Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992 33 Minning: Ingimundur Einars- son, Borgarnesi Látinn er í hárri elli Ingimundur Einarsson, verkamaður, í Borgar- nesi. Útför hans verður gerð í dag. Fundum okkar bar fyrst saman fyrir um hálfum öðrum áratug, en þá var Ingimundur nær áttræður, ern vei, virkur og vakandi í þjóð- málaumræðunni. Þá stóðu fyrir dyrum breytingar á framboðsmál- um Alþýðuflokksins í kjördæminu. Þar þótti ekki fullráðið, nema hans nyti við. Ingimundur var fæddur í Hjarð- arnesi á Kjalarnesi 21. marz 1898 og var því tæplega 94 ára þegar hann lést. Lengstan hluta ævinnar, eða um 65 ár, átti hann heima í Borgarnesi. Síðustu árin dvaldist hann á Dvalarheimilinu, þar sem hann naut góðrar umönnunar á ævikveldi. Ingimundur var í áratugi merkis- beri hugsjóna jafnaðarstefnunnar í Borgarnesi og baráttumaður fyrir rétti alþýðunnar. Þeir kölluðu hann Ingimund krata og hefur líklega ekki í munni allra verið heiðurstit- ill. Slíkir voru víst ekki margir þar um slóðir um þær mundir. I spjalli okkar fyrir um áratug sagði hann: „Ég held að ég hafi alltaf verið jafnaðarmaður, þó ég hafi ekki gert mér grein fyrir tengslum lífsskoð- ana minna við pólitíkina fyrr en ég fór að fullorðnast." Síðan rifjaði hann upp þessa minningu sem var greypt í huga hans: „Árið eftir ferminguna, 1912, var ég sendur til að sækja sveitarómaga, sveitar- Minning: Fæddur 20. júní 1907 Dáinn 10. febrúar 1992 Með örfáum orðum langar mig til að minnast föður míns er lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, þann 10. þ.m. Hann fæddist á Raufarfelli í A- Eyjafjallahreppi þann 20. júní 1907. Fimm ára gamall fluttist hann að Lambafelli í sömu sveit, með for- eldrum sínum þeim Pétri Hróbjarts- syni og Steinunni Jónsdóttur. Á Lambafelli ólst hann upp ásamt systkinum sínuni, sem voru auk hans: Hallgrímur fæddur 6. apríl 1906, Guðbjörgfædd 14. apríl 1911, Guðjón fæddur 18. júní 1915 og Sólveig fædd 8. janúar 1916 og eru systurnar Sólveig og Guðbjörg eftirlifandi af þeim systkinum. Faðir minn ólst upp við öll al- menn landbúnaðarstörf, eins og þá var títt, ásamt því að fara í verið á veturna til Vestmannaeyja. Um 1940 tók hann við búi föður síns á Lambafelli, en þá hafði hann kynnst móður minni fyrir um sex árum. Þar áður áttu þau heimili sitt í Vestmannaeyjum um fimm ára skeið og þar fæddist fyrstu tvö börn þeirra en alls urðu þau sex. Stundaði hann sjóróðra í Vest- mannaeyjum og minnist hann oft á bæði menn og báta í Eyjum, er virt- ust vera honum mjög mikill gleði- gjafi í minningunum. En segull fjall- anna og sveitarinnar togaði af al- efli í hin ungu hjón og í faðmi Eyja- fjalla ákváðu þau að eyða ævidög- unum. Við sem þekktum föður minn, vitum að hann varð að vinna hörð- um höndum eins og allir sem ákváðu að sveitabúskapurinn skildi verða einn af undirstöðum atvinnu- veganna, þótt margir nútímamenn virðast eiga erfitt með að skilja það. Með hjálp góðra manna og hak- ann og skófluna að vopni tókst lim, á Álfsnesi á Kjalarnesi. Þetta var kona á áttræðisaldri. Hún hafði fæðst og alist upp í Saurbæ á Kjal- arnesi. Þaðan fór hún 18 ára göm- ul upp á Skipaskaga. Öll sín æviár hafði hún verið í vinnumennsku á Hvalfjarðarströnd og í Borgarfjarð- ardölum. Yfii-völd höfðu hins vegar gætt þess rækilega, eins og þá var siður, að hún ynni sér hvergi sveit, væri hvergi nægilega lengi í vinnu- mennsku til að öðlast sveitafesti. Nú var hún komin á áttræðisaldur og átti í rauninni hvergi heima. Hafði unnið öðrum alla ævina. Þeg- ar við komum á móts við Saurbæ þá bað hún mig um að stoppa svo- lítið. Þá sagði hún mér að hún væri búin að láta sig dreyma um það lengi að fá að koma á fæðingar- stað sinn. Þessi gamla kona átti þarna samtal við Guð sinn að mér unglingnum áheyrandi.“ Þetta verður mér ævinlega ógleymanlegt. Umkomuleysi þessarar gömlu konu sem átti sér í rauninni engan mál- svara. Þessi minning sagði mér sitt- hvað um Ingimund, lífsskoðun hans og viðhorf. Áreiðanlega var hún eitt af því sem knúði hann til starfa að baráttunni fyrir betra lífi alþýðú- fólks. Hann riijaði líka við þetta tæki- færi upp baráttu verkamanna í Borgarnesi fyrir þvi að ná rétti sín- um. Verkamenn vildu fá landskika til ræktunar til að létta undir í lífs- baráttunni. Gegn því var andstaða. Sagt var að verkamenn væru að honum að sjá sér og sínum far- borða, svo fjölskyldan sem honum var svo kær, gæti komist af á mann- sæmandi hátt. Þessar línur sem ég rita hér, eru í raun stutt hugvekja til föður okk- ar, en ekki ævisaga eins og svo oft vill verða, þegar maður fer að rifja upp ævi manna, sem eru komnir á efri ár. Móðir okkar og systkinin frá Lambafelli ásamt. uppeldisbörnum munum lifa í minningunni um góð- an eiginmann og föður. Alúðarþakkir fyrir allt. Olafur Hróbjartsson. í dag verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju vinur minn og fóstri Hróbjartur Pétursson bóndi á Lambafelli undir Austur-Eyjafjöll- um. Hróbjartur var sonur hjónanna Péturs Hróbjartssonar og Steinunn- ar Jónsdóttur sem áður bjuggu á Lambafelli, en þar sleit Hróbjartur barnsskónum. Undir tvítugt fór Hróbjartur að sækja í ver til Vest- mannaeyja svo sem títt var um marga Éyfellinga á þessum tíma. í Vestmannaeyjum kynntist Hró- bjartur föðursystur minni Ingi- björgu Jónsdóttur frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum og gengu þau í hjónaband 1935. Bjuggu þau í Vest- mannaeyjum fram til ársins 1940, en þá flytja þau alfarin að Lamba- felli og bjuggu þar allar götur síðan. Hróbjarti og Ingibjörgu varð sex barna auðið og eru þau Kristín, maki Sveinn Jónsson, en hann er nú látinn. Guðsteinn Pétur, maki Árný Magnea Hilmarsdóttir, Þór, maki Ingveldur Sigurðardóttir, Ein- ar Jón, maki Ólafía Oddsdóttir, Unnur, maki Helgi Haraldsson, og Ólafur, maki Kristín Guðrún Geirs- dóttir. Öll eiga þau systkin mann- vænleg börn og barnabörn. Ætt- taka vinnuna frá bændunum. Jónas frá Hriflu hafði þó kjark til að af- henda verkamönnum hluta af ríkis- jörð undir ræktunarlönd. Ekki lof- uðu allri flokksbræður Jónasar á þessum slóðum hann fyrir þá ráð- stöfun. Verkalýðsbaráttan átti víðast erfitt uppdráttar á þessum árum. Ingimundur Einarsson var einn þeirra sem gerði hugsjónir alþýð- unnar að veruleika. Menn eins og hann sköpuðu velmegun vorra daga. Hann var í hópi afreksmanna í réttindabaráttu íslenskrar alþýðu. Ingimundur var að verðleikum heið- ursfélagi verkalýðsfélagsins í Borg- arnesi. Það er hollt og lærdómsríkt að kynnast slíkum mönnum. Kona Ingimundasr var Margrét Guðmundsdóttir. Hún lést 1977. Þeim hjónum varð sex sona auðið sem allir hafa hver með sínum hætti markað byggð og sögu í Borg- arnesi. Þeim og þeirra fólki eru nú sendar samúðarkveðjur, þegar kvaddur er heiðursmaður sem skil- að hefur íslenskri þjóð ærnu dags- verki. Eiður Guðnason. Nú hefur hann Ingimundur afi minn kvatt þennan heim. Lifði langri og oft strangri ævi. Hann var fæddur 21. mars 1898 að Hjarðarnesi á Kjalarnesi, elstur 14 systkina. Ungur hleypti hann heimdraganum og fór að vinna fyr- ir sér við ýmis störf til sjós og lands. Ákveðin þáttaskil urðu í lífi afa er hann sigldi til Danmerkur og lærði þar til jarðvinnslu, þegar hann kom síðan heim og fór að starfa við plægingar vítt og breitt um Vestur- land ásamt Guðbirni bróður sínum, þessa iðju stundaði afi meira og minna fram undir vélvæðingu í ís- lenskum landbúnaði. boginn frá Lambafelli er því orðinn stór. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Hróbjartur var mikill hagleiks- maður á tré og járn og vann á fyrstu búskaparárum sínum á Lambafelli mikið fyrir sveitunga sína á þeim vettvangi. Glaðvær var hann glett- inn og skemmtilegur viðræðu, kunni skil á mörgu og sagði vel frá. Á Lambafelli var ávallt stórt heimili og þó svo væri tóku þau Hróbjartur og Ingibjörg oft börn í fóstur í lengri eða skemmri tíma og erum við mörg sem þannig eig- um þeim hjónum gott að þakka fyrir góða innrætingu og gott upp- eldi. Ávallt var gaman að koma að Lambafelli og dvelja um stund hjá þeim hjónum síðar meir, en síðustu árin höfðu þau ekki búskap með höndum, heldur áttu þau góða daga hvort með öðru. Hróbjartur þjáðist frá sínum fyrstu búskaparárum af lungna- sjúkdómi og varð oft að leita sér lækninga á efri árum og loks dró þessi sjúkdómur hann til dauða. Ég þakka allar góðu stundirnar og bið Guð að blessa hinn látna og votta Ingibjörgu frænku minni og fjölskyldunni allri mína dýpstu sam- úð, þeim líkn sem lifa. Sigfús Ólafsson. Hann flutti að Helgastöðum í Hraunhreppi ásamt þremur systkin- um sínum og bjó þar í stuttan tíma, fékkst við barnakennslu á vetrum og plægði vor og sumur. Þar kynnt- ist hann ömmu, Margréti Guð- mundsdóttur frá Hundastapa, sem nú er látin fyrir allmörgum árum. Þau fluttust síðan í Borgarnes 1926 í byijun kreppunnar. Þar byggðu þau sér lítið hús og fengu skjótt fyrir kú og hesta sem afi notaði við plægingar. Á þeim árum var lífsbar- áttan hörð, stopul vinna, lág laun og verkafólk rétt lítið. Af hugsjón og eldmóði skipaði hann sér í for- ystu þeirra manna sem börðust fyr- ir auknum jöfnuði og réttindum al- þýðunni til handa. Hann var í ára- tugi í forystu verkalýðsfélagsins og var alla tíð einn af dyggustu stuðn- ingsmönnum Alþýðuflokksins. Á þessum árum frá 1930 og fram undir 1960 unnust hvað stærstir sigrar í réttindamálum alþýðunnar, þess vegna geta þeir menn sem stóðu í fylkingarbijósti á þessum tíma litið með miklu stolti yfir far- inn veg. Þéssir menn unnu af hug- sjón og fórnfýsi fyrir betri lífskjör- um, sem alþýðan býr við enn í dag. Það þurfti dugnað og kjark til að standa í eldlínu verkamanna og um leið að framfleyta stórri ijölskyldu. Afi og amma eignuðstu sex syni og lifa þeir allir foreldra sína. Fyrstu minningar mínar tengjast samverustundum mínum með afa, þá var hann kominn fast að sjötugu og vann sem verkstjóri í rörasteypu Fædd 8. desember 1901 Dáin 5. febrúar 1992 Ég var svo heppin að fá að kynn- ast Unni Finnbogadóttur er ég keypti mína fyrstu íbúð á Grettis- götunni á hæðinni fyrir ofan þær systur Unni og Herdísi. Unnur var einstök kona og var mjög ánægjulegt að fá að eyða tólf árum í sambýli með henni. Við átt- um margar góðar stundir, sér í lagi naut ég þess að hlusta á hana tala og segja sögur um gamla daga og hennar uppvaxtarár í Dölunum og eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Unnur hafði unun af að vera fín og dáðist ég að þessari gömlu konu sem alltaf var svo vel til höfð og snyrtileg. Aðdáunarvert var hve vel hún hugsaði um heimili þeirra systra og hve samrýndar þær voru. Aldrei kom maður í kaffisopa öðruvísi en það væru bakaðar vöffl- ur og sett var upp hlaðborð. Unnur var einnig handavinnu- kona og kenndi hún mér nokkuð í þeim efnum, ýmislegt sem ég bý að enn þann dag í dag. Minni fjölskyldu, foreldrum og systkinum tók hún ákaflega vel og þótti þeim öllum afar vænt um hana. Það var ekki mikill vandi að banka upp á hjá þeim systrum þeg- hreppsins, einnig hafði hann kind- ur, hross og hænsni, og ræktaði kartöflur og rabarbara. Það var manni ómetanlegt að fá að vafstra með afa á öllum þessum vígstöðv- um, fara í rörasteypuna, fá að sópa og drekka sopann, vesenast með afa í „kofonum“ við skepnurnar, fara með skít í garðinn og á rabar- barann. En eitt einkenndi afa öðru frem- ur, það var hversu barngóður hann var og umburðarlyndur, það var a.m.k. sérstakt hvernig öll börn í hverfinu löðuðust að afa, það var því andi oft sem afi var með barna- skarann í kringum sig, hann skipti aldrei skapi, tók öllum börnum sem jafningjum, enda var hann fenginn, þá kominn á áttræðisaldur, til að vera með skólagarðana á sumrin og veit ég að margir minnast afa þaðan með mikilli hlýju. Það voru ófá barnabörnin sem nutu handleiðslu afa fyrir og á fyrstu árum skólagöngu, það var gjarnan kallað að fara í afaskóla, þetta var hinn merkasti skóli, þar var kennt að draga til stafs og stauta við staf og orð, þar kom vel í ljós hvað afi var þolinmóður og hjartahlýr, þegar þeirri vinnu var lokið fékk maður kaffi með mjólk og sykri hjá ömmu og kandís í nest- ið. Ef maður lítur yfir æviskeið afa var hann fyrst og fremst ræktunar- maður af ákafa og elju, og baráttu- maður af hugsjón, mannkostamað- ur og ljúfmenni hið mesta, sem gat verið stoltur af dagsverki sínu. Eftir að amma dó fluttist afi fljót- lega á dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Síðustu árin voru honum erfið, líkamlegir kraftar þrotnir og hugur- inn oft hulinn móðu. Því var hann, trúi ég, hvíldinni feginn, og öllum léttir úr því sem komið var. Á dval- arheimilinu var hann umvafinn ást- úð og hlýju og ég veit að ég mæli fyrir munn afkomenda hans er ég færi starfsfólki dvalarheimilisins alúðarþakkir fyrir umönnun og þá umhyggju sem honum var ætíð sýnd þar. Einni manneskju ber þó að þakka öðrum fremur, Margréti Guðmundsdóttur framkvæmda- stjóra dvalarheimilisins, sem er elsta barnabarn hans, hún hefur vakað yfir honum og vitjað hans daglega, og sýnt honum ómetan- lega tryggð. Nú þegar komið er að kveðju- stund, er mér þakklæti og virðing til elsku afa efst í huga. Ingimundur Einar Grétarsson. ar maður var daufur í sálinni og alltaf lyftu þær manni upp með skemmtilegu spjalli. Margt væri hægt að rifja upp, en mér er efst í huga þakklæti til elsku Unnar fyrir allt og allt. Fari hún í friði. Elsku Herdís, Finndís og Ellert, megi góður Guð styrkja ykkur. Kristín. Hróbjartur Péturs- son frá Lambafelli Unnur Finnboga- dóttir - Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.