Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992
27
Hátí ðarfrumsýning
Bíóhallarinnar
Námsmögu-
leikar í Banda-
ríkjunum
inni stendur. Umsækjendur um au
pair starf í Bandaríkjunum á vegum
samtakanna þurfa að hafa náð 18
ára aldri, vera barngóðir, reykja
ekki, hafa bílpróf, góða heilsu og
vera opnir fyrir nýjum og breyttum
aðstæðum.
á myndinni JFK
DR. STEPHEN J. Nagle prófess-
or við University of South Caro-
lina, verður staddur hér á landi
vikuna 17.-23. febrúar, í þeim
tilgangi að kynna starfsemi skól-
ans. Hann mun halda kynningar-
fundi á eftirtöldum stöðum:
Mánudaginn 17. febrúar kl.
11.30 í Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi og kl. 14.15 sama dag
í Samvinnuháskólanum á Bifröst.
Miðvikudaginn 19. febrúarkl. 12.00
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og sama dag kl. 19.00 í norðurkjall-
ara Menntaskólans við Hamrahlíð.
Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 11.00
í Fjölbrautaskólanum í Ármúla og
föstudaginn 21. febrúar kl. 12.00 í
Verslunarskóla íslands.
Þess má geta að allmargir íslend-
ingar hafa undanfarin ár lagt stund
á nám í þessum skóla og á þessu
ári eru um 20 íslendingar í skólan-
um.
„AU PAIR in America“ eru
bandarísk samtök með aðalskrif-
stofur sínar og kennsiuhúsnæði
í New York. Þau hafa starfað í
25 ár eða frá árinu 1967 og voru
fyrstu samtökin sem stjórnvöid í
Bandaríkjunum veittu J-1 vega-
bréfsáritanir og sérstakt leyfi til
starfseminnar. Nú hafa þessi
samtök í fyrsta sinni ráðið sér
fulitrúa hérlendis og er það
Linda H. Hallgrímsdóttir.
Samtökin hafa fulltrúa í yfir 20
löndum Evrópu, en einnig eru ráð-
gjafnar á vegum þeirra í þeim 130
borgum Bandaríkjanna, sem fólk
er sent til. Samtökin starfa einnig
innan A.I.F.S., sem er skammtsöf-
un fyrir American Institute for For-
eign Study, sem leggja áherslu á
nám viðkomandi. Er fólkið hvatt til
þess að stunda nám meðan á dvöl-
HALDIN verður sérstök hátíðarfrumsýning á mynd Olivers Stones,
„JFK“, í dag, laugardaginn 15. febrúar.
forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, og einnig hefur verið
ráðherrum íslands og alþingis-
mönnum verið boðið ásamt öðru
góðu fólki. Jón Baldvin Hannibals-
son utanríkisráðherra mun halda
stutta forsögu um atburði þessa
tíma áður en sýning hefst.
Myndin segir frá rannsókn Jims
Garrisons, saksóknara í New Orle-
ans, á morði Johns F. Kennedys.
Fáar myndir hafa valdið eins miklu
fjaðrafoki í Bandaríkjunum. Um-
ræðan eftir frumsýningu myndar-
innar hefur verið slík að rætt hefur
verið um að Bandaríkjastjórn birti
nú þegar opinberlega skjöl um
rannsókn málsins. Þessi skjöl eru
lýst trúnaðarskjöl og verða í læst-
um hirslum Bandaríkjastjórnar til
ársins 2029. Hvað sem öðru líður
þá hefur myndin vakið upp ýmsar
spurningar.
Til frumsýningarinnar mætir
Attaböm
ammaí
skóginum
- norsk kvikmynd
fyrir börn og unglinga
í Norræna húsinu
KVIKMYNDASÝNING fyrir
börn og unglinga verður í fund-
arsal Norræna hússins, sunnu-
daginn 16. febrúar kl. 14.00.
Sýnd verður kvikmyndin Mormor
og de átta ungene i skogen og er
hún gerð eftir sögum norsku skáld-
konunnar Anne-Cath Vestly og
leikur hún sjálf hlutverk ömmunn-
ar. Leikstjóri er Espen Thorstenson.
Myndin er gerð 1979 og er sýning-
artíminn um ein og hálf klukku-
stund. Myndin er með norsku tali.
Aðgangur er ókeypis og boðið
er upp á ávaxtasafa í hléi.
Og
Gæludýra-
sýning
UNDRALAND, markaðstorg hefur
ákveðið að efna til gæludýrasýning-
ar um þarnæstu helgi. Verður fólki
gefinn kostur á að sýna dýrin sín
á sýningunni og verða síðan verð-
laun veitt fyrir „sérkennilegasta og
skemmtilegasta dýrið“. Þátttaak-
endur verða að koma með dýrin í
búrum, en dómari verður fulltrúi
Gullfiskabúðarinnar.
Skráning keppenda fer fram nú
um þessa helgi í Undralandi, Grens-
ásvegi 14, dagana 14. og 15. febrú-
ar. í frétt frá Undralandi segir, að
Heilbrigðiseftirlit ríkisins banni
sýningu á hundum, köttum, hest-
um, kúm og svínum.
Framsóknarmenn funda
ÞINGMENN Framsóknarflokksins hafa undanfarnar vikur verið í
fundarherferð í öllum kjördæmum landsins. Síðasti fundurinn verð-
ur haldinn í Reykjavík nk. þriðjudagskvöld 18. febrúar á Hótel Sögu
undir heitinu „Stefnir í fijálshyggjuráðstjórn á íslandi?"
Frummælendur verða Steingrím-
ur Hermannsson formaður Fram-
sóknarflokksins og Finnur Ingólfs-
son alþingismaður. Fundurinn sem
er öllum opinn hefst kl. 20.30.
Þá hafa þingmenn Framsóknar-
flokksins verið á allmörgum vinnu-
staðafundum víða um land og verða
slíkir fundir haldnir í Reykjavík á
næstu dögum.
Eitt atriði úr myndinni JFK.
Bandarísk „au pair“-samtök
með fulltrúa hérlendis
Ólafur Als og Rósa María Ásgeirsdóttir.
■ EIGENDASKIPTI hafa orðið á Sólbaðsstofunni Laugavegi 99. Nýr
eigandi er Ólafur Als en honum til aðstoðar verður Sigrún Eddá Sigurð-
ardóttir. Af þessu tilefni verður boðið upp á kökuveitingar með kaffinu
nk. laugardag og sunnudag (15. og 16. feb.) á opnunartíma. Leitast verð-
ur við að veita áfram sömu þjónustu sem hefur einkennt þessa sólbaðsstofu
í gegnum árin og hún aukin. (Cr Fríttatilkynningu)
Alþingi:
Sí ldai*verksmiðj ur ríkis-
ins verða hlutafélag
Næsta skref er einkavæðing segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra mælti í fyrradag fyrir
frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Síldarverksmiðjur
með frumvarpinu er lagður grunnur að því að einkavæða fyrirtækið.
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra greindi í sinni fram-
söguræðu frá ástæðum þess að
frumvarpið er lagt fram; á síðastl-
iðnu vori blöstu við mjög alvarleg-
ir rekstrarörðuleikar sem hjá-
kvæmilegt var að bregðast við.
En einnig væri frumvarpið tilkom-
ið vegna yfirlýstra markmiða rík-
isstjórnarinnar um að hún stefni
að því að fá heimildir til að breyta
opinberum fyrirtækjum sem störf-
uðu á samkeppnismarkaði í hluta-
félög og selja þau eftir því sem
æskilegt væri talið og aðstæður
leyfðu hveiju sinni.
Sjávarútvegsráðherra lagði því
til að Síldarverksmiðjum ríkisins
verði breytt í hlutafélag sem taki
við rekstri verksmiðjanna frá og
með 1. maí n.k. Hlutafélagið taki
við öllum eigum Síldarverksmiðja
ríkisins, þar með töldum fasteign-
um. Fara myndi fram mat á eig-
unum og skuldum Síldarverk-
smiðjanna. Matið yrði notað til
viðmiðunar þegar hlutafé og eig-
infjárstaða nýja félagsins yrði
ákveðin. Ekki væri gert ráð fyrir
að hið nýja hlutafélag yfirtaki allt
uppsafnað rekstrartap Síldarverk-
smiðjanna en gert væri ráð fyrir
að ríkissjóður yfírtaki hluta skulda
verksmiðjanna. Föstum starfs-
mönnum Síldarverksmiðjanna
yrðu tryggð sömu störf við stofnun
hlutafélagsins og þeir nú gengdu.
í upphafí verður ríkissjóður einn
eigandi allra hlutabréfa í félaginu.
En sjávarútvegsráðherra sagði að
yrði frumvarpið að lögum væri
lagður grunnur að næsta skrefi
málsins sem væri að einkavæða
fyrirtækið. Það væri fyrirhugað
að selja öðrum hlutabréf í félaginu
eða einstakar eignir þess. Ráð-
herra sagði að við söluna skyldi
sérstaklega horfa til heimamanna
og starfsmann á þeim stöðum sem
verksmiðjurnar væru starfræktar.
Að endingu fór sjávarútvegsráð-
herra'þess á leit að málið fengi
skjóta en vandaða umfjöllun í sjáv-
arútvegsnefnd.
Viðtökur þingmanna voru
blendar. Þingmenn létu ekki stór
orð falla en hins vegar mörg. Til
máls tóku: Einar K. Guðfínnsson
(S-Vf), Páll Pétursson (F- Nv),
Jóhann Ársælsson (Ab-Vf), Stein-
grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) og
Ragnar Amalds (Ab-Nv).
Meiningamunur
Einar K. Guðfinnsson (S-Vf)
sagði ekkert mæla með ríkis-
rekstri í dag en það yrði að standa
þannig að sölunni að samkeppnis-
staða hins nýja fyrirtækis yrði
eðlileg og jafnræðis gætt gagn-
vart þeim sem fyrir væru í grein-
inni. Aðrir ræðumenn voru ekki
alfarið andvígir eða fylgjandi
frumvarpinu. Þeir töldu þarft að
skoða þetta mál frá ýmsum hlið-
um. Þeir hvöttu til varfærni. Þing-
menn Norðurlandskjördæmis
vestra höfðu einna mestar efa-
semdir. Páll Pétursson (F-Nv)
formaður þingflokks framsóknar-
manna var „alls ekki sannfærður
um að þarna væri verið að stíga
rétt skref eða nauðsynlegt“ hins
vegar varð formaður þingflokks
framsóknarmanna að greina frá
því að innan þingflokks síns væri
meiningamunur um þetta mál, t.d.
hefði fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra Halldór Ásgrímsson (F-Al)
talið það gott ráð að breyta Síldar-
verksmiðjum ríkisins í hlutafélag.
Páll Pétursson benti á að Síldar-
verksmiðjurna hefðu fært mikla
björg í þjóðarbúið nú væri fyrirsjá-
anlegt að þetta stóra og góða fyr-
irtæki yrði limað í sundur og af-
hent öðrum. Hann vonaði að það
yrði ekki til mikilla óheilla en hon-
um þætti það mikill sjónarsviptir
að ef eða þegar Síldaverksmiðurn-
ar ríkisins hætta starfsemisinni„á
Siglufirði." Ragnar Arnalds (Ab-
Rv) hafði sömu efasemdir. Ragnar
neitaði því ekki að Síldarverk-
smiðjur ríkisins hefðu siglt í öldud-
alnum undanfarin ár en slíkt hefði
fyrr gerst, ekki væri vonlaust að
staðan breytist. Miklar sveiflur og
sviptingar væru nú fremur reglan
heldur en undantekningin í ís-
lenskum sjávarútvegi.
Ráðherra ræður ráðahag
Ragnari þótti mjög einkenni-
lega að þessu máli staðið. Hann
saknaði þess að í frumvarpinu
væri engin stefna mörkuð um
framkvæmd einkavæðingarinnar
heldur væri allur þessi ráðahagur
settur í hendur sjávarútvegsráð-
herra og flokks hans; Sjálfstæðis-
flokksins. En núna þegar ætti að
koma fyrirtækinu í hendur einka-
aðila vildi ræðurmaður vekja at-
hygli á 9. gr. frumvarpsins: „Fjár-
málaráðherra er heimilt fyrir hönd
rikissjóðs að yfírtaka skuldir Síld-
arverksmiðja ríkisins að fjárhæð
allt að 500.000 þús.“ Ragnar Arn-
alds var ekki þeirrar skoðunar að
það þyrfti slíka „heimanfylgju"
þegar fyrirtækið færi úr foreldra-
húsum; ríkisbúinu. Síldarverk-
smiðjurnar hefðu hingað til ekki
verið styrktar úr ríkissjóði.
I lok umræðunnar þakkaði sjáv-
arútvegsráðherra Þorsteinn
Pálsson þingmönnum fyrir mál-
efnalega umræðu. Sjávarútvegs-
ráðherra vildi reyna að sefa ótta
Páls Péturssonar og Ragnars Arn-
alds vegna þess áfalls sem orðið
gæti ef ríkisrekstri yrði hætt í
Siglufirði. Sjávarútvegsráðherra
taldi þvert á móti að einkavæðing
myndi efla staðinn, auka traust
og tiltrú.
Þorsteinn Pálsson vísaði því á
bug að verið að ívilna einhverjum
með því ákvæði að ráðherra yrði
heimilt að yfírtaka skuldir Sílda-
verksmiðjanna. Söluverð réðist af
mati á eignum og skuldum. Og í
frumvarpinu væri kveðið á um að
mat skyldi fara fram á eigum og
skuldum verksmiðjanna til viðm-
hlutafjár og
einkavæðingu
Síldarverksmiðjanna þyrfti ekki
að fara í grafgötur. í athugasemd-
um með frumvarpinu segði m.a:
„Meta þarf sérstaklega hvenær
aðstæður eru ákjósanlegar til sölu
áður en ákvörðun verður tekin þar
um. Skal við söluna stefnt að
dreifðri hlutafjáreign þannig að
enginn einn aðili eignist meiri-
hluta. Frá þessu má þó víkja ef
almenningshlutafélag á í hlut.
Jafnframt skal við söluna sérstak-
lega horft til heimamanna og
starfsmanna á þeim stöðum sem
verksmiðjur eru starfræktar. Skal
óskað eftir viðræðum við heima-
menn og/eða samtök þeirra um
hugsanleg kaup á hlutabréfum.“
Þessari fyrstu umræðu varð
lokið en atkvæðagreiðslu frestað.
iðunar um upphæð
eiginfjárstöðu.
Um stefnuna í