Morgunblaðið - 08.02.1992, Page 28

Morgunblaðið - 08.02.1992, Page 28
Mývatnssveit: Ataksverkefni í atvinnumálum Björk, Mývatnssveit. LEITARRÁÐSTEFNA var haldin í Hótel Reynihlíð á vegum átaksverk- efnis í Mývatnssveit 1. og 2. febrúar síðastliðinn. Ráðstefnuna sátu 40 heimaaðilar auk leiðbeinenda og gesta. Árangur ráðstefnunnar var að sex verkefnishópar voru stofnaðir um jafnmörg verkefni. Margar aðr- ar hugmyndir komu fram sem athugaðar verða. En hvað er átaksverkefni? Átaks- verkefni er samnefnari fyrir verkefni sem hafa að markmiði að stuðla að þróun á ýmsum sviðum atvinnu- og menningarlífs. Aðalatriðið er að frumkvæðið og þátttaka sé frá íbúum byggðalagsins. Leitarráðstefna byggir á hópvinnu og er fyrirmyndin sótt til Noregs þar sem átaksverkefni eiga sér lengri sögu en á Islandi. Á leitarráðstefn- unni í Mývatnssveit var fyrst rakin saga staðarins og fólk velti fyrir sér fortíð, nútíð og framtíð. Hverjar ósk- imar væru um framtíðina og hvem- ing framtíðin liti út ef ekkert væri að gert. Næst var velt upp ýmsum Islenskur skinnaiðnaður: Samningar upp á 220 millj. fyrri hluta árs MIKIL vinna er nú lyá Is- lenskum skinnaiðnaði og verkefnastaðan betri en áður hefur verið á þessum árs- tíma. Nýverið hafa verið gerðir samningar um sölu skinna til afgreiðslu á fyrri hluta þessa árs að verðmæti um 220 milljónir króna. Bjarni Jónasson, fram- kvæmdastjóri íslensks skinna- iðnaðar, sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri mjög góð um þessar mundir og mikil vinna framundan. Gerðir hafa verið samningar um sölu skinna til kaupenda, einkum á Ítalíu, að upphæð um 220 milljónir króna og sagði Bjarni að þeir samn- ingar sem gerðir hefðu verið undanfarið væru ívið hagstæð- ari en þeir sem gerðir voru á sama tíma í fyrra og ætti það m.a. við um verð og afhending- ar. hugmyndum, nýjum og gömlum. Fólk fékk tækifæri á að velja sér hugmynd til að vinna með og fram- haldið verður síðan að koma þeim í framkvæmd. Tilefni átaksverkefnis í Mývatns- sveit er það að þar hefur fólki fækk- að á síðustu árum og þar er nú 7-10% atvinnuleysi meginhluta ársins, þó að nóg sé að gera yfir sumarið. Með vilja, getu og kunnáttu íbúanna á að stöðva þá þróun sem orðið hefur og snúa vörn í sókn. Forstöðumaður átaksverkefnis í Mývatnssveit er Frímann Guðmunds- son. Kristján Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrstu flökin runnu eftir hinni nýju flæðilínu Hraðfrystiliúss Ólafsfjarðar í gærmorgun og var létt yfir starfsfólkinu er vinna hófst að nýju í húsinu eftir langt hlé. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar: Starfsemin í hentugra hús o g flæðilína tekin í notkun ÞAÐ VAR létt yfir starfsfólki Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar er það mætti til vinnu í gærmorgun, en vinna hófst þá á ný í frystihúsinu eftir all langt stopp, eða frá því 20. desember síðastliðinn. Starfsfólk- ið hefði líka ástæðu til að fagna, tekin var í notkun ný flæðilína í nýju og endurbættu húsnæði, en lagfæringar á húsinu sem og upp- setning flæðilínunnar hefur staðið yfir síðustu vikur. Bæjarbúum verður boðið að skoða húsakynni frystihússins sem og flæðilínuna í dag, laugardag. Nýja vinnslukerfið var smíðað hjá Þorgeir og Ell- ert á Akranesi, en hönnuður þess er Ingólfur Árnason. Jóhann Guðmundssön fram- ast meiri stöðugleiki í atvinnulífi kvæmdastjóri Hraðfrystihúss bæjarins, en áður var ekki óalgengt Ólafsfjarðar sagði að um stórt skref væri að ræða, starfsemin hefði flutt úr þröngu og óhentugu húsnæði yfir í bjartari og hagkvæmari salar- kynni auk þess sem hið nýja vinnslukerfi er tekið í notkun. Tvö frystihús voru starfrækt í Ólafsfirði, Hraðfrystihús Ólafs- fjarðar hf. og Magnús Gamalíelsson hf., en þau voru sameinuð árið 1989. Síðla árs 1990 keypti útgerð- arfyrirtækið Sæberg í Ólafsfirði hlutabréf Byggðastofnunar og Ólafsfjarðarbæjar í HÓ og á nú 70% hlut í fyrirtækinu. Eftir sameiningu frystihúsanna tveggja hefur skap- að starfsfólki frystihúsanna væri sagt upp störfum vegna hráefnis- skorts hluta úr ári. Þær breytingar sem nú hafa ver- ið gerðar eru að rækjuvinnsla sem til staðar var í húnsæði frystihúss Magnúsar Gamalíeissonar hefur verið lögð niður og verður seld Geflu hf. á Kópaskeri og frystingin sem áður var í húsi HÓ hefur verið flutt yfir í húsnæði rækjuvinnslunn- ar. Jóhann sagði að umskiptin væru mikil, þröngt hefði verið um starf- semina og húsnæðið þannig úr garði gert að erfitt var að beita hagræðingu í vinnsluferlinu. Miklar endurbætur voru gerðar á hinum nýju salarkynnum frystihússins, nýjar vatns- og raflagnir lagðar, gólfið lagfært, veggir fjarlægðir og öllu fyrirkomulagi hússins breytt til betri vegar. Kostnaður vegna breyt- inga á húsnæðinu er um 18 milljón- ir króna, en nýja vinnslukerfið kost- ar um 7 milljónir, þannig að heildar- kostnaður nemur um 25 milljónum króna. Gerði Jóhann ráð fyrir að flæðilínan myndi borga sig upp á 2-3 árum, en með tilkomu hennar eykst m.a. nýting hráefnisins og sem og afköst. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar fær hráefni til vinnslu frá tveimur ís- fisktogurum, Múlabergi ÓF og Sól- bergi ÓF, og einnig er afli tekinn af bátum og hann keyptur á mark- aði á Dalvík ef þannig stendur á. Á síðasta ári tók frystihúsið á móti 2.400 tonnum til vinnslu, sem er um 200 tonnum meira en árið á undan. Verðmæti aflans var þó svipað, en aflasamsetning á síðasta ári var heldur óhagstæð. „Við stefn- um að því að halda sama aflamagni á þessu ári, þrátt fyrir skerðingu á kvóta. Þetta hús þarf að fá að lág- marki 2.400 tonn til vinnslu og upp í 3.000 tonn ef vel á að vera,“ sagði Jóhann. Með tilkomu flæðilínunnar skap- ast meiri möguleikar til að vinna afurðirnar í dýrari pakkningar og sagði Jóhann að því stefnt. I vinnslukerfinu eru 18 snyrtistæði, pökkunarlína, og svæði sem nýtast gæðaeftirliti auk sérstaks svæðis fyrir niðurskurð. Ingólfur Árnason, hönnuður kerfisins, sagði að allar vinnslulínur byggðu á sömu grunn- hugmyndunum, en útfærslur væru mismunandi eftir húsum og kerfið væri í sífelldri þróun. Hvað flæðilínu HÓ varðar væri búið að gera mönn- um auðveldara fyrir með vigtun. „Við stefnum að því að halda sama aflamagni, þrátt fyrir skerð- ingu á kvóta. Þetta hús þarf að fá að lágmarki 2.400 tonn til vinnslu og u^p í 3.000 tonn,“ sagði Jóhann. Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tækni- lega kosti og yfirburðahönnun. Civic árgerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 — 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 949.000,- stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. Sjórn og- trúnaðarráð Iðju: • • Ollnm hugmyndum um „núll- samninga“ vísað á bug STJÓRN og trúnaðarráð Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, hefur samþykkt ályktun vegna stöðu samningamála þar sem vísað er á bug öllum hugmyndum um svokallaða „núllsamninga". Þá for- dæmir stjórn og trúnaðarráð endurteknar árásir ríkisins á velferðar- kerfið, eins og segir í ályktuninni. „Stjórn og trúnaðarráð vísar á bug öllum hugmyndum um s.k. „núllsamninga“. Ef atvinnurekend- ur eru ekki tilbúnir að gefa eftir og ganga til samninga verður að þvinga fram niðurstöðu með öllum þeim ráðum sem verkalýðsfélögin hafa yfir að ráða. Minnt er á að við gerð síðustu kjarasamninga var gert ráð fyrir að samið yrði um aukinn kaupmátt í komandi samn- ingum. Jafnframt er varað við að taka svartsýnisspár um afkomu þjóðarbúsins of alvarlega,“ segir í ályktuninni. Þá segir enn fremur að samning- ar hafi verið lausir frá síðasta hausti og þreifingar um nýja samninga hafist síðastliðið vor, en allan þann tíma sem liðinn er hafi atvinnurek- endur ekki gefið færi á sáttum. „Langlundargeðið er þrotið. Komist ekki skriður á samninga á næstu dögum hvetur stjórn og trúnaðarráð Iðju Alþýðusamband Islands til að hafa forgöngu um allsheijaraðgerð- ir til að knýja á um gerð þeirra."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.