Morgunblaðið - 15.02.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert fremur óhress með þann
hægagang sem þér þykir vera
á framgangi þínum á vinnu-
stað. Þetta verður þó hinn
ágætasti dagur og þú hefur
samband við margt fólk.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú verður fyrir töfum sem þú
rekur til fjarvista annarra.
Einkaviðræður sem þú átt við
einhvem liðka fyrir þér í starfi.
Talaðu nú við þá sem ráðaferð-
inni.
Tvíburar
(21. maf - 20. júní)
Þú tekur á þig aukin ábyrgðar-
störf í dag vegna þess að aðrir
hafa brugðist. Geymdu að
hugsa um fjármálin í bili, en
helltu þér út í félagsstörfín.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) HI8
Þú óskar þess að ástvinur þinn
sýni þér meiri áhuga í dag. Þér
gefast næg tækifæri til að
ráðgast við þá sem geta aðstoð-
að þig.
Ljón
(23. júií - 22. ágúst)
Áhyggur þínar af vinnunni
þreyta þig núna, en viðbrögð
ástvinar þíns eru þér mikil
hvatning og uppörvun. Ræddu
í einlægni við fjölskyldu þína.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú hefur meiri ánægju af vinn-
unni í dag en þátttöku í félags-
starfí. Áhyggjur af viðkvæmu
máli kunna að hvíla á þér, en
hugsun þín er tær eins og
fjallalind.
V°S
(23. sept. - 22. október) Jj’í
Þú vildir gjama að ættingi þinn
sýndi þér meiri samúð en hann
gerir. Þú átt líflegt samtal við
maka þinn og það hvetur þig
til dáða. Hyggðu að málefnum
bamsins þíns.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Reyndu að fá það sem þú telur
þig eiga skilið fyrir vinnu þína.
Vegna spennu á vinnustað
fínnst þér heimili þitt hugnan-
legra starfsumhverfí. Trúðu á
hugmyndir þínar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) &
Peningaáhyggjur draga úr
löngun þinni til að skemmta
þér, en engu að síður ættir þú
að létta þér upp núna. Not-
færðu þér sköpunarhæfíleika
þína.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
Peningavit þitt blómstrar um
þessar mundir. Nú er tilvalið
fyrir þig að kaupa og selja og
gera samninga. Hugsaðu aum
fjölskylduna í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar — 18. febrúar) ðh
Það er ekki heppilegt að velta
sér upp úr áhyggjunum enda-
laust. Ef þú léttir á hjarta þínu
við einhvem mun þér líða miklu
betur. I dag gefst þér tækifæri
til að tjá skoðanir þínar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú verður fyrir vonbrigðum
með vin þinn út af fjármálum.
Hugmyndir þínar em góðar,
einkum þær sem snerta fjöl-
skylduna.
Stjörnusþána á ad lesa sem
dœgradvól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
FERDINAND
SMAFOLK
CHARLES, l'M
COMING OVER
TO 5EE YOU..
Kalli, ég ætla að
koma í heimsókn
yfir til þín.
Mín?
YE5,1 NEEP
TO TALK
TO YOU...
Já, ég þarf að
tala við þig.
Mig?
YE5,ANP PLEASE
5TOP 5AYIN6,
ME ?''
Já, og viitu hætta að Okkur?
segja „mig“.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Getur það verið vandamál að
hnekkja fjórum stöðum suðurs
hér að neðan?
Norður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ D1075
♦ 1075
♦ 1075
♦ D92
Austur
mm ♦K84
II ♦ AD986
♦ D82
♦ 53
Suður
♦ G9632
♦ G
♦ Á6
♦ ÁKG87
Vestur Norður Austur Suður
PASS PASS 1 spaði
Dobl 2 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar
Pass Pass Dobl Pass
Pass Pass
Útspil: hjartaþristur.
Á opnu borði er vandalítið að
taka fjóra slagi. Vömin þarf
aðeins að skipta yfir í tígul,
annaðhvort í öðrum slag eða
þegar vestur kemst inn á spaða-
ás. Er það svo erfitt í reynd?
Lítum fyrst á aðstöðu aust-
urs. Hann er nokkuð viss um
að sagnhafí á eitt hjarta, en hins
vegar gæti hann gefið slag með
því að spila tígli sjálfur. Til
dæmis ef suður á ÁGx(x) í litn-
um. Honum er því vorkunn að
spila hjarta áfram.
En hvað með vestur? Hann
er inni á spaðaás og verður nú
að spila tígli - frá KG! Sem er
ekki auðvelt, en þó rökrétt ef
að er gáð. Hann þarf aðeins að
spyrja sig: Hvers vegna spilaði
makker ekki tígli? Sem virðist
blasa við ef hann á EKKERT í
litnum. Ergó, makker á háspil í
tígli, drottningu eða ás!
Vestur
♦ Á
♦ K432
♦ KG943
♦ 1064
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Höjer-
Tastrup í Danmörku, sem hófst í
síðustu viku, kom þessi staða upp
í viðureign stórmeistarans Aleks-
anders Chernins (2.620), Sem
hafði hvítt og átti leik, og danska
alþjóðameistarans Tomas Hutt-
ers (2.450). Svartur hótar máti á
el, en hvítur fann ráð viði því og
gott betur:
24. g3! og Hutters gaf, því hann
sá að hvítur myndi svara 24. —
De5 með drottningarfórninni 25.
hxg6! — Dxc5, 26. gxh7+ — Kh8,
27. Rxf7 mát. Chernin hefur nú
bæst í hóp þeirra rússnesku skák-
manna sem fluttir eru úr landi.
Hann hefur gert fimm ára samn-
ing við skákfélag í Búdapest og
er skráður undir merkjum Ung-
veijalands á nýjasta stigalista
FIDE.
Mikhail Gúrevitsj er stigahæsti
keppandinn á mótinu í Danmörku,
en siðan koma þeir Chemin, Curt
Hansen og Romanísjin. Að sögn
dönsku skákpressunnar er þetta
stigahæsta mót sem haldið hefur
verið á þarlendri grundu.