Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 17 AGIÐ OG LUGA FEl NGLUNA SÍN 14. fet FYRIRUTJ FÖSTUDA LAUGARÍ Hækkun skatta í Mosfellsbæ! eftirJón Sævar Jónsson Nýlega gekkst Sjálfstæðisfélag í Mosfelisbæ fyrir bæjarmálafundi um fjárhagsáætlun næsta árs. Þarna var um þarft og tímabært framtak að ræða af hálfu forystumanna Sjálf- stæðisfélagsins sem þeir skulu hafa þakkir fyrir, sérstaklega þar sem heyrst hefur að bæjarfulltrúum flokksins hafi ekki þótt tilefni til fundarins. I upphafi fundar gerði bæjarstjóri grein fyrir fjárhagsáætlun 1992 og forseti bæjarstjórnar gerði grein fyr- ir framkvæmdaáætlun. Fram kom að bæjarfélagið hafði á síðasliðnu ári orðið fyrir talsverðri tekjuskerð- ingu og nokkrum áföllum. Bar þar hæst gjaldþrot Álafoss sem var stærsti útsvarsgreiðandi í bænum og treg sala á nýjum byggingarlóð- um. Bæjarfélagið er í dag skuldsett og _ lausaíjárstaðan afleit. I fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að launakostnaður aukist um 3% og önnur rekstrargjöld um 6%. Þannig er gert ráð fyrir að hver einasti kostnaðarliður hækki þrátt fyrir þær efnahagslegu forsendur sem al- mennt eru í þjóðfélaginu um sam- drátt, minnkandi þjóðartekjur og minnkandi ráðstöfunartekjur heimil- a nna. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar sýna að framkvæmdafé mun aukast um 40% á milli ára. Aukning al- mennra rekstragjalda og á fram- kvæmdafé sýnir glögglega stór- auknar skattatekjur bæjarfélagsins. Því að framkvæmdafé er það sem eftir er af skattatekjum þegar búið er að greiða almennan rekstur og vaxtagjöld, en vaxtagjöld aukast um 111% á milli áranna 1991 og 1992 enda bein tengsl á milli slæmrar iausafjárstöðu og vaxtagjalda. Hvergi kom fram að litið hefði verið til sparnaðar og ráðdeildar. Engin niðurskurðaráform. Fyrir- spurnum um þau mál var ekki svar- að. Aðeins bent á að hækkanir væru nauðsynlegar til að veita óbreytta þjónustu. Engin önnur úrræði en að hækka útsvar. Það er auðvelt að stjórna þegar hægt er að auka tekjur með því að fara í vasa annarra en erfiðara þeg- ar sýna þarf aðhald og ráðdeild. En heimilin eiga einmitt nú erfiðu leið- ina fyrir höndum því þau geta ekki aukið sínar tekjur með því að fara í vasa annarra. Einn bæjarfulltrúi benti á að af 100 þúsund króna mánaðartekjum væri aðeins um að ræða 500 krónu skattahækkun. En aðeins 500 krón- ur á mánuði eru aðeins 6 þúsund krónur á ári og aðeins 1.000 krónur á mánuði eru aðeins 12 þúsund á ári. Það er þó ekki málið hvort að- eins er um að ræða 500 eða 1.000 krónur á mánuði heldur hitt að þeg- ar eins og nú liggur ljóst fyrir að ráðstöfunartekjur heimilanna munu Fyrirlest- ur um geð- læknisfræði ODDUR Bjarnason, geðlæknir við Landspítala, flytur í dag, laugar- daginn 15. febrúar, erindi sem hann kallar Geðlæknisfræði í ljósi sálarheimspeki. í erindinu hyggst Oddur varpa ljósi sálarheimspekinnar á ljósar og leyndar hugmyndir geðlækna um tengsl sálar og líkama. Erindið er hið fjórða í fimm erinda röð um tengsl sálar og líkama. Laugardaginn 22. febrúar mun Þorsteinn Gylfason prófessor í heim- speki, loka röðinni með því að bregð- ast við efni fyrri erinda. Erindin hefjast kl. 14.00 og verða flutt í sal 2 í Háskólabíói. „Það er auðvelt að stjórna þegar hægt er að auka tekjur með því að fara í vasa annarra en erfiðara þegar sýna þarf aðhald og ráðdeild. En heimilin eiga einmitt nú erfiðu leiðina fyrir höndum því þau geta ekki aukið sínar tekjur með því að fara í vasa annarra.“ minnka þá seilist bæjarstjórn dýpra í vasa þegnanna en nokkru sinni fyrr. Aðalatriðið er þó í stefnuskrá og kosningaloforðum Sjálfstæðis- flokksins er talað um lækkun skatta en ekki hækkun. Hér hefur ekki verið minnst á miklar og ótímabærar framkvæmdir við nýja miðbæinn sem bæjarfélagið er nýbúið að skuldbinda sig til að fara út í á næstu árum því þær Jón Sævar Jónsson koma ekki nema að litlu leyti til framkvæmda á þessu fjárhagsári en óneitanlega virðist verið að leggja grunninn að því sem koma skal. Hvað kemur næst? Hækkun annarra gjalda? Til dæmis fasteignagjalda? Gerði nokkur fundarmanna sér til dæmis grein fyrir að þær 35 milljón- ir sem fara eiga í yfirbyggingu á torgi í nýja miðbænum eru eins og eitt dagheimili sem fundurinn marg- ítrekaði lýsti eftir? Höfundur er verkfræðingur. RYMINGARSALA Húsgögn - stólar, sófar, Montana hillueiningar. Gluggatjaldaefni, bútar gólfmottur, lampar o.fl. Góður afsláttur epol ■I Faxafeni 7. s Faxafeni 7, sími 687733. WEimR 00 HJÁra FERL KYNNIR OG SÝNIR OG b. KINGLUSPORT KYNNIR VETRARFATNAÐ FRÁ: (2gwe No«ruiA»o m Frank Shorter ^SSI OG FLEIRUM: FATNAÐURINN SEM VEITIR HLYJU OG VERND I KULDA OG VONDUM VEÐRUM! KRINGIA HANN ER 45 ÁRA, BUICK 1947 BÍLALEIGAN ALP - AVIS ER MEÐ KYNNINGU Á STARFSEMI SINNI. SCANDIA ÍSLAND KYNNIR TYGGINGAR SEM í BOÐI ERU HJÁ FÉLAGINU. HLJÓMBÆR KYNNIR PIONEER HLJÓMFLUTNINGSTÆKI I BIFREIÐAR. KRINGLU SPORT, BORGARKRINGLUNNI, SÍMI: 679955

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.