Morgunblaðið - 07.02.1992, Síða 15

Morgunblaðið - 07.02.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992 15 ' ' ^ Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Frá undirritun sanmings um Fjölbrautaskóla Vesturlands f.v. Þórir Ólafsson skólameistari í ræðustól, Einar Óli Petersen oddviti Álftaneshrepps á Mýrum, Gísli Gíslason bæjarsljóri á Akranesi, Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra og Eiríkur Guðmundsson aðstoðarskólameistari. ingu sem framhaldsdeildir skólans hafa fyrir stað eins og Stykkis- hólm. Að lokinni undirskrift óskaði menntamálaráðherra Vestlending- um ti! hamingju með samninginn og hina nýju þjónustubyggingu skólans. Kom fram í máli hans að tekist hefði að tryggja ijármagn til að greiða fyrir rekstur bygg- ingarinnar á árinu en það fékkst ekki við afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Aðrir sem ávörp fluttu við þetta tækifæri voru Guðjón Ingi Stefánsson frá samtökum sveitar- félaga á Vesturlandi, Ólafur Ás- geirsson fyrrum skólameistari, Alexander Stefánsson fyrrum ráð- herra og Valgarður Jónsson for- maður nemendafélags skólans sem lýsti yfir ánægju með hina nýju aðstöðu og færði skólanum blóma- skreytingu frá nemendum í tilefni dagsins. I lokin talaði Sturla Böðvarsson alþingismaður og flutti kveðjur frá þingmönnum Vesturlands. Lagði hann áherslu á að samstaða Vest- lendinga um framhaldsnámið hafi skilað þeim miklum árangri. Skólanum bárust fjölmargar kveðjur og gjafír, m.a. mjög veg- legar klukkur frá Guðmundi Hannah úrsmið á Akranesi. Um 300 manns voru viðstaddir þessa athöfn og þáðu í lokin veitingar í boði skólans. - J.G.- Doktorsvörn við Háskóla Islands DOKTORSVÖRN við guðfræði- deild Háskóla íslands fer fram laugardaginn 8. febrúar 1992. Séra Arngrímur Jónsson sóknar- prestur í Háteigsprestakalli ver doktorsritgerð sína sem guð- fræðideild hafði áður metið hæfa J til doktorsprófs. Heiti ritgerðar- innar er: Fyrstu handbækur presta á íslandi eftir siðbót. Andmælendur af hálfu guðfræði- deildar verða dr. Hjalti Hugason, dósent við Kennaraháskóla íslands, og dr. Ólafur Halldórsson, handrita- fræðingur. Prófessor Einar Sigur- björnsson forseti guðfræðideildar stjórnar athöfninni. Doktorsvörnin fer fram í Lög- bergi, stofu 101, og hefst kl. 14.00. Öllum er heimill aðgangur. JOSS Kringlunni 8-12, sími 689150 Fjölbrautaskóli Vesturlands; Nýr samningur undirritaður UNDmRITAÐUR hefur verið nýr samningur um Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi en að honum standa 32 sveitar- félög á Vesturlandi og ríkissjóð- ur. Samninginn undirrituðu menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, og fulltrúar sveitar- félaganna. I samningnum er það staðfest að Fjölbrautaskóli Vesturlands er svæðisskóli. Hann þjónar íbúum alls Vestur- Sveinn Björnsson sýnir í Hafnarborg SVEINN Björnsson listmál- ari opnaði málverkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnafjarðar, laugardaginn 1. febrúar sl. A sýningunni er málverk við ljóð Matthíasar Johannessen, Sálmar á atómöld. Þessi ljóða- flokkur Matthíasar birtist fyrst í ljóðabókinni Fagur er dalur árið 1966 og endurútgefinn á síðasta ári, aldarfjórðungi síð- ar. í ljóðaflokknum eru 65 sálm- ar og hefur Sveinn Björnsson unnið mynd við hvem þeirra. Myndirnar em unnar í pastel og olíupastel og eru allar mál- aðar á árinu 1990. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18 til 17. febrúar. lands og rekur framhaldsdeildir þar sem eftirspurn er næg og aðrar aðstæður leyfa. Sveitarfé- lögin eiga fulltrúa í fulltrúaráði sem er tengiliður skólans við einstök byggðarlög. Undirritun samningsins fór fram við hátíðlega athöfn 24. jan- •úar sl. í hinum nýja sal þjónustu- byggingar skólans sem tekin var formlega í notkun þennan sama dag. í upphafi athafnarinnar lék Skólahljómsveit Akraness undir stjóm Ándrésar Helgasonar nokk- ur lög. Jón Háldanarson formaður skólanefndar flutti ávarp og rakti þýðingu samningsins. Hann minnti á mikilvægi þess að efla sjálfdæmi einstakra lands- hluta í menntun eigin íbúa og var- aði við því að miða framlög til menntunar við það sem hagkvæm- ast getur orðið á höfuðborg- arsvæðinu. Slíkur spamaður birtist í andstöðu sinni þegar lengra líður. Áður en undirritun fór fram ávarpaði Ólafur Sverrisson, bæjar- stjóri Stykkishóms viðstadda og lýsti mikilvægi samstarfsins fyrir byggðina á Vesturlandi og þá þýð- N FIAT - TILBOÐ UNO 45 Tilboðsverð 580.000 UNO ÁRGERÐ 1992 Ath.: Takmarkað magn UNO 45S 3d. Tilboðsverð 010.000 UNO 455 5d. Tilboðsverð 635.000 Skeifunni 17 - Sími 688850

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.