Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 25
igunni eru. sé ein leið til að fá fólk til að samein- ast og auka samkennd innan skól- ans.“ Dagur Eggertsson, inspector scholae, segir hugmyndina að vik- unni hafa kviknað þegar stjörnukík- ir, sem skólinn keypti um aldamótin, fannst undir gömlu dóti í fyrrverandi ljósmyndaaðstöðu nemenda. „Þá fór- um við að hugsa um allár eigur skól- ans, sem væru lokaðar í geymslum og þess háttar, og gleymdust með tímanum. Nú erum við að minna á að skólinn í Reykjavík sé orðinn þetta gamall en sýnum samt aðeins brot af því sem til er,“ segir Dagur. —Hann segir fólk hafa tekið þessu mjög vel og verið mjög jákvætt, t.d. varðandi samsöng á göngunum. „Það var mjög skemmtilegt að vinna við uppsetningu sýningarinnar og sjá hversu margir skemmtilegir hlutir voru til, sem margir hafa ekki séð. Ég held að fólk kunni einnig að meta það að sjá sögu skólans á svona sýningu," segir Dagur. Sýningin verður opin bæði í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 11 til 18 og hægt verður að fá leiðsögn um sýninguna. Þá verður gestum auk þess boðið upp á fjöl- breytta dagskrá og frá hádegi báða dagana verður t.d. leiklestur, tónlist og ýmislegt fleira á heila tímanum. NINGA i vera háir sjóðunum að ná sér sérstaklega í tekj- ur af greiðsluskiptingarlánunum um- fram önnur neyslulán með því að vera með vexti á þeim 4% umfram yfir- dráttarvexti sagði Baldvin að þetta væri ekki spurning um tekjur. „Vissu- lega fáum við þarna tekjur en höfum jafnframt möguleika á að lækka vexti annarsstaðar. Það er annað að taka fjárfestingarlán fyrir heimilið en að íjúka í Glasgowferð fyrir greiðslukort- ið. Ekki er ástæða til að verðlauna slíkt,“ sagði Baldvin Tryggvason. Bankarnir notfæra sér aðstöðu sína - segir Guðmimdur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur ASI HAGFRÆÐINGUR Alþýðusam- bands Islands telur að bankarnir notfæri sér aðstöðu sína til að taka háa vexti af lánum vegna greiðslu- skiptingar á Visareikningum. Hann telur að bankarnir nái sér í góðar tekjur með þessum hætti. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ sagði í samtali við Morgunblaðið, að yfirleitt væru það ekki háar fjárhæðir sem fólk þyrfti að fresta greiðslu á og oft væri það þægilegra fyrir fólk að nýta sér greiðsludreifinguna en að taka bankalán til að greiða Visa- reikninginn. „Bankarnir spila inn á það að fólk standi ekki í þeim snúningum sem því fylgir að taka bankalán. Það er spurning hvort þetta sé siðferðilega rétt,“ sagði hann. Sagði Guðmundur Gylfí að þar sem vextir á greiðsluskiptingu væru hærri en yfirdráttarvextir hlytu bankamir að hagnast vel á þessum lánum. Taldi hann að þeir gætu ekki haft mikinn kostnað af þeim. ‘Q { M/ .fMfJuM M. >iU»)AU/1 Ait' I AJ UJClAacl/1 JiMUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 25 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Taldi og tel enn að afnema eigi einkaleyfí Aðalverktaka ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segist telja að ríkið ætti þegar að leysa upp íslenska aðalverktaka og nota sinn hlut til að bæta erfiða stöðu ríkissjóðs. Þetta kom fram í DV í gær. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að hann teldi að ríkið hefði fulla ástæðu til þess að óska eftir því að þessir samningar til ársins 1995 um einkaleyfi Aðalverktaka til framkvæmda á Keflavíkur- flugvelli yrðu teknir til endurskoðunar. „Ég minni á að sjálfur er ég nýbú- inn að óska eftir því við einokunar- fyrirtæki, sem ríkið á helminginn í, Bifreiðaskoðun íslands, að samning- ur við það um einokun til aldamóta verði tekinn upp og hann styttur,“ sagði Þorsteinn. Sjávarútvegsráðherra sagði að þegar aðstæður væru með þessum hætti, teldi hann ekkert óeðlilegt við það að ríkið óskaði eftir slíkum við- ræðum við meðeigendur sína í Aðal- verktökum. Ráðherra var spurður hvort hann teldi að langtímasamningar um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, til ársins 1994, gerðu það að verkum að það yrði flókið mál að ákveða í skyndingu að leysa upp Aðalverk- taka: „Vafalaust er málið ekkert ein- falt, en aðalatriði málsins, frá mínum bæjardyrum séð, er það að mér hef- ur þótt þessi einokun óeðlileg. Ég var andvígur því að ríkið yki hlut sinn á sínum tíma í fyrirtækinu, þegar fyrrverandi ríkisstjórn tók ákvarðanir þar um. Það sem ég hef verið að segja í þessu efni er ekkert annað en það að ég hef verið að ítreka þær skoðanir sem ég hef haft lengi og lýst áður. Það er alltaf svo þegar menn þurfa að gera breyting- ar að leysa þarf tæknileg atriði, sem reynst geta snúin. Aðalatriðið er að menn líti á grundvallarþættina," sagði Þorsteinn. Þorsteinn var spurður hvort hann hefði beitt sér fyrir þeim breytingum á Aðalverktökum sem hann boðar nú, þegar hann var forsætisráðherra frá sumrinu 1987 til haustsins 1988: „Ég lýsti mínum skoðunum á þeim tíma, eins og menn rekur kannski minni til. En þær fengu ekki hljóm- ,grunn þá. Þær voru að vísu sam- þykktar á landsfundum flokksins, en um þær voru eigi að síður skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins og líka í þeirri ríkisstjórn. Það voru því ekki pólitískar forsendur þá, til þess að ná fram slíkum breytin^- um,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Þorsteinn sagði að utanríkisráð- herra stefndi ekki að því að hrinda hans hugmyndum í framkvæmd, jafnvel þótt Aðalverktökum yrði breytt í almenningshlutafélag. „Ég taldi og tel að það eigi að afnema einkaleyfið til framkvæmdanna og þessi viðskipti eigi að fara fram með þeim hætti sem almennt gerist í verktakastarfsemi. Mín skoðun ei sú að ríkið eigi ekki að binda pen- inga í þessu fyrirtæki og þess vegna var ég andvígur því þegar fyrri rík- isstjórn tók þessa ákvörðun á sínum tíma,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: 900 milli óniinar eru smáaurar miðað við 90 milljarða kvótann Hugmyndir sjávarútvegsráðherra óraunsæjar og óframkvæmanlegar JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra hefur óskað eftir því við Salóme Þorkelsdóttur forseta Alþingis að gefa Alþingi skýrslu um verktöku fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, ástand og horfur, á fimmtudag í næstu viku. „Málið er órætt í ríkisstjórn og ég hefði tal- ið skynsamlegt að aðrir ráðherrar geymdu sér að auglýsa prívatskoðan- ir sínar þangað til ríkissljórnin hefur rætt málið,“ sagði utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, í tilefni ummæla Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráðherra í DV í gær, þar sem hann sagð- ist styðja það að ríkið leysti þegar upp Aðalverktaka og notaði sinn hlut til að bæta erfiðan fjárhag ríkissjóðs. „Ég veit ekki hvort það hefur far- ið framhjá ajávarútvegsráðherra að 13. ágúst 1990 gerði utanríkisráð- herra samning um breytingar á Að- aiverktökum. Sá samningur fól í sér að framkvæma að hluta til það sem sjávarútvegsráðherra virðist nú lýsa sem sinni skoðun,“ sagði Jón Bald- vin. Utanríkisráðherra sagði að við þann samning hefði „eignarhluti dánarbúa Sameinaðra verktaka verið minnkaður um helming. Eignarhluti ríkisins aukinn um rúmlega helming og ríkinu tryggður meirihluti í verk- takafyrirtækinu um stundarsakir." Þar með sagði Jón Baldvin að arðsvon Sameinaðra verktaka hefði verið minnkuð í framtíðinni sem því svaraði, en arður til ríkisins aukinn að sama skapi. „Á aðlögunartíman- um átti að breyta þessu fyrirtæki í raunverulegt almenningshlutafélag, þar sem tryggt yrði að enginn aðili ætti meira en 1% til 2%. Þannig íynni arður af þessum framkvæmdum í framtíðinni, ef einhver yrði, með dreifðum hætti til slíkra eignaraðila. „Þetta var til að koma í veg fyrir það ástand sem varð til á löngum tíma. Löngu áður en ég kom í þetta ráðuneyti og iýsir sér í máli Samei- naðra verktaka, þ.e.a.s. hinum arð- bæra hluthafafundi upp á 900 millj- ónir,“ sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagði að það væri ekki hægt að afnema einka- leyfi Aðalverktaka þegar í stað vegna þess að fyrirtækið Aðalverk- takar, sem menn mættu ekki rugla saman við „dánarbúin“, hefði lang- tímaskuldbindingar um framkvæmd- ir. „Það er unnið samkvæmt lang- tímaáætlun frá árinu 1991 til 1995 og nokkrir framkvæmdaþættir eru umsamdir allt fram á árið 1994. Þetta er samkvæmt samningi ís- lenska ríkisins og bandarískra stjórnvalda um fyrirkomulag verk- tökunnar og það er ekki einfalt mál og getur ekki gerst án aðlögunar- tíma að breyta því,“ sagði ráðherra. Auk þess sagði Jón Baldvin að aðlögunartími væri nauðsynlegur vegna atvinnuöryggis þeirra 600 manna sem ynnu hjá þessu fyrirtæki og „ég að minnsta kosti gleymi því ekki, í ljósi þess hveijar eru horfur um atvinnuástand á íslandi, þar með taiið Suðurnesjum, í ljósi frestunar fyrirhugaðra virkjana og álversfram- kværnda." „Fáir myndu gleðjast jafn innilega og hluthafar dánarbúanna, ef nú yrði tekin einhver skyndiákvörðun um að leysa upp Aðalverktaka. Stað- reyndin er nefniiega sú að þeirra áhugamál er ekki að byggja hér upp öflugt verktakafyrirtæki sem geti staðið á eigin fótum og verið sam- keppnisfært við erlend verktakáfyr- irtæki þegar kemur að stórfram- kvæmdum við virkjanir eða önnur Héraðsdómur Reykjavíkur, sem verður til húsa í Dómhúsi Reykjavík- ur, gamla Útvegsbankahúsinu á Lækjartorgi, tekur við hlutverki borgardóms, sakadóms og sakadóms í ávana- og fíkniefnamálum og að hluta til verkefnum borgarfógeta- embættisins. Sýslumannsembættið í Reykjavík, sem verður til húsa í meiriháttar mannvirki í framtíðinni. Þeir vildu mjög gjarnan fá þessa milljarða sem þeir eiga eftir, bæði skattfijálst og ekki skattfijálst. Þeir yrðu því afar ánægðir ef þessar hug- myndir Þorsteins Pálssonar yrðu framkvæmdar þegar í stað,“ sagði utanríkisráðherra. „Það verður hins vegar ekki, enda eru þær óraunsæjar og óframkvæmanlegar." Jón Baldvin sagði að samanburður sjávarútvegsráðherra við opnun markaðarins hér vegna Evrópska efnahagssvæðisins væri því miður aiveg ómarktækur, því í þeim samn- ingum væru Islendingar að semja um alveg gagnkvæma hagsmuni og fengju mikið í sinn hlut, ef þeir samn- ingar tækjust. „ísland er hins vegar utan Mannvirkjasjóðs Atlantshafs- bandalagsins og því ekki undir regl- um sjóðsins. Við höfum engin gagn- kvæm réttindi með sjálfvirkum hætti, þegar kemur að verktöku í þágu varnarframkvæmda á Atlants- hafssvæðinu," sagði Jón Baldvin. Loks sagði utanríkisráðherra: „Kjarni þessa máls er sá að menn mega ekki blanda saman þeirri stað- reynd að dánarbú Sameinaðra verk- taka hafa nú leyst tii sín uppsafnað- an einokunargróða frá fyrri tíð og því hvernig við ætlum að koma í veg Skógarhlíð 6, sinnir þeim verkefnum sem borgarfógetaembættið sinnir núna, með breyttu sniði þó vegna laga um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdava,lds. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði að starfsfólkið sem hlut ætti að máli mætti reikna með því að fá störf fyrir slíkt í framtíðinni og um leið að byggja hér upp öflugt verktaka- fyrirtæki sem væri samkeppnisfært á innlendum og alþjóðlegum mark- aði. Mönnum vex eðlilega mjög i augum þessi einokunargróði, sem allur er fenginn í skjóli einkaleyfis sem ríkið veitti á sínum tíma og það hefur enginn hrófiað við því einokun- arleyfi annar en núverandi utanríkis- ráðherra. Að gefnu tilefni vii ég minna á að þessar 900 milljónir eru smáaurar í samanburði við þá 90 milljarða eða svo, sem sjávarútvegs- ráðherra úthlutar kvótahöfum í sjáv- arútvegi, sem hafa einkaleyfi til að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinn- ar. Þar er um að ræða þvílíkar upp- hæðir, að hitt lítur út eins og spari- baukur. Það er laukrétt sem fram kom í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sl. sunnudag, að ef ekki verða gerðar ráðstafanir í tæka tíð, þá gæti vel svo farið, þegar komið er fram á næstu öld, að menn spyiji sjálfa sig: Hvernig mátti það verða að meginauðlind þjóðarinnar var af- hent endurgjaldslaust, tiltöluiega fáum aðilum með þeim hætti sem gert var? Það er milljón dollára spurningin — það er mesta tilfærsla verðmæta í þessu þjóðfélagi frá upp- hafi landnáms." við hinar nýju stofnanir. Þegar er búið að skipa í 20 dómarastöður af 21. Forgang í stöðurnar höfðu dóm- arar sem fyrir voru í Reykjavík í þeim stofnunum sem verða lagðar niður og borgarfógetarnir. Þær stöð- ur voru einnig 21 talsins en einn borgardómaranna, Garðar Gíslason, hefur verið ráðinn hæstaréttardóm- ari og hefur því ein staða við Héraðs- dóm Reykjavíkur verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfresturinn rann út á miðnætti sl. Nýmæli er að sérstök dómnefnd mun fjalla um umsóknirnar og gefa dómsmálaráð- herra umsögn um umsækjendurna. Borgardómur, sakadómur og borgarfógetaembættið: Starfsfólkí sagt upp og ráðið til nýrra stofnana OLLU starfsfólki borgardóins, sakadóms og borgarfógetaembættisins hefur verið sagt upp og verður það allt ráðið aftur til starfa við Hér- aðsdóm Reykjavíkur og Sýslumannsembættið í Reykjavík þegar þær stofnanir taka til starfa 1. júlí næstkomandi. Á sama tíma verður borg- ardómur, sakadóinur og borgarfógetaembættið lagt niður i samræmi við lög um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.