Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 15

Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 ---|—| (-------!--!------------í----í-- Skert menntun - niðurskurður en ekki sparnaður eftir Kára Arnórsson Miklar umræður og fundahöld hafa verið í gangi vegna aðgerða ríkisstjórnar og Alþingis í málefnum grunnskólans. Fólk hefur ekki getað orða bundist yflr þeirri skammsýni og þekkingarleysi á högum grunn- skólans og á þeirri ábyrgð sem hon- um er ætlað að axla í samfélaginu. Þó hefur framganga menntamála- ráðherra og aðstoðarmanns hans gengið mest fram af kennurum og foreldrum. Mjög greinilegt er í máli beggja þessara manna hve ókunn- ugir þeir eru skólanum og hlutverki hans í nútíma samfélagi. Röng ákvörðun Bandormurinn svokallaði felur í sér niðurskurð, ekki spamað eins og gjarnan er talað um og mun ég koma að því seinna, já niðurskurð um 180 milljónir í grunnskólanum. Þetta er hluti af flata niðurskurðin- um sem skellt var á. í fyrsta lagi er nú til þess að taka að frá hag- fræðilegu sjónarmiði er flatur nið- urskurður ekki líklegur til að skila þeim árangri sem að er stefnt og er skemmst að minnast Reykjavík- urbréfs í Morgunblaðinu sunnudag- inn 9. febrúar um það efni. Ráðstaf- anir af þessu tagi þurfa að hafa forgangsröðun og undirbúningur með þeim hætti að menn viti hvað þeir eru að gera. Að skera niður fjármagn til menntunar á aðhalds- tímum er svipuð aðgerð og skera niður fjármagn til atvinnuvega sem eiga að skapa auknar þjóðartekjur. Menntun, ekki síst grunnmenntun er ekki hluti af einhverri sérstakri velferð. Grunnmenntun er nauðsyn jafnt eins og atvinnuvegirnir. í skól- unum, en þar fer fram mest af menntuninni þó hún fari líka fram annars staðar, verður mesta verð- mætasköpunin. Við aukum ekki verðmætin í öðrum atvinnugreinum nema með menntun. Af þeim ástæð- um er það kolröng og nánast heimskuleg aðgerð að skera niður á þessu sviði. Af þeim ástæðum er hér ekki um spamað að ræða heldur niðurskurð sem veldur stöðnun. Þeir sem verst fara útúr þessu eru nem- endur, þeir sem síðar eiga að taka við þessu samfélagi. Þeir eru að fara inn í breytta veröld. Okkur sem fullorðin erum er skylt að búa þá sem best undir þá samkeppni og það sambýli sem framundan er. Þetta skilja aðrar þjóðir. Þær veita mun stæn-i hlut af þjóðartekjum til menntunar en við íslendingar. Þjóð- irnar sem lenda í efnahagserfiðleik- um bregðast þannig við að þær auka til muna framlag sitt til menntamála. Þeim er það mæta vel ljóst að það er grundvallaratriði í samkeppni þjóðannna. Það er fróð- legt að taka Svía hér sem dæmi. Þar tók nýlega við völdum hægri stjóm og hún fór að skera niður á ýmsum sviðum. En í skóla- og menntunarmálum var annað uppi á teningnum. Þar var framlagið veru- lega aukið. Þó vom Svíar áður með umtalsvert hærra hlutfall af þjóðar- tekjum til menntamála en íslending- ar. Þeirra niðurstaða var einfaldlega sú að samkeppnisstaða Svíþjóðar yrði að batna með tiltiti til EB-land- anna. í hugum þeirra sem og flestra annarra er menntun fjárfesting, fjárfesting sem eykur hagvöxtinn sem allt snýst um í veröldinni í dag. Að ganga á afturábak Niðurskurðurinn á nemenda- stundum með væntanlegum aðgerð- um menntamálaráðherra er gífur- legur. Aldrei fyrr í sögu íslenskrar fræðslulöggjafar hafa skólarnir staðið frammi fyrir sliku. Teknar eru tvær kennslustundir af hveijum bekk á aldrinum 9 til 15 ára. Þetta nemur alls 48.500, ég segi og skrifa, fjömtíu og átta þúsund og fimm hundruð stundum. Svo ætla menn að halda því fram blákalt að þetta sé svo sem ekki neitt. Menntamálaráðherrann hefur jafnan haldið því fram að það sé aðeins verið að skerða hjá efri bekkj- um grunnskólans. Slík skilgreining ráðherrans, að efri bekkir grunn- skólans bytji hjá 9 ára börnum er blekking sem honum er ekki sæm- andi. Hann talar um að ráðstöfunar- stundir í viðmiðunarskrá sé það sem skólamir eigi að skerða. Þetta séu aukastundir. Þær geti ekki verið mikils virði úr því að hægt sé að nota þær til að tala illa um ráðherr- ann, slíkt er síðan endurtekið af aðstoðarmanni hans. Talsmáti af þessu tagi úr munni æðsta manns menntamála á íslandi og dylgjur í garð íslenskra kennara em vægast sagt ósæmandi. Ráðstöfunarstundum er öllum ráðstafað með fyrirmælum í al- mennri námsskrá. Skerðing þeirra þýðir einfaldlega að stundum fækk- ar í hefðbundnu námi. Skólamenn hafa gert kröfu til þess að ráðherra ákvæði hvar þessi skerðing ætti að koma niður. Þegar skorið var niður síðast þá vom stundir til sund- Kári Arnórsson „Við aukum ekki verð- mætin í öðrum atvinnu- greinum nema með menntun. Af þeim ástæðum er það kol- röng og nánast heimskuleg aðgerð að skera niður á þessu sviði. Af þeim ástæðum er hér ekki um sparnað að ræða heldur niður- skurð sem veldur stöðn un.“ kennslu skornar af og fyrirmæli um að sundkennslan skyldi rúmast inn- an annarra íþróttatíma. Það var að sjálfsögðu nógu slæmt. En nú virð- ist eiga að kasta ábyrgðinni yfir á stjómendur skólanna. Þegar þeir hafa framkvæmt þessa væntanlegu skerðingu mega þeir eiga fyrir víst að þeir fái sömu viðbrögð og háskól- inn fékk frá ráðherranum: „Ég hefði aldrei Iagt til að það yrði skorið þarna.“ Að skýla sér bak við rangar tölur Nýjasta' blekkingin hjá hinum umkomulausu ráðamönnum menntamála í dag varðandi skerð- inguna er að í heild sé hún óveruleg 1974/75 1988/89 1990/91 1991/92 1992/93 1994/93 1994/95 1. b. 15 18 18 23 24 24 25 2. b. 22 23 22 23 24 24 25 3. b. 23 23 22 23 24 24 25 (60) (64) (62) (69) (72) (72) (75) 4. b. 27 27 26 26 27 25 27 5. b. 33 30 29 29 29 27 32 6. b. 35 33 32 32 32 30 34 7. b. 37 35 34 34 34 32 36 8. b. 39 36 35 .35 35 33 36 9. b. 39 36 35 35 35 33 37 10. b. 39 36 35 35 35 33 37 249 233 226 226 227 213 239 15 og ekki farið langt aftur í tímann þegar litið sé á heildarstundir. Þetta er byggt á því að 6 ára börn eru nú orðin skólaskyld og örlítil aukn- ing hefur orðið hjá 7 og 8 ára börn- um. En þetta breytir afskaplega litlu um þá skerðingu sem eldri bekkim- ir, eins og ráðherrann kallar þá, verða fyrir. Fæstir þeirra nemenda nutu þeirrar lengingar sem yngri bekkirnir hafa fengið því hún hefur aðeins varað tvö ár. Erfiðleikar skól- ans eru jafn miklir eftir sem áður að komast yfir það námsefni sem ætlast er til fyrir nemendur 9 til 15 ára hvað þá að taka á sig síaukn- ar kröfur breytilegs samfélags. Það er líka rangt að telja 1. bekk- inn, 6 ára börnin, hreina aukningu við kennsluna á síðustu árum. Rík- issjóður hefur borgað kennslu 6 ára barna í tæpan aldarijórðung þó hún hafi ekki verið lögboðin. Ég birti hér með töflu sem sýnir þróunina frá 1974 þar sem höfuðstóllinn hef- ur sífellt verið að minnka, einkum hjá 4. til 10. bekk. (Hér er reiknað með 6 ára kennslunni en gamla 10. bekknum, gagnfræðabekknum, sem boðið var upp á fyrir þá sem ekki fóra í landspróf, sleppt.) Taflan Fyrir neðan strikið þar sem 4. bekkur byijar má glöggt sjá skerð- inguna. Þessir bekkir fengu samtals 249 stundir 1974 en fá nú eftir boðaða skerðingu 213 stundir. Skerðingin er hins vegar mun meiri ef litið er til grannskólalaganna því þar var ráð fyrir því gert að auka stundafjöldann á næstu þremur áram, eins og sýnt er fyrir árið 1994/95 en það hefur nú verið num- ið burt úr lögunum. Sú aðgerð Alþingis að nema 46. greinina um lágmarks stundaíjölda burt úr lögunum var hið versta verk. Það var sagt að ætti aðeins að vera bundið árinu 1992. Nú er auðséð að þessi grein tekur ekki gildi í byijun árs 1993 eins og sagt var á Alþingi. Brotthvarfið verður fram- lengt. Þessi aðgerð sem ég hef gert hér að umtalsefni er með engum hætti veijandi, hvorki uppeldislega né efnahagslega. Á þessari töflu er samanburður á stundafjölda einstakra bekkja grannskólans frá því lög um grunn- skóla vora sett 1974. Fyrirhugað skerðingarár er feitletrað. Höfundur er skólastjóri Fossvogsskóla ogformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna eftír Danfríði Skarphéðinsdóttur Á morgun, 21. febrúar, er alþjóð- legur dagur leiðsögumanna. Leið- sögumenn í öllum heimsálfum minn- ast dagsins með einum eða öðrum hætti. Á síðustu áram hafa íslenskir leiðsögumenn haldið daginn hátíð- legan með því að bjóða fólki í ókeyp- is skoðunarferð um höfuðborgina. Að þessu sinni efna leiðsögumenn hér á landi til fundar um Evrópu- bandalagið og viðhorf þess til ferða- þjónustu og stöðu leiðsögumanna. Stöndum vel að uppbyggingu ferðaþjónustunnar Umferð ferðamanna um landið hefur aukist mjög á síðustu árum. Erlendir ferðamenn sem sóttu ís- land heim á síðasta ári voru 156 þúsund og æ fleiri íslendingar kjósa nú að ferðast um eigið land á ári hveiju. Ferðaþjónusta hefur því verið ört vaxandi atvinnugrein á síðustu árum og skapað ný störf um allt land. Verði rétt á málum haldið, má ætla að ferðaþjónusta verði okk- ur íslendingum áfram drjúg tekju- lind og að gjaldeyristekjur af henni muni enn aukast, én þær eru taldar hafa verið um 12 milljarðar á síð- asta ári. Miklu máli skiptir að vel verði staðið að uppbyggingu þessar- ar mikilvægu atvinnugreinar. Bílakostur, nesti og leiðsögumenn ferðamanna á komandi árum í umræðunni um Evrópubanda- lagið og hugsanlega aðild íslendinga að Evrópsku efnahagssvæði vakna margar spurningar meðal þeirra sem starfa við ferðaþjónustu. Munu erlendar ferðaskrifstofur hasla sér völl hér á landi? Munu erlendir gestir okkar ferðast um í erlendum bílum, með erlendum bíl- stjórum, með innflutt nesti og er- lenda leiðsögumenn? Stór hluti þeirra erlendu gesta sem hingað koma ferðast um landið í skipulögðum hópferðum og það færist stöðugt í vöxt að íslenskir hópar óski eftir að njóta leiðsagnar og fræðslu leiðsögumanna um þá staði sem þeir heimsækja hveiju sinni. Menntun og þjálfun íslenskra leiðsögumanna Auk þeirrar reynslu sem fæst við að búa í landinu hafa íslenskir leið- sögumenn hlotið sérstaka menntun og þjálfun til starfa sinna og þreytt sérstakt próf í Leiðsöguskóla Ferða- málaráðs. í Leiðsöguskólanum er ítarlega fjallað um allt það helsta sem ferða- menn fýsir að vita. í reglugerð um menntun leiðsögumanna koma skýrt fram þær kröfur sem gerðar eru. Reglugerðin kveður m.a. á um að leiðsögumenn skuli hafa þekkingu á jarðfræði, dýrafræði, gróðri, veðri, náttúravernd, sögu, atvinnuvegum, þjóðfélagsmáíum, bókmenntum, „Kannanir sýna að mjög margir ferða- menn setja leiðsögu efst á blað í sambandi við ferðalög og víst er að færni leiðsögumanns til að kynna landið, túlka menningu þess og nátt- úru, getur skipt sköp- um um viðhorf ferða- manna til landsins.“ listum og minjasöfnum svo dæmi séu nefnd. Menntunin er þó aðeins byijunin, því hver ferð krefst góðs undirbúnings og leiðsögumenn þurfa stöðugt að vera reiðubúnir til að svara nýjum spurningum og bregðast við breyttum aðstæðum. Hlutverk leiðsögumanna Það er verulegt áhyggjuefni leið- sögumanna og fjölmargra annarra, sem láta sig kynningu á landinu og umgengni um það einhvetju varða, að á undanförnum árum hafa er- lendir fararstjórar og bílstjórar með bíla sína flykkst hingað til lands á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Erlendir fararstjórar geta að sjálfsögðu aflað sér upplýsinga um landið úr bókum, en vafasamt hlýtur að teljast að þeir geti gefið jafn persónulega mynd af landinu og íslenskir leiðsögumenn sem — jafn- Danfríður Skarphéðinsdóttir framt því að hafa búið í landinu — hafa hlotið sérstaka menntun til starfans. Kannanir sýna að mjög margir ferðamenn setja leiðsögu efst á blað í sambandi við ferðalög og víst er að færni leiðsögumanns til að kynna landið, túlka menningu þess og nátt- úru, getur skipt sköpum um viðhorf ferðamanna til landsins. Þvf má segja að leiðsögumaðurinn sé í raun fulltrúi landsins gagnvart hinum erlendu gestum. Þá er ekki síður mikilvægt það hlutverk leiðsögu- mannsins að vara erlenda ferða- menn við þeim hættum sem víða leynast í náttúru landsins og síðast en ekki síst að gæta þess að ferða- menn gangi af alúð og nærgætni um hina viðkvæmu náttúru landsins sem er okkur afar dýrmæt auðlind. Hvað síðasta þáttinn varðar fara hagsmunir leiðsögumanna og þjóð- arinnar tvímælalaust saman. Tryggjum sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar, landsins og leiðsögumanna í þeim löndum þar sem ferðaþjón- usta á sér langa sögu gildir víða sú regla að skylt er að hafa innlendan leiðsögumann með í öllum skipu- lögðum hópferðum. Leiðsögumenn hafa undanfarin ár reynt að vekja skilning stjóm- valda á mikilvægi þess að slík regla sér í gildi hér á landi, en ótrúlega hægt hefur gengið. Á síðasta ári staðfesti Umboðs- maður Alþingis að ólöglegt er að veita eriendum fararstjóram hér á landi svokölluð starfsleyfi sem Ferðamálaráð hefur gefið út þeim til handa á undanförnum áram. Bæði með tilliti til álits Umboðs- manns Alþingis um ólögmæti starfs- leyfa erlendra fararstjóra svo og með hliðsjón af þeim rökum sem leiðsögumenn hafa fært fyrir mikil- vægi þess að íslenskir leiðsögumenn fylgi ferðamönnum sem hingað koma í skipulagðar hópferðir, er það von íslenskra leiðsögumanna að stjórnvöld verði við réttmætum kröf- um þéirra. Ekki einungis vegna þeirra ferða- manna sem hingað koma, heldur einnig í þágu landsins og þjóðarinn- ar allrar. Höfundur er í Félagi leiðsögumanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.