Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.02.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRUAR 1992 Elín Ósk Kristíns- dóttír - Minning Fædd 21. ágúst 1983 Dáin 31. janúar 1992 Ég get verið þíðan þín þegar allt er frosið því sólin hún er systir mín, sagði litla brosið. (Hðf. ók.) Lítil, ljóshærð stúlka með falleg brún augu trítlar inn í skólastofuna með skólatöskuna sína, brosandi og upplitsdjörf. Hún kom alltaf full áhuga og eftirvæntingar til þess að takast á við verkefni dagsins. Hún lét sitt aldrei eftir liggja, gekk rösklega til verks, var alltaf fremst í flokki. Fyrir rúmlega hálfum mánuði gekk hún út úr skólastofunni sinni með pabba, sem var kominn til þess að sækja hana, af því að hún var aftur orðin svo þreytt og veik. Ekki datt okkur kennurum hennar í hug að þetta yrði okkar síðasti skóladagur með henni. En hún vildi ekki gefast upp, ætlaði að mæta aftur í skólann, eins og- svo oft áður, þegar hún væri búin að jafna sig dálítið eftir veikindin. Hún lést viku síðar. Nú kveðjum við Elínu Ósk, sólar- geislann okkar, sem alltaf gat kom- ið okkur í gott skap með dillandi hlátri sínum og léttri lund. Elín Ósk var umvafin ást og umhyggju foreldra sinna og systk- ina. Hvemig gat annað verið? Hún var allra yndi. Við kennarar og bekkjarfélagar Elínar Óskar vottum foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum samúð okkar og vonum að tíminn mildi sársaukann og söknuðinn. Álfheiður B. Einarsdóttir, Jórunn Elídóttir. Föstudagskvöldið 31. janúar síð- astliðinn bárust okkur þær sorgar fréttir að litla vinkona okkar, Elín Ósk Kristinsdóttir, væri látin. Elín hafði átt í miklu veikindastríði á sinni stuttu ævi en ávallt hélt mað- ur í vonina um að hún myndi yfir- stíga veikindin og ná heilsu. Síð- ustu vikumar veiktist þó ætíð sú von, því sífellt lögðust veikindin þyngra á Elínu uns þau lögðu hana að velli og hún sofnaði svefninum langa að kvöldi 31. janúar. Elín litla hafði frá fæðingu átt við veikindi að stríða og oft þurfti hún að leggjast inn á spítala. Allir vonuðu þó að hún kæmist yfir veik- indin og annað kastið rofaði til og bjartari tíð virtist framundan en veikindin vom aldrei langt undan og alltaf varð Elín að leggjast inn aftur og aftur. Sl. haust gekkst Elin undir mikla aðgerð sem vonir voru bundnar við að gæfi henni bata en svo varð þó ekki. Það fór smám saman að draga af henni og eftir síðustu áramót ágerðust veik- indin mikið. Elín Ósk var, þrátt fyrir erfið veikindi, ákaflega glaðlynt barn. Hún hafði létta lund og hafði gam- an af að vera innan um fólk og leika séi'. Oft þegar við vorum á ferð í Reykjavík heimsóttum við vinafólk okkar í Steinagerðinu, þar sem Elín bjó ásamt foreldrum sínum og systkinum. Það var gaman að sjá hversu ánægð Elín var að fá heimsóknir. Hún tók alltaf á móti okkur ljómandi af gleði og strax varð hún að fara upp á loft til að sýna Ástu og Baddý eitthvert dót sem hún átti. Við höfum átt margar yndislegar stundir með Elínu og fjölskyldu hennar. Elín fæddist í Vestmanna- eyjum og átti ættir sínar að rekja þangað. Hún kom því oft á Þjóðhá- tíð með fjölskyldu sinni og við minn- umst sérstaklega skemmtilegra stunda frá Þjóðhátíðum þar sem hún var svo glöð er hún fór á barna- ballið og dansaði með stelpunum. Þannig munum við litlu vinkonu okkar, glaða og ánægða með sitt fallega bros, eins hún var yfirleitt, þrátt fyrir alla erfiðleikana. Síðast áttum við stundir með Elínu þar sem hún var í jólaboði með foreldrum sínum hjá vinafólki okkar í Vestmannaeyjum um síð- ustu jól. Þá var greinilega verulega af henni dregið og þótt hún kvart- aði ekki voru veikindin farin að setja verulegt mark á þana. Við kveðjum Elínu Ósk vinkonu okkar með söknuði og þökkum allar yndislegu stundimar sem við áttum með henni og biðjum góðan guð að varðveita hana og blessa. Við sendum ástvinum hennar öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guða að styrkja Guðfinnu, Kristin, systkini Elínar, ömmur og aðra ættingja í þeirra miklu sorg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Guð blessi minningu Elínar Óskar Kristinsdóttur. Erla, Kiddi, Ásta og Baddý. Elsku litla frænka okkar, Elín Ósk, er dáin. Hún var svo mikið veik en nú finnur hún ekki lengur til því nú er hún hjá Guði og afa okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Elva Björk, Ari Birgir og Guðni Agnar. Hví fóinar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? (Bjöfn Halldórsson) Þessara spuminga spurðum við okkur öll þegar fregnin barst um að Elín okkar væri dáin. Þó hún hefði átt við veikindi að stríða að mestu frá fæðingu þá var vonin um bata alltaf efst í huga allra. Hún barðist eins og hetja öll sín átta ár og var alltaf svo blíð og góð. Tengsl Elínar við foreldra sína og systkini vom einstök. Vökunætur og sjúkra- húsvist og alltaf höfðu þau tíma fyrir stelpuna sína, óskabarnið. Elín okkar var yndisleg persóna og'þótti margt skemmtilegt. Hún sat í eld- húsinu hjá mömmu sinni eða á leik- stofu spítalans og dundaði sér við að teikna, mála, föndra og perla og eiga margir í fjölskyldunni falleg listaverk eftir hana. Einnig hafði hún yndi af öllum veislum og beið með óþreyju eftir þeim og smitaði svo alla með sínum einlæga hlátri. Við í fjölskyldunni þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Elínu Ósk. Þó dvöl hennar meðal okkar hafi verið stutt er ýmislegt sem við getum lært. Gefumst ekki upp þó móti blási og þökkum það sem við eigum og þann tíma sem við fáum. Söknuður er efst í huga þegar leiðir skilja og við kvíðum því að fá ekki oftar að njóta samvista við hana við hin ýmsu tækifæri. Við þökkum fyrir allar góðu samveru- stundirnar og biðjum góðan guð um styrk til foreldra Elínar Óskar og systkina. Minning hennar verður ljós í lífi okkar. Frændfólkið í Hveragerði. í dag kveðjum við elsku litlu vin- konu okkar, hana Elínu. Elín var aðeins 8 ára þegar hún var kölluð frá okkur en margar og sælar eru samverustundirnar sem við áttum saman. Það eru margar spumingar sem koma fram í huga manns á svona stundu en fátt um svör og erfitt er að skilja tilganginn. Elín var oft búin að vera mikið veik og margar voru ferðirnar sem hún þurfti að fara á sjúkrahús, en þrátt fyrir mikið mótlæti var hún alltaf svo gefandi og full af lífs- krafti. Hún var mikil vinkona barna okkar og snemma urðu miklar sam- göngur á milli heimilanna. Var Elin ekki há í loftinu þegar hún fór að venja komur sínar til okkar og því erfítt fyrir hana að ná upp í dyra- bjölluna og var þá bréfalúgunni smellt. Hist var daglega þegar heilsa Elínar leyfði og ýmislegt haft fyrir stafni, ýmist föndrað inni eða farið út í leiki og var Elín því eins og ein úr fjölskyldunni. Það er sárt að hugsa til þess að aldrei eigi bréfalúgan eftir að smella og Elín að ylja okkur með sínu fallega brosi og góða skapi. Elín var sannkallaður sólargeisli hjá okkur og viljum við því fá að þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman og munu minningarnar um hana ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Ó, þú brostir svo blítt, og ég brosti með þér. Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað í mér. (Stefán frá Hvítadal) Kæru vinir, Guðfinna, Kristinn, Guðni og Jóna Guðrúri, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstundu. Fjölskyldan Steinagerði 8. Kveðja frá ömmu í Birkihlíð Orð eins og hendur sig helja, bænir til guðs úr brjósti manns. Stíga upp í stjömuhimin og snerta þar andlit hans. Og nóttin fyllist af friði. Úr heimi sem ekki er okkar æðra ljós skín en auga mitt sér. Það læknandi höndum um lótusinn hvíta fer. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún feijar þig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í bijóst. Dreymi þig rótt, lótusinn hvíti, sem opnast á ný í nótt. (Gunnar Dal) Við viljum minnast elsku Elínai' litlu sem gaf okkur svo mikið og kenndi okkur svo margt. Við erum þakklátar að hafa fengið að kynn- ast henni. Við kveðjum hana með fyrstu bæninni sem móðir okkar kenndi okkur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Elsku Guffa, Krilli, Guðni, Silla, Jóna og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Matthildur og Nanna Björk. Okkur langar í örfáum orðum að minnast lítillar vinkonu sem jarðsungin verður í dag frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Elín Ósk var aðeins 8 ára gömul er hún lést. En þrátt fyrir sinn unga aldur hafði hún fengið að kynnast erfiðleikum lífsins. Lengi var hún búin að beijast hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm sem að lokum leiddi hana til dauða. Þó langt sé á milli fjölskyldna okkar og ekki oft sem við sáumst, var alltaf jafn gaman að hittast. Iðulega kom Eiín Ósk og settist hjá manni. Alltaf jafn opin, hlý og skemmtileg og svo barnslega ein- læg með sín stóru tindrandi augu að hún hreinlega bræddi hjarta manns. _ Elín Ósk var yndisleg lítil stúlka og nú er hún farin frá okkur. En vissan um að afar hennar bíða hennar hinum megin og leiða hana þar á milli sín í nýjum heimkynnum þar sem sjúkdómar og sorgir fyrir- fínnast ekki er huggun harmi gegn. Elsku Guffa, Krilli, Guðni og Jóna Guðrún. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guð styrki ykkur og varðveiti í sorg ykkar. Minningin um Elínu Ósk mun lifa með okkur. Nanna, Hörður og dætur. Ðóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pétursson) Guð blessi elsku stúlkuna okkar sem gaf okkur svo mikið. Minning- arnar sem við eigum eru yndislegar og þær munum við ætíð geyma. Pabbi, mamma, Guðni Agnar og Jóna Guðrún. Lítið ljós er slokknað. Hún varð ekki gömul okkar elsk- ulega litla Elín Ósk. Náði aðeins 8 ára aldri. Elín Ósk var dóttir vina okkar Guðfínnu Eggertsdóttur og Kristins Hermansen. Þegar hún var korna- bam varð ljóst að hún gekk ekki heil til skógar. Á sinni stuttu ævi varð hún að dvelja alloft á sjúkrahúsum. Sjúk- dómur hennar varð til þess að for- eldrar hennar fluttu frá Eyjum til Reykjavíkur, þar sem hún var sí- fellt undir læknishöndum. Þessi litli sólargeisli sem alltaf gat séð björtu hliðarnar á lífinu gaf svo mikið af sér að undrun sætti. Þótt hún væri sárþjáð, kvartaði hún ekki og sagði: Mér batnar bráð- um. Hún var svo lífsglöð og félags- lynd að þótt hún lægi fársjúk vildi hún horfa á mömmu og pabba perla fyrir sig svo eitthvað væri að ske í kringum hana og hún gæti gleymt sér um stund. Bróðir hennar, Guðni Agnar, sem var 6 árum eldri og á að fermast í vor, var henni mikil hjálp þegar á þurfti að halda. Fyrir ári eignað- ist hún litla systur, Jónu Guðrúnu, sem henni þótti líka afskaplega vænt um. Nú þegar hún hefur lagt augun aftur syrgja hana allir sem henni kynntust og þakka Guði fyrir þessi ár sem hún fékk að lifa og þakka einnig fyrir að hún þarf ekki að þjást lengur. Elsku Guðfinna, Kristinn, Guðni og aðstandendur. Drottinn gaf og Drottinn tók. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímamótum. Sigrún og Ársæll. Nú skortir mig orð. Mig langar til að segja svo margt en það er einhvern veginn svo erfitt að festa nokkuð niður á blað. Elín Ósk var dóttir hjónanna Guðfinnu Eddu Eggertsdóttur og Kristins Hermansen, auk Elínar eiga þau tvö börn, Guðna Agnar, 14 ára, og Jónu Guðrúnu, sem er 1 árs. Elín fæddist í Vestmannaeyjum. Fljótt fór að bera á veikindum hjá henni og flutti þá fjölskyldan til Reykjavíkur. í Reykjavík er öll sér- fræðiþjónusta og nálægt henni var Elínu best borgið, en velferð hennar var alltaf efst á blaði hjá foreldrun- um. Ævi Elínar var stutt en hún skil- ur mikið eftir af yndislega fallegum minningum, minningum sem eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur svo lengi sem við lifum. Elín var alltaf svo einlæg og góð, hún talaði beint frá hjartanu. Hún hafði ekki þau höft sem við fullorðna fólkið höfum. Það er alveg ótrúlega margt sem við gætum lært af eins einlægu barni og Elin Ósk var. Ég þekkti Elínu vel þó svo að ég búi í Vestmannaeyjum og hún í Reykjavík. Ég skrapp oft til Reykjavíkur og Elín kom oft út í Eyjar. Þegar ég er í Reykjavík gisti ég alltaf á heimili Elínar. Það var mjög notalegt að vita af Guðfinnu og Elínu á flugvellinum að taka á móti mér, en það gerðu þær alltaf ef þær mögulega gátu. Móttökurnar gátu ekki verið betri. Elín beið mjög spennt og það er ógleymanlegt hvernig hún þaut í fangið, óháð öllu fólkinu í kringum okkur svo glöð og ein'.æg. Oft var hún búin að útbúa eitthvað handa mér, teikna mynd eða var með dularfullt umslag fullt af einhveiju merkilegu. Hún beið spennt eftir viðbrögðum mín- um og báðar vorum við jafn ánægð- ar. Henni fannst svo gaman að gefa. Við Elín brösuðum ýmislegt sam- an og þá var gleðin ávallt í fyrir- rúmi. Élín kom manni alltaf í gott skap, hún hreinlega leyfði ekki ann- að og dillandi hláturinn lét engan ósnortinn. Oft þegar við vorum kannski í miðjum klíðum að gera eitthvað leit hún á mig með sínum stóru fallegu augum. og sagði, ég elska þig eða, mér þykir vænt um þig. Það er ekki hægt að hugsa sér neitt fallegra. Þannig var Elín. Vegir Drottins eru órannsakan- legir og stundum torskildir. Okkur finnst skrítið þegar svona ung böm eru kölluð frá okkur, en það hlýtur að vera einhver tilgangur með þessu öllu saman. Ég trúi að Elín fái góð- ar móttökur, því þær fær enginn ef ekki hún. Hún er vel geymd í faðmi Drottins, laus við þær þján- ingar sem hinn jarðneski líkami bauð henni. Síðan hefur Elín Ósk tvo afa hjá sér sem gæta hennar örugglega vel. Elsku Guðfinna, Kristinn, Guðni og Jóna Guðrún. Þið sem kennduð Elínu alla hennar fallegu eiginleika. Ég veit að sorg ykkar er mikil og söknuðurinn sár. Ég bið þess að Guð gefi ykkur styrk til að yfír- vinna sorgina og muna gleðina og elskuna sem Elín Ósk gaf ykkur. Minning Elínar er ljós í lífi okkar sem þekktum hana. Silla. „Eitt eilifðar smáblóm með titrandi tár sem tilbiður guð sinn og deyr.“ Þessar línur komu upp í hugann þegar fréttin barst um lát Elínar Óskar. Þessi litla stúlka, rétt um átta ára gömul, var gengin á fund skapara síns eftir langa og erfiða lífsbaráttu. En þrátt fyrir mikil veikindi var lífsgleðin mikil og and- legur kraftur í veikum líkama ótrú- legur, allt fram á síðustu stund var hún að raða saman perlum í gjafir handa sínum nánustu. Elín Ósk var hamingjurík að því leyti, að hún átti góða og ástríka ijjölskyldu sem veitti henni mikinn styrk í veikind- unum. Þessari litlu stúlku var greinilega ætlað annað hlutverk á öðru tilveru- stigi, á meðal afa sinna sem fyrir skömmu héldu þessa sömu leið. Það er mikill styrkur að vita af henni í góðum höndum þeirra. Við þökkum góðar samveru- stundir með Elínu Ósk og biðjum góðan guð að styrkja fjölskyldu hennar í þeirri miklu sorg sem á þau er lögð og veita þeim öllum blessun sína. Snorri og Jónína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.