Morgunblaðið - 08.02.1992, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.02.1992, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Eftir að salta síld í 35 þúsund tunnur A FIMMTUDAGSKVÖLD var búið að salta síld í 95.604 tunnur, þar af liðlega 3 þúsund tunnur fyrir Rússlandsmarkað. Eftir er að salta upp í samninga um sölu á tæplega 8 þúsund tunnum af flök- um fyrir Norðurlandamarkað og 27 þúsund tunnum af hausskorinni og slógdreginni síld fyrir Rúss- landsmarkað. Hugsanlega verður því saltað í 130 þúsund tunnur á þessari vertíð, þar af rúmar 41 þúsund tunnur af flökum, en á síðustu vertíð var saltað í 122.114 tunnur, þar af 37.418 tunnur af flökum. Síldin þarf að vera a.m.k. 12% feit til að hún sé söltunarhæf fyrir Rússlandsmarkað. Síidin er nú rétt yfir þessum mörkum en engin síid- veiði var aðfaranótt föstudags vegna brælu. Mest hefur verið saltað á Höfn á þessari vertíð en þar ér búið að salta í 20.000 tunnur. Síld hefur verið söltuð á 30 stöðv- um á þessari vertíð en á síðustu ver- tíð var saltað á 37 stöðvum. Á fimmtudagskvöld hafði verið saltað í 1.002 tunnur á Þórshöfn, 1.749 á Vopnafirði, 9.878 á Seyðisfirði, 8.384 á Neskaupstað, 13.475 á Eski- firði, 1.765 á Reyðarfirði, 10.357 á Fáskrúðsfirði, 1.988 á Breiðdalsvík, 3.424 á Djúpavogi, 19.813 á Höfn í Hornafirði, 6.997 í Vestmannaeyj- um, 1.268 í Þorlákshöfn, 11.346 í Grindavík, 235 í Sandgerði, 1.336 í Keflavík, 588 í Vogum á Vatnsleysu- strönd, 15 í Hafnarfirði og 1.984 á Akranesi. Morgunblaðið/Ulfar Ágústsson Nógu sterkur afísingarvökvi ekki til á Isafirði Ein af Fokker-flugvélum Flugleiða hefur verið veðurteppt á ísafirði frá því á miðvikudag vegna ísingar og slæms veðurs. Vélin fór til ísafjarðar síðastliðinn miðvikudag og lenti í svokallaðri ísrigningu á leiðinni. Vélin var því kiakabrynjuð þegar hún lenti og þurfti vand- legrar afísingar með áður en hún gæti flogið aftur. Hins vegar er ekki nógu sterkur afísingarvökvi til á Isafirði. Dimmviðri og snjó- koma hefur verið á ísafirði undanfarna daga og ekki flugfært tii bæjarins. í gær var önnur flugvél send með afísingarvökva vestur. Ekki tókst hins vegar að leysa málið í gær og er frekari aðgerða þörf áður en unnt verður að fljúga vélinni suður að nýju. ASÍ um Bifreiðaskoðun; Skráninga- tekjurnar um 180 milljónir GYLFI Arnbjörnsson hagfræðing- ur hjá Alþýðusambandi íslands segir að offjárfesting í skoðunar- stöðvun um allt land hafi átt sér stað hjá Bifreiðaskoðun íslands. Aðhald að fjárfestingum fyrirtæk- isins hafi verið mjög lítið á sama tíma og það geti innheimt um 180 millj. kr. tekjur fyrir nýskráningar og umskráningar, sem lítil kostnaður sé samfara. Sjá einnig bls. 7. Kúveitar ræða við SÍS um kaup á hlut í Olíufélaginu Rætt um að þeir kaupi 31% í félaginu á sexföldu nafnverði, eða á rúmar 1.100 milljónir króna SAMBAND íslenskra samvinnufélaga hefur undanfarna daga átt í við- ræðum við fulltrúa frá Kúveit um sölu SÍS til fjárfesta í Kúveit á 31% eignarhlut Sambandsins í Olíufélaginu hf. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var það Scandinavian Bank í London, viðskiptabanki Sambandsins, sem hafði milligöngu um komu Kúveitanna hingað til lands. Rætt er um að Kúveitarnir kaupi 31% hlut Sambandsins í Olíufé- laginu á sexföldu nafnverði, eða fyrir upphæð sem svarar rúmum 1.100 milljó'num króna. Landsbanki Islands hefur öll hlutabréf Sambandsins að handveði í Landsbankanum á móti 1.100 milljóna króna skuld þess við bankann. Hlutabréf Olíufélagsins eru nú skráð lyá verðbréfafyrir- tækjum á gengi frá 4,5 földu nafnverði upp í 5,7 falt nafnverð. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Kúveitarnir hafi gengið á fund bankastjóra Seðlabankans í fyrra- dag, til þess að leita upplýsinga um stöðu Olíufélagsins hf. og mats Seðlabankans á félaginu. Munu Kúv- eitarnir hafa fengið jákvæðar upplýs- ingar um félagið, stöðu þess og rekst- ur. Þeir munu jafnframt hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að hér væru þeir fyrst og fremst í leit að góðum fjárfestingamöguleikum, en þeir sæktust ekki eftir því að verða ráðandi í stjórn félagsins. Málið er, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, á byijunarstigi, og í gær- niorgun fóru Kúveitarnir héðan af landi brott. Sú staðreynd að Kúveit- arnir gengu á fund fulltrúa Seðla- banka Islands til þéss að kanna stöðu félagsins, þykir að mati heimilda- manna Morgunblaðsins sýna fram á að þeim sé full alvara með komu sinni hingað til lands. Heildarhlutafé Olíufélagsins hf. er 600 milljónir króna. 31% eignarhluti Sambandsins er því að nafnvirði 186 milljónir króna. Fimmfalt gengi bréf- anna gæfi Sambandinu 930 milljónir í sinn hlut, en sexfalt gengi 1.116 milljónir króna. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins er talið að innra virði Olíufélagsins sé meira en gangverð hlutabréfa segja til um og er þá rætt um að það sé að minnsta Hátt í 4 þúsund manns án atvinnu í síðasta mánuði FLEST bendir til að fjöldi atvinnulausra á landinu öllu í janúar hafi verið yfir 3% af mannafla á vinnumarkaði, skv. upplýsingum Óskars Hallgrímssonar forstöðumanns vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Þetta jafngildir því að a.m.k. 3.800 manns hafi verið að meðaltali á atvinnuleysisskrá i mánuðinum. Heildaryfirit yfir atvinnuástandið í mánuðinum liggur ekki endanlega fyrir. í desember var skráður mesti fjöldi atvinnuleysisdaga í mánuðin- \im frá upphafi skráningar eða 2,4% af mannafla. Um seinustu mánaðamót lá fyrir að fjöldi at- vinnulausra í Reykjavík í janúar hefði verið sá mesti í 20 ár. Að sögn Margrétar Tómasdóttur hjá Atvinnuleysistryggingasjóði er gert ráð fyrir um 1.150 millj. kr. framlagi til sjóðsins á fjárlögum en fjárþörf sjóðsins er 1.600 millj. gangi spá Þjóðhagsstofnunar um 2,5% atvinnuleysi á landinu á árinu eftir. Ríkissjóður ábyrgist greiðslur sjóðsins á móti tryggingagjaldi atvinnurekenda. Ætla má að fyrir hvert eitt prósent atvinnulausra þurfi að greiða 650 millj. kr. bætur á heilu ári, að sögn Braga Guð- brandssonar, aðstoðarmanns fé- lagsmálaráðherra. Það þýðir að ef yfir 3% atvinnuleysi verður viðvar- andi út árið getur ríkissjóður þurft að leggja til sjóðsins 800-1.000 millj. kr. til viðbótar lögbundnu framlagi fjárlaga. Að sögn Óskars er atvinnuleysi þó að jafnaði meira í janúar en á öðrum árstímum. kosti 6,5 falt nafnverð. Samkvæmt því þykir ekki ólíklegt að Kúveitarn- ir væru tilbúnir til þess að greiða sexfalt nafnverð fyrir bréf Sam- bandsins. Morgunblaðið sneri sér til Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra Sambands- ins í gær, en hann kvaðst ekkert um málið vilja segja. Sagði einungis að Sambandið væri stöðugt að ræða eignasölu, bæði við innlenda og er- lenda aðila. Það væru gömul tíðindi og ný. Utanríkisráðherra: Skýrsla um verktöku á Keflavík- urflugvelli JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráðherra hefur óskað eftir því við Salóme Þorkelsdóttur forseta Alþingis að gefa Alþingi skýrslu um verktöku fyrir varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli, ástand og horfur, á fimmtudag í næstu viku. Á miðopnu blaðsins er rætt við utanríkisráðherra og Þorstein Páls- son sjávarútvegsráðherra um verk- takamál á Keflavíkurflugvelli. Þor- steinn hefur lýst þeirri skoðun að afnema eigi nú þegar einokun ís- lenskra aðalverktaka á framkvæmd- um fyrir varnarliðið en Jón Baldvin segir það ekki framkvæmanlegt þar sem þegar liggi fyrir verksamningar um framkvæmdir til ársins 1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.