Morgunblaðið - 12.01.1992, Page 23

Morgunblaðið - 12.01.1992, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ IVIIIMIMIIMU AK SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1992 Guðrún M. Brands dóttir — Minning' Fædd 12. júlí 1908 Dáin 31. desember 1991 Tengdamóðir mín, mæt og mikil kona, kvaddi þennan heim á síðasta degi fyrri árs, eftir stutta en stranga legu. Ég sem þetta skrifa vil með fátæklegum orðum kveðja þennan vin sem ég tel hafa verið mína mestu gæfu að hafa kynnst, og notið vináttu hennar í áratugi. Guðrún Magnúsína var fædd á Onundarhorni undir Austur-Eyja- fjöllum, dóttir hjónanna Brands Ingimundarsonar og Jóhönnu Jóns- dóttur. Er Brandur og Jóhann kynntust höfðu þau misst maka sína og áttu samtals tíu börn frá fyrra hjónabandi. Saman eignuðust þau þijú börn og að auki ólu þau upp fósturdóttur Öldu Jóhannsdóttur en Alda er ein á lífi af þessum stóra og föngulega hópi barna þeirra hjóna, en Guðrún var síðust af systkinahópnum til að kveðja þenn- an heim. Guðrún fluttist ung að árum til Reykjavíkur og bjó þar ætíð síðan, hún giftist 1937 Ólafi Stéfánssyni og átti með honum tvær dætur, en þær era: Svava, gift Þorkeli Krist- inssyni og eiga þau þijú börn og tvö barnaböm. Bima Sigríður, gift Gunnlaugi B. Daníelssyni og eiga Fáein síðbúin minningarqrð um elskulega æskuvinkonu mína Gurrý, eins og hún var kölluð. Hún var ákaflega sterkur persónuleiki, kímnigáfan alveg sérstök, hún sá alltaf manna fyrst spaugilegu hlið- amar á málunum, alltaf var það þó græskulaust gaman. Hún var mjög vel greind og ákaflega trygglynd. Við kynntumst á sjúkrahúsi fyrir rúmum 40 árum. Ég minnist þess þegar ég sá hana fyrst, þá svona unga hvað mér þótti hún hugguleg, há og beinvaxin. Elskuleg vinkona mín. Ekki datt mér í hug að það yrði í síðasta sinn sem ég heyrði í henni er hún hringdi í mig fjórum dögum fyrir andlátið, svo hress að vanda og sagði mér að hún væri búin að sauma jóla- kjóla á tvö barnabörn og væri langt komin með húfur og vettlinga á litlu elskulegu ömmubörnin. Gurrý var tvígift. Mjög ung giftist hún Vig- fúsi Sólberg Vigfússyni. Þau eign- uðust tvær dætur. Þær heita Jónína og Lára Emilía. Lára eignaðist eina dóttur sem ólst upp að mestu hjá ömmu sinni. Gurrý og Sólberg slitu samvistir. 12. febrúar 1961 giftist Gurrý Frið- sími689120 Við erum fiutt f Fákafen 11 Opið 9-22 alla daga þau eitt barn og eitt barnabarn. Guðrún og Ólafur slitu samvistir eftir fimm ára hjónaband. Nokkrum áram síðar giftist Guðrún seinni manni sínum, Einari J. Karlssyni, og átti með honum eina dóttur, Kristínu Björgu, en hún er gift Ágústi ísijörð og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Seinni mað- ur Guðrúnar lést fyrir fímm árum, en Guðrún brá ekki búi, en bjó ein þar til sjúkdómur sá er leiddi hana til dauða lagði hana í rúmið fyrir tveim mánuðum síðan. Þessa tvo mánuði dvaldi hún á Landakotsspít- ala, og naut þar frábærrar umönn- unar lækna og hjúkrunarfólks, ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar senda þessu góða fólki þakkir okkar allra. Guðrún var einstakur persónu- leiki, sem ■ til dæmis kom fram í tryggð hennar við tengdafólk sitt frá fyrra hjónabandi, en þau tengsl slitnuðu aldrei, enda má segja að flest það fólk hafi borið hana á höndum sér, og skal því sérstaklega þökkuð sú tryggð. Þess ber að geta að fyrrum mágur Guðrúnar, Jón, og kona hans, Sigríður, sem var bróðurdóttir hennar, sýndu henni einstaka umhyggju alla tíð. Annað í fari Guðrúnar var kímn- in. Sá sem þetta ritar sat oft og hlustaði á sögur hennar af kynleg- jóni Jónssyni, skipstjóra frá Hellis- sandi. Þau eignuðust þrjú börn. Þau heita Svanur Karl, Signý Rut og Friðjón Rúnar. Gurrý ag Friðjón bjuggu allan sinn búskap á Hellis- sandi og er mér ekki kunnugt um annað en hann hafi reynst Jónínu og Láru, dætrum hennar, vel. Gurrý þótti innilega vænt um manninn sinn. Friðjón var harðduglegur maður og sá vel fyrir sínu fólki. Þau fóru mikið til útlanda saman og hún kom upp dubbuð til baka. Svo ég get ekíri annað séð en hann hafi verið eftirlátur og góður eiginmaður og faðir. En því miður endaði sambúð þeirra sorglega fyrir þremur, fjórum árum. Ég kveð vinkonu mína með söknuði og þakka henni allar okkar gleðistundir sem við áttum saman. Alsystkini átti hún tvö, Valdísi og Þorkel. Við höfum nú misst Gurrý en minningin um góða vinkonu er mér ljóslifandi minning sem aldrei verður frá mér tekin. Ég vil þakka Guði fyrir þær ljúfu stundir sem ég átti með henni og bið hann að gæta hennar. Megi algóður Guð styrkja börnin hennar, tengdabörn og bamabörn, systkini og aðra ættingja og vini í sorginni og áfram á lífsleið- inni. Þuríður Jóhannesdóttir £ um kvistum frá uppeldisárunum undir Eyjafjöllunum. Einna best tókst henni upp þegar þær sátu saman, hún og uppeldissystirin Alda, og rifjuðu upp löngu iiðin at- vik úr æsku þeirra, og ekki síður frá seinni tíð, en Guðrún var þeim eiginleika gædd að sjá ávallt það skrýtna og skemmtilega í fari fólks og í atvikum líðandi stundar, aldrei var ég þó var við að nún notaði þennan hæfileika til annars en græskulausrar kímni. Guðrún var stórbrotin kona á marga vegu, hún flaggaði ekki til- finningum sínum fyrir ókunna, en var hlý sínum nánustu, hlutirnir hétu ávallt sínum réttu nöfnum í hennar munni og fór enginn í graf- götur með hvaða álit hún hafði á mönnum og málefnum líðandi stundar. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar þakka Guðrúnu fyrir samfylgdina, og ekki síst fölskva- lausa vináttu í minn garð. Ég veit að dætur hennar kveðja hana með miklum trega, og söknuður þeirra er sár. Megi góður Guð styrkja þær í sorg þeirra en huggun þeirra er minningin um góða móður, og von um að einhvern tíma muni koma að endurfundum. Guð blessi minningu Guðrúnar. Gunnlaugur B. Daníelsson. Kveðjuorð til elsku ömmu, með þakklæti fyrir allt. Minningar streyma - fá að vera hjá ömmu og afa um helgar, fara með skólabækurnar og lesa fyrir þau aftur og aftur úr „Gagn og gaman“. Ekki var sparað hrósið. Er árin liðu fóru helgargistingum fækkandi, en alltaf var komið við hjá ömmu og afa. Þegar ég eignað- ist dætur mínar fylgdust þau með okkur og ósköp var notalegt að finna alla þá væntumþykju og áhuga sem þau sýndu. Amma hélt heimili eftir lát afa, en hann lést 1986. Amma var mjög skemmtileg og félagslynd, sem best sést á því hve góða vini hún hefur alla tíð átt. Sl. haust fluttist fjölskylda mín heim eftir tveggja ára búsetu í Svíþjóð. Þótti okkur gott að vera komin heim og geta notið samvista við ömmu síðustu mánuðina. Hennar verður sárt saknað af fjölskyldunni. Kveðja. Guðrún. t Móðir mín, UNNUR HELGADÓTTIR KIMMEL, lést af slysförum 9. janúar sl. Fyrir hönd vandamanna, Helgi Óskarsson. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu, kærleika og heim- sóknir við andlát og útför sonar okkar og bróður, SVANBERGS JÓHANNSSONAR, Mánagötu 21, Reyðarfirði. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðjónsdóttir, Þórir Stefánsson, Óskar Jóhannsson, Stefán Viðar Þórisson. Guðrún Samúels- dóttír - Kveðjuorð Fædd 3. september 1933 Dáin 20. nóvember 1991 23 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi bankafulltrúi, Bakkagerði 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Moritz W. Sigurðsson, Gylfi Guðmundsson, Indíana Sigfúsdóttir, Hákon Guðmundsson, Gróa Margrét Jónsdóttir, Guðrún Ásta Guðmundsdóttir, Joseph Sablow, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR J. SÍMONARSON fyrrv. lögregluþjónn, Álftamýri 75, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 15.00. Kristín Auðunsdóttir, Vilhelmína Ólafsdóttir, Björn Ævar Steinarrsson, Pétur Ólafsson, Margrét Hilmarsdóttir, . Símon Ólafsson, Guðrún Sch. Thorsteinsson, Magnús Ólafsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BIRGIR GUÐJÓNSSON brunavörður, Hjallabrekku 28, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Ásta Þórarinsdóttir, Guðjón Birgisson, Helga Karlsdóttir, Guðbjörn Þór Pálsson, Inger Bernefeld og barnabörn. t Útför elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR, Klettahrauni 3, Hafnarfirði, verður gerð frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 14. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn- ast hennar, er bent á líknarfélög. Gunnlaugur J. Ingason, Guðrún Ásbjörnsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson, Ingi Gunnlaugsson, Gunnlaugur H. Gunnlaugsson, Halldór Gunnlaugsson, Þorsteinn Gunnlaugsson, Guðrún I. Gunnlaugsdóttir, Auður Leifsdóttir, Erla Eyjólfsdóttir, Hrund Eðvarsdóttir, og barnabörn. Sigriður Lárusdóttir, Ingi M. Ljótsson t Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNGRÍMS BJARNASONAR fv. aðalfulltrúa, Byggðavegi 84, Akureyri. Sérstakar þakkir til Kaupfélags Eyfirðinga. Ásta Friðriksdóttir, Stefán Arngrímsson, Kristbjörg Héðinsdóttir, Ólöf Stefanía Arngrímsdóttir, Baldvin Jónsson, Guðríður Þórhallsdóttir, Hallgrimur Jónsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐLAUGAR INGIBJARGAR AÐALSTEINSDÓTTUR, frá Vaðbrekku, Þiljuvöllum 28, Neskaupstað. Kolbeinn Ingi Arason, Stefanía María Aradóttir, Ragnhildur Steina Aradóttir, Bergþóra Aradóttir, Hrefna Aradóttir, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.