Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 21 Þj óðhátíðardagur Litháa er á morgun: Dag'uiinn hefur mikla þýðingu fyrir Litháa - segir Rasa Ruseckiené nemandi í íslensku við Háskóla íslands ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Litháa er á morgun og af því tilefni ræddi Morgunblaðið við tvær ungar konur frá Litháen sem búsettar eru hér á landi um þessar mundir. Rasa Ruseckiené er frá Litháen og hefur dvalið á íslandi síðan í september en hún stundar nám í íslensku við Háskóla íslands. Hún kennir germanska samanburðarmálfræði við háskólann í Vilnius í Lit- háen en ætlar að vera hér fram í maímánuð þar sem hún er aðeins í fríi frá kennslu. Rasa stundaði háskólanám í Moskvu þar sem hún kynntist fomíslensku og íslendingasög- unum. „Ég hafði því sérstakan áhuga á að læra íslensku. í há- skólanum í Vilnius hefur verið sett á laggirnar ný deild þar sem Norðlandatungumálin eru kennd en því miður hefur enn enginn kennari fengist til að kenna ís- lensku. Þó er ætlunin að reyna að fínna íslensku kennara til starfsins og vonandi verður af því sem fyrst," segir Rasa. Hún segist hafa vitað nokkuð mikið um landið frá fyrrverandi kennurum áður en hún kom hingað. „Mér líkar mjög vel hér og vildi gjarnan koma hingað einhvern tíma aftur. ísland hefur auk þess mikla þýðingu fyrir fólkið í Litháen þar sem ísland var fyrsta landið til að viður- kenna sjálfstæði okkar. Til dæm- is ber gata í miðbæ Vilnius nafn íslands. Sá stuðningur sem ís- lendingar hafa sýnt okkur skipt- ir fólkið í Litháen miklu máli. Það var ekki bara viðurkenning- in fyrir sjálfstæði okkar heldur einnig sá andlegi stuðningur sem fólkið fékk og það er mjög þakkl- átt fyrir þetta.“ Rasa segist búast við að mikið verði um hátíðarhöld í Litháen á morgun. „Það verður væntan- lega mikið um að vera við þing- húsið í Vilnius, en í fyrra safnað- ist fólk bæði þar og við sjón- varpshúsið þar sem það hafði áður varið landið sitt og þar sem fólk lét lífið fyrir baráttuna um Rasa Ruseckiené. sjálfstæði. Þessi dagur hefur því mjög mikla þýðingu fyrir þjóðina og fólkið tekur væntanlega þátt í hátíðarhöldunum,“ segir Rasa. Hún segir jafnframt að þeir Litháar, sem hún hafi haft sam- band við hér á landi, ætli einnig að halda upp á daginn hér. „Við höfum hugsað okkur að hittast og gera eitthvað í tilefni dags- ins,“ segir Rasa. Líkar mjög vel á Islandi - segir Jolita Klimavicene sem leikur handbolta í FH JOLITA Klimavicene kom hingað til lands í september- mánuði síðastliðnum frá Lit- háen. Hún spilar handbolta með meistaraflokki kvenna í FH og starfar auk þess við hreingerningar á daginn í íþróttahúsinu Kaplakrika. Jolita er frá borginni Kaunas í Litháen. Hún hefur spilað hand- bolta frá tíu ára aldri og kom hingað til lands þegar henni var boðið að spila með FH. „í fyrra var mér boðinn samningur í Ungveijalandi en ég hafði ekki áhuga á að fara þangað. Stuttu seinna var svo hringt í mig og mér boðið að koma hingað til íslands og spila með FH og ég tók því strax,“ segir Jolita. Hún segist hafa haft litla vitn- eskju um Island áður en hún kom hingað. „Ég hafði auðvitað heyrt um landið eins og langflestir Lit- Jolita Klimavicene. háar þegar íslendingar urðu fyrstir til að viðurkenna sjálf- stæði landsins. Ég vissi hins veg- ar mjög lítið um ísland sém slíkt.“ Jolita segir að henni líki mjög vel hér og að hún geti vel hugs- að sér að vera hér áfram en hún gerði aðeins samning um að vera hér út þetta handboltatímabil. „Mér líkar mjög vel við íslend- inga. Það fólk, sem ég hef kynnst hér, hefur verið mér mjög hjálp- legt,“ segir hún. Á morgun, þjóhátíðardag Lit- háa, býst Jolita við að heim- sækja vini sína, sem einnig eru frá Litháen, ásamt eiginmanni sínum sem er nýkominn hingað til lands. „Vtö ætlum að halda upp á daginn. í Litháen fer fólk- ið út á götur og heldur daginn hátíðlegan bæði með því að dansa og syngja og fleira. Þetta er auðvitað mjög mikilvægur dagur fyrir þjóðina," segir Jolita að lokum. íslenska hljómsveitin: Tvö ný tónverk frumflutt ÍSLENSKA hljómsveitin flytur, sunnudaginn 16. febrúar, tónlist í FIH salnum Rauðagerði 27 kl. 17. Tvö ný verk verða frumflutt á þcssum tónleikum eftir þá Atla Ingólfsson og John Speight. Þá verður einnig á tónleikunum flutt tónlist eftir þá Atla Heimi Sveinsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Verk John Speight er sérstak- lega samið fyrir Islensku hljóm- sveitina. Verkið er samið við texta eftir enska endurreisnarskáldið, John Donne (1572-1631). Hann var kaþólskt skáld og ljallar ljóðið hans um syndaaflausn. Þijár sópr- ansöngkonur koma fram í verkinu ásamt blásarasveit, þær Elísabet Eiríksdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir og Alina Dubik. Hákon Leifsson stendur fyrir stafni hljómsveitar- innar í verkinu. Á tónleikunum verður einnig frumflutt verkið 0 versa fyrir píanó og kammersveit eftir Átla Ingólfsson. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leikur einleik á píanó í verkinu. Örn Óskarsson stjórnar sveitinni í því verki, en honum hefur einnig verið tileinkað verkið af höfundi. Þá flytja hjónin Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau tónverk- ið Handanheimur eftir Atla Heimi Sveinsson. Það er skrifað fyrir tvær flautur og segulband. Og koma litlir krakkar á Grænuborg þar við sögu ásamt fleirum. Einnig mun Jón Aðalsteinn Þor- geirsson leika Þijú lög fyrir klarin- ett op. 1 eftir Hjálmar H. Ragnars- son, sem er æskuverk eftir Hjálm- ar og raunar það fyrsta sem menn þekkja eftir hann. Undirleikari í verkinu er Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari. Þetta eru þriðju tónleikar ís- lensku hljómsveitarinnar á ellefta starfsári hennar, en hljómsveitin átti tíu ára afmæli á dögunum. Hefur hljómsveitin af því tilefni helgað krafta sína eingöngu ís- lenskri tónlist. Stór*i BÓKAMARKAÐURINN 1992 FAXAFEN110 Magnaóasti bókamarkaóur allra tíma SÍÐASTA OPNUNAR- HELGI ALDREI BETRI AÐSTAÐA ALDREI FLEIRI BÆKUR íslenskar bækur, erlendar bækur, spil og leikir, geisladiskar og snældur. NU LÆKKUM VIÐ 30.000 EINTÖK UM HELMING FRÁ FYRRA VERÐI Opið laugardag og sunnudag kl.10-18 VIÐ ERUM HER Eymundsson STOFNSETT 1872 Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær!!! xnooAvqá^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.