Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 UPPRISA Charlie Sheen kominn á beinu brautina Charlie Sheen, einn af efnilegri yngri leikurum í Hollywood, hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri, en allt er nú að smella sam- an á ný. Sheen, sem er sonur stór- leikarans Martins Sheens og bróðir leikarans og leikstjórans Emilio Estevez, sem þykir snjall, hafði leik- ið í ellefu kvikmyndum og skapað Charlie með kærustunni Charl- otte. sér nafn, þó ekki stómafn, áður en hann sló rækilega í gegn með leik sínum í „Platoon" og „Wall Street", sem báðar voru undir leikstjórn Oli- vers Stone sem hafði tröllatrú á stráknum. En hann svo að segja hvarf af sjónarsviðinu eftir umrædda sigra á hvíta tjaldinu. „Frægðin steig mér til höfuðs, það er engin spurning um það. Ég sökkti mér í áfengi og fíkniefni og skemmti mér konunglega. Það var svo gam- an, að það skipti mig litlu þótt ég væri með lemjandi timburmenn á hverjum einasta morgni og gæti ekki farið í vinnuna án sólgler- augna. Ég mundi ekki einu sinni lín- urnar mínar í litlum hlutverkum. Gleymdi stundum hvað myndirnar hétu og hvert hlutverk mitt var. Einu sinni reyndi Clint Eastwood að tala um fyrir mér og ég hugsaði bara, „hvaða helv ... fáviti er þetta? Heldur hann að ég sé eitthvert smá- bam? Um síðir fór hins vegar að renna upp fyrir mér ljós og þá fann ég að Charlie Sheen í ræsinu. ég réði ekki við neitt. Ég var svo aðframkominn að ég reyndi meira að segja að fyrirfara mér. En nú er ég nýr maður og ég þakka það unn- ustu minni, Charlotte Lynn, sem hefur staðið við hlið mér tvö síðustu árin. Fjölskylda mín á einnig heiður skilin, pabbi og Emilio voru sífellt að brýna fyrir mér að fara í með- ferð. Lengst af hunsaði ég þá, en lét svo til leiðast. Nú er ég viss um að alkóhólismi er sjúkdómur en ekki aumingjaskapur. Það er mikilvægt að gera þama greinarmun á til þess að skilja vandann betur og taka á honum,“ segir Charlie Sheen, sem sló nýlega í gegn á nýjan leik í kvik- myndinni „Hot Shots“. STJÓRNMÁL Leiðtogaskipti í Astarflokknum Frá því hefur verið greint, að Iliona Staller, „La Cicciolina" dró sig í hlé af ítalska þinginu síðast liðið vor. Töldu þá margir að dagar „Ástarflokksins" væru taldir. Raunar var meira litið á flokkinn sem hálfgert sprell og góðlátlegt grín að ítölskum stjóm- málum. En nú reynist flokkurinn ekki vera dauður úr öllum æðum. Cicciolina, sem er nú ráðsett gift kona vestur í Bandaríkjunum Moana, formaður Ástarflokksins. flaug nefnilega heim á dögunum og tilnefndi á vel sóttum blaða- mannafundi eftirmann sinn í form,- annssæti Ástarflokksins. Steig þar fram Moana Pozzy, ýturvaxin og fyrrum klámmynda- leikkona eins og Cicciolina. Er Pozzy hafði hneygt sig og sagt nokkur spakleg orð í hljóðnem- anna hófst það sem viðstaddir fréttamenn höfðu reiknað með. Cicciolina þrýsti á hnapp á segul- bandi og eggjandi tónlist flóði um salinn. Pozzi sparkaði stólum um koll og hóf að svipta sig klæðum í takt við tónlistina. Var hún ekki í rónni fyrr en hver spjör lá á gólfinu eða á stólbökum. Var þess getið að flokkurinn hefði fengið athafnasaman og duglegan form- ann. Jafn vel meiri kropp heldur en fráfarandi formaður. Og þá eru það næstu kosningar.... KVIKMYNDIR Rebecca De Mourn- ay slær loksins ígegn að ber æ meira á hinni upp- rennandi leikkonu Rebecca De Moumay í Hollywood. Hún er þrítug og hefur lengi verið að basla við frægðina, en skyndilega er eins og allt hafi smollið saman. Eftir ótal lítil hlutverk, eða stærri hlutverk í ómerkilegum myndum, var De Mournay valin í stórhlutverk í kvikmyndinni „The Hand that Rocks the Cradle“, eða höndin sem hrærir vögguna. í síðar nefndu kvikmyndinni leikur De Moumay barn- fóstm sem ekki er öll þar sem hún er séð — raunar stór- hættulegur geðsjúkl- ingur. Hún segist hafa lifað sig inn í hlutverkið að því marki að henni þótti persóna sín vera eðli- leg er hún lék hana. „Það var nauðsyn- legt þótt ekki hafí það verið skemmti- legt. En ég varð að gera það. Það var á hreinu að ég varð að telja rangt vera rétt og öfugt. Ég var mjög þreytt eftir tökurnar, þetta voru mikil átök. En þegar ég sá myndina fyrst fór um mig hrollur. Mynd- in er hrollvekja og fyrir mér var hún eiginlega meira en það. Það fór um mig hrollur bara við að horfa á sjálfa mig. Ég spurði sjálfa mig í sífellu: Er þetta ég? Hvernig má það vera? Rebecca De Mournay. COSPER — Eignast ég litla systur eftir tvo mánuði? Ég verð að segja mömmu frá þessu. Rom Nk. fimmtudag: Tónleikar RUT + Laugardaginn 22. febrúar. SÁURHMS JÓRSMÍHS Fimmtud. 26. feb. RismaR Þorrahlaibori Einar Júlíusson, söngvari, skemmtir um helgina ósamt Hilmari Sverrissyni og tríoinu 6ylfaginningu. Borðapantanir í síma 17759 Dansad til kl. 3 NOTTIN ER UNG ! NU mætum við öll í Danshúsið. Hljómsveitin Smellir og Ragnar Bjarnason ásamt Evu Ásrunu Albertsdóttur skemmta. UPPSELT í MAT - MÆTUM SNEMMA. Aðgangseyrir kr. 800,- Snyrtilegur klæðnaður. Opið frá kl. 22-03. BREYTT OG BETRA DANSHÚS Chicago Beau og ‘Vinir!Dóra í KVÖLD, OPIÐ KL. 20-03 K L. 22. GESTIR KVÖLDSINS CROSSROADS Forsala aðgöngumiða á tónleikana fer fram í verslunum Skifunnar Laugarvegi 26,96, Kringlunni og Púlsinum. s-k-i-f-a-n BYRJUM SNEMMA IKVÖLD Jddi SAMSKIP HF PLATONIG RECORDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.