Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. PEBRÚAR 1992 Minning: Vigfús Eiríksson, Egilsstöðum Fæddur 20. júlí 1914 Dáinn 8. febrúar 1992 Sumir samferðamenn okkar verða óneitanlega minnisstæðari en aðrir. Oft eru það hinir ihyglu og ákveðnu menn í trúrri staðfestu sinni, sem með hjóðlátri hógværð sinni orka á mann svo sterkt að saman fer sönn hlýja og einlæg virðing. Einn þessara ágætu manna hefur nú kvatt okkur og honum skulu helguð nokkur kveðjuorð að skilnaði. Sá sem af einhveijum óútskýr- anlegum orsökum velst til forystu í þjóðmálum þarf fyrst og síðast á góðu jarðsambandi að halda, að eija akurinn heima, að rækta vin- áttusambönd sem víðast, að kunna að hlusta á raddir þeirra sem holl ráð gefa, þó þeim fylgi gagnrýnin skoðun eða einmitt þess vegna. Það var gott að eiga Vigfús Eiríks- son að, fínna þessa einlægu vin- semd, fínna þessa heilsteyptu lífs- skoðun, kreddulausa en ákveðna, fínna næmi hans á viðbrögð fólks við því sem var að gerast á vett- vangi gamfélagsins hveiju sinni. Við höfðum ekki þekkst lengi er hann fór að minna mig á sveit- ina sína, Hróarstunguna, sem margan sósíalistann hefði fóstrað, gerði mér glögga grein fyrir mannlífi og helztu hræringum og bað mig sjálfan kynna mér af eig- in raun. í Hróarstungu fór ég fyrst í fylgd Vigfúsar og fleiri urðu þær ferðir og allar ánægjulegar, ekki sízt vegna samfylgdar hans, sakir þess hve vinátta gamalla granna stóð greinilega föstum fótum. Það var mikið lán að mega eiga hann að förunaut, fá skýra leiðsögn hans og margháttaðan frÓðleik um sveitina og söguna, um menn og málefni. Ferðirnar með honum Vigfúsi eru mér einhveijar þær minnis- stæðustu af hinum fjölmörgu er famar voru. Það var í raun fylgd manna eins og hans sem auðgaði tilveru manns umfram flest annað. Vigfús var sannur sonur sinnar sveitar, þó atvikin yllu því að hann yrði að yfirgefa hana fyrr en skyldi. Þangað leitaði hugurinn greinilega, þar voru rætur hins natna og nostursama bónda, sem átti sér ágæta búskaparsögu og hefði viljað una við ræktunarstörf- in, við búsmalann betur og leng- ur. Við bundumst ekki sízt böndum í sameiginlegum áhuga fyrir öllu því er sveitin býr börnum sínum. Vigfús Eiríksson var greindur maður og vel lesinn, kunni skil á mörgu því sem lærdómsmenn mættu öfundast af. Hann var ævinlega tilbúinn til hverra þeirra verka, er gátu gert hreyfíngunni gagn, dijúgur áróðursmaður í hæglátri rökvísi sinni. En umfram allt var í návist hans notalegt að una, finna þessa traustu skapgerð, fínna trúmennsku eljuseminnar, fínna þessa yljandi hlýju sem um- vafði mann, fínna að hann átti maður alltaf að í raun og sann- leika. Ég rek ekki lífssögu Vigfúsar, en fæddur var hann 20. júlí 1914 að Hallfreðarstöðum í Hróarst- ungu, sonur hjónanna Halldóru Sigurðardóttur frá Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu og Eiríks Sæmundarsonar, sem einnig var austur-skaft- fellskrar ættar. Þar elst Vigfús upp og fer svo að búa þar 1938 og býr þar ásamt konu sinni Sigríði Jónsdóttur frá Litla-Steinsvaði allt til ársins 1963, er þau flytja í Egilsstaði. Þar stundaði Vigfús svo hin ýmsu störf s.s. heilsa hans frekast leyfði, iðjumaður ágætur og vel verki farinn. Kjördóttir þeirra hjóna er Gyða, sem er skrifstofu- stjóri Verkalýðsfélags Fljótsdals- héraðs. Lífssaga er liðin og ekki annað nú en að færa alúðarþakkir fyrir alla vinsemdina og tryggðina, sem aldrei bar minnsta skugga á. Þau gerast áleitin orð meistar- ans frá Nazaret á þessari kveðju- stund: Sælir eru hógværir, því þeir munu landið erfa. Hógværð og festa fóru saman ásamt ein- lægninni hjá Vigfúsi vini mínum og víst er þakkarefni ærið að hafa mátt eiga hann að. Ég sendi konu hans og dóttur og öðrum aðstandendum einlægar samúðarkveðjur. Ég geymi minninguna um fylgdarmanninn góða og gjöfula, sem gaf mér á svo margan veg vissa hlutdeild í sveitinni sinni. Það stafar ljósgeislum björtum frá ljúfri minningu Vigfúsar Eiríks- sonar. Helgi Seljan. Faðir okkar, + GESTUR JÓHANNESSON, áðurtil heimilis á Reynivöllum 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 13. febrúar. Börn hins látna. + Hjartkær systir mín, ÁSLAUG ODDSDÓTTIR, Merkigerði 8, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 14. febrúar. Þórunn Oddsdóttir og aðrir aðstandendur. Bróðir minn, faðir okkar, tengdafaðír og afi, GUÐMUNDUR GUNNARSSON, Hátúni 10, Reykjavík, lést 24. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Lára Gunnarsdóttir, Olga Guðmundsdóttir, Gunnvör Ásta Guðmundsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN JÓNSSON fyrrverandi lögregluþjónn frá Haukagili, lést í Landspítalanum þann 13. febrúar. Kristín Bjarnadóttir, Jón Haukur Björnsson, Ágústa Egilsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Bergsteinn Vigfússon, Hjördis Björnsdóttir, Jónas S. Hrólfsson, Unnur Hlín Guðmundsdóttir, Bjarni H. Guðmundsson, María Þorgrímsdóttir, Ögmundur H. Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir, Guðmundur Hlynur Guðmundsson, Álfheiður Guðjónsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON fyrrum póstmaður í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. febrúar kl. 15. Ásta G. Lárusdóttir, Eyjólfur Einarsson, Guðmundur Lárusson, Unnur Einarsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Jóhannes Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Sigurður Jónsson innheimtumaður Sigurður Jónsson, Hátúni 10B, Reykjavík, lést þann 7. febrúar sl., 83 ára að aldri. Hann var starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur um margra ára skeið. Sigurður var fæddur 15. mars 1908 á Seyðisfírði. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Bjarnadóttir (1879-1962) frá Gesthúsum í Bess- astaðahreppi og Jón Stefánsson (1881-1931) frá Reykjavík. Þau bjuggu á Seyðisfírði allan sinn búskap. Systir Sigurðar, Hildur Sigríður Gróa, sem bjó á Akra- nesi, lést í desember síðastliðinn. Sigurður fluttist til Reykjavíkur um 1930 og vann þar æ síðan. í rúman áratug vann hann hjá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar, en réðst til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1943. Þar vann hann í rúm 30 ár, lengst sem innheimtu- maður. Um fermingu kynntist ég fyrst Sigga frænda, þegar móðir hans, Jóna afasystir mín, fluttist frá Seyðisfirði 1938 og bjó þá um skeið í Skeijafírði. Með henni kom upp- eldissystir Sigga, Hildur Jóna Ket- ilsdóttir, sem Jóna hafði tekið í fóstur ársgamla, eftir að Hildur missti föður sinn, Ketil Bjamason, bróður Jónu. Hildur fluttist til Bandaríkjanna 1944 og hefur átt þar heima síðan. Mér finnst líklegt að Jóna hafí valið heimili sínu stað í Skeijafírði vegna nágrennis við mágkonu sína og frænku Stefaníu Stefánsdóttur, sem var seinni kona Einars Mar- kússonar ríkisféhirðis og bjó við Baugsveg.næst Vogi, húsi foreldra minna. Foreldrar Sigga voru systkina- böm. Jóna móðir hans var dóttir Sigríðar Jónsdóttur konu Bjarna Steingrímssonar útvegsbónda í Gestshúsum. En Jón faðir hans var sonur Bóthildar systur Sigríðar. Hún var kona Stefáns Sigurðsson- ar bónda á Brimnesi við Seyðis- fjörð. Siggi var einhleypur og hélt heimili lengst af með móður sinni, en bjó síðan einn. Þegar heilsu Jónu móður hans hafði hrakað, dvaldist hún síðustu æviárin í góðri umönnun hjá Hildi dóttur sinni á Akranesi. Síðustu ár ævinnar bjó hann í góðri íbúð í húsi Öryrkjaband- alagsins í Hátúni 10B. Nokkrum vikum fyrir andlát, hafði heilsu hans hrakað svo, að hann varð að flytjast á Öldrunardeild Landspít- alans í sama húsi, þar sem hann naut góðrar hjúkrunar. Siggi líktist mömmu sinni Jónu í því að vera geðgóður og líflegur í viðmóti. Hann var ættrækinn og hélt sérstaklega lifandi minningum um ættmenn okkar, sem tengdust Skógarkoti í Þingvallasveit. Þótt leiðir okkar Sigga lægju ekki saman fannst fljótt fyrir vinarþeli og ættartryggð, þegar við hittumst og gátum rabbað saman smástund. Um árabil kom hann sem starfsmaður Rafmagnsveit- unnar til að lesa á rafmælinn heima og þáði þá oft kaffísopa og fékk fréttir af uppvaxandi frændfólki sínu. Það var honum til mikillar gleði og sú gleði var kannski enn meiri og dýpri vegna þess, að hans kynslóð, sem gat ekki látið æsku- drauma sína um menntun og störf rætast í þrengingum kreppuár- anna, sá þessa sömu drauma ræt- ast hjá mörgu æskufólki okkar tíma. Fyrir mörgum árum magnaði Sigga upp ættarstolt mitt með því að færa mér ágæta minningar- grein um langafa sinn Jón Kristjánsson hreppstjóra í Skógar- Fæddur 2. júní 1917 Dáinn 9. febrúar 1992 koti eftir séra Jens Pálsson, sem var meðal framfarasinnuðustu ís- lendingum á sinni tíð. Ekki löngu síðar bað hann mig um að varð- veita silfurnælu, sem var ættar- gripur frá Skógarkoti, sem hann hafði fengið til varðveislu frá móð- ur sinni. Ég er honum þakklátur fyrir að hafa með þessum og ýms- um öðrum hætti styrkt tengslin við ætt okkar og sveit. Um leið og ég kveð þennan frænda minn í hinsta sinn, vil ég færa sameiginlegum frænda okk- ar, Páli Þórðarsyni, og konu hans, Rakel Bjömsdóttur, kærar þakkir fyrir langa vináttu og ræktarsemi við Sigga, fram til æviloka. Við Erla sendum ættingjum og vinum samúðarkveðjur. Ólafur Jensson. Kveðja frá börnum og barnabörnum Vors herra Jesú vemdin blíð veri með oss á hverri tíð. Guð huggi þá, sem hryggðin slær, hvort þeir em fjær eða nær, kristnina efli og auki við, yfirvöldunum sendi lið, hann gefi oss öllum himnafrið. (Sálm. Ól. Jónsson.) Astarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga, í þinn náðarfaðm mig tak. Anda þinn lát æ mér stjóma, auðsveipan ger hug og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himinn þinn. (Steingr. Thors.) Hjörleifur Gústafs- son - Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.