Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 25

Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 25 Rushdie Rushdie kvænist Dagblöð í Lundúnum skýrðu frá því í gær að breski rithöf- undurinn Salman Rushdie hefði í hyggju að kvænast í þriðja sinn, en hann er tvískil- inn. Rushdie hefur verið í fel- um frá því Ruhollah _ Kho- meini, trúarleiðtogi írana, dæmdi hann til dauða fyrir þremur árum. Ekki verður skýrt frá nafni eiginkonunnar tilvonandi þar sem það gæti Jjstefnt lífi beggja, og ef til vill annarra, í mikla hættu“, að sögn lögreglunnar. Loftárás á Hizbollah ísraelskar herþotur réðust í gær á búðir Hizbollah-skæru- liða í suðurhluta Líbanons eftir að þeir höfðu skotið flugskeyt- um á rútustöð í norðurhluta ísraels. Enginn særðist í árás skæruliðanna og ekki var vitað um mannskaða í loftárás ísra- ela. Turner sýnir teiknimyndir Bandaríska fjölmiðlafyrirtæk- ið Turner Broadcasting Sy- stems skýrði frá því í gær að það hygðist opna nýja sjón- varpsrás þar sem eingöngu verða sýndar teiknimyndir all- an sólarhringinn. Útsendingar hefjast 1. október. Eru ragnarök ósoneyð- ingarinnar á næsta leiti? SKÝRSLA bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, um eyðingu ósonlagsins yfir norðurhveli jarðar hefur ekki aðeins vakið athygli, heldur hefur miklum óhug slegið á fólk. Að vísu er um að ræða bráða- birgðaniðurstöður en þær þóttu svo ljótar, að ákveðið var að birta þær strax og áður en rannsóknunum sjálfum lyki. Meðal annars þess vegna hafa ýmsir orðið til að draga í efa, að ástandið sé jafn alvarlegt og fram kemur í skýrslunni en ef það er rétt, að hér sé aðeins um að ræða upphaf að hugsanlega langri þróun er það allt annað en fögur framtíðarsýn, sem við blasir. Oson et' súrefnissameind með þremur frumeindum í stað tveggja venjulega og þess vegna getur það gleypt í sig útfjólubláa geislun, sem er hættuleg lifandi verum. Ósonlagið er eins og hlíf, sem lykst um jörðu, en útfjólubláir geislar geta valdið margvíslegum skaða, til dæmis skýi eða vagli á auga og blindu ef ekkert er að gert. Þeir geta einnig valdið stökkbreytingum á arfberunum og húðkrabbameini, þar á meðal þeirri tegund, sem kallast melanoma og oft er banvæn. Sérfræðinganefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna spáði því nýlega, að minnkaði ósonlagið um 10% ykjust húðkrabbameinstil- felli, önnur en melanoma, um 26%. Alvarleg áhrif á allan lífheiminn Útfjólublá geislun getur einnig haft áhrif á ónæmiskerfi líkamans og getu þess til að berjast gegn sjúk- dómum. Hefur það komið í ljós við tilraunir á dýrum og vitað er, að það sama á við um menn. Of mikil útfjólublá geislun gæti stórdregið úr fæðuframboði í heimin- um og vegna þess, að hættulegustu geislarnir ná tugi metra niður fyrir yfirborð sjávar geta þeir drepið át- una, örsmá krabbadýr, sem eru und- irstaða fæðukeðjunnar í sjónum. Ekki þarf að hafa mörg orð um af- leiðingar þess fyrir lífið í sjónum. Vísindamenn í Ástralíu telja, að ósoneyðingin sé þegar farin að draga úr uppskeru þar í landi, meðal ann- ars á hveiti, dúrru og baunum, og læknar segja, að húðkrabbameinstil- felli hafi þrefaldast. Svipaðar fréttir hafa borist frá Argentínu og í Punta Arenas, syðstu borg í Chile, halda sumir foreldrar börnunum sínum inni frá 10 á morgnana til klukkan þijú eftir hádegi eða þegar sólin er hæst á lofti. Þá fara knattspyrnuleikir í borginni fram síðar að deginum en áður var. í Ástralíu er gefin út sér- stök viðvörun þegar búist er við mik- illi útfjólublárri geislun og fólk er sérstaklega varað við sólböðum. í Nýja Sjálandi eru skólakrakkar beðn- ir að ganga með hatta á höfðinu og borða nestið sitt í forsælu. Osongat á norðurhveli? Ekki er víst, að gat komi á óson- lagið á norðurhveli á þessu ári en vísindamenn NASA segja, að það muni örugglega_ koma á einhveijum næstu árum. Ástandið verður þá verst fyrir norðan 50. breiddarbaug- inn en hann liggur nokkurn veginn á milli Bandaríkjanna og Kanada, um Bretlandseyjar, Belgíu, Þýska- land og austur um Rússland. Áhrif- * Oskarsverðlaunin: „Bugsy“ hlýtur tíu tilnefningar Los Angeles. Reuter. KVIKMYNDIN „Bugsy“ fékk í gær tíu tilnefningar til Óskarsverð- launa, eða fleiri en nokkur önnur mynd. Hún var tilnefnd sem besta myndin og Warren Beatty var tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki. „Bugsy“ er sannsöguleg mynd um þekktan glæpamann í Las Veg- as, Benjamin (Bugsy) Siegel. Leik- stjóri hennar er Barry Levinson, sem hlaut einnig tilnefningu. „JFK“, umdeild mynd leikstjór- ans Olivers Stones um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjafor- seta, fékk átta tilnefningar, þar á meðal fyrir besta leikstjórn. Athygli vakti að teiknimynd var nú í fyrsta skipti tilnefnd sem besta myndin. Hún nefnist „Beauty and the Beast“. Auk þessara þriggja mynda fengu tvær tilnefningu sem besta myndin: „The Prince of Tides“ (eft- ir Barbra Streisand) og „The Sil- ence of the Lambs“ (eftir Jonathan Demme). Eftirfarandi ijórir leikarar voru tilnefndir fyrir leik í aðalhlutverki, auk Warrens Beattys: Robert De Niro („Cape Fear“), Anthony Hopkins („The Silence of the Lambs"), Nick Nolte („The Prince of Tides“) og Robin Williams („The Fisher King“) Fimm leikkonur voru tilnefndar fyrir leik í- aðalhlutverki: Geena Davis („Thelma and Louise“), Laura Dern („Rambling Rose“), Jodie Foster („The Silenee of the Lambs“), Bette Midler („For the Boys“) og Susan Sarandon („Thelma and Louise“). ■ -. / MMWM «« >k««r<»k»x«-n«««-k.>»>; « > . .. » « KONUDAGUR I KRI]\GUUSPORTI BORGARKRINGLUNNI Öllum konum er boöið aö taka þátt í KONUDEGI í Kringlusporti sunnudaginn 23.02/92 kl. 13:00. STUTTIR FYRIRLESTRAR OG UPPÁKOMUR -SKOKK OG GANGA................ MARGRÉT JÓNSDÓTTIR..............IÞRó fTAKENNARI -VATNSLEIKFlMI................. ÍRIS GRÖNFELDT.................... ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR -SKÍÐI OG BÚNAÐUR..............RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSD............(ÞRÓTTAKENNARI -LÍKAMSSAMSETNINGARPRÓF (fitu/vöðva-mæling)............ GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR............. IÞRÓTTAKENNARI -BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLING........... MAGNÚS FRIÐJÓNSSON..............SJÚKRAÞJÁLFARI -TÍSKUSÝNING...................SÝNDAR VERÐA GLÆSILEGAR VÖRUR FRÁ NIKE, BENGER, ADIDAS, FRANK SHORTER, DANSKIN OG HEAD RAICHLE Létt leikfimi í lokin og sólbaðstofan Sólin býður upp á Ijósatíma og sturtuaðstöðu á hagstæðum kjörum 20% afsláttur er af öllum vörum og spennandi gjafir til allra þátttakenda. Þátttaka tilkynnist í Kringlusport hf, í síma: 679955 fyrir laugardaginn 22.02/92. Klil.NXíH Scholtes SKYNDISALA! anna gætti að sjálfsögu sunnan hans líka þótt í minna mæli væri en í norðrinu gæti ástandið orðið eins og í Ástralíu þar sem stöðugt er verið að vara fólk við hættulegri geislun og brýnt fyrir því að nota sólgler- augu og sólaráburð. Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa brugðist hart við upplýsingum bandarísku geimferðastofnunarinnar og ætla að hætta framleiðslu skað- legra efna miklu fyrr en áður var ákveðið. Þessi efni eru þó enn notuð óhikað í Austur-Evrópu og Sovétríkj- unum fyrrverandi og þriðja-heims- ríkjum og með öllu óíjóst hvernig gengur að minnka framleiðslu þeirra þar. Jafnvel þótt framleiðslunni væri hætt um allan heim á þessari stundu myndu líða áratugir áður en ósoneyð- ingin stöðvaðist, svo mikið af hættu- legum efnum er nú þegar komið út í andrúmsloftið. Byggt á Time. F 4805 ELX Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. &2A7UT-kr. 46.900.- kr. stgr. Lok fyrir örbylgjuofn 45úTkr. 20.370.- kr. stgr. TV 483 B Helluborð Keramik yfirborð, svartur rammi, fjórar hellur, sjálfvirkur hitastilli og hitaljós. 5TrT90^kr. 37.350.- kr. stgr. 4)— LV 8 343 Uppþvottavél 8-manna, 45 sm breið, 4 kerfi, þar af eitt sparnaðarkerfi, svört og hvít. e&44úrrkr. 53.900.- kr. stgr. Aðeins 25 eintök af hverju tæki! Funahöfða 19 sími685680 argus/sIa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.