestur fyrst eftir að regl-
ugerðinni var breytt, áður en fólk
fékk lyfjakort í stórum stíl. Um 16
þúsund lyfjakort hafa nú verið gefín
út.
Fjárlög þessa árs gera ráð fyrir
því að 2,1 milljarði króna verið varíð
gegnum sjúkratryggingar til að
greiða niður lyf til sjúklinga, sem
yrði um 800 milljóna króna sparn-
aður frá fjárlögum síðasta árs. Ekki
er þó gert ráð fyrir að hækka það
gjald sem sjúklingar þurfa að greiða
fyrir lyfin, sem nú er 500 krónur
(150 krónur fyrir elli- og örorkulíf-
eyrisþega) fyrir lyf af svokölluðum
bestukaupalista og 850 krónur (250
krónur fyrir elli- og örorkulífeyris-
þega) fyrir önnur lyf sem greidd eru
af sjúkratryggingum.
Þorkell Helgason sagði, að reynt
yrði að ná fram viðbótarsparnaðnum
án þess að það komi niður á sjúkling-
um, m.a. með því að ná fram meiri
samkeppni milli apóteka og lækkun
á lyíjadreifingarkostnaði, og e.t.v.
endurskoða reglur um útgáfu lyfja-
korta, því eins og gerðist með öll
velferðarkerfi væru þau misnotuð
fyrr eða síðar.
Læknisþjónusta hækkar
Næsta spamaðarskref, sem snýr
beint að almenningi, verður stigið
15. janúar þegar ný reglugerð tekur
gildi um hlutdeild sjúkratryggðra í
kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.
Samkvæmt henni þurfa sjúklingar
nú að greiða fyrir komur til heimilis-
lækna og á heilsugæslustöðvar, 600-
1.000 krónur, en slíkt hefur ekki
þurft sl. tvö ár. Þá hækka gjöld fyr-
ir sérfræðiþjónustu og læknisvitjanir
í allt að 1.500 krónur. Með þessu á
að spara ríkinu 250 milljónir króna
í reksturskostnaði heilsugæslustöðva
og 260 milljónir króna eiga að spa-
rast með komugjaldi til lækna.
í reglugerðinni er jafnframt sett
þak á þessar greiðslur. Greiði sjúkl-
ingur á aldrinum 16-67 ára samtals
12 þúsund krónur á þessu ári fyrir
komu til lækna eða á heilsugæslu-
stöðvar, fær hann fríkort í Trygging-
astofnun gegn framvísun kvittana
og nýtur ókeypis læknisþjónustu eft-
ir það til áramóta, að undanskildum
læknisvitjunum. Öll börn undir 16
ára í sömu fjölskyldu teljast sem einn
maður í þessu tilliti og því þarf ekki
að greiða meira en 12 þúsund krónur
á ári fyrir þau samtais. Ifyrir elli-
og örorkulífeyrisþega er hámarks-
upphæðin 3.000 krónur.
Þorkell Helgason sagði, að þessi
gjöld væru fyrst og fremst ætluð til
að afla ríkinu tekna, þó þannig að
það kæmi sem sem réttlátast niður.
Litið væri svo á, að þeir sem byggju
við góða heilsu og þyrftu sjaldan að
leita læknis væru vel aflögufærir að
greiða komugjald í þau skipti. Hins
vegar væri sett upp öryggisnet fyrir
þá sem oft þyrftu að leita læknis.
í reglugerðinni er einnig ákveðið
verð fyrir glasafijóvganir á Landspít-
alanum, sem hófust þar í október sl.
Samkvæmt því greiða hjón eða sam-
býlisfólk 105 þúsund krónur fyrir
fyrstu meðferð, fyrir aðra og þriðju
meðferð þarf að greiða 60 þúsund,
en 200 þúsund fyrir hveija meðferð
eftir það.
„Þótt þetta séu há gjöld teljum
við að með þeim sé verið að lækka
kostnað fólks við þessar aðgerðir
verulega," sagði Þorkell Helgason.
„Fram til þessa hefur ríkið greitt
fyrir þessa aðgerð í útlöndum en
ekki tekið þátt í ferðakostnaði, uppi-
haldi eða vinnutapi fólks vegna að-
gerðarinnar. Við lítum svo á, að fólk
spari sér öll þessi útgjöld ef þetta
er gert á Islandi."
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsspítalanum höfðu 25 konur
hafíð gervifijóvgunarmeðferð í lok
síðasta árs. Þar af höfðu 20 lokið
fyrstu tilraun og 11 þeirra orðið
þungaðar. Áætlað er að um 120
konur geti komið árlega til þessar
meðferðar, en það er sá fjöldi sem
undanfarið hefur farið árlega til út-
ianda í þessum erindum. Einnig sé
þess að vænta, að auka megi afköst
bráðlega, gerist þess þörf, og stefnt
verði að því að taka upp hið bráð-
asta aðrar hliðargreinar við þessa
þjónustu sem leiði til þess að kostnað-
arsamar utanferðir yrðu alger
undantekning.
Telqutenging elli- og
örorkulífeyris
Bandormurinn svonefndi skríður
enn um Alþingi, en það er mikill
bálkur um breytingar sem gera þarf
á núgildandi lögum svo fjárlög þessa
árs standist. Þar er m.a. gert ráð
fyrir að tekjutenging elli- og örorku-
lífeyris taki gildi 1. febrúar. Sam-
kvæmt því á ellilífeyrir að byija að
skerðast við 65.847 króna tekjur; þá
eru undanskyldar tekjur úr lífeyris-
sjóðum. Örorkulífeyrir byijar að
skerðast við 68.847 króna tekjur.
Grunnlífeyrir elli- og örorkubóta
er nú 12.123 krónur á mánuði en
10.911 krónur hjá hvoru hjóna um
sig, njóti bæði lífeyris. Lífeyririnn á
að skerðast hiutfallslega eftir því sem
tekjur hækka, og fellur niður hjá
ellilífeyrisþegum þegar 114.339
króna tekjum er náð (109.491 krónur
hjá giftu fólki) og hjá öryrkjum þeg-
ar 117.339 króna tekjum er náð
(112.491 krónur hjá giftu fólki). Með
þessum upphæðum er átt við brúttó-
tekjur fyrir skatta.
Framkvæmd þessara tillagria
verður svipuð og framkvæmd tekju-
tryggingar, sem einnig er ákveðið
hlutfall af tekjum. Aflað verður upp-
lýsinga um tekjur gegnum stað-
greiðslukerfí skatta og úr skattfram-
tölum.
Tæplega 22 þúsund manns eiga
nú rétt á ellilífeyri og samkvæmt
upplýsingum heilbrigðisráðuneytis-
ins bitnar skerðingin á um 2.600
manns, þar af missa rúmlega 1.100
manns Iífeyrinn að fullu. Samkvæmt
útreikningum Þjóðhagsstofnunar eru
um 350 þeirra, sem missa lífeyririnn
alfarið, einhleypir en hinir giftir. Af
þeim sem einhleypir eru hafa um 35
tekjur yfír 200 þúsund krónur á
mánuði, þar af eru meðaltekjur sautj-