Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 14
14 < > • K> r < 1 a r > < r ■> r . ,-*i < 1 t~ j r*jrr vi'.'T \ r MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 Vátrygginga- starfsemin eftir Gísla Ólafson Síðustu tólf mánuðir hafa verið tíðindamiklir á sviði vátrygginga- starfseminnar hér á landi og fjölm- iðlar fjallað mikið um hana. Um- ræðan undanfarnar vikur hefur snúist um ökutækjatryggingar sem má telja eðlilegt. Mér finnst hins vegar tímabært að fram komi alhliða upplýsingar um vátryggingastarfsemina og mun ég reyna að bæta úr því með þess- um fáu orðum. Á fyrri hluta síðasta árs keypti Skandia 65% í Reykvískri tryggingu hf. og dótturfélögum þess. Því var slegið upp sem stefnumarkandi ákvörðun, líklega vegna hugsan- legrar aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Hvort sem um aðild íslands verður að ræða eða ekki hafa erlend vátryggingafélög getað átt hlut eða meirihluta í ís- lenskum vátryggingafélögum eða rekið hér útibú, t.d. átti Ansvar um 90-95% í Ábyrgð hf. í ársbyrjun 1991 en áður fyrr rak það umboð hér. Þrátt fyrir aðild Sjóvá- Almennra trygginga hf. sl. haust að Ábyrgð hf., á Ansvar enn meiri- hluta í félaginu. í fjölmiðlum sáust yfirlýsingar *um að loks væri „einokun" ís- lenskra vátryggingafélaga í öku- tækjatryggingum lokið og haft var eftir formanni Neytendasamtak- anna, að nú gætu menn keypt „ódýra“ bílatryggingu í útlöndum. Hvað iðgjaldið varðar er ekki unnt að kaupa erlendis einstaklings- tryggingar, þ.m.t. ökutækjatrygg- ingar, þar sem tryggingar þessar fyrir Islendinga verða að vera gefn- ar út á íslensku. Á sl. ári urðu miklar breytingar á erlendum vátryggingamörkuðum. Þar starfa m.a. alhliða félög og Lloyds-markaðurinn, sem taka að sér beinar tryggingar og endur- tryggingar svo og hrein endur- tryggingafélög. Vegna mikils taps á vátryggingastarfseminni drógu margir aðilar úr áhættu sinni eða hættu þátttöku í ákveðnum grein- um. Þeir sem héldu áfram kröfðust mikillar iðgjaldahækkunar og sjálfsábyrgðar, sérstaklega hjá vá- tryggingarfélögum sem voru að endurtryggja áhættur sínar. Að mínu mati eiga þessar breytingar eftir að hafa veruleg áhrif meðal vátryggingafélaga hér að hausti, sérstaklega þegar þau fara að end- urnýja endurtryggingasamninga sína fyrir næsta tryggingaár. Sem dæmi um fjárhagslega erfið- -leika erlendra vátryggingafélaga má nefna 8-10 líftryggingafélög í Bandaríkjunum, sem vegna verð- falls á fasteignum urðu að afskrifa milljónir dollara -af verðbréfaeign sinni. Þegar hlutabréfa- og verð- bréfamarkaðurinn féll í október 1987 féllu þessir eignarliðir all verulega hjá vátryggingafélögum. Til að mæta þessu urðu mörg þeirra að ieggja fram viðbótarfjármagn til að standast gjaldþolskröfur, því ella urðu þau að hætta starfsemi. Mörg erlend vátryggingafélög svo og bankar hafa orðið gjaldþrota og hefur aukning orðið á því síðustu árin. Snúi maður sér aftur að vátrygg- ingamarkaðinum hér á landi hefur í augiýsingum Skandia ísland hf. verið lögð áhersla á að stórt og öflugt erlent tryggingafélag standi að því og menn geta túlkað það á margvíslegan hátt. Hinn erlendi aðili er ekki ábyrgur fyrir Skandia ísland hf. nema með hlutafjárfram- lagi sínu. Sama gildir um aðra hluthafa í vátryggingarfélögum. Til að mæta tapi og/eða efla tryggingasjóð (bót- asjóð) sinn þurfa vátryggingafélög bæði hérlendis og erlendis að auka eiginfjárstöðu sína. Tvö vátrygg- ingafélög hér gerðu það á sl. ári, annars vegar Vátryggingafélag ís- lands hf. um kr. 300 milljónir og Ábyrgð hf. um kr. 70 milljónir. Tryggingaeftirlitið hefur verið í umræðum undanfarið. Það hefur unnið mikið og gott starf allt frá stofnun. Vátryggingafélögin áttu Gísli Ólafson „Aðalatriðið er að vá- tryggingatakar og hin- ir vátryggðu fái rétt- mætar bætur.“ frumkvæðið að stofnum þess og gott samstarf þarf að vera milli vátryggingafélaganna og eftirlits- ins. Aðeins einu máli á öllum þess- um tíma hefur verið vísað til gerðar- dóms til að fá úrskurð um efnisatr- iði milli eins félags og eftirlitsins. Að mínu mati hlýtur verkefni tryggingaeftirlitsins að breytast, sérstaklega ef ísland verður aðili að Evrópumarkaðssvæðinu. Þá verður samkeppnin væntanféga lát- in ráða iðgjaldsákvörðunum án af- skipta þess. Tryggingaeftirlitið sjái þá um tölfræðilega úrvinnslu, gjald- þolsútreikninga, skilmála og neyt- endaupplýsingar, en það hefur verið aukinn þáttur í starfseminni og leyst mörg mál. Aðalatriðið er að vátrygginga- takar og hinir vátryggðu fái rétt- mætarbætur og tryggingaeftirlitin, hvert í sínu landi, hafi vald til að grípa það tímalega inn í málin að þau geti dregið úr eða komið í veg fyrir að hinn vátryggði standi eftir bótalaus. Höfundur er formaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Norrænt gigtarár 1992: Hvað er gigt? eftir Kristján Steinsson Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vísar heitið „Rheumatic dise- ases“ til sjúkdóma í bandvef svo og sársaukafullra kvilla í stoðkerfi lík- amans. Í íslensku máli er „gigt“ sam- heiti fyrir slíka sjúkdóma. Hinir ein- stöku gigtarsjúkdómar teljast hátt á annað hundrað. Helstu flokkar gigtarsjúkdóma - algengi Bólgusjúkdómar: Iktsýki. Rauðir úlfar og skyldir sjúkdómar. Fjöl- vöðvabólga - Húðvöðvabólga. Hersl- ismein. Fjölvöðvagigt. Æðarbólgur. Hrygggikt. Reiters-sjúkdómur. Psor- iasis-liðagigt. Barnaliðagigt. Lið- bólgur tengdar sýkingum. Kristalla- sjúkdómar, ,t-d. þvagsýrugigt. Slitgigt. Vöðvagigt-Festumein og skyldir sjúkdómar. Fólk á öllum aldri fær gigtarsjúk- dóma og hafa slitgigt, vöðvagigt og iktsýki mesta útbreiðslu. Slitgigt er algengasti sjúkdómur í liðum og eykst tíðni hennar með aldrinum. Þannig greinast slitbreytingar í hrygg eða útlimaliðum á röntgen- myndum hjá allt að 20% einstaklinga þó allur sá fjöldi hafi ekki mikil einkenni slitgigtar. Iktsýki heijar trúlega á allt að 2% þjóðarinnar og einkenni um vöðvagigt og festu- mein eru mjög al- geng. Aðrir gigtar- sjúkdómar eru fátíðari. Hér á landi eru einkenni um gigt- arsjúkdóma meðal algengustu tilefna fyrir heimsókn til læknis og fer al- gengi sumra þessara sjúkdóma vax- andi, m.a. vegna hækkandi meðalald- urs. Bandaríska gigtarsambandið telurt.d. að árið 1982 hafi 36 milljón- ir Bandaríkjamanna haft gigtarsjúk- dóma. Þá valda sjúkdómarnir ómældri þjáningu og skapa auk þess alvarlegan fjárhagsvanda fyrir þjóð- félagið í heild. Þannig eru meira en 20% íslenskra öryrkja það vegna gigtar. Einnig má nefna að kostnað- ur vegna gigtarsjúkdóma í Finnlandi nálgast 2% af þjóðartekjum og á ís- landi er áætlað að hann sé nálægt 2,7%. Einkenni Flestir gigtarsjúkdómar eru í eðli sínu langæir (krónískir). Einkenni þeirra eru. fjölbreytileg og misjafn- lega alvarleg, allt frá því að vera væg yfir í það að vera lífshættuleg. Al- gengustu merki um gigt eru stirð- leiki, verkir og bólga í liðum, vöðv- um, sinum og sinafestum. í mörgum tilvikum eru sjúkdómseinkennin c^wo'92 Verð frá: 1.184.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 s 0 1 Kristján Steinsson „Algengustu merki um gigt eru stirðleiki, verkir og bólga í liðum, vöðvum, sinum og sina- festum.“ staðbundin en í öðrum útbreiddari. Þannig geta sumir bólgusjúkdómar, t.d. iktsýki, rauðir úlfar og æðarbólg- ur, haft í för með sér einkenni frá flestum líffærakerfum. Orsakir-sjúkdómsþróun Viðhlítandi skýring hefur ekki enn fundist á orsökum margra gigt- arsjúkdóma. Þó hefur þekking aukist á því ferli sem veldur verkjum, bólgu og skemmd í vefjum. Sjúkdómsþróun eða meingerð hinna ýmsu gigtarsjúk- dóma er mismunandi. Þannig er and- leg spenna, svefnleysi og þreyta oft undanfari vöðvagigtar. Orsakir slitgigtar, þar sem btjósk og bein í Iiðum skemmist án áberandi bólgu, eru að mestu óþekktar þó að í sumum tilfellum megi greina orsakaþátt, eins og t.d. áverka á liði. í bólgusjúk- dómum, eins og iktsýki og rauðum úlfum, er sjálfsöfnæmi áberandi þátt- ur í meingerðinni. Ónæmiskerfi ein- staklingsins, sem undir eðlilegum kringumstæðum verndar hann gegn ytra áreiti, t.d. bakteríum, starfar hér óeðlilega á þann hátt að ónæmis- svarið beinist gegn eigin vef. Frumur ónæmiskerfisins framleiða ofgnótt mótefna er valda bólgu og vefja- skemmd ef ekkert er að gert. Við greiningu þessara sjúkdóma er stuðst við mælingar á þessum sjálfsmótefn- um. Flestar kenningar er fjalla um orsakir gigtarsjúkdóma ganga út á það að um samverkandi þætti sé að ræða meðfædda þætti og ytri þætti. Þannig eru náin tengsl ákveðinna erfðamarka og ýmissa gigtarsjúk- dóma þekkt og mjög hefur verið til umræðu að örverur séu hugsanleg orsök vissra gigtarsjúkdóma. Þekkt eru tengsl undanfarandi sýkinga við vissa gigtarsjúkdóma og má þar nefna að gigtsótt er afleiðing keðju- kokkasýkingar í hálsi. Ekki hefur enn tekist að sýna fram á þátt ör- vera í iktsýki en margir vísindamenn vinna eftir þeirri tilgátu að iktsýki komi fram ef liðsækin örvera sýkir einstakling með vissa arfgerð. Meðferð Með aukinni þekkingu á eðli og sjúkdómsþróun hafa orðið framfarir í meðferð gigtarsjúkdóma. Lögð er æ meiri áhersla á mikilvægi þess að greina þá nákvæmlega og hefja fljótt meðferð. Á þann hátt næst bestnr árangur. Ljóst er að enn er mikið starf óunnið og geta íslendingar lagt tals- vert af mörkum, sérstaklega á sviði rannsókna á faraldsfræði, erfðafræði og ónæmisfræði. Á næstu vikum er ætlunin að fjalla nánar um einstaka gigtarsjúkdóma í Morgunblaðinu. Höfundur er formaður Gigtsjúkdómafclags ísienskra lækna og starfar sem sérfræðingur i lyflækningum og gigtsjúkdómum á Landspítala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.