Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 32
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 32 Minning: Baldur Snorrason, Vestara-Landi Fæddur 9. júlí 1930 Dáinn 7. febrúar 1992 Það er erfitt á stundu sem þess- ari, þegar einhver svo kærkominn manni er látinn, að takast á við staðreyndirnar og sætta sig við gang lífsins. Það er furðulegt til .þess að hugsa að nú sé hann Bald- ur í sveitinni farinn frá okkur og að við eigum ekki aftur að sjá eða njóta samvista við hann í bráð. Því, að komast í sveitina á vor- in, fylgdi alltaf mikil tilhlökkun og er mér það minnisstætt að þeg- ar rennt var í hlaðið á Vestara- Landi var Baldur iðulega fyrsti maður sem maður sá, standandi glaðlegur að vanda í dyragættinni og tók manni opnum örmum. Ég kynntist Baldri fyrst almennilega þegar ég dvaldist sumarlangt hjá dóttur hans og hennar fjölskyldu á Birkilandi. Þá fór ég strax að kunna mjög vel við hann og með . _okkur tókst mikill vinskapur. í fimm sumur var ég þess aðnjót- andi að geta hlaupið yfir til Gunnu o g Baldurs í heimsókn hvenær sem ég vildi og hefði ég svo sannarlega viljað að sá tími hefði getað orðið lengri. Síðastliðin tvö vor hef ég svo dvalist yfir sauðburð hjá Gunnu og Baldri. Á þeim tíma var Baldur mér einstaklega góður eins og hann hefur alltaf verið. Til hans gat maður alltaf leitað sér ráða ->við þeim vandamálum sem upp kunnu að koma og alltaf hafði hann svörin á reiðum höndum. Mér fannst Baldur ávallt í léttu og skemmtilegu skapi og vorum við iðin við að gera grín og stríða hvort öðru. Góðlátleg stríðni hans kom mér alltaf til að hlæja og það var sama hveiju maður skaut að honum, allt féll það í góðan farveg og fékk ég að heyra það að sama skapi, óspart til baka. Ég á eftir að sakna þessa góða og hjarta- hlýja vinar míns mikið og minning- una um Baldur og þær skemmti- legu samverustundir sem við átt- um saman mun ég ávallt varð- ^veita. Elsku Gunna mín, Freyja, Lalli, Guðrún Elva, Baldur og Hermann, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Anna Halldórsdóttir. Fæddur 9. ágúst 1914 Dáinn 3. febrúar 1992 Gísli mágur okkar og svili burt- kallaðist 3. febrúar næstliðinn á Vífilsstöðum, eftir langa og stranga baráttu við manninn með Ijáinn, sem sigrar alla að lokum. Okkur langar að skrifa nokkur fátækleg kveðjuorð að skilnaði. Það er ekki meiningin að rekja hér lífs- hlaup hans í smáatriðum og verður því stiklað á stóru. Hann fæddist í þennan heim á Kóngsbakka í Helgafellssveit, næst yngstur af fimm systkinum. For- eldrar hans voru hjónin Guðný - Gísladóttir og Þorsteinn Líndal. Nú er aðeins ein systir á lífi af bama- hópnum, en það er Ingibjörg. Gísli ólst upp í Stykkishólmi ásamt systrum sínum. Hann byijaði að vinna strax á barnsaldri, enda mun ekki hafa veitt af, því að ekki var auður í búi foreldranna. Ekki vitum við hvenær hann fluttist til ""•fiteykjavíkur, en eftir það mun hann oftast hafa stundað sjómennsku og þá að mestu við fiskveiðar. Hann Föstudaginn 7. febrúar sl. lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Baldur Snorrason bóndi að Vestara-Landi, Öxarfírði. Baldur var fæddur og uppalinn að Vestara-Landi. Foreldrar hans voru þau Karólína Karlsdóttir og Snorri Jónsson. Böm þeirra auk Baldurs vom Hermann Snorrason bóndi að Vestara-Landi og Guðrún Snorradóttir búsett á Akureyri. Þau hjónin ólu einnig upp fóstur- dóttur, Soffíu Gunnarsdóttur, sem búsett er á Bakkafirði. Þeir bræður Baldur og Her- mann tóku við búi af foreldrum sínum um 1950 og hafa síðan þá rekið félagsbú að Vestara-Landi. Eftirlifandi eiginkona Baldurs er Guðrún Sigurðardóttir frá Ól- afsfirði sem á unglingsaldri kom að Vestara-Landi sem kaupakona til þeirra Karólínu og Snorra. Guð- rún og Baldur giftu sig 1956 og eignuðust eina dóttur, Freygerði Önnu, sem gift er Lárusi Hinriks- syni, og eiga þau tvö börn sem fengið hafa nöfn ömmu sinnar og afa, heita Guðrún Elva og Baldur. Nú þegar Baldur vinur minn hefur kvatt þennan heim reikar hugurinn til baka. Til allra sumr- anna í sveitinni, hjá þeim Baldri og Gunnu. í sex sumur tóku þau hjónin á móti mér strax er sauð- burður hófst í byijun maí og stóð dvölin allt þar til göngur voru yfir- staðnar í september. Það var ómetanlegt veganesti fyrir kaupstaðarbarnið að fá að kynnast lífinu í sveitinni, taka þátt í útiverkunum með þeim bræðrum Baldri og Hermanni þó ég í seinni tíð sjái alltaf betur og betur hversu lítið var í raun hægt að hafa gagn af okkur Freyju þegar við vorum báðar til staðar. Baldur var mjög geðgóður og hlýr maður, hann átti sérstaklega auðvelt með að hæna börn að sér. Þetta voru eiginleikar sem við börnin í sveitinni kunnum vel að meta, t.d. þegar heimþrá eða aðr- ir erfiðleikar skutu upp kollinum. Eftir að sumardvölum mínum að Vestara-Landi lauk fyrir rúm- um 20 árum hafa þau Baldur og Gunna ásamt Freyju tekið á móti mér og mínum á sauðburðar- og göngutímum ef þess hefur verið óskað. Á þann hátt hefur samband okkar haldist öll þessi ár, og mín tók vélstjórapróf og mun eftir það hafa verið vélstjóri á bátum og skip- um. Því má segja að sjómennska hafi verið hans aðalstarf. Hann kvæntist heitmey sinni Margréti Sigurðardóttur frá Hjalla- nesi þann 21. apríl 1943. Bjó hún manni sínum og sonum friðsælt og notalegt heimili. Þau eiga þijá syni og sjö bamabörn, sem nú sjá á eft- ir afa sínum. Því jafnframt því að vera góður heimilisfaðir og góður uppalandi, var hann frábær afí. Hann stundaði útgerð um árabil og fórst það vel úr hendi, eins og annað, sem hann tók sér fyrir hend- ur. Þá hélt hann áfram vélstjóra- störfum í eigin útgerð. Útgerð hætti hann, þegar heilsan brast, langt um aldur fram. Þar sem við vitum að Gísli kærði sig ekkert um lofræður um sjálfan sig, þá munum við virða það, þótt af nógu sé að taka. Við viljum að- eins þakka ljúf kynni sem staðið hafa um áratugaskeið, en samgöng- ur milli fjölskyldna okkar hafa ver- ið mjög miklar og allir samfundir ánægjulegir. Að lokum árnum við börn einnig fengið að njóta þess að koma að Vestara-Landi og kynnast þar mönnum og dýrum. Nú í byijun janúar kvöddumst við Baldur, hann þá mikið veikur en þrátt fyrir það sjálfum sér lík- ur. Hann talaði um barnabörnin sín sem voru honum svo kær og um búskapinn í sveitinni sem var hans líf og yndi. Sveitungar Baldurs sjá nú á eftir góðum félaga, sem allt sitt líf hefur haldið mikilli tryggð við sína heimabyggð. Fjölskylda Bald- urs er ekki stór, en samstaða þeirra í gegnum árin hefur verið góð. Við fráfall hans missa þau nú tryggan vin og félaga sem þau áttu í Baldri. Fjölskyldu Baldurs votta ég mína innilegustu samúð. Mér þyk- ir miður að geta ekki vegna fjar- lægðar fylgt Baldri vini mínum til grafar, en sendi þess í stað hlýjar kveðjur með þökk fyrir allt gott. Guðrún Frímannsdóttir. Góður vinur minn er dáinn, vin- ur sem í marga staði reyndist mér sem faðir. Það var sumarið 1978 sem ég dvaldi í fyrsta sinn án for- eldra minna á Vestara-Landi hjá Baldri og Gunnu. Þar var svo skemmtilegt og lærdómsríkt að vera að á hveiju einasta vori fram til 18 ára aldurs beið ég spenntur eftir að komast norður í sveitina til að dvelja þar fram á haust og stundum fram yfir göngur. Eftir að ég fór að vinna í Reykjavík var ég ómögulegur maður nema kom- ast í sauðburð, heyskap og göngur. Það má segja að Baldur hafi alið þessa áráttu upp í mér og ég er honum þakklátur fyrir. Ég hringdi oft í þau Gunnu og Baldur til að fylgjast með og alltaf gat Baldur sagt mér eitthvað skemmtilegt sem lífgaði upp á til- veruna á mölinni. Baldur kenndi mér að vinna. Til að byija með var ég bara í snúningum en eftir því sem árin liðu urðu verkefnin stærri og ábyrgðarmeiri. Fyrsta verkið sem ég bar ábyrgð á var að sjá um að heimalningarnir fengju mjólk- ina sína. Það verk skilaði þó aldr- ei góðum árangri eins og kunnug- ir vita. Seinna kenndi hann mér að bólusetja og marka lömbin. Ég lærði að vinna öll þau störf sem tengjast búskap. Þegar Baldur kenndi mér nýtt verk þá sagði hann „reyndu að vinna þér þetta létt, Jón minn“ og með því meinti harin að rétt líkamsstaða og verklagni skipti mestu máli. Dvölin á Landi var síður en svo bara vinna. Baldur hafði mikið dálæti á hestum og ég var ekki honum fararheilla á ný mið. Megi hann sigla þar sléttan sjó. Og hvað er að hætta að draga andann, annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óptraðui' leitað á fund guðs síns. (Spám. Kahlil Gibran.) Bestu kveðjur og þakklæti fyrir samfylgdina frá börnum okkar, Inga og Sigrúnu. Sigga og Benni. hár í loftinu þegar hann setti mig fyrst á bak. Éins og oft gerist hjá byijendum réð ég lítið við hestinn og datt af baki og þá varð ég svolítið hræddur við að reyna aft- ur. En Baldur var ákveðinn og vissi hvað hann var að gera. Eftir að hafa hugað að meiðslum sem auðvitað voru engin, vippaði hann mér aftur á bak, hló og sagði: „Þú verður aldrei hestamaður, Jón minn, nema þú sýnir hestinum hver ræður.“ Mig langar að segja frá einni af mörgum minnisstæðum ferðum sem ég fór með Baldri því hún lýsir vel dálæti því og þeirri þekk- ingu sem hann hafði á landinu. Þetta var fyrsta ferðin mín upp á Hólsfjöll og var hún farin í júlí fyrir nokkuð mörgum árum. Fljót- lega eftir að ekið var úr hlaði hellt- ust yfir mig nöfnin á svo til hverri einustu þúfu að mér fannst. Það var ekki til sú hæð eða dokk fyrir ofan Vestara-Land sem hann hafði ekki nafn á og gat jafnframt tengt við einhvern atburð. Ég gat ómögulega munað þau.öll en ég dáist enn að þekkingu hans. Bald- ur þekkti landið vel og fyrir utan öll þau kennileiti sem hann kenndi mér naut ég góðs af því hve kunn- ugur hann var bestu veiðistöðun- um í ánni. Þegar ég fór niður að á labbaði ég beint á ákveðna staði eftir fyrirmælum hans og oftar en ekki reyndist ég aflahæstur strák- anna. / Það var alveg sama hvert Bald- ur var að fara eða hvað hann var að gera alltaf máttum við krakk- arnir fara með honum. Hann gaf sér tíma til að sinna okkur, leið- beina og skemmta. Með þessum orðum þakka ég Baldri samveru- stundirnar og bið Guð að geyma hann og veita ástvinum hans huggun. Jón Gestur. í dag verður jarðsunginn frá Skinnastað mágur minn Baldur Snorrason. Það er sama þótt dauð- inn komi eftir langa og erfiða baráttu við sjúkdóm, það er alltaf erfitt að takast á við hann fyrir þá sem eftir lifa. Baldur fæddist 9. júlí 1930 á Vestara-Landi í Öxarfirði og ólst þar upp hjá for- eldrum sínum þeim Snorra Jóns- syni og Karólínu Karlsdóttur ásamt systkinum sínum þeim Her- manni, Guðrúnu og fóstursystur- inni Soffíu. Þeir bræður tóku síðan við búinu og bjuggu saman alla tíð síðan. Eiginkona Baldurs er Guðrún Á. Sigurðardóttir, fædd á Ólafsfirði, og eignuðust þau eina dóttur, Freygerði Onnu. Hún er gift Lárusi Hinrikssyni og eiga þau tvö börn þau Baldur og Guðrúnu Elvu. Ég man hvað ég öfundaði Gerðu systur mína sem fékk að fara í sveitina 7 ára gömul og vera þar í 5 sumur. Lýsingarnar sem ég fékk þegar hún kom heim á haust- in voru þannig að mig fysti að kynnast þessari paradís þar sem alltaf var mikið um að vera og gaman bæði við leik og störf. Stundum þótti mér hún ýkja þegar Minning: Gísli Þorsteinsson hún lýsti skóginum, annarri náttúrufegurð sem þar er. Oft er það svo að þegar búið er að dá- sama einhvern stað mikið verða væntingarnar svo miklar að stað- urinn stenst þær ekki og við verð- um fyrir vonbrigðum. Það fór ekki þannig fyrir mér er ég kom í Öxar- fjörð enda hafði ég góðan leiðsögu- mann þar sem Baldur var annars vegar. í þessu fagra umhverfi bjó Baldur í nánum tengslum við náttúruna og dýrin en hvort tveggja umgekkst hann af mikilli nærfæmi. Minningarnar streyma fram í hugann ein af annarri og allar mirina þær mann á þá ást sem Baldur hafði á náttúrunni, dýrun- um og fólkinu sem var samvistum við hann. Ég man vel eftir reiðtúr sem við fórum upp í Bjarnastaði á haustdögum þegar ég var ungl- ingur. Ég hafði lært að sitja hest sumarið áður og það hafði nú gengið svona og svona. Við lögð- um af stað í björtu en þegar við fórum heim var komið svarta myrkur og jörð var auð. Við erum ekki nema rétt komin af stað þeg- ar hesturinn minn tekur á stökk og ég ræð ekki við neitt. Mér leist ekki á blikuna að verða viðskila við Baldur því ég sá ekki glóru í myrkrinu. Þá heyrði ég kallað „gefðu honum tauminn, treystu honum, hann ratar heim“. Þetta reyndust orð að sönnu, skilaboð gefin af öryggi þess sem þekkti hestinn en gat jafnframt bent unglingnum á að treysta dýrinu. Oft minntist Baldur þessarar ferð- ar og alltaf fékk ég hrós fyrir. Það var einstaklega gaman að skoða náttúruna með Baldri, hann vissi um fyölda staða sem ekki eru í alfaraleið. Má þar nefna Gloppu, Lambahvamm og björgin á landar- eigninni. Hann var Iíka ólatur að keyra lengra og sýna Vestur- og Austurdal, Foi’vöðin, Ásbyrgi og fleiri staði og það var ekki sæm- andi annað en vita nöfnin á fellun- um sem blöstu við augum er ekið var um Öxarfjörð og Kelduhverfi. Brúðkaupsferð okkar hjóna var farin í Öxarfjörð og á hveiju sumri í a.m.k. 15 ár fórum við þangað. Alltaf var reynt að vera þar yfir heyskapartímann en veðurguðirnir sáu stundum til þess að það stóðst ekki. Baldur og Gunna byijuðu raunar að ala Jón Gest son okkar upp þegar hann var 4ra mánaða gamall og frá því hann var 6 ára hefur hann verið þar á hveiju sumri fram til 18 ára aldurs. Frá fyrstu tíð sýndi Baldur honum ein- staka nærgætni og seinna þegar Freyja systir hans fór að vera hjá Baldri eftir að hann veiktist áttu þau systkinin marga ánægjulega daga á Landi hjá Gunnu og Baldri. Baldur var glettinn og átti til að stríða. Ég veit að Gunna man þegar við Oli komum heim með hann eftir að sprakk á jeppanum. Sá hló nú þegar hann sá svipinn á henni og sá að leikurinn hafði heppnast. (Þetta skilur enginn nema Gunna.) Þó Baldur væri mikill sjúklingur undanfarin ár stýrði hann búinu með Hermanni og fylgdist vel með á öllum víg- stöðvum hvort sem það var sauð- burður, heyskapur eða göngur og réttir. Þeir bræður nutu líka dyggi- Iegrar aðstoðar ýmissa er áður höfðu dvalið á Vestara-Landi lengri eða skemmri tíma svo og nágranna að ógleymdri aðstoð Freyju, Lalla, barnabarnanna og Önnu frænku. Allir þeir sem kynntust Baldri vissu að hann var mikill söngmað- ur. Hann hafði góða tenórrödd og söng bæði í blönduðum kór og karlakór. Hann hafði yndi af að syngja og hlusta á söng og hér áður fyrr tókum við oft lagið. Með þessum orðum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar, systkina minna, maka þeirra og barna þakka Baldri samfylgdina. Elsku Gunna, Freyja, Lalli, Baldur, Guðrún Elva og Hermann, við biðjum Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Margrét F. Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.