Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/Júlíus Fór betur en á horfðist Tveir bílar skullu harkalega saman á Vesturlandsvegi, á móts við Bifreiðaskoðun íslands, síðdegis í gær. Annar ökumannanna festist í flaki bíls síns og varð að ijúfa hlið bflsins með jámklippum til að ná honum út. Hann var fluttur á slysadeild, en samkvæmt upplýsingum'lögreglu munu meiðsli hans ekki vera mikil. Aðrir sluppu einnig með minni háttar meiðsli. Yfirvinna dregin saman og lýtalækningadeild lokað nema í slysatilfellum Sparnaðartillögur stjórnarnefndar Ríkisspítala: Fækkað um allt að 50 starfsmenn Alvarlegt atvinnu- ástand í Eyjum -segir Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélagsins JÓN Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, segir að atvinnuástandið sé mjög alvarlegt í Eyjum og man hann ekki eftir jafnslæmu ástandi nema í skamman tíma vegna verkfallsátaka. I jan- úar voru 104 skráðir atvinnuiausir að staðaldri en 59 í desember. Fyrstu tvær vikurnar í fcbrúar hafa 107 verið skráðir atvinnulausir og eru það tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. „Þetta er orðið ófremdarástand og skauti á meðan menn ráðstafa þessu ekki líðandi lengur að það skuli vera örfáir menn sem ráði því hvað gert er við auðlind þjóðarinnar, því eins og sagt var réttilega í Morgunblað- inu, þá segja lögin að við eigum þetta öll,“ sagði Jón. „Fiskvinnslufólkið hefur hjálpað til við að byggja upp fiskiðnað hér í Vestmannaeyjum, en á síðan að sitja hjá með hendur í af geðþótta með einhveija stundar- hagsmuni fyrir augum.“ Jón sagði, að atvinnuástandið væri í raun verra en tölur sýndu, því stór hluti af því fólki sem væri heima fengi greitt í gegnum fyrirtækin, en væri í raun á bótum úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði. Þar gæti verið um 150 manns að ræða til viðbótar, sem ekki væru á atvinnuleysisskrá. Þá telja forystumenn nokkurra annarra verkalýðsfélaga, að þung- lega horfí í atvinnumálum í öðrum landshlutum. Á vertíðarsvæðum binda menn vonir við að atvinna muni glæðast þegar vertíð hefst fyr- ir alvöru en kvíða sumrinu þegar nemendur koma út á vinnumarkað- inn. Fá þeir ekki séð að miklir mögu- leikar séu á atvinnu fyrir skólafólk. Sjá nánar á bls. 12 FÆKKAÐ verður um allt að 50 starfsmenn á Ríkisspítölunum á árinu, dregið verður stórlega úr starfsemi lýtalækningadeildar og aðeins sinnt alvarlegum slysatilfellum, sumarlokanir verða á deildum í sama mæli og á árinu 1990 og dregið verður úr yfir- vinnu á öllum sviðum, skv. tillögum stjórnarnefndar Ríkisspítal- anna til heilbrigðisráðherra sem samþykktar voru á fundi í gær með 5 atkvæðum en tveir stjórnarmenn, Guðmundur Bjarnason og Svavar Gestsson, sátu hjá. Með þessum tillögum á að ná fram 300 millj. kr. heildarsparnaði. Lést í um- ferðarslysi Maðurinn sem Iést I umferðar- slysi á Kringlumýrarbraut á fimmtudag hét Jón Ólafsson, til heimilis að Háteigsvegi 50 í Reykjavík. Jón heitinn var á 76. aldursári, fæddur 18. apríl 1916. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjóra upp- komna syni. Upplýsingar í frétt Morgunblaðs- ins um hvar slysið átti sér stað og hafðar voru eftir lögreglu voru rang- ar. Jón varð fyrir bifreiðinni á Kringlumýrarbraut, norðan brúar yfír Kársnesbraut, en ekki á Hafnar- fjarðarvegi sunnan brúarinnar. Ákveðið var að draga úr yfir- vinnukostnaði á öllum lækninga- sviðum og spara þannig 90 milljónir kr. að sögn Arna Gunn- arssonar, formanns stjómarnefnd- arinnar. Starfsfólki verður fækkað um allt að 50 með stöðvun á ný- og endurráðningum. Með þeim að- gerðum á að spara 90 milljónir kr. Þá var ákveðið að loka einni handlækningadeild sem á að leiða af sér 60 milljóna kr. sparnað. Hafa yfirmenn handlækningasviðs ákveðið að það verði lýtalækninga- deild þó áfram verði tekið á móti alvarlegum sjúkdóms- og slysatil- fellum. Spara á 30 milljónir með sumar- lokunum og ná fram 30 millj. kr. spamaði með ýmsum aðhalds- aðgerðum, sem felast m.a. í út- boði á lyfjakaupum, hertu eftirliti með lyfjalista, fækkun námsferða, hertu eftirliti með notkun rekstrar- vara á deildum og skurðstofum, samdrætti í starfsemi tölvudeildar, bóka- og tímaritakaup verða minnkuð, dregið verður úr inn- kaupum á rekstrarvörum og dreg- ið úr aðkeyptri þjónustu og útboð- um og verðkönnunum á matvörum beitt. Að sögn Árna mun kostnaður við að helmingur bráðavakta á Landakotsspítala færist yfir á Landspítalann verða um 150 millj. kr. „Við gerum ráðuneytinu grein fyrir að í þessum tillögum er ekki gert ráð fyrir að við getum mætt þeim kostnaði," sagði Árni. Hann sagðist einnig telja að sá skilning- ur væri á milli ráðuneytisins og stjórnarnefndarinnar að ráðuneyt- ið muni brúa bilið á milli fjárþarf- ar Ríkisspítalanna, sem nemur 550 millj., og þessa 300 millj. kr. sparnaðar. Hugmyndir stjórnenda Ríkis- spítalanna um samdrátt eða lokun stofnana sem standa utan Land- spítalans fylgja ekki tillögum stjórnarnefndarinnar til ráðherra að þessu sinni. Árni sagði að við nánari athugun hefði komið í ljós að slíkar aðgerðir þörfnuðust mun meiri undirbúnings. „Miðað við stöðuna nú höfum við áhuga á að ræða við ráðuneytið um að Ríkis- spítalarnir láti af rekstri tiltekinna stofnana og geti annaðhvort selt eða leigt eignir sínar til að mæta samdrætti í rekstri,“ sagði Árni. ------» ♦ ♦------- Fyrsta Fokk- er 50 - flug- vélin afhent Amsterdam, frá Margréti Þóru Þórsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins FLUGLEIÐIR fengu í gær af- henta fyrstu Fokker 50 flugvél- ina frá Fokker verksmiðjunum í Amsterdam í Hollandi. Hörður Sigurgestsson, stjórnai-formað- ur Flugleiða, veitti flugvélinni viðtöku fyrir hönd félagsins. Verður flugvélinni flogið til Akureyrar í dag þar sem henni verður gefið nafnið Ásdís, og þar með hefst endurnýjun inn- anlandsflota Flugleiða. Ný Fokker 50 skrúfuþota með varahlutum og aukabúnaði kostar í dag um 870 milljónir kr. Flugleið- iu leigja þijár slíkar vélar til tíu ára og eina til fimm ára og hafa þá kauprétt á fyrirfram ákveðnu verði. Fokker 50 vélarnar taka 50 farþega í innanlandsflugi og 48 í millilandaflugi. Hýggjast Flugleið- ir m.a. nýta þær til áætlunarflugs til Grænlands og Færeyja og milli Færeyja og Glasgow. Meginverk- efni vélanna verður hins vegar flug til áætlunarstaða innanlands. Áætlað er að vélin lendi á Akur- eyrarflugvelli kl. 14 í dag. Eyjafjarðarsveit: Villtu nautgrípirnir fangaðir eftir æsi- legan eltingarleik Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. LOKSINS hefur tekist að koma höndum yfir villtu nautgripina fjóra sem gengið hafa úti í fjöllunum upp af Kristnesi það sem af er vetri. Eigandi þeirra fékk nítján fílelfda og vel tækjum búna hjálpar- sveitarmenn til að hjálpa sér við að ná gripunum. Tókst þeim það eftir æsilegan eltingarleik. Eigandi nautgripanna er Páll Ingvarsson bóndi í Reykhúsum. Aðalsteinn Hallgrímsson á Björk, sem er gegnt Reykhúsum austan megin Eyjafjarðarár, sá gripina í sjónauka þar sem þeir voru komnir niður í skógræktargirðingu við Kristnesspítala og lét Pál vita. Hafði Páll samband við hjálpar- sveitina Dalbjörgu og fékk þaðan nítján menn. Skipulögðu þeir ferð- ina vel fyrirfram og voru vel tækj- um búnir, með sex fjórhjól, tvo hesta og pallbíl. Þessi hersing hélt síðan af stað klukkan tíu í gær- morgun og voru allir gripimir komnir í hús á hádegi. Kúrekamir umkringdu nautgrip- ina á þijá vegu og ráku niður á þjóðveg. Þar var fjórhjólunum síðan beitt. Ofurhugamir tvímenntu á hjólunum sem voru keyrð í botni á eftir dýrunum. Þeir sem sátu afturá fleygðu sér á gripina á fullri ferð, vopnaðir múlum og öðrum búnaði. Héngu þeir þannig á hálsi þeirra og sá sem lengst hljóp var kominn nokkuð áleiðis til Akureyrar þegar kúrekanum tókst að yfirbuga hann. Þannig tókst loks að fanga þessa villtu gripi og koma í hús. I nautgripahópnum voru tveir uxar og tvær kvígur. Kvígurnar em kálffullar og vom farnar að láta nokkuð á sjá eftir vetrarfrí á fjöllum. Beiýamín Morgunblaðið/Benjamín Baidursson Páll í Reykhúsum hugar að villtu nautgripunum eftir að tekist hafði að fanga þá eftir æsilegan eltingarleik. > > )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.