Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 Óvenjulegt trúboð Reuter. Ástralski mótórhjólakappinn Kevin Mudford, sem oftast notar gælunafnið „Óði hundurinn" ferðast nú um Ástralíu á hjólinu sínu með stóran kross til að boða kristna trú. Trúboð Mudfords gengur hins vegar ekki áfallalaust fyrir sig. Lögregluyfirvöld hafa gert athugasemd við að hjól sé á krossinum og beri því að skrásetja hann sem farartæki. Nýtt spillingarmál í Japan: Líklega almesta stjorii málahneyksli eftir stríð Tókýó. Reuter. JAPANSKA lögreglan handtók í gær fjóra kaupsýslumenn, sem flækt- ir eru í gífurlega umfangsmikið lánahneyksli og mútugreiðslur til stjórnmáiamanna. Er talið, að þetta mál geti haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir ríkisstjórn Frjálslynda demókrataflokksins og Kiichi Miyazawa forsætisráðherra en lögreglan hefur unnið að þvi með leynd í eitt ár. Honecker sagð- ur fárveikur Bonn. Reuter. LÖGFRÆÐINGAR Erichs Honeckers, fyrrum leiðtoga Austur-Þýskalands, skýrðu í gær frá því að hann væri fár- veikur og ætti skammt eftir ólif- að. Sögðu þeir hann þjást af krabbarneini í lifur og hugs- anlega einnig fleiri líffærum og fóru fram á það við þýsk stjórn- völd að hann fengi að halda til Chile til að eyða þar síðustu dögunum með fjölskyldu sinni. Þýsk stjórnvöld sögðu Honec- ker, sem nú hefst við í sendiráði Chile í Moskvu, hafa ritað Borís Jeltsín Rússlandsforseta bréf þar sem hann fer fram á að fá að yfirgefa landið. Þjóðverjar krefjast þess að Honecker verði framseldur til Þýskalands og hafa fengið loforð fyrir því frá Nikolaj Fjodorov, dómsmálaráð- herra Rússlands. Baker heimsækir vopnaverksmiðju JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, heimsótti í gær Tsjeljabinsk-70 verksmiðj- urnar sem voru miðstöð vopna- framleiðslu fyrrum Sovétríkj- anna. Þar voru meðal annars helstu kjamorkuvopnakerfí Sov- étmanna hönnuð og framleidd og hvíldi gífurleg leynd yfír starfseminni. Starfsmenn fögn- uðu Baker óspart er hann birtist en hann hitti meðal annars 25 æðstu vísindamenn verksmiðj- unnar meðan á heimsókninni stóð. Baker lagði áherslu á mik- ilvægi þess að vel þjálfaðir vísindamenn myndu leggja sitt lóð á vogarskálamar til að lýð- ræðisumbætumar í fyrmm Sov- étríkjunum myndu ná fram að ganga. Margir á Vesturlöndum óttast að þeir tvö til þijú þúsund vísindamenn sem störfuðu við framleiðslu kjamorkuvopna í Sovétríkjunum ráði sig til að aðstoða önnur ríki við að koma sér upp kjamorkuvopnum vegna hinna bágu lífskjara sem þeim bjóðast í Rússlandi og öðrum samveldislýðveldum. Sagði Ba- ker það vera forgangsverkefni Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra að aðstoða vísindamenn við að yfírstíga erfíðleikanna svo að þeir myndu afneita þeim valkosti. Líbýumenn- irnir vilja bera vitni Túnis. Reuter. LÍBÝSKA fréttastofan JANA sagði í gær að Líbýumennimir tveir, sem taldir era hafa borið ábyrgð á því að Boeing 747 þota bandaríska flugfélagsins Pan Am sprakk yfir bænum Lockerbie á Skotlandi árið 1988, yrðu yfírheyrðir opinberlega af líbýska dómaranum sem fer með málið. Ekki var greint frá því hvenær það myndi gerast. Breskur lögfræðingur, sem yfír- heyrði mennina tvo síðastliðinn þriðjudag, sagði þá mjög fúsa til að koma fram opinberlega til að geta sýnt fram á sakleysi sitt. Námsmenn handteknir Abidjan. Reuter. 143 ungmenni voru handtekin af öryggislögreglu á Fílabeins- ströndinni í fyrradag eftir fjöl- menna mótmælafundi í háskól- um og menntaskólum. Auguste Miremont upplýsingamáiaráð- herra sagði níu mótmælendur og þijá lögreglumenn hafa særst í átökum. Mótmælin brat- ust út eftir að Felix Houphouet- Boigny forseti neitaði að draga til saka hermenn sem nauðguðu og misþyrmtu námsmönnum í maí í fyrra. Málið, sem varðar Tokyo Sagawa Kyubin, dótturfyrirtæki annars stærsta vöruflutningafyrirtækis í Japan, er jafnvel mesta fjármála- og stjórnmálahneyksli í Japan frá stríðs- lokum. Þeir, sem hafa verið hand- teknir, eru Hiroyasu Watanabe, sem var stjórnarformaður fyrirtækisins en var rekinn í fyrra, aðstoðarmaður hans og tveir menn aðrir, sem tóku við ólöglegum lánum frá fyrirtækinu. Saksóknari í Japan sagði í gær, að Watanabe og aðstoðarmaður hans, Jun Saotome, hefðu lánað mörgum fyrirtækjum fé með ólög- mætum hætti og þar á meðal fyrir- tækjum, sem tengdust öðrum stærstu glæpamannasamtökunum í landinu. Er haft eftir heimildum, að þessi lán hafi numið alls 230 milljörð- um ÍSK. í staðinn fyrir lánafyrir- greiðsluna fengu þeir Watanabe og Saotome greiðslur frá fyrirtækjun- um, sem lagðar vora í leynilegan sjóð og námu orðið hátt í 24 millj- arða ISK. Þessi leynisjóður var svo aftur notaður til að múta 200 þing- mönnum jafnt til vinstri sem hægri. Miyazawa forsætisráðherra á nú þegar í erfiðleikum vegna annars hneykslis en Fumio Abe, fyrrum innanríkisráðherra og gjaldkeri í flokksklíku Miyazawas, hefur verið ákærður fyrir að krefjast og taka við mútum frá fyrirtæki, sem heitir Kyowa. Hefur stjómarandstöðunni á þingi tekist að koma í veg fyrir umræður um fjárlög ríkisins vegna þessa máls en hún krefst þess, að það verði fyrst upplýst að fullu. Ef hneykslið, sem nú er að koma upp, er jafn umfangsmikið og allt bendir til, má vænta þess, að til tíðinda fari að draga í japönsku stjórnmála- lífi. Mannfall og átök í Króatíu Belgrad. Reuter. ÞRÍR menn féllu í bardögum í Króatíu í gær þrátt fyrir vopna- hléið og er óttast, að stórfelld átök geti hafist á ný. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lagt til, að 13.000 manna friðargæslul- ið verði sent til landsins en fyrstu hermennirnir verða þó ekki komnir þangað fyrr en eftir hálf- an mánuð hið fyrsta. Yfirvöld í Serbíu og Króatíu hafa hvatt til, að friðargæsluliðið verði sent sem fyrst þar sem vopnahléið geti farið út um þúfur á hverri stundu en öryggisráðið fjallar um málið í næstu viku. Efast enginn um, að það samþykki að senda herlið til Króatíu en það tekur að minnsta kosti tvær vikur að velja hermenn- ina, sem verða 13.000 og hugsan- lega frá 31 landi. Leiðtogar í serbnesku byggðunum í Króatíu eru eftir sem áður andvíg- ir komu friðargæsluliðsins og enginn veit enn hvernig háttað verður eftir- liti þar. Þá hefur verið farið fram á, að friðargæslulið verði sent til Bosníu-Herzegovínu en þar ríkir mikil spenna milli þjóðarbrotanna, Serba, Króata og múslima. Vilja Serbar tilheyra áfram júgóslavneska sambandslýðveldinu en hinir stefna að myndun sjálfstæðs ríkis. -----♦--------- Danmörk: Rússar hlut- hafar í fisk- vinnslu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. RÚSSNESKT fyrirtæki hefur keypt hlut í fiskvinnslufyrirtæki á Skagen, Werner Larssen h.f. Það er fyrirtækið Interfood Den- mark h.f. sem kaupir fískvinnsluna, en að því standa rússneskir aðilar. Samkvæmt því sem segir í Álborg Stiftstidende óska eigendumir ekki eftir að láta sín getið opinberlega. Efnahagslegt neyðarástand í Eist- landi og umbætur láta á sér standa Þingmenn leggja traust sitt á kosningar sem fyrst fremur en nýju stjórnina í RÚMAR tvær vikur hefur ríkt opinbert efnahagslegt neyðará- stand í Eistlandi. Ríkisstjórn Edgars Savisaars féll, þingið gat ekki komið sér saman um samsetningu neyðarnefndar sem hefði átt að ákveða efnahagsaðgerðir. Ofsaverðbólga og skortur á hráefnum er enn við lýði. Þingmenn virðast fremur treysta á kosningar sem fyrst en nýju stjórnma. Eistar halda því fram að Rússar standi ekki við loforð um að láta þeim olíu í té, í stað rúblna vilji þeir matvöru. Eistar fengu fyrir skemmstu 100.000 tonn af olíu frá Finnlandi eða mánaðarbirgðir. 01- íuna verður þó að borga og enn hefur þeirra rúmlega 11 milljóna dala sem olían kostar ekki verið aflað. Nýi forsætisráðherrann, hægrimaðurinn Tiit Váhi, sem áður var samgönguráðherra, tilnefndi hluta af gömlu stjóminni í nýju stjórnina. Nýja ríkisstjómin sam- anstendur eins og sú gamla af fag- mönnum en ekki þi.ngmönnum. Stjómin getur ekki reitt sig á meiri- hluta á þingi. Margir þingmenn krefjast kosninga sem fyrst. Héldu að allt væri fengið með sjálfstæðinu Þingmaðurinn Ristkok segir að afstaða margra þingmanna eigi sök á því ráðleysi sem ríkir í landinu. Þeir héldu að allt væri fengið með sjálfstæðinu sl. haust. Margar mik- ilvægar umbótatilraunir hafa runn- ið út í sandinn. Einkavæðing hins ríkisrekna atvinnulífs gengur ekk- ert. Þó var stefnumarkandi löggjöf um eignarétt og eignarhald á jarð- næði samþykkt síðastliðið sumar. Reglugerðir um nánari útfærslu hafa hins vegar látið á sér standa. Margir hafa notfært sér þessa töf. Talað er um spillingu sem fyrrum iðnaðarráðherra eigi aðild að. Hann hafí falið forstjóra vefnaðarvöru- verksmiðju stjórn hennar næstu fimmtíu árin. Verksmiðjan fram- leiðir nærföt og var hagnaður hennar á síðasta ári 23 milljónir rúblna. Slíkar sögur spilltu því áliti sem ríkisstjóm Savisaars naut. Margir hafa lagst gegn einka- væðingu ríkisfyrirtækja vegna þess að þá muni hin fjársterka „rúss- neska mafía“ ná að hreiðra betur um sig. Einnig er óljóst hvaða stofnun eigi að sjá um einkavæð- inguna. Fyrst ætlaði ríkisstjórnin að setja upp skrifstofu sem sæi um hana. Síðan átti að fela sveitar- stjórnum einkavæðinguna. Þing- menn lögðust gegn hvoru tveggja á þeirri forsendu að hætta væri á spillingu. Þingmenn era líka tortryggnir gagnvart áformum um sölu ríkis- jarða. Ekki gangi að selja þær er- lendum fjárfestum. Þeir spyija hvort ekki nægi að leigja þeim jarð- irnar. Sendinefnd frá austurhluta Þýskalands sem núverið var í Tall- inn segir að Eistamir séu ekki lengra komnir en Austur-Þjóðveij- ar á dögum ríkisstjórnar Hans Modrows um áramótin 1989/1990. Þingmenn binda ekki miklar vonir við nýju ríkisstjórnina heldur miklu fremur við næsta þing sem kjörið verður. Þingið sem nú situr verður þó fyrst að afgreiða mikil- væg mál eins og nýja stjómarskrá. Einnig þarf að setja kosningalög svo þingkosningarnar geti farið fram. Loks verður að setja lög um ríkisborgararétt sem myndu ráða úrslitum um hve margir úr rúss- neska minnihlutanum mættu kjósa. Lítið breyst á yfirborðinu Yfírbragð Tallinn hefur lítið breyst þótt Eistar hafi öðlast sjálf- stæði. Rúblan er enn gjaldmiðill landsins, krónan sem slegin verður í Bretlandi verður ekki tilbúin fyrr en í sumar. Á flugvellinum fá er- lendir kaupsýslumenn ekki vega- bréfsáritun nema þeir sýni skriflegt heimboð frá innfæddum. Inn á veit- ingastaði komast Eistar ekki nema með því að múta dyravörðunum. Hlutar Eistlands eru enn lokaðir almenningi vegna hemaðarlegs mikilvægis þeirra. Mjólk, kjöt, brauð, smjör og ost- ur eru sjaldséðar vörur í verslunum í Tallinn. Stjórnvöld hafa gefíð út skömmtunarseðla. Hver fullorðinn fær 400 g af smjöri á mánuði og hálft kg af osti ársfjórðungslega. Einungis foreldrar með börn undir þriggja ára aldri mega kaupa mjólk. Margar verksmiðjur standa frammi fyrir því að þurfa að loka, afurðir þeirra seljast ekki á Vestur- löndum, sovéski herinn hefur ekki efni á að kaupa þær og viðskipta- sambönd við aðra hluta Sovétríkj- anna fyrrverandi hafa rofnað. Heimildir: Frankfurter Allge- meine Zeitung og Der Spiegel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.