Morgunblaðið - 08.02.1992, Page 4

Morgunblaðið - 08.02.1992, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 Endurskoða þarf mál- ið frá báðum hliðum - segir Sólveig Pétursdóttir varaformaður Tryggingaráðs um nýjan hjálpartækjalista Á FUNDI Tryggingaráðs í gær var samþykkt að boða formenn Stóma- samtakanna, Samtaka sykursjúkra og Samhjálpar kvenna á fund með Tryggingaráði til viðræðna um breytta þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostnaði vegna hjálpartækja. Bókun fundarins var gerð sam- kvæmt tillögum varaformanns Tryggingaráðs, Sólveigar Pétursdóttur. Ennfremur var ákveðið að fela lögfræðingi Tryggingaráðs að gera greinargerð um gildi skírteina, sem fela í sér innkaupaheimild fyrir hjálpartækjum, og ákvarðana sem breyta kostnaðarþátttöku sjúklinga. Á fundi lO.janúar síðastliðinn Samhjálpar kvenna varðandi erindi samþykkti Tryggingaráð samkvæmt almannatryggingalögum nýjan hjálpartækjalista, þar sem gerðar voru breytingar í þeim tilgangi að ná fram um 100 milljóna króna sparnaði í útgjöldum samkvæmt fjár- lögum. Jafnframt var samþykkt heimild til að leita útboða vegna þeirra hjálpartækja þar sem ætla mætti að hagkvæmari kjör næðust. Einnig var rætt um að ef upp kæmu sérstök vandamál varðandi breytta kostnaðarþátttöku sjúklinga væri rétt að endurskoða þær reglur. Því var í gær, að sögn Sólveigar Pétursdóttur, ákveðið að boða til fundar með formönnum Stómasam- takanna, Samtaka sykursjúkra og VEÐUR þeirra vegna breyttrar þátttöku Tryggingastofnunar ríkisins í kostn- aði vegna hjálpartækja. Sólveig segir að endurskoða þurfi málið frá báðum hliðum og þess vegna hafi þessi fundur verið ákveð- inn. „Það er þannig ljóst að ná þarf fram þessum niðurskurði samkvæmt fjárlögum en hugsanlega er hægt að milda eitthvað þær ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar, í þeim einstöku tilvikum þar sem kostnaður sjúklinga virðist of mikill. Það er að sjálfsögðu matsatriði og því þarf að skoða þessi mál nánar, en ef til vill gætu útboð horft til aukins spamað- ar,“ segir Sólveig. MorgunblaðiðVJón Páil Ásgeirsson Akkeri bjargað af hafsbotni Kafarar Landhelgisgæslunnar á varðskipinu Óðni náðu á dögunum upp akkeri Mánafoss sem það hafði tapað á Djúpavogi. Akkerið vegur hátt á þriðja tonn og var híft um borð í Óðin. Kafararnir sem unnu verkið heita Gunnar Ö. Arnarson og Þorsteinn Andrésson. VEÐURHORFUR I DAG, 8. FEBRUAR YFIRLIT: Yfir norðanverðu landinu er minnkandi lægðardrag en yfir Grænlandi er 1010 mb hæð. Um 500 km suðsuðaustur af Hvarfi er vaxandi 958 mb lægð á leið norðnorðaustur. SPÁ: Allhvöss sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands, en úrkomulítið á norðausturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg norðaustanátt með éljum vestan- lands en hægviðri og úrkomulaust eða úrkomulítið í Öðrum lands- hlutum. Frost 1 til 4 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Allhvöss eða hvöss norðanátt, úrkomulít- ið eða úrkomulaust sunnanlands en él í öðrum landshlutum. Frost 4 til 6 stig. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o & Á 'Á m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.. f f f * / * * * * • X * 10° Hitastig f f f f f * f f * f * * * * * V V V v Súld J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka S FÆRÐ A VEGUM: Á noröanverðum Vestfjörðum er orðið fært á milli Bolungarvíkur og Súðavfkur en ófært um Botns- og Breiðadalsheiðar og einnig er ófært um Djúpveg frá Ísafírði til Hólmavikur. Á mogun stendur til að opna Botns- og Breiðadalsheíðar ásamt Djúpvegi. Að öðru ieyti er færð góð á landinu. Vegagerðin kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +2 snjóél Reykjavik +1 skýjað Bergen 7 rigning Helsinki 0 siils Kaupmannahöt fn 7 skýjað Narssarssuaq 22 heiðskírt Nuuk -15 snjókoma Ostó 0 alskýjað Stokkhólmur 1 þokumóða Þórshöfn 8 skýjað Algarve 17 helðskírt Amsterdam skýjað Barcelona 13 mistur Bertín Chicago 8 t-1 þokumóða alskýjað Feneyjar Frankfurt 2 vantar þokumóða Glasgow 8 súid Hamborg wm mistur London 8 skýjað LosAngetes 14 rigning Lúxemborg 8 hálfskýjað Madrid 11 heiðskirt Malaga léttskýjað Matlorca 15 léttskýjað Montreal ♦10 alskýjað NewYork +2 alskýjað Orlando 8 alskýjað París 3 þokaígrennd Madeira vantar Róm 16 þokumóða Vín 8 skúrá s. klst. Washington *1 skýjað Winnípeg *13 skýjað Mikið fannfergi og- ófærð við Djúp Fjöldi snjóflóða hefur fallið á vegi ísafirði. MIKIL snjókoma hefur verið við Djúp síðustu daga. Flutningabíll keyrði inn í snjóflóð á Óshlíð snemma á fimmtudegi og strætisvagn tepptist vegna flóða á Eyrarhlíð milli ísajarðar og Hnífsdals. Eftir snjólausan janúar helltist snjórinn hreinlega yfír ísfírðinga á miðvikudag og fimmtudag. Um eins metra jafnfallinn snjór er á götum og hefur gengið erfíðlega að halda samgönguæðum opnum. Snjókoman var frá Bolungarvík og inn að Hvíta- nesi við Skötufjörð, en þar innaf rigndi. Flutningabíll frá Bolungarvík keyrði inn í snjóflóð á Óshlíð árdegis á fimmtudag. Ókumaðurinn gat látið vita um farsíma, en komst sjálfur út um glugga. Vegagerðarmenn náðu bílnum úr flóðinu, en ekki var reynt að opna veginn og var hann lokaður til hádegis í gær, föstudag. Strætisvagn lokaðist úti í Hnífsdal síðdegis á fimmtudag þegar snjóflóð féll á veginn um Eyrarhlíð. Vega- gerðin hélt þeim vegi opnum fram að kvöldmat, en þá lokaði lögreglan honum vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féllu líka á Súðavíkurhlíð en hún var opnuð á föstudag. Hætt var við að ryðja veginn um Breiða- dals- og Botnsheiðar vegna veðurs í gær en athuga átti með snjómokstur í dag ef veður leyfði. Ekki tókst að ryðja veginn frá Súðavík inn í Djúp í gær vegna fannfergis, en reiknað var með í gærkvöldi að sá vegur yrði fær í dag, þar sem snjólaust er í inndjúpinu og lítill snjór á Stein- grímsfjarðarheiði. Ef að líkum lætur munu ísfirðing- ar nota helgina til skíðaiðkana, þar sem hvergi sér nú í dökkan díl í paradís skíðamanna á Seljalandsdal. Úlfar ------» ♦ ♦---- Gæsluvarðhald framlengt SAKADÓMUR Reykjavíkur fram- lengdi í gær til næstkomandi föstudags gæsluvarðhald manns- ins sem grunaður er um að hafa lagt eld að húsi Klúbbsins við Borgartún aðfaranótt mánudags. Maðurinn kærði úrskurð þennan til Hæstaréttar. Rannsóknarlögregla ríkisins óskar eftir að ná tali af öllum þeim sem komu í húsið að kvöldi síðastliðins sunnudags og einnig af þeim sem voru á ferð í grennd við húsið um eða eftir miðnætti. ^ \ Séra Arelíus Níels- son erlátinn SÉRA Árelíus Níelsson er látinn, 81 árs að aldri. Hann fæddist í Flatey á Breiðafirði 7. septem- ber árið 1910. Arelíus tók kennarapróf árið 1932, stúdentspróf árið 1937 og lokapróf í guðfræði árið 1940. Ungur stundaði hann kennslustörf en var settur sóknarprestur í Háls- prestakalli 6. júní 1940. Þá var hann prestur í Staðarprestakalli, á Eyrarbakka og Stokkseyri, og í Langholtsprestakalli. Eftir hann liggur fjöldi fræðirita og kennslu- bóka. Má þar nefna Kristin fræði, Lesbók handa framhaldsskólum, Sögu barnaskólans á Eyrarbakka og Leiðarljós við kristilegt uppeldi. Árelíus kvæntist Ingibjörgu Þórðardóttur 2. maí 1940. Hún lést árið 1978. Þau áttu 5 börn en eitt þeirra dó ungt. Þá áttu þau einn uppeldisson. Árelíus Níelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.