Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 Það er ekki vegið að velferðarkerfinu eftirEinarK. Guðfinnsson Mikil áföll hafa dunið yfir ís- lenska þjóðarbúið á undanförnum árum. Tímabilið frá árinu 1987 hefur verið sífelldur tími samdráttar og tekjutaps. Ef við berum okkur saman við aðrar iðnvæddar þjóðir er ljóst að okkur hefur gengið miklu verr. Og afleiðingin er ósköp ein- föld. Við höfum úr miklu minna að spila nú, en fyrir fimm árum. Að þeim veruleika verðum við öll að laga okkur. — Einnig hið opinbera. Sú stefna sem birtist í fjárlögum íslenska ríkisins fyrir þetta ár, markast af þessu. Tekjur íslensku þjóðarinnar hafa dregist saman. Þess vegna fær ríkið að óbreyttum skattalögum minna fé til ráðstöfun- ar. Þar af leiðir að við þurfum að lága útgjöld hins opinbera að þess- ari bitru staðreynd. Mikið ramakvein hefur verið rek- ið upp vegna aðgerða ríkisstjómar- innar. Það er nánast sama hvert litið er. Fæstir una við sinn hlut. Nær allir telja að sérstaða sín sé slík að niðurskurðurinn eigi að bitna einvers staðar annars staðar. Og hæst í öllum þessum hávaða gnæf- ir sú rödd sem segir að nú sé vegið að velferðarkerfínu íslenska. Það sé verið að draga okkur ómælda áratugi aftur í tímann og þar fram eftir götunum. Frá því að ég man eftir mér hafa viðbrögð í þessa veru heyrst í hvert sinn sem menn hafa freistað þess að stöðva það vélgengi hækkana opinberra útgjalda sem orðið hefur hér á landi, ejns og víðast hvar annars staðar. I hvert eitt sinn sem menn hafa reynt að leggja í það að stöðva útgjaldahækkanir hefur Hárprýði sériiæfir sig í herraiiárkollum og herrahártoppum. Fjölbreytt lifoúrval. Persónuleg þjónusta. Verið velkomin - Sjóumsf Hár;x. (Ðpryði V ^/FATAPRÝÐI BORGARKRINGLUNNI, 1. HÆÐ, SÍMI 32347 verið hrópað: Velferðarkerfið er í hættu! Það er ráðist á lítilmagnann! — Nú er engin undantekning þar á. En hyggjum aðeins nánar að. Velferð á veikum grunni Ekkert velferðarkerfí fær staðist nema að það standi á traustum grunni. Grunni hagvaxtar og auk- innar þjóðarframleiðslu. Grunni raunverulegrar verðmætasköpunar. Vonandi geta allir verið sammála um það. Stóraukin lánsfjárþörf hins opin- bera á síðustu árum sýnir hversu veikur sá grunnur er sem hið ís- lenska velferðarkerfí hefur byggst á. Með því að skapa atvinnulífínu nýtt svigrúm, með lægri vöxtum og stöðugu verðlagi er hafíst handa við að styrkja þessar undirstöður og efla nýja framfarasókn í landinu. Nauðsynlegur þáttur í þessu end- urreisnarstarfi er að taka ríkisfjár- málin föstum tökum. Draga úr hall- arekstri ríkissjóðs, hamla sókn opin- berra aðila inn á lánamarkaðinn og lækka þannig vextina. OECD hefur sýnt fram á að sá vandi sem við er að glíma í ríkisfjár- málum hér á landi sé vegna þess hversu mjög útgjöld hins opinbera hafa vaxið. Tekjur ríkisins hafa sannanlega aukist nær látlaust, en það hefur ekki dugað til, vegna þess að útgjöldin hafa aukist ennþá hraðar. Meginástæðan er sú, segir hin viðurkennda alþjóðlega stofnun, að útgjöld af félagslegum toga, (social expenditure) jukust úr því að vera 14 prósent af vergri þjóðar- framleiðslu árið 1982 í það að vera 17,5% árið 1990. Útgjaldaaukningin stöðvuð — annað ekki Þannig sjáum við að ef ætlunin er að takast á við útgjaldavanda hins opinbera þurfum við að hyggja að þeim þáttum þjóðarbúskaparar- ins sem við kjósum að kalla velferð- armál. Það sem nú er verið að gera í þeim efnum er vitaskuld ekki árás á velferðarkerfið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér er ljóst, að útgjöld þessa árs tii málaflokka menntamálaráðuneytis- ins og heilbrigðis- og tryggingamál- aráðuneytisins verða ef eitthvað er hærri að raungildi á þessu ári en þau voru árið 1990. Og ef við tökum sértekjurnar með inn í dæmið, er útkoman sú að þessir málaflokkar hafa úr að spila enn hærri upphæð nú en árið 1990, reiknað á föstu verðlagi fjárlaga fyrir þetta ár. Hvað með skólakerfið? Ég hef ennfremur látið taka sam- an fyrir mig upplýsingar um út- gjöld til þriggja meginþátta menntakerfísins í landinu, Háskóla íslands, framhaldsskólanna og grunnskólanna á síðustu árum. Og enn verða borin saman árin 1990 og fjárlögin fyrir yfirstandandi ár. Ástæðan fyrir því að ég vel árið 1990 til samanburðar, er sú að sam- anburður við fyrri ár er misvísandi vegna annarra reglna sem giltu um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- Iaga fyrir þann tíma og hafa einkum áhrif á grunnskólaþáttinn. Enn kemur niðurstaðan á óvart Einar K. Guðfinnsson „Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem ég hef aflað mér er ljóst, að útgjöld þessa árs til málaflokka mennta- málaráðuneytisins og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins verða ef eitthvað er hærri að raungildi á þessu ári en þau voru árið 1990.“ Framlög á hvern grunnskólanema Fjöldi Framl. á verðl Framl. á Framl. nema hvers árs verðl. jan. 92 pr. nema 1990 42.875 4.499.583 5.174.682 121 1991 42.700 4.984.540 5.341.293 125 1992 42.817 5.122.112 5.122.112 120 Ath. Fjöldi nema miðast við alm. grunnskóia + sérskóla fyrir börn og unglinga (hæfinga- skóla) fjöldi nema 1990 miðast við skólaárið 1989-90 o.s.frv. Heildarframlög eru fjárlaganúm- er 02-700 — 0233 799 framreikn. með framfærsluvísitölu í tölum 1992 eru 118.612 kr. af 02-950. Tölur í þús. í ljósi þeirrar hávaðasömu umræðu sem hefur orðið upp á síðkastið. Samkvæmt þessum upplýsingum sem ég hef hér undir höndum sýn- ist blasa við að við munum veita til þessarara þriggja höfuðþátta menntakerfísins álíka upphæð árið 1992 og við gerðum árið 1990 eða um 10,3 milljörðum króna. Kostnaður á hvern grunn- skólanema sá sami og árið 1990 Kennarasamband íslands hefur upp á síðkastið dreift gögnum sem eiga að sýna afleiðingar fjárlaganna fyrir starf grunnskólanna í landinu. Þessu hefur líka verið fylgt eftir TIMIUPPGJORA eftir Vestarr Lúðvíksson Þessa dagana berast okkskatt- framtalseyðublöð fyrir árið 1992. Ef til vill ekki það skemmtileg- asta sem mönnum er ætlað að glíma við, samt sem áður aldargamall sið- ur, í samfélagi siðmenntaðra þjóða! Við reynum að safna saman nauðsynlegum upplýsingum, samt sem áður vill oft eitthvað verða útundan, kannski ekki viljandi, bara hluti af því „stressaða“ lífi, sem fylgir nútímamanninum. Ekki skal því mótmælt að til er fólk sem enn- þá man gömlu góðu dagana, þegar orð var orð og maður var maður, nóg var að treysta útréttri hend- inni, hún var innsigli hvers konar viðskipta manna á meðal. Nú er öldin önnur. Nú er veru- leikinn ógnvænlegri á vissan hátt en áður — ómanneskjulegri, ef ég svo má segja. Maður, sem hélt að hann gæti án efa þætt við sig frekari ábyrgð- um í gær, stendur kannski allslaus í dag. Hvers vegna? Jú, hann taldi sig eiga eignir, sem í versta falli myndu duga, ef eitthvað færi úrskeiðis. En viti menn, þannig er þetta ekki lengur. Hópur manna hér á landi hefur nefnilega fundið sér lifibrauð, í framhaldi af menntun sinni, að orðfall verður!!! Það er nefnilega þannig í dag, „Forsvarsmenn fjár- festingarfélaga standa daglega blóðugir upp fyrir haus við „inn- heimtu“ „skulda“ í formi grófrar eigna- upptöku frá fólkinu í þessu landi. Það er orð- ið svo gróft, að menn nota nú orðið stjórn- málaflokkana opinber- lega í þessum ljóta leik í valdaráni sínu.“ að hvers konar lánastofnanir í formi svokallaðra fjárfestingarfélaga „kaupa “ af fólki „örugg“ skulda- bréf með veði í fasteign. Síðan kem- ur að skuldadögunum en þá hefur kaupmáttur launa rýrnað í skjóli þeirrar óðaverðbólgu sem hér hefur tíðkast lengi. Með bros á vör er manni boðin skuldbreyting: „Komdu bara með nýtt veð vinur. Áttu ekki íbúð eða getur ekki ein- hver lánað þér veð?“ Nei því miður, nú er sá „kvóti“ ekki til lengur. Já, en veðið bak við bréfin er jú marg- falt á við fyrirgreiðsluna — er það ekki?! Nei, því miður — þetta er út á landi, fasteignamat þar er svo lágt að ekki er von um „sölu“ fyrir Vestarr Lúðvíksson „skuldum“. Skelfilegar andvöku- nætur taka þá við. Ýmsar spurning- ar gerast áleitnar; „Hvað á ég að gera?“, Hvernig fer ég að í þessum málum?“ Ekki get ég farið að svíkja vini mína og nánustu sem treystu mér.?“. Svartnættið framundan — eða hvað!!! Lífsbaráttan er hörð í henni ver- öld. Við íslendingar fáum að kynn- ast þessu í dag á grimmari hátt, en elstu menn muna. Áratuga bar- átta fyrir velferðarkerfi og heil- brigðiskerfi komið á hengiflug upp- með fundarherferðum víða í skól- um. Má af þessum gögnum ráða að skólastarfí sé í voða stefnt. Af þessu tilefni er fróðlegt að bera saman framlög ríkisins á hvern grunnskólanema á yfírstandandi ári og undangengnum tveimur árum, samkvæmt upplýsingum sem ég fékk í menntamálaráðuneytinu. Þær sýna nokkuð aðra mynd, en þá sem dregin hefur verið upp í umræðu liðinna daga. Samkvæmt mínum upplýsingum verða framlög ríkisins á hvern grunnskóianema 120 þúsund krónur á þessu árí en voru á sama verðiagi 121 þúsund krónur árið 1990. (Sjá meðfyigjandi töfiu.) Var velferðarríkið í stórhættu í hitteðfyrra? Allt ber þetta semsagt að sama brunni. Þrájtt fyrir gríðarlegan há- vaða um meintan niðurskurð, blasir við að við verðum að veita svipuðu fé til velferðarkerfisins og við gerð- um fyrir tveimur árum. Og vegna þess að þjóðarframleiðslan hefur minnkað sýnist deginum ljósara að á þessu ári fari stærri hluti hennar til velferðarmálanna en árið 1990. Þegar ég nú Iít til baka til ársins 1990, rekur mig ekki minni til að allt hafí verið í uppnámi á sviði velferðarkerfisins í landinu. Að vísu var þá eins og ævinlega, uppi krafa um bættan aðbúnað, hærri laun og nauðsyn aukinna fjárveitinga. En varla geta menn litið til baka og sagt að velferðarkerfið íslenska hafi verið í stórhættu á því herrans ári; eða hvað? Samt sem áður voru útgjöld til hinna svokölluðu velferð- armálaflokka ekkert hærri þá en þeir verða í ár, eins og ég hef sýnt fram á. Niðurstaðan af þessari umfjöllun minni er sú, að það sem núverandi ríkisstjórn hafi gert, sé að stöðva þá sjálfvirku hækkun útgjalda ríkis- ins, sem menn hafa búið við síðustu árin. Þeirrar viðleitni gætir vita- skuld í útgjaldafrekustu málaflokk- unum þ.m.t. í menntamálum og heilbrigðis- og tryggingamálum eins og annars staðar. Mér dettur ekki í hug að halda öðru fram en að það sé erfitt að hrinda slíku í framkvæmd. Ep að fullyrða, eins og gert hefur verið, að þetta sé til- ræði við velferðarkerfið er vitaskuld bara út í hött og stenst ekki eins og hér hefur verið rakið. Höfundur er annar alþingismaður sjálfstæðismanna & Vestfjörðum. gjörs, uppgjörs sem ætlað er að „styrkja" þetta allt saman segja „fróðir“ menn okkur. Er hægt að treysta því? Ég segi nei, því miður. Forsvarsmenn fjárfestingarfélaga standa daglega blóðugir upp fyrir haus við „innheimtu" „skulda“ í formi grófrar eignaupptöku frá fólkinu í þessu landi. Það er orðið svo gróft, að menn nota nú orðið stjórnmálaflokkana opinberlega í þessum ljóta leik í valdaráni sínu. Tilgangurinn er sá að eignast yfir- ráðaréttinn yfir auðlindum og land- kostum íslensku þjóðarinnar. Hvar endar þetta?! Sú stund getur vart verið langt undan að ÁKÆRAN verði birt! Fólk lætur það ekki viðgangast til lengdar að láta „grafa sig lif- andi“!!! Höfundur er fyrrvcrandi bankamaður og trillukarl án krókaleyfis. -------♦ ♦ ♦--------- ■ FUNDUR kennara og full- trúa foreldarfélags í Laugalækj- arskóla haldinn 31. janúar 1992 harmar þá skerðingu fjármagns til skólanna í landinu sem fram kemur í nýsamþykktun fjárlögum, segir í frétt frá félaginu. Hætt er við að svo stórfelld skerðing hindri eðli- lega þróun skólastarfs á næstu árum og takmarki möguleika nem- enda til náms og þroska. Hugmynd- um um fækkun vikulegra kennslu- stunda nemenda og fjölgun í bekkj- ardeildum er harðléga mótmælt. Fundurinn skorar á menntamála- ráðherra að beita sér fyrir því að aflað verði meira ijár til skólahalds svo skólarnir geti sinn uppeldis- og kennslustarfi sem vera ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.