Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. PEBRUAR 1992
23
Fundur Samtaka olíuframleiðsluríkja:
Hart deilt um framleiðslu-
Mikil flóð hafa gengið yfir Kaliforníu á síðustu dögum. Gífurlegt eignatjón varð í San Fernando-dalnum er
allt að þriggja metra háar öldur gengu yfir hluta hans og kom þessi íbúi að bílnum sínum ofan á ljósastaur
er hann sneri aftur heim til húsvagnsins sem hann býr í.
Flóð í Kaliforníu
Reuter.
kvóta einstakra OPEC-ríkja
Genf. Reuter.
Olíumálaráðherrar ríkja innan Samtaka olíuframleiðsluríkja
(OPEC) náðu ekki samkomulagi um að draga úr framleiðslu til að
koma í veg fyrir verðhrun á olíu á þriðja degi fundár síns í Genf í
Sviss. Ráðherrarnir eru sammála um að framleiðslan verði að minnka
en hefur ekki tekist að ná saman um hvernig samdrátturinn eigi
að skiptast milli einstakra ríkja.
Fram til þessa hafa Saudi-Arab-
ar, sem framleiða um þriðjung allr-
ar olíu innan OPEC, krafist þess
að framleiða að minnsta kosti átta
milljónir tunna af olíu á dag. Fyrir
fundinum liggur tillaga frá Hisham
Nazer, olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu, þess efnis að heildarfram-
leiðsla OPEC verði minnkuð í 22,5
milljónir tunna á dag og yrði magn-
ið frá Saudi-Arabíu undir átta millj-
óna tunna markinu eða um 7,9
milljónir tunna. I janúarmánuði var
framleiðsla ríkisins um 8,65 milljón-
ir tunna á dag.
Hart er tekist á um það á fundi
samtaka olíuframleiðsluríkja
hversu mikið einstaka ríki megi
framleiða og hefur það hamlað við-
ræðunum fram til þessa. Hamoud
Abdulla al-Rqobah, olíumálaráð-
herra Kúveit, sagði í gær að öll
OPEC-ríki myndu samþykkja heild-
arframleiðslu er næmi 22,5-22,7
milljónum tunna á dag. I síðasta
mánuði var meðalframleiðslan 24,4
milljónir tunna á dag. „Þakið á
framleiðslunni er ekki málið heldur
hvernig við eigum að skipta þessu
á milli okkar,“ sagði hann við blaða-
menn. Leggja önnur ríki nú hart
að Saudi-Aröbum að samþykkja að
draga úr framleiðslunni um 100
þúsund tunnur á dag til viðbótar
svo að samkomulag geti náðst.
OPEC-ríkin gerðu síðast með sér
samkomulag um framleiðslumagn
einstakra ríkja í júlí en það féll um
sjálft sig eftir að írakar réðust inn
í Kúveit nokkrum dögum síðar. Til-
laga Nazers felur í sér flóknar
breytingar á kvótakerfi einstakra
ríkja, miðað við samkomulagið frá
1990, og er lagt til að sum ríki
dragi verulega úr framleiðslu en
framleiðsla annarra standi í stað.
Meðal annars er í tillögunum gert
ráð fyrir að Nígería, íran, Líbýa,
Sameinuðu furstaveldin, Venezuela
og Gabor minnki framleiðslu sína
um 13%.
Fréttir af málamiðlunartillögu
Saudi-Araba urðu til að hækka verð
á Norðursjávarolíu um 22 sent
og var verð á tunnu 18,75 dollar-
ar í London síðdegis í gær. Það
er samt enn töluvert undir því
marki sem olíuframleiðsluríkin
hafa sett sér að ná, sem er 21
dollari á tunnu. Þegar ljóst var
að ráðherrarnir höfðu ekki náð
saman um kvótaskiptingu féli
hins vegar verðið á ný.
Alsír:
Fimm létust í spreng-
ingn í Algeirsborg
Algeirsborg. Reuter.
HORÐ átök brustu út í miðborg Algeirsborgar í gær í kjölfar þess
að lögreglusveitir gerðu umfangsmikla leit í borginni aðfaranótt
föstudagsins að mönnum sem skutu sex lögreglumenn á mánudag.
Til skotbardaga kom milli vop-
naðra heittrúarmanna og lögreglu-
manna víða í miðborginni og fimm
stjórnarandstæðingar féllu er bygg-
ing sem þeir höfðust við í sprakk
í loft upp. Skömmu áður höfðu þeir
hafið skothríð á lögreglumenn og
sært þrjá þeirra, að sögn alsírsku
fréttastofunnar APS. Enginn skýr-
ing var gefinn á hvað olli sprenging-
unm.
Flokkur heittrúarmanna, FIS,
hafði boðað til fjöldagöngu í gær
til að mótmæla stefnu stjórnvalda
en mikill fjöldi hermanna kom í veg
fyrir að hún gæti hafist. í síðustu
viku féllu fimmtiu manns í átökum
í kjölfar þess að bænafundir voru
stöðvaðir.
Bruninn í Scand-
inavian Star:
Höfða mál á
hendur stjóm-
endum út-
gerðarinnar
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgunblaðsins.
ÁKVEÐIÐ hefur verið að höfða
opinbert mál á hendur stjórn-
endum útgerðar Scandinavian
Star, farþegaferjunnar sem
kviknaði í á milli Noregs og
Danmerkur í apríl árið 1990.
158 manns fórust.
Ákæruvaldið krefst þess að
ábyrgðarmennirnir, Ole B. Hansen
forstjóri og Henrik Johansen út-
gerðarmaður verði dæmdir til
hegningar fyrir vanrækslu vegna
öryggisbúnaðarins um borð í skip-
inu og þeir verði sviptir leyfi til
að reka skipaútgerð.
Henrik Johansen sagði opinber-
lega eftir slysið, að hann mundi
aldrei framar koma nálægt skipa-
útgerð, en síðan hefur hann hafið
feijurekstur á fleiri en einni sigl-
ingaleið.
Ákæruvaldið krefst þess einnig
að skipstjórinn á Scandinavian
Star, Norðmaðurinn Hugo Larsen-,
verði dæmdur til fangelsisvistar
og sektargreiðslu vegna van-
rækslu í starfi.
Nýjar vörur
Silkitopparnir komnir
Opið frá kl. 10-14
fínj
Laugavegi 97, sími 17015.
terkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
- BSSTU
KAUPIN
í grillsteikum
Nautasteik........kr.790.-
m/bak. kartöflu, kryddsmjöri og hrásalati
Lambagriflsteik.kr.790.-
m/sama
Svínagrillsteik.kr.760.-
m/sama
\AW
KRINGLUNNI - SPRENGISANDI
ATH.: HÁDEGISTILBOO í SPRENGISAHDIALLA DAGA
£
Osvikið kaffibragð
Með aðeins hálfu
koffeinmagni