Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLADIB LAUGARDAGUR H, FEBRUAR iU«V4'/ 9* Losið ykkur við vöðvabolgu og steitu Nuddstola Þotbjóms ísgeirssoiar, Bugðulæk 11, sími 91-677930, býður fram þjónustu sína með ýmsum árangursríkum nuddtegundum eftir því sem við á. Félagsmaður í Félagi íslenskra nuddara Þorbjörn Ásgeirsson, nuddfræóingur DAGUR I dag ki. 10-16 b/óðum við uppá heitt kakó og sýnishorn af > ( g/æsi/egum ^ innré ttingum frá HTH. HARÐVIÐARVAL HF. Krókhálsi 4,110 Rvík. Sími 671010 ÍSLENSKT SJÓNARHORN VAIGEWOR BJARNAOO Mun EB taka Albaníu fram yfir ísland? Samvinna þjóða er olar- lega á baugi hér í Brusscl þar sem baeði eru höfuöslöðvar Fvrópubandalagsins og NATO. Á þeim rúmu fimm ár- um. sem ég hef búiö hér. hafa orðið meiri breytingar á starf- semi þessara bandalaga en nokkurn hefðí órað fyrir. Fyrir fimm árum fóru sírenur í gang ef austantjaldsmaður kom f 5 km radíus við höfuð- við efnahag sænskra ná- granna sinna og miðuðu við „Þcið er athyglisvert að í umfjöllun um samskipti við ríki utan bandalagsins tala talsmenn EB alltaf fyrst um samskiptin við löndin í Mið- osj Austur-Evrópu oí> síðan urn ar Rómarsamningsins. Evr- ópudómstóllinn. komust a.m.k. að þeirri niðurstöðu að embasttismenn og stjórn- málamenn hefðu samið um meira en þeir höfðu umboð til samkvæmt þeim mark- miðum og reglum sem stjórn- málamenn höfðu sett sér og embættismönnum að starfa eftir. við i hópi þjóða sem vilja sér- samninga við bandalagið en órugglega ekki i forgangsröð. Það er athyglisvert að í um- fjöllun um samskipti við ríki utan bandalagsins tala tals- menn EB alltaf fyrst um sam- skiptin við lóndin i Mið- og Austur-Evrópu og síðan um Evrópskt efnahagssvæði. þótt samningurinn sé sá jjtærst^uMlóknash^emJ^ Viðskiptakjörin við umheiminn Við íslendingar seljum úr landi stærri hluta framleiðslu okkar en flestar aðrac þjóðir. Við flytjum og óvenju hátt hlutfall af lífsnauð- synjum okkar, svonefndum, inn frá útlöndum. Þar af leiðir að við- skiptakjörin við umheiminn vega mjög þungt í lífskjörum okkar. Staksteinar staldra í dag við grein Valgerðar Bjarnadóttur um ísland og Evrópumarkaðinn. Gjörbreytt Evrópa Vafgerður Bjarnadótt- ir segir í grein í Press- unni: „Samvinna þjóða er ofarlega á baugi hér í Brussel þar sem eru bæði höfuðstöðvar Evrópu- bandalagsins og NATO. Á þeim rúmu fimm árum, sem ég hefi búið hér, hafa orðið meiri breyt- ingar á starfsemi þessara bandalaga en nokkurn hefði órað fyrir. Fyrir fiinm ái"um fóru sírenur í gang, ef austantjalds- maður kom í 5 km radius við höfuðstöðvar NATO; nú lætur enginn sér bregða þegar Havel, Wafesa eða utanríkisráð- herra Rússlands koma í heimsókn þar á bæ. Evrópubandalagið var þá að ýta úr höfn áætlun um innri markaðinn, sem á að taka gildi 1. janúar 1993. Sá sem þá hefði spáð því að Svíar mundu sækja um aðild að EB árið 1991 hefði verið tal- inn liafa hclst til auðugt ímyndunarafl, og vart þess virði að eyða mikl- um tíma í samræður við hann., Efnahagslegur ábati samstarfs þjóða Evrópu- bandalagsins og vænt- ingar um árangur innri markaðarins eru hins vegar slík, að Svíar telja sig ekki geta staðið utan þessa samstarfs öllu lengur. Um landa sína sagði finnskur kunningi minn, að kæmust þeir ekki að sömu niðurstöðu væri það jafngilt því að þeir hættu að miða efna- hag sinn við efnahag sænskra nági anna sinna og miðuðu við Pólverja í staðinn." „Kannski svo- lítið til í sam- líkingimni“ Valgerður segir áfram: „Þegar viðræður hóf- ust um Evrópskt efna- . hagssvæði líktu suniir | afstöðu EFTA-þjóðanna við köttinn, hundinn og svínið í sögunni um Litlu gulu hænuna, sem hvorki nenntu né vildu baka brauðið en hinsvegar ólm éta það. Kannski var svo- lítið til í þeirri samlík- ingu. Varðhundar Róm- arsamningsins, Evrópu- dómstóllinn, komust a.m.k. að þeirri niður- stöðu, að embættismenn og stjómmálamenn hefðu samið um meira en þeir höfðu umboð til, samkvæmt þeiin inarkin- iðum og reglum sem stjómmálamenn höfðu sett sér og embættis- mönnum að starfa eftir.“ „Tap Islend- inga verður mest“ Síðan segir Valgerður: „Ljóst er að enginn mun vinna fullnaðarsig- ur; nú er reynt til þraut- ar að finna málamiðiun, sem allir geta unað við. Takist slík málainiðlun ekki held ég að tap ís- lendinga verði mest. Aðr- ar EFTA-þjóðir verða að ölhim líkindum orðnar aðilar að Evrópubanda- laginu innan fárra ára. Ef við stöndum ein eftir í EES verður væntanlega talið að við eigum rétt á hagstæðum samningi við bandalagið. Ef EES verð- ur ekki að veruleika þá verðum við í hópi þjóða sem vilja sérsamninga við bandalagið en örugg- lega ekki í forgangsröð. Það er athyglisvert að í umfjöllun um samskipti við ríki utan bandalags- ins tala talsmenn EB allt- af fyrst um samskiptin við löndin í Mið- og Austur-Evrópu og síðan um Evrópskt efnahags- svæði, þótt samningurinn sé sá stærsti og flóknasti sem EB hefur gert við þriðju ríki eins og það er kallað. Komi til þess að við verðum ein efna- hagslega stöndugra þjóða í Evrópu utan EB þá held ég varla sé vafi á að menn telji t.d. Eyst- rasaltsríkin og jafnvel Albaníu eiga meiri „kröfu“ eða „rétt“ á sér- samningum við banda- lagið en okkur.“ 76,4% útflutn- ings - 66,0% innfltnings Menn hafa mismun- andi afstöðu til EES- aðildai- og geta fært nokkur rök bæði með og á móti slíkri aðild. Stað- reynd er engu að síður að 76,4% útflutnings okk- ar árið 1990 fór til EB- EFTA-landa og 60,0% innflutnings það ár kom frá sömu ríkjum. Sjálfgefið er að styrkja viðskiptastöðu okkar hvarvetna, m.a. í Amer- íku og Austur-Asíu, en langstærstu viðskipta- hagsmunir okkar eru i Evrópu. Söguleg, menn- ingarleg og hugmynda- fræðileg tengsl okkar við Evrópuríkin eru og mikil og sterk. Það er því for- vitnilegt og mikilvægt að kynna sér öll skrif og skoðanir uin þessi efni, ekki sízt þegar í hlut eiga aðilar með góða þekk- ingu á málavöxtum. Leiðin til bættra lífs- kjara liggur fyrst og fremst um hagvöxt og verðmætasköpun. Vörð- ur á þeim vegi sjást m.a. í aukinni menntun, þekk- ingu og rannsóknum í þágu atvinnulífs okkar. Sem og aðlögum á starfs- umhverfi atvinnuvega okkar að hliðstæðu hjá þeim þjóðum, sem lengst hafa náð í verðmæta- sköpun á livern vinnandi þegn. Og síðast en ekki sízt í þeim viðskiptakjör- um sem okkur tekst að skapa okkur á ntikilvæg- ustu markaðssvæðum okkar. Háir vextir á verðbréfamarkaði Opið í Kringlunni í dag ci milli kl. 10 og 16. Við bjóðum mikið úrval verðbréfa með háum vöxtum. Sigrún Bjarnadóttir viðskiptafræðingur verður í Kringlunni með upplýsingar og ráðgjöf. Húsbréf...............8,0 - 8,3% Spariskírteini........7,9 - 8,0% F éfangsbréf..........10,0% Kj arabréf............8,3%* Markbréf..............8,7%* Tekjubréf.............8,1%* Skyndibréf............6,8%* Skuldabréf traustra bæjarsjóða............9,2 - 9,5% Erlend verðbréf. Mikið úrval hlutabréfa. * Ávöxtun miðast viö janúar 1992. <Bf VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KBINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.