Morgunblaðið - 12.01.1992, Side 18
'Í8
MORGUNBLAÐIÐ SKODUN
tn* ........ ..
SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992
UNGLINGAR — ÞUNG-
LYNDIOG SJÁLFSMORÐS-
TILHNEIGIN GAR
NOKKUR ATRIÐISEM GETA BENT TIL ÞESS AÐ UNGLINGUR
ÞJÁIST AF ÞUNGLYNDI
eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur
Ef unglingur fer að sýna skyndi-
leg merki um leiða, sorg, kvíða og
vonleysi í meiri mæli en eðlilegt
þykir ef taka má mið af hans fyrra
hegðunarmynstri og persónuein-
kennum getur það verið merki um
þunglyndi. Lystarleysi eða áhuga-
leysi á fæðu sem áður þótti góð
samfara þyngdarminnkun er einnig
talið geta verið eitt af einkennum
þunglyndis. Þunglyndi gæti einnig
sýnt sig í aukinni matarlyst og
aukinni líkamsþyngd. Algengt er
að svefnleysi, að vakna mjög
snemma á morgnana eða óregluleg-
ar svefnvenjur séu einnig einkenni
af þunglyndi. Önnur þunglyndisein-
kenni geta verið félagsleg einangr-
un, skyndileg hegðunarbreyting,
auknir hegðunarerfiðleikar heima
við, merki um lygar, óregluleg
skólasókn, lágar einkunnir og aukin
áfengis- eða eiturlyfjaneysla. Þung-
lyndi birtist einnig oft í ergelsi,
kvíða, stressi og sjálfsgagnrýni.
Þessu fylgir oft lágt sjálfsmat og
vangaveltur um sjálfsmorð. Enn-
fremur eru einkenni þunglyndis oft
sjónvarpsgláp í ríkari mæli en eðli-
legt þykir, kæruleysi, almennt
áhugaleysi og skortur á líkamlegum
þrifnaði. Síðast má nefna merki um
áhættusama hegðun og tíð smáslys
sem merki um þunglyndi.
Það skal tekið fram að allar þess-
ar breytingar eru eðlilegar á ungl-
ingsárunum að einhveiju leyti. Það
er ekki fyrr en margar slíkar breyt-
ingar koma saman í ríkari mæli en
eðlilegt þykir, að um geti verið að
ræða þunglyndi.
Sýnt hefur verið fram á að tengsl
eru á milli þunglyndis og sjálfs-
morðstilraunar. Hvernig getur for-
eldri eða aðstandandi unglings
merkt að unglingurinn er hugsan-
lega í sjálfsmorðshugleiðingum?
Tal um sjálfsmorðsaðferðir, líf
eftir dauðann og þess háttar getur
gefíð til kynna að viðkomandi er
að hugsa um sjálfsmorð. Ef ungl-
ingurinn hefur tilhneigingu til
þunglyndis, er mesta hættan á
sjálfsmorði þegar þunglyndinu fer
að létta. í dýpstu lægð þunglyndis
hefur viðkomandi einstaklingur
sjaldnar andlega eða líkamlega
orku til að fremja sjálfsmorð. Ef
einstaklingur hefur ákveðið að
fremja sjálfsmorð hefst áætlun um
aðferð, stund og stað. Plön af þessu
tagi eru oft ákveðin með góðum
fyrirvara. Þegar aðferðin til sjálfs-
morðs hefur verið ákveðin má ætla
að viðkomandi unglingi sé alvara.
Alltaf skal taka hugleiðingar um
sjálfsmorð alvarlega, jafnvel þótt
þeim sé ætlað að vera grín. Sumir
einstaklingar sem hafa ákveðið að
fremja sjálfsmorð eiga það til að
gefa góðum vinum persónulega
hluti sem þeim hefur þótt vænt um
og vilja þar af leiðandi koma í góð-
ar hendur áður en þeir deyja.
Rannsóknir hafa sýnt að stór
hluti karlmanna sem framið hafa
sjálfsmorð hafa átt við ýmis hegð-
unarvandkvæði, fíkniefni og/eða
áfengissýki að stríða. Kvenmenn,
hins vegar, sem gert hafa tilraun
til sjálfsmorðs hafa í mörgum tilvik-
um átt við þunglyndi að stríða.
Ennfremur hafa þeir einstaklingar
frekar haft tilhneigingu til að
fremja sjálfsmorð sem af einhverj-
um ástæðum þjást af feimni eða
öðrum félagslegum samskiptaörð-
ugleikum, eru bitrir og/eða reiðir í
garð sjálfs síns og annarra. Stúlkur
reyna að femja sjálfsmorð oftar en
drengir en drengjum tekst yfirleitt
betur en stúlkum að fullgera verkn-
aðinn. Aðalástæðan er sú að dreng-
ir nota frekar aðferðir sem virka
fljótt og algerlega eins og byssukúl-
ur í höfuð, reipi um háls eða koltví-
sýringseitrun úr bíl. Stúlkur gera
frekar tiiraun með aðferðir eins og
of stóran skammt lyfja eða reyna
að skera á slagæð. Þessar aðferðir
virka ekki alltaf sem skyldi. Niður-
staðan er þar af leiðandi sú að fleiri
stúlkur en drengir gera tilraun til
sjálfsmorðs en færri stúlkum en
drengjum tekst að fremja sjálfs-
morð þegar upp er staðið.
Sú aðferð sem töluvert hefur
verið notuð til að finna út hvort
þeir einstaklingar sem framið hafa
sjálfsmorð eigi eitthvað sameigin-
legt með hverjum öðrum eða með
þeim sem hafa ekki gert tilraun til
sjálfsmorðs er kölluð „sálfræðileg
krufning" eða „psychological
autopsy." Þessi aðferð felur í sér
könnun á lífi þeirra aðila sem hafa
framið sjálfsmorð. Rannsakandinn
hefur samband við alla þá sem voru
nátengdir hinum Iátna og á þann
hátt kemst hann að hvernig lífi við-
komandi einstaklings var háttað.
Aðferð sem þessi veitir ýmsar upp-
lýsingar sem varpað gætu Ijósi á
þær ástæður og orsakir sem hugs-
anlega liggja til grundvallar sjálfs-
morðinu. Hér er um að ræða yfirlits-
rannsókn yfir liðna atburði þar sem
valinn samanburðarhópur er notað-
ur sem viðmið. Það sem komið hef-
ur fram úr slíkum rannsóknum er
m.a. það að sjálfsmorð er sjaldan
framið í Ijótræði og hugsunarleysi.
Hér er frekar um að ræða atburð
sem hefur verið ákveðinn með góð-
um fyrirvara. Einnig má nefna að
sjálfsmorð virðist sjaldan vera
framið sem viðbragð við einum
ákveðnum atburði heldur er sjálfs-
morð oftar lokaatriði í lengra ferli
óhamingju og vonleysis. Hins vegar
getur atburður eins og lág skólaein-
kunn eða ástarsorg, svo eitthvað
sé nefnt, hrint sjálfsmorðstilraun
sem lengi hefur verið í bígerð í
framkvæmd.
Yfirleitt segir einstaklingur sem
hefur ákveðið að fremja sjálfsmorð
einhveijum frá ákvörðun sinni beint
eða óbeint. Sumir fræðimenn telja
að um sé að ræða leynda ósk um
að reynt verði að koma í veg fyrir
að sjálfsmorðstilraunin takist þar
sem undir niðri langi unglingnum
ekki til að stytta sér aldur heldur
sé að gefa merki um að sálfræðiað-
stoðar sé þörf. Þegar unglingur
segir frá sjálfsmorðshugleiðingum
sínum er honum oft ekki trúað, eða
ef hann segir óbeint frá hugleiðing-
um sínum þá uppgötvar áheyrand-
inn oft ekki hvað fólst í skilaboðun-
um fyrr en um seinan. Gott er að
vera á varðbergi gagnvart slíku
tali og ávallt að taka unglinga al-
varlega í þessum efnum. Ef foreldr-
ar eða aðstandendur komast að því
að barn þeirra er í sjálfsmorðshug-
leiðingum er ekki hjá því komist
að ræða málið við viðkomandi ein-
stakling. Á mörgum heimilum er
umræða um sjálfsmorð bönnuð af
ótta við að viðkomandi unglingur
fái hugmynd til að framkvæma
verknaðinn eða læri hluti sem auð-
velda honum eða henni fram-
kvæmdina. Ef bannað er að ræða
um sjálfsmorð á heimilum eiga for-
eldrar það á hættu að komast aldr-
ei að viðhorfum barna sinna til þess
máls fyrr en jafnvel um seinan. Ef
grunur er fyrir hendi um að ungl-
ingur sé í sjálfsmorðshugleiðingum
er nauðsynlegt að ganga á ungling-
inn og fá hann til að tala um mál-
ið. Góð hlustun skiptir miklu máli
og best er að forðast að bregðast
NÓBELSVERÐLAUNIN í EFNAFRÆÐI 1991
A RAUNVISINDASTOFNUN ER
„NMR“ TÆKI, SEM ER ÓMISSANDI RANN-
SÓKNATÆKI í EFNAFRÆÐI í DAG
eftir Sigríði
Jónsdóttur
Vísindamenn um allan heim, hver
á sínu fræðisviði, bíða spenntir ár
hvert eftir því hver hlýtur verðlaun
Nóbels. Nóbelsverðlaun eru æðsti
heiður sem vísindamenn geta hlotið
fyrir afrek sín og þann 16. október
sl. tilkynnti sænska vísindaakad-
emían ákvörðun sína um hver hlyti
Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár.
Verðlaunahafinn er Svisslendingur,
Richard R. Ernst að nafni og hlýtur
hann viðurkenninguna fyrir þá þró-
unarvinnu sem hann hefur lagt að
mörkum á sviði NMR (Nuclear
Magnetic Resonance). NMR, sem á
íslensku má kalla kjarnsegulómun,
byggir á hegðun atómkjarna sem
hafa svokallaðan kjarnspuna og
settir eru í afar sterkt segulsvið um
leið og geislað er á þá útvarpsbylgj-
um af ákveðinni tíðni. Mælingar á
vetniskjörnum lífrænna sameinda
eru algengastar. Vetniskjarnarnir
eru eins og litlir seglar í segulsvið-
inu og þar sem þeir eru í nágrenni
hver við annan, verður innbyrðis
víxlverkun milli þeirra, kúplun, sem
hefur í för með sér ákveðið munst-
ur eftir fjölda næstu nágranna-
kjarna. Af legu og útliti merkjanna
má ráða uppbyggingu og innri gerð
efnisins.
Þegar talsmaður Nóbelsnefndar-
innar tilkynnti útnefningu R. Emst
kom fram að sú þróunarvinna sem
hann hefur lagt að mörkum (ný
aðferð til mælinganna svo kallað
Fourier Transform NMR árið 1966
og tvívíðar NMR mælingar (2D
NMR) árið 1975) hefur orðið til
þess að NMR-mælitæknin hefur
þróast síðustu tvo áratugina upp í
að vera ein sú öflugasta sem völ er
á í efnafræði í dag og að ógerlegt
sé að hugsa sér nútíma rannsóknir
í efnafræði án NMR-greininga.
Fyrstu viðbrögð fréttamanna
voru eins og svo oft áður að spyrja
spurningarinnar: „Og til hvers er
þetta nú gott?“ Viðbrögð forsvars-
manna sænsku vísindaakademíunn-
ar hljómuðu kunnuglega í eyrum:
þeir reyndu að höfða til mannsins
á götunni sem ekki hefur fræðileg-
an bakgrunn til að skilja vísindalegt
gildi niðurstöðu nefndarinnar. Svar-
ið var eitthvað á þá leið að ef Jón
Jónsson yrði veikur og framleiða
!"................:
Bæta þarf fljótandi helíumi á ofurleiðandi segulinn á 5 mánaða fresti.
þyrfti sérstakt lyf til að hann næði
bata, væri NMR-mælitæknin ómiss-
andi til að fylgjast með smíði og
framleiðslu lyfsins. Allir þekkja lyf,
vita hveiju þau geta áorkað og því
mjög eðlilegt að höfða til almenn-
ings á þennan hátt um ágæti verð-
launahafans.
Það er erfitt að selja vinnu vísind-
amanna í fjölmiðlum, en sennilega
helst ef höfðað er til heilsufars og
lækninga. Það er ekki síður erfitt
að ná athygli stjórnmálamanna og
vekja þá til umhugsunar um mikil-
vægi vísindalegra rannsókna.
Á Raunvísindastofnun Háskóla
íslands fylgdust efnafræðingar náið
í gegnum árin með þeirri þróun sem
varð á sviði NMR. Menn töluðu Um
nauðsyn þess að hafa aðgang að
slíku tæki hér á landi fyrir rann-
sóknir í efnafræði sem stundaðar
eru af kennurum Háskólans og sér-
fræðingum á Raunvísindastofnun.
Draumurinn var fjarlægur einkum
vegna mikils stofnkostnaðar svo og
rekstrarkostnaðar. Með aukinni
tölvuþróun lækkaði verðið og, það
sem mestu máli skipti, á markaðinn
komu tæki, sem voru þannig úr
garði gerð að rekstur þeirra var vel
viðráðanlegur.
Árið 1988 var ráðist í að kaupa
250 MHz FT-NMR tæki af gerðinni
Bruker AC, framleitt í Þýskalandi.
í mars 1989 var það sett upp á
Raunvísindastofnun og tekið í notk-
un. Tækið byggir á ofurleiðandi
segli sem kældur er með fljótandi
helíum og má nefna að styrkur seg-
ulsviðsins er 60 þúsund sinnum
meiri en segulsvið jarðar. Tækið
kostaði 650 þúsund þýsk mörk, eða
sem svarar 22,7 mijljónum á núver-