Morgunblaðið - 20.02.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1992
33
Atvinnuráðgjöf Vestur-
lands kynnt á fundi
Borg í Miklaholtshreppi.
NÝLEGA boðaði atvinnumála-
nefnd Sambands sveitarfélaga á
Vesturlandi og atvinnuráðgjöf
Vesturlands í dreifbýli til fundar
í Breiðabliki.
Þar var kynnt starfsemi atvinnu-
ráðgjafar Vesturlands og fjallað um
möguleika svæðanna í atvinnumál-
um.
Stefán Jóhann Sigurðsson stjórn-
aði fundinum og skýrði frá ástæðu
þessa fundar og vakti athygli á þarfri
Fundur andstæðinga Sogns:
Hreppsnefndin
brýnd til andstöðu
Selfossi.
ÞORRI fundarmanna á um 60 manna fundi í Ölfusi, sem andstæðing-
ar réttargeðdeildar boðuðu til, samþykkti áskorun til hreppsnefndar
að koma með öllum ráðum í veg fyrir að réttargeðdeild verði sett á
stofn á Sogni.
Hreppsnefnd Ölfushrepps tekur
málið til afgreiðslu f dag, fimmtudag
en hún frestaði afgreiðslu fundar-
gerðar bygginga- og skipulagsnefnd-
ar á fundi sínum 7. febrúar. Nefndin
hefur fallist á tillögur um breytingar
en bendir á að þær séu á ábyrgð,
heilbrigðis- og umhverfisráðuneytis,
sem lagt hafa áherslu á framgang
málsins.
Þó fundurinn væri boðaður sem
fundur andstæðinga sóttu hann
margir sem ekki hafa lýst andstöðu
við réttargeðdeild á Sogni. Framsög-
umenn á fundinum lögðu áherslu á
að andstaðan byggðist á því að rétt-
argeðdeildin félli ekki að skipulagi
svæðisins. Ennfremur að samkvæmt
nýjustu teikningum þá væri ljóst að
á Sogni yrði rammgert fangelsi, mun
öruggara en Litla Hraun. Þá lögðu
menn áherslu á að réttargeðdeildin
ætti frekar heima í nánari tengslum
við stofnanir af svipuðum toga og þá
í þéttbýli.
Á fundinum var varpað fram þeirri
spumingu hvers vegna hættulegra
þætti og óheppilegra að setja upp
réttargeðdeild að Sogni en í þétt-
býli, hvort sem það væri í tengslum
við Sjúkrahús Suðurlands eða
Kleppsspítala. Þessari spumingu var
ekki svarað.
Auk þess að skora á hreppsnefnd-
ina segir í áðumefndri ályktun frá
fundinum að starfsemin sé í ósam-
ræmi við framtíðarskipulag svæðis-
ins og að málið sé afdrifaríkt fyrir
framtíð sveitarfélagsins og eining-
una innan þess. Einar Sigurðsson
oddviti varaði menn alvarlega við að
stilla erfiðum málum upp á þann veg
sem gert væri í lok ályktunarinnar.
Sig. Jóns.
umræðu í málefnum sveitanna í at-
vinnulegu tilliti. Jón Pálsson iðn-
ráðgjafi rakti í framsögu uppbygg-
ingu atvinnutækifæra á þessu svæði.
Hlutverk atvinnuráðgjafa Vestur-
lands er að stuðla að jákvæðri þróun
atvinnulífs í Vesturlandskjördæmi.
Guðjón Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri sveitarfélaga á Vest-
urlandi, ræddi um hlutverk sveitar-
félaga í atvinnumálum. Atvinnumál
eru í dag sá málaflokkur sem hvað
mest áhersla er lögð á af hálfu sveit-
arstjómarmanna og á síðasta aðal-
fundi SSV var ákveðið að efla skyldi
starfsemi iðnráðgjafa. Ingibjörg
Hallbjörnsdóttir, ferðamálafulltrúi
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu,
ræddi um ferðamál og ferðamála-
þjónustu. Það er staðreynd að Snæ-
fellsnes er gott ferðamannaumhverfi
frá náttúrunnar hendi. Það er margt
sem gleður auga ferðamannsins sem
á leið um þetta sögufræga hérað.
Jökullinn, konungur héraðsins, hefur
mikið aðdráttarafl og mætti á marg-
an hátt nýta þá möguleika mun
meira en gert hefur verið. Sigurður
Már Einarsson fiskiræktarráðunaut-
ur ræddi um bleikjueldi. í hans máli
kom skýrt fram að hér á sunnan-
verðu Snæfellsnesi eru ein bestu skil-
yrði til bleikjueldis. Lindarvatn er
hér ákjósanlegt bæði magn og hita-
stig. Hann sýndi með línuriti góðan
árangur í vexti bleikjueldis hjá
Magnúsi Guðjónssyni, bónda í Hrúts-
holti í Eyjahreppi, sem hóf bleikju-
eldi síðastliðið vor og hefur vöxtur
bleikjunnar þar verið með ágætum.
Margar fyrirspurnir frá fundar-
mönnum bárust til framsögumanna
og ágætur og gagnlegur fundur um
þessi mál var því kærkomin.
- Páll.
Steinunn Jónsdóttir sýnir
fatnað í Naustkj allaranum
STEINUNN Jónsdóttir fatahönnuður sýnir fatnað, sem hún hefur
hannað og saumað, í Naustkjallaranum í kvöld, fimmtudag, kl.
21.30.
Steinunn lauk prófi frá Koben-
havns Mode og Designskole 1988.
Eftir heimkomuna sýndi Steinunn
lokaverkefni sitt á Skálafelli.
Lokaverkefni hennar frá skólanum
var herrafatnaður, jakkaföt og
skyrtur, allt saumað úr silki, frá
grófri tweed-áferð í þynnsta og
fínasta silki. Utan yfir saumaði
hún mokkajakka.
Steinunn hlaut viðurkenningu
frá Vöku-Helgafelli á síðasta ári
fyrir hönnun á bamafatnaði.
í Naustkjallaranum sýnir hún
kvenfatnað, nærföt, dagklæðnað,
kvöldklæðnað og yfirhafnir,
bæði sumar- og vetrarlínuna.
Einnig verður barnafatnaður
sýndur. Sjálf hefur hún saumað
allan fatnaðinn og leggur mikið
upp úr góðum frágangi. Fötin
verða til sölu á staðnum og einn-
ig í galleríi hönnuðar eftir sýn-
ingu.
Módelsamtökin sýna fötin og
hárgreiðslustofan Ella, Dunhaga,
23, sér um greiðslu fyrirsætanna.
Salurinn verður skreyttur með
silkiblómum frá heildverslun-
inni Bergís hf.
Steinunn Jónsdóttir
ARIMAÐ HEILLA
LJósm. Sigr. Bachmann.
HJÓNABAND. 4. janúar voru gef-
in saman í hjónaband í Víðistaða-
kirkju af séra Sigurði Helga Guð-
mundssyni, brúðhjónin Guðrún
Björk Þrastardóttir og Birgir Rafn
Þráinsson. Heimili þeirra er á Öldu-
túni 10, Hafnarfirði.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
HJÓNABAND. 21. september voru
gefin saman í hjónaband í Fella-
hólasókn af séra Guðmundi Karli
Ágústssyni, brúðhjónin Agnes Ey-
þórsdóttir og Páll Höskuldsson.
Heimili þeirra er á Hrafnakletti 6,
Borgranesi.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
HJÓNABAND. 21. september voru
gefin saman í hjónaband í Bústaða-
kirkju af séra Pálma Matthíassyni,
brúðhjónin Kristjana Helga Jónas-
dóttir og Gunnar Árnason. Heimili
þeirra er á Brunngötu 10, ísafirði.
Kevin Costner í hlutverki sínu í myndinni JFK.
Bíóborgin sýnir
myndina „JFK“
BÍÓBORGIN hefur tekið til sýningar myndina „JFK“. Með aðalhlut-
verk fara Kevin Costner, Donald Sutherland og Jack Lemmon. Lei^
stjóri er Oliver Stone.
Myndin segir frá rannsókn Jim
Garrison saksóknara í New Orleans
á morði John F. Kennedy. Fáar
myndir hafa valdið eins miklu fjaðra-
foki í Bandaríkjunum og þessi mynd.
Umræðan eftir frumsýningu mynd-
arinnar hefur verið slík að rætt hef-
ur verið um að Bandaríkjastjórn birti
nú þegar almenningi skjöl varðandi
rannsókn málsins. Þessi skjöl eru
trúnaðarskjöl og í læstum hirslum
Bandaríkjastjórnar til ársins 2029.
■ LIONSKLÚBBURINN EIR
gengst fyrir árlegri kvikmyndasýn-
ingu. Að þessu sinni verður sýnd
gamanmyndin Stepping out“ með
leikurunum Liza Minelli, Shelley
Winters og Julie Walters. Sýningin
verður í Háskólabíói laugardaginn
22. febrúar kl. 17.00. Persónusköpun
í myndinni er mjög góð og ekki við
hæfi að spilla fyrir áhorfendum þeirri
ánægju að kynnast þeim fuglum sem
þar koma við sögu. Formaður klúbbs-
ins Stella Maria Vilbergs setur
sýninguna og áður en sýningin hefst
syngur hin efnilega söngkona Ingi-
björg Marteinsdóttir nokkur iög við
undirleik Guðna Þ. Guðmundsson-
ar. Kvikmyndasýningin Stepping
Out“ er haldið fyrir styrktaraðila og
velunnara Lionsklúbbsins Eir sem
undanfarin ár hefur unnið undir
merkjum alþjóðahreyfingarinnar
mannúðarmálum. Forvamastarf í
þágu vímuefnavama hefur jafnan
verið efst á baugi hjá klúbbnum og
hafa samtök eins og Fíkniefnalög-
reglan, Krýsuvíkursamtökin, Vímu-
laus æska o.fl. notið góðs af. Lions-
klúbburinn Eir hefur auk þess stutt
og aðstoðað stofnanir og einstakl-
inga sem um sárt eiga að binda.
(Frcttatilkynning)
I.O.O.F. 11 = 17302208Á =
I.O.O.F. 5 = 1732208Vz = XX.
Ársfundur Hins
íslenska Biblíufélags
verður haldinn í safnaðarheimili
Dómkirkjunnar við Vonarstræti,
sunnudaginn 23. febrúar kl.
15.30.
Auk venjulegra aöalfundarstarfa
verða flutt tvö stutt erindi. Dr.
Sigurður Örn Steingrimsson
ræðir um þýðingu Gamla testa-
mentisins og séra Árni Bergur
Sigurbjörnsson ræðir um
Apokrýfar bækur Gamla testa-
mentisins.
Stjórn HÍB.
FREEPORT
KLÚBBURINN
Fundur í kvöld, fimmtudags-
kvöld, kl. 20.30 i safnaðarheimili
Bústaðakirkju. Ræðumaður
kvöldsins verður Magnús Kjart-
ansson, tónlistarmaður.
Stjórnin.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Samkoma í kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
fcimhjólp
Samkoma verður í kapellunni í
Hlaðgerðarkoti í kvöld kl. 20.30.
Umsjón: Gunnbjörg Óladóttir.
Samhjálp.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kvöldvaka
í kvöld kl. 20.30. Happdrætti.
Veitingar. Umsjá: Hjálparflokk-
urinn. Allir velkomnir.
Vx--7 /
KFUM
AD KFUM
Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta-
vegi. Island er land þitt. Jón
Böðvarsson, ritstjóri segir frá.
Hugleiðing: Gunnar J. Gunnarss.
Kaffi eftir fund. Allir velkomnir.
Skipholti 50b, 2. hæð.
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Góðtemplarahúsið,
Hafnarfirði
Félagsvistin í kvöld, fimmtu-
dagskvöldið 20. febrúar. Byrjum
að spila kl. 20.30 (stundvíslega).
Verið öll velkomin og fjölmennið.