Morgunblaðið - 20.02.1992, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
27
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
* A
Island og Israel
Allt frá stofnun Ísraelsríkis
hafa samskipti íslands og
ísraels verið óvenju mikil, þegar
haft er í huga, að ríkin eiga
ekki margra sameiginlegra
hagsmuna að gæta, viðskipti
takmörkuð svo og menningar-
leg tengsl. Engu að síður hafa
ýmsir helztu forystumenn Isra-
elsríkis séð ástæðu til að koma
í heimsókn hingað til lands og
má þar nefna Ben Gurion og
Goldu Meir, sem bæði eru í
hópi ýiinna miklu leiðtoga ísra-
els. íslenzkum forystumönnum
hefur jafnan verið vel tekið í
heimsóknum þar. Að einhverju
leyti byggist hlýhugur ísraela í
okkar garð á því, að framan af
árum veittum við þeim öflugan
stuðning á alþjóðavettvangi, þar
sem atkvæði okkar skipti máli,
svo sem á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna, þar sem íslendingar
áttu hlut að máli við stofnun
Ísraelsríkis.
Viðhorf Vesturlandabúa til
ísraels hefur breytzt mikið á
síðustu áratugum. Sú var tíðin,
að ísraelar nutu óskoraðs stuðn-
ings vestrænna Jþjóða í átökum
við Arabaríkin. I seinni tíð hafa
vaxandi efasemdir sótt á fólk á
Vesturlöndum um afstöðu og
athafnir ísraela jafnframt því,
sem skilningur hefur aukizt á
því, að Palestínumenn eiga líka
málstað, sem vert er að íhuga
og taka tillit til.
Af þessum ástæðum m.a.
kom fram gagnrýni á heimsókn
Davíðs Oddssonar, forsætisráð-
herra til ísraels, sem staðið hef-
ur undanfarna daga, áður en
ferðin hófst. Þar sem ekkert
sérstakt tilefni var til slíkrar
ferðar í samskiptum ríkjanna
tveggja um þessar mundir mátti
spyija, hvort hún yrði túlkuð
sem stuðningur við aðgerðir
ísraelsmanna fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þá var og óheppi-
legt, að heimsóknina skyldi bera
upp á sömu daga og hatrömm
átök hófust á milli araba og
ísraelsmanna með þeim mann-
drápum, sem þeim fylgja. For-
sætisráðherra hefur hins vegar
hagað málflutningi sínum í við-
ræðum við ráðamenn í ísrael
með þeim hætti, að því verður
ekki haldið fram með rökum,
að hann hafí lagt blessun sína
yfir stefnu þeirra í samskiptum
við nágrannana, en sú stefna
einkennist bersýnilega af vax-
andi óbilgirni. Þá hefur Davíð
Oddsson einnig lagt áherzlu á
að kynnast sjónarmiðum ann-
arra, þ. á m. Palestínumanna á
meðan á heimsókn hans stóð.
Hvað sem mismunandi sjón-
armiðum varðandi þessa heim-
sókn líður, gat tæplega nokkur
maður látið sér detta í hug í
hvaða farveg hún átti eftir að
fajla. Sú framkoma stjórnvalda
í ísrael að hafa milligöngu um
afhendingu á bréfi um meintan
stríðsglæpamann á Islandi er
aúðvitað óafsakanleg með öllu.
Hafi ísraelsk stjórnvöld ætlað
að efla tengsl ríkjanna tveggja
með boðinu til forsætisráðherra,
hefur þeim tekizt það þveröf-
uga. Almenn reiði ríkir á Islandi
vegna framkomu ísraela í þessu
máli.
Davið Oddsson sagði sjálfur
í samtali við Morgunblaðið í
gær: „Það hefði vel verið hægt
að koma þessu til skila til mín
eða íslenzkra stjórnvalda með
öðrum hætti en í þessari opin-
beru heimsókn. Mér fannst það
heldur óviðkunnanlegt.“ For-
sætisráðherra hefur síðan kveð-
ið sterkar að orði um þessa
framkomu. Jón Baldvin Hanní-
balsson, utanríkisráðherra,
sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær um þetta mál: „I mínum
huga má líkja þessu við það að
leiða mann í gildru. Hafi það
vakað fyrir ísraelum að eyði-
leggja þessa opinberu heimsókn
forsætisráðherra íslands, þá
gátu þeir ekki fundið til þess
betra ráð.“
Þegar þetta er ritað liggur
ekki fyrir hver verða viðbrögð
ísraelskra stjórnvalda vegna
þessarar framkomu við forsæt-
isráðherra íslands en það liggur
beint við, að ísraelsstjórn biðji
hann og íslenzku þjóðina afsök-
unar á því frumhlaupi, sem hér
hefur átt sér stað. Á meðan það
er ekki gert mun þetta mál
valda vandkvæðum í samskipt-
um íslands og ísraels.
Um þær ásakanir, sem settar
hafa verið fram á hendur Eð-
valdi Hinrikssyni er það að
segja, að ákærendur hans verða
að leggja fram frekari gögn
máli sínu til stuðnings. Þeir
geta ekki búizt við því, að það
eitt dugi til að leggja fram ásak-
anir, að þær komi frá heims-
þekktri rannsóknarstofnun. Það
dugar heldur ekki til, að tals-
maður stofnunarinnar vísi til
þess, að „mikilvægari og valda-
meiri ríki“ en ísland hafi tekið
slík mál upp vegna ábendinga
hennar. ísraelsmenn verða að
leggja frekari gögn fram opin-
berlega en þeir hafa gert fram
til þessa. Ef og þegar slíkt hef-
ur verið gert er hægt að taka
afstöðu til málsins en fyrr ekki.
ASAKANIR A EÐVALD HINRIKSSON
Vildum tryggja að málið
fengi sem mesta athygli
I > (
- segir Efraim Zuroff, forstöðumað-
ur Simon Wiesenthal-stofnunarinnar
EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í
Jerúsalem, segir að ásakanirnar á hendur Eðvald Hinrikssyni hafi
verið bornar fram á meðan opinber heimsókn Davíðs Oddssonar stóð
yfir til að tryggja að málið fengi nægilega athygli. „Við vildum ekki
eiga það á hættu að málið færi fram hjá almenningi."
Zuroff sagðist ekki sjá neitt
óeðlilegt við að nota opinbera heim-
sókn forsætisráherra til þess arna.
„Þegar Bob Hawke, forsætisráð-
herra Ástralíu, var hér í opinberri
heimsókn létum við hann fá lista
yfir grunaða stríðsglæpamenn í
Ástralíu, þannig að þetta er ekkert
einsdæmi.“ Zuroff vildi taka fram
að ekki hefði verið ætlunin að varpa
skugga á heimsókn Davíðs Odds-
sonar.
Zuroff sagðist aðspurður ekki
hafa kynnt sér málskjöl frá Svíþjóð
er skorið var úr um hvort Eðvald
fengi landvistarleyfi þar í landi árið
1946. Þegar undir hann var borin
sú frásögn í ævisögu Eðvalds að
mikill meirihluti vitnanna sem
komu fyrir ráðhúsréttinn í Stokk-
hólmi hafi sagt hann vera góðan
og gegnan Eistlending sagði
Zuroff: „Að vera góður Eistlending-
ur þá var að hafa drepið gyðinga!11
Hann bætti því við að Svíar hefðu
ekki hreina samvisku í þessu efni:
„Þeir hafa veitt stríðsglæpamönn-
um nasista hæli. Þeir eru eina
Vestur-Evrópu-þjóðin sem neitar
að rannsaka ásakanir okkar,“ sagði
Zuroff. Hann sagði að hluti stríðs-
glæpamannanna hefði verið sendur
frá Svíþjóð til Sovétríkjanna eftir
stríðið en því miður ekki allir.
Zuroff sagðist heldur ekki hafa
kynnt sér efni ævisögu Eðvalds sem
kom út á íslandi árið 1988. „Við
fengum staðfest í síðustu viku að
Eðvald væri maðurinn sem við
erum að leita að. í ljósi þess að
hann er fæddur árið 1911, höfum
við ekki svo mikinn tíma til að ná
honum. Stundum verður að fara
stystu leiðina að settu marki til að
tryggja að réttarhöld fari fram.
Við erum því ætíð með annað aug-
að á sönnunargögnunum en hitt á
klukkunni,“ sagði Zuroff. Þegar
Zuroff var spurður nánar um þau
gögn sem forsætisráðherra hefðu
verið látin í té staðfesti hann að
þar væri um að ræða bækling frá
árinu 1962 sem gefinn hefði verið
út opinberlega í Tallinn. Þegar
hann var spurður hvort bæklingur-
inn væri eftir Ants Saar (en vitnað
var í þá bók í Þjóðviljanum á sínum
tíma) neitaði hann því. „Við höfum
fleiri gögn undir höndum og við
erum að safna saman upplýsing-
um,“ sagði Zuroff. í viðtali við sjón-
varpið í gærkvöldi sagði hins vegar
Simon Wiesenthal að gögnin sem
byggt væri á, væri aðallega um-
ræddur bæklingur Ants Saar.
í tilefni af yfirlýsingu Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra í Morgunblaðinu í gær um
að íslensk stjórnvöld létu sér ekki
duga upplýsingar frá sovésku ör-
yggislögreglunni KGB vildi Zuroff
taka fram að hingað til hefðu sov-
ésk gögn um stríðsglæpi nasista
reynst áreiðanleg.
Er Zuroff var spurður hvers
vegna þetta mál kæmi núna upp
sagði hann að Wiesenthal-stofnun-
in væri tiltölulega nýbyijuð að
rannsaka íjöldamorð á gyðingum í
Eystrasaltslöndunum. „Áuk þess
einbeittum við okkur fyrst að stærri
ríkjum með fleiri stríðsglæpamönn-
um en ísland. Það var svo eistnesk-
ur gyðingur sem býr í ísrael sem
benti okkur á grein í eistnesku blaði
um að Mikson væri á lífi. Og í
þessari viku fékk ég endanlega
staðfest að Mikson væri á lífi. Upp-
lýsingarnar sem við höfum taka að
mestu til glæpaverka í Eistlandi
og þær eiga uppruna sinn þar.
Upplýsingarnar eru misjafnlega
gamlar. Upplýsingar frá sömu
heimildum hafa leitt til alvarlegra
rannsókna víða um heim.“
Zuroff sagði að meira en þúsund
gyðingar hefðu verið drepnir í Eist-
þandi í seinni heimsstyijöldinni.
Ólíkt því sem gerðist í Þýskalandi
og Póllandi hefðu þeir ekki verið
myrtir í fangabúðum heldur þar
sem náðist til þeirra. Stjómvöld í
Eystrasaltsríkjunum hefðu ekki
reynst mjög samvinnuþýð í þessu
efni. „Spumingin er hvort Eistlend-
ingar vilja viðurkenna hlutdeild
sína í þessum morðum,“ sagði
Zuroff. Hann sagði að stofnunin
hefði haft augastað á fleirum en
Eðvald varðandi stríðsglæpi í Eist-
landi en flestir þeirra væru látnir.
Zuroff vildi aðspurður ekki tjá
sig um það hvort hann hefði tengi-
lið á Islandi sem aðstoðaði við að
rannsaka mál Eðvalds.
MlNISTKY Ul 1'ORKUiN AlT.MKS
OK TIIII RkI'I'BI.IO-oK IÍstonia
.>owpcj.Tjllinii
F«bruary 18, 1992
Dear Mr. Thoraldsson,
In .uch . .»o« period of ti.., been «££
Án.US!“S.oÍ!“t»o’r-,niMíí, oé .»y cri..., i...t Oi .il
against tb® Jowish people.
Mr. MiKson aerved in the Gerrnan seourity P^^^^gated^^Mr^KÍÍl
ISre,94fo«»« ÍÍr.t Te"r“etary of
soylets had oommandedjjlr. Shr__
Yfirlýsing utanríkisráðuneytis Eistlands, sem Morgunblaðinu barst í gær.
Yfiriýsing eistneska utanríkisráðuneytisins:
Eðvald Himiksson ekki
sekur um neina glæpi
STJÓRNVÖLD í Eistlandi lýsa
því yfir að Eðvald Hinriksson
sé ekki sekur um neina glæpi,
síst af öllu gagnvart þjóð gyð-
inga. Kemur þetta fram í bréfi
til Morgunblaðsins frá Urmas
Reitelman, talsmanni eistneska
utanríkisráðuneytisins.
Morgunblaðið sneri sér til Reit-
elmans á þriðjudag og bað um álit
á þeim ásökunum sem bomar hafa
verið fram á hendur Eðvald. Reitel-
man kvaðst vilja fá ráðrúm til að
kanna málið og í gær sendi hann
Morgunblaðinu svohljóðandi bréf:
„Á svo skömmum tíma hefur reynst
erfitt að afla nákvæmra upplýsinga
um herra Mikson. Það hefur þó
komið í ljós, að herra Mikson er
ekki sekur um neina glæpi, allra
síst gagnvart þjóð gyðinga.
Herra Mikson þjónaði í þýsku
öryggislögreglunni í skamman
tíma árið 1941. Við skyldustörf sín
yfírheyrði hann herra Karl Sáre,
fyrrum aðalritara Kommúnista-
flokks Eistlands. Sovétmenn höfðu
fyrirskipað herra Sáre að halda
kyrm fyrir í Eistlandi og halda
áfram njósnastarfsemi eftir að
Þjóðveijar hemámu landið árið
1941. Herra Sáre hafði verið við-
riðinn sovéskar njósnir frá því fyr-
ir fyrri heimsstyijöldina þegar
hann bjó í Svíþjóð. Yfírmenn so-
vésku leyniþjónustunnar óttuðust
að hann hefði við yfírheyrsluna
gefið upplýsingar um starfsemi
þeirra í Eistlandi og í Skandinavíu.
Því hefur verið haldið fram að
minnisblöð um þessa yfirheyrslu
séu enn í vörslu herra Miksons.
Af þessum sökum hafa rúss-
neskir embættismenn blásið upp
hneyksli í kringum herra Mikson
og krafist framsals hans bæði frá
Svíþjóð og íslandi.
Dómsmálaráðuneyti Eistlands
hefur lýst því yfir að herra Mikson
geti farið þess á leit ef hann vill
að eistneskur dómstóll skeri úr um
hvort hann sé sekur.
Einar Sanden, Eistlendingur
sem býr í Englandi, hefur ritað
ævisögu herra Miksons, Úr eldin-
um til íslands, sem einnig hefur
verið gefin út á Islandi.“
Útgáfa KGB í upphafi sjöunda
áratugarins tómur þvættingur
- segir talsmaður eistneska utanríkisráðuneytisins
Simon Wiesenthal í viðtali við RUV:
Vitað um vitni að glæp-
um Eðvalds Hinrikssonar
URMAS Reitelman, talsmaður eistneska utanríkisráðuneytisins,
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sovéska öryggislögregl-
an hafi reynt að koma höggi á Eðvald Hinriksson vegna upplýs-
inga sem hún taldi að hann byggi yfir. í upphafi sjöunda áratugar-
ins hefðu verið gefin út áróðursrit í Tallinn þar sem Eðvald væri
sakaður um glæpi gegn gyðingum og væru þau rit almennt talað
tómur þvættingur.
Yfirmaður Wiesenthal-stofnunarinnar
segist ekki hafa vitað um vitnið
SIMON Wiesenthal, stofnandi Wiesenthal-stofnunarinnar og sá mað-
ur sem hefur helgað líf sitt leit að stríðsglæpamönnum nasista úr
seinni heimsstyijöldinni, sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær, að
í Tel-Aviv væri Eistlendingur á lífi, sem hefði orðið vitni að stríðs-
glæpum Eðvald Hinrikssonar í Tallin á stríðsárunum. Hann væri
tilbúinn til að koma til íslands og bera vitni fyrir dómstólum. Efra-
im Zuroff, forstöðumaður Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem,
sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði ekki vitað að vitni
að meintum glæpum Eðvalds væri á lífi í Tel-Aviv.
Fram kom í viðtali Ríkissjón- um gyðinga, sem handteknir voru
varpsins við Simon Wiesenthal, að
ásakanir um stríðsglæpi á hendur
Eðvald byggðu á sömu bók,
„Grímulausir morðingjar“, eftir
Ánts Saar og skrif Þjóðviljans árið
1961 og gefín var út eftir réttar-
höldin í Tallin. Þar er Eðvald bor-
inn þeim sökum að hafa handtekið
gyðinga en ekki eingöngu komm-
únista. Það að Þjóðveijar handtóku
Eðvald, skýrði Simon á þá leið, að
Eðvald hafí sjálfur haldið eftir eig-
stað þess að skila þeim til
Gestapo.
Eistlendingurinn, sem var vitni
að meintum glæpum Eðvalds,
þekkti hann og væri tilbúinn að
koma og bera vitni gegn honum.
Eistland væri nú fijálst ríki og
auðvelt að afla þar gagna. Þegar
væru fyrir hendi gögn sem yrðu
lögð fram við réttarhöld á ís-
landi, gögn sem þeir væru til-
búnir að leggja fram nú þegar.
Aðspurður um hvort fullvíst
væri um sekt Eðvalds og hvort
verið gæti að upplýsingamar
væm upphaflega komnar frá
KGB, svaraði Simon á þá leið,
að Eðvald væri ákærður og það
það væri dómstólanna að skera
úr um sekt hans. Vitnið sem
þekkti hann tengdist ekki KGB.
Morgunblaðið náði sambandi
við Efraim Zuroff, forstöðu-
mann Simon WieSental stofnun-
arinnar í Jerúsalem í gærkvöldi
og bar undir hann yfírlýsingar
Wiesenthals í viðtalinu við Ríkis-
sjónvarpið. .Zuroff sagði, að
hann hefði ekki byggt ásakanir
sínar á bók Saars en vel gæti
verið að þar kæmu fram hlið-
stæðar upplýsingar og hann
hefði undir höndum. Enn frem-
ur kvaðst hann ekki hafa vitað
til þess að vitni að meintum
glæpum Eðvalds Ilinrikssonar
væri á lífí í Tel-Aviv.
Það hefur komið fram að Simon
Wiesenthal-stofnunin lét Davíð
Oddsson fá bækling sem gefínn var
út í Tallinn árið 1962 til stuðnings
ásökunum þeim á hendur Eðvald
Hinrikssyni sem bornar em fram
í bréfinu til forsætisráðherra. Urm-
as Reitelman sagðist gera ráð fyrir
að þar væri um að ræða bók eftir
Ervin Martinson. „Hann var starfs-
maður KGB og öll bókin er þvætt-
ingur. KGB gaf út efni af þessu
tagi snemma á sjöunda áratugnum
og það var allt tóm þvæla,“ sagði
Reitelman.
Eistneski sagnfræðingurinn Ein-
ar Sanden, ævisöguritari Eðvalds,
sem nú býr á Englandi, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
á síðasta ári hefði yfirmaður KGB
í Eistlandi, Rein Sillari, afhent eist-
neska utanríkisráðuneytinu gögn
KGB um stríðsglæpi nasista. Hann
sagði jafnframt í viðtali við eist-
neskt blað að hann hefði afhent
ísraelum gögn um eitt tiltekið
mál. Sillari vildi ekki í viðtalinu
segja um hvaða mál væri þar að
ræða. Reitelman segir að síðan
hafi Sillari, sem býr í Tallinn, ekki
verið fáanlegur til að tjá sig um
þessi gögn.
Reitelman segir að það sé rétt
sem Wiesenthal-stofnunin heldur
fram að sumir Eistlendingar hafí
unnið með Þjóðverjum og tekið
þátt í stríðsglæpum þeirra. Annað-
hvort séu þeir látnir eða ekki sé
vitað um afdrif þeirra, sumir voru
fluttir til Síberíu. Einn samverka-
manna Þjóðveija, Karl Linnas, hafí
verið framseldur frá Bandaríkjun-
um til Sovétríkjanna og hafí hann
verið líflátinn.
Reitelman segir að Rússum hafi
verið mjög umhugað um að ná til
Miksons vegna þess að hann yfír-
heyrði Karl Sáre, aðalritara eist-
neska kommúnistaflokksins, eins
og fram kemur í bréfi Reitelmans
sem birt er annars staðar í blaðinu.
Ásakanirnar ekki
ræddar við Davíð
RÁÐAMENN í ísrael ræddu ekki ásakanir Simon Wiesenthal-stofn-
unarinnar á Eðvald Hinriksson við Davíð Oddsson í gær í opin-
berri heimsókn hans til ísraels, að sögn Hreins Loftssonar aðstoðar-
manns ráðherra. Eini ráðamaðurinn sem það hefur gert í heimsókn-
inni er Dov Shilansky þingforseti og telur Davíð að hann hafi frem-
ur gert það sem einstaklingur en þingforseti eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær.
Ekki náðist í Davíð í gærkvöldi.
Hreinn sagði að forsætisráðherra
hefði ekki aðstöðu til að ræða
málið fyrr en hann kæmi heim og
hefði haft aðstöðu til að kanna það
betur en hægt væri á meðan á
heimsókn hans í ísrael stæði.
Þá sagði Hreinn að fjölmiðlar í
ísrael hefðu ekki spurt Davíð um
þetta mál. Hann sagði að aðrir
fjölmiðlar en Jerusalem Post, sem
fyrst birti frétt um ásakanir Simon
Wiesenthal-stofnunarinnar, hefðu
mest fjallað almennt um heimsókn-
ina en ekki þetta tiltekna mál.
Þegar níðið
eitt er eftir
eftirHeimi Steinsson
Frá því ljóst varð, að ég tæki við
embætti útvarpsstjóra, hafa ýmsir
haft mig á hornum sér. Þeirra á
meðal eru stöku fulltrúar ýtrustu
einkavæðingar. Slíks var að von:
Ekki gat nokkur, sem þekkir mig,
búist við, að ég skipaði mér í þeirra
sveit. Ef einhver velkist enn í vafa
um afstöðu mína til allsheijar einka-
væðingar Ríkisútvarpsins er mér nú
ljúft að leysa menn undan frekari
vangaveltu: Ríkisútvarpið hefur dug-
að vel og lengi og gerir enn. Fullnað-
ar einkavæðing þess væri bylting.
Eg er íhaldsmaður og andvígur bylt-
ingum, en hlynntur því að gæta feng-
ins fjár og ávaxta það af hófsemi.
Því mun ég fyrir mitt leyti aldrei í
orði né athöfn starfa að því að bijóta
niður sex áratuga arfleifð Ríkisút-
varpsins. Þvert á móti hyggst ég með
ölium tiltækum ráðum beijast fyrir
varðveislu og viðgangi hinnar virðu-
legu stofnunar, meðan ég held um
nokkurn þráð þar á bæ.
Lítið örlar á rökum í máli þeirra
góðu drengja, sem hafa mig að skot-
spæni. Þeim mun meir er ég hins
vegar sproksettur sem einstaklingur,
oft af skemmtilegri leikni:
Bersýnilega þykir mönnum ég
liggja nokkuð vel við höggum, kominn
til starfans eins og fjandinn úr sauð-
arleggnum, ofan úr afdölum, með
mosann í skegginu, skítinn á milli
tánna og fornyrðarunur á reiðum
höndum en snarruglaður hér í óskilj-
anlegu völundarhúsi heimsborgarinn-
ar miklu við sundin blá; viðundur
utan úr eyðimörkum og hafði aldrei
séð framan í ókunnugan mann fyrr
en í októberbyijun í haust, er ég lypp-
aðist inn í útvarpshúsið og sjónvarps-
húsið; líkt og draugur!
Sumir hafa unnið pínulítil bók-
menntaafrek í greininni „ að gera
grín að útvarpsstjóra“. Meðal annars
þótti mér vænt um það, sem einhver
æðikollurinn þeysti upp úr sér á um-
liðnu hausti: Hann kvað mig hafa
setzt á konungsstól íslenzka fjölmiðl-
aríkisins — eða eitthvað í þeim dúr —
og væri ég kominn þangað með sama
hætti og Hans klaufí í sinn sess forð-
um. Þetta þótti mér nokkuð gott:
Konungdæmi er viðunandi hlutskipti.
Og Hans klaufi hefur alltaf verið
minn maður: Hann fór ótroðnar slóð-
ir. En komst furðanlega af um síðir.
„Nýskipaður útvarpsstjóri" hefur
þannig iðulega yndi af gamanmálum
þeim, er spinnast umhverfís hann. A
gamlárskvöld flutti ég afspyrnu langa
og þó einkum innantóma ræðu. Hefur
hún orðið bæði Sigmundi og Stöð tvö
tilefni geðfelldra gleðiláta. Jafnvel
Víkveiji veifaði rykföllnum refshalan-
um og sendi mér ófimlega hnútu. Er
hann þó yfírleitt ekki léttur í lund.
Til samanburðar gátu menn tekið
hinn snarorða snilling, Pál Magnús-
son: Hann var búinn með áramóta-
ræðuna sína áður en ég hafði lokið
við að súpa úr einum kaffibolla.
Þreytulegt stuttarastagl Páls um Rík-
isútvarpsins aðskiljanlegu ónáttúrur
var svo létt á metum, að ég renndi
því niður með síðasta sopanum og
gleymdi umsvifalaust. Slíkar skal
ræður hafa. Þó verð ég að játa, að
mér leiðist, þegar svokallaðir
frammámenn eru að japla á ónotum
í fúlustu alvöru á stórhátíðum. En
þar um gilda alkunn orð: Hver hefur
sinh smekk.
Hvað sem slíku líður er ég nú setzt-
ur niður við ritvél til að þakka Páli
Magnússyni fyrir lítilræði. Hann
hringdi sumsé í mig á dögunum og
vakti athygli mína á því, að eigi alls
fyrir löngu hefði Stöð tvö búið til níð
um konuna mína. Vel innrættir menn
munu hafa ráðlagt Páli að biðjast
afsökunar á níðinu. Það gerði hann
þarna í símanum, að tlðindasögn lok-
inni. Sjálfur þykist ég hafa veitt Páli
einhvers konar aflausn með semingi
lét hann þó jafnframt á mér skilja,
að kannski færi ég í mál. Enda er
vandséð, hversu við skal bregðast,
Heimir Steinsson
„Ríkisútvarpið hefur dug-
að vel og lengi og gerir '
enn. Fullnaðar einkavæð-
ing þess væri bylting. Ég
er íhaldsmaður og andvíg-
ur byltingum, en hlynntur
því að gæta fengins fjár
og ávaxta það af hófsemi.
Því mun ég fyrir mitt leyti
aldrei í orði né athöfn
starfa að því að brjóta nið-
ur sex áratuga arfleifð
Ríkisútvarpsins.“
þegar rök og spaug eru á þrotum,
en níðið eitt eftir.
Reyndar er þýðingarlítið að sækja
menn til saka fyrir rógburð. Þess
vegna hyggst ég engum stefna að
sinni. Forfeður okkar kunnu á þessu
lagið: Þeir drápu rógbera, en rægiróf-
ur spyrtu þeir saman við galdrakindur
og vísuðu hvorum tveggja úr mann-
legu félagi.
Þeir vissu sem var, að í rauninni
er ekki hægt að gjalda níð nema með
blóði.
Níð er eðlisólíkt kappræðum og
gríni: Það vegur að sjálfri tilveru
þolandans. Heill og líf þess manns,
sem verður fyrir álygum og rógi, eru
í veði. Þetta virðast höfundar og
gæzlumenn síðari alda refsilaga ekki
skilja. Þess vegna svara dómstólar
níði að jafnaði með hlægilegum dóm-
um, sem líklega eru lyganmörðum til
enn meiri skemmtunar en upptök
mála. Mannorðsmorðingjarnir fara
glottandi sína leið, nokkrum krónum
fátækari, en fómarlömbin liggja
óbætt hjá garði. Fyrr eða síðar mun
þetta agaleysi valda ósköpum. Ein-
staklingar munu taka lögin í sínar
hendur að lyktum — og losa sig á
eigin spýtur við varg og níðhögg. Þá
verða líf og glaðir dagar á íslandi.
Ég þakka Páli Magnússyni fyöjs
upplýsingamar. Og árétta, að honum
er hér með fyrirgefið. Eg tek gilda
skýringu sem Páll gaf mér símleiðis:
Hann kveður sér hafa verið kunnugt
um kaldranalegt spaug í minn garð,
en enga vitneskju haft um níðið. Seg-
ir Páll þáttargerðarmanninn Eddu
Andrésdóttur eina bera ábyrgð á þeim
rógi.
Eg árna Páli heilla á því ári, sem
nú er komið á legg. Vonandi verðum
við báðir kjarnyrtir um næstu ára-
mót, og beri hvorugur af hinum! Þess
er jafnframt að óska, að við í áramót-
aræðum sleppum öllum ótuktarsk^
í garð Ríkisút.varpsins og íslenská
útvarpsfélagsins. Um hátíðir ríkja
grið. I gamla daga voru jafnvel ekki
verstu menn hengdir, — fyrr en að
hátíð lokinni.
Eddu Andrésdóttur óska ég einsk-
is, hvorki ills né góðs.
Höfundur er útvarpsstjóri
Rikisútvarpsins.