Morgunblaðið - 20.02.1992, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992
NEYTENDAMAL
-V
Byggingariðnað-
ur og iðnmenntun
HÉR Á Neytendasíðu var fyrir tveimur vikum birt viðtal við Guð-
brand Steinþórsson rektor Tækniskóla íslands um „Fúsk í byg'ging’-
ariðnaði". Kveikjan að viðtalinu var grein rektors í „Tæknivísi“,
blaði byggingatæknifræðinema, sem birt var fyrir hálfu ári og
menn innan byggingariðnaðarins höfðu ekki gert athugasemdir
við. Rektor var beðinn um viðtalið og var tilgangurinn að leita
skýringa fyrir sprungum og leka í byggingum hér á landi. Lélegt
ástand margra bygginga hefur ekki aðeins verið eigendum til óþæg-
inda heldur einnig sligandi fjárhagsbaggi.
Síðan greinin var birt hafa fjöl-
margir hringt til að vekja athygli
á fleiri þáttum þess ferils sem felst
í að koma sér þaki yfir höfuðið.
Forseti Landsambands iðnaðar-
manna, Haraldur Sumarliðason,
hefur óskað eftir að koma athuga-
semdum á framfæri, og hann hefur
jafnframt fallist á að svara nokkr-
um spurningum um húsbyggingar
og menntun iðnaðarmanna. Har-
aldur gerir athugasemdir við full-
yrðingar um skort á fagmennsku
við hönnun bygginga, æðibunu-
gang við framkvæmdir, óvönduð
vinnubrögð og eftirlitsleysi. Gagn-
rýnina segir hann að hafi getað
átt við fyrir 20 árum en hún eigi
ekki við í dag. Haraldur segir að
hann taki þessar fullyrðingar sér-
staklega alvarlega þar sem þær eru
bornar fram af rektor Tækniskóla
íslands.
Steypan
Haraldur segir að fullyrðingar
um það hvernig steypan sé unnin
séu ekki réttar. „Það er löngu liðin
tíð að vatni sé ausið í steypuna.
Eftir 1975 hafa verið notuð svo-
kölluð flot- eða þjálniefni sem hafa
allt önnur áhrif á steypuna en vatn.
Þessi efni eru sett í steypuna rétt
áður en hún fer í mótin. Efnin
gera svipað gagn í vinnslunni og
vatn en hafa engin skemmandi
áhrif á steypuna. Vatnsaustur í
steypuna hefur ekki sést hér frá
því fyrir 1980.
Þar sem í viðtalinu eru nefndir
þeir aðila sem byggja og selja er
mér engin launung á því að ég tek
þetta alvarlega, bæði vegna starfs
míns og vegna kollega minna,“
sagði Haraidur. „Auðvitað reynum
við að vera hagkvæmir og halda
kostnaði niðri eftir föngum, en það
er ekki gert með því að rýra gildi
bygginga. Okkar hagur er fólginn
í því að framleiða góða vöru á við-
ráðanlegu verði. Eg vek líka at-
hygli á því, að það erum ekki við
sem teiknum þessi hús.“ Og hann
bætti við: „Ef menn þekkja dæmi
þess að annað hvert bendijárn hafi
verið fjarlægt úr plötu eftir úttekt,
eins og rektor benti á, þá ber að
láta byggingaryfirvöld vita, enda
um mjög alvarlegt afbrot að ræða.“
Eftirlitið hefur breyst
Haraldur sagði að eftirlitið með
steypunni hafi breyst mjög mikið
á undanförnum árum. „Það má
segja að alkalískemmdimar hafi
orðið til þess að tekið var upp
meira og virkara eftirlit með steyp-
unni,“ sagði hann. „Alkalískemmd-
ir þekktust ekki hér áður fyrr, þær
komu á tiitöiulega stuttum tíma
og ástandið varð mjög alvariegt á
tímabili. Það varð til þess að nú
starfar maður á vegum bygginga-
fulltrúa alla daga ársins við að
taka steypuprufur á steypustöðv-
unum. Það er mjög mikið innra
eftirlit í steypustöðvunum og
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins fylgist stöðugt með því.
Byggingafulltrúi fær reglulega
skýrslur af því og eru þær birtar
ársfjórðungslega. Ekki er hægt að
sjá annað en að steypan sé í góðu
Iagi.“
- Þessi frétt er neytendum að
sjálfsögðu mikið gleðiefni.
„Þetta eru að vísu seinni tíma
mál,“ sagði Haraldur. „Alkalí-
skemmdir sem komu fram í bygg-
ingum virðast hafa verið háðar
bæði sementinu og fyliingarefninu.
Skemmdirnar komu ekki strax í
ljós og það tók menn tíma að sann-
færast um orsakirnar. Þegar svo
farið var að vanda meira fyllingar-
efnið og setja kísilryk í sementið,
þá vissu menn ekki hvort það væri
nægjanlegt tii að koma í veg fyrir
alkaliskemmdir. Nú virðist ljóst að
svo hafi verið, þó að það hafi ekki
verið fullkomlega sannað.“
Burðarvirkið
„Það er rétt sem haldið hefur
verið fram, að hér sé enginn stað-
all til eða reglugerð sem krefst
Morgunblað/Sverrir
Haraldur Sumarliðason forseti
Landssambands iðnaðarmanna.
Samtök iðnaðarmanna hafa í
mörg ár lagt mikla vinnu í að
byggja upp menntun iðnaðar-
rnanna.
járnalagna í veggjum, en þeirra er
nú krafist af byggingafulltrúa.
Þróun hefur orðið mikil á þessum
sviðum. Mjög langt er síðan farið
var að jámbenda veggi sem voru
neðan jarðar. Það var ekki fyrr um
1955 sem farið var að setja tengi-
járn á milli hæða, áður voru engin
járn nema í kringum glugga og
hurðir. Farið var að setja járn al-
mennt í veggi 1975, en í upphafi
var notað minna magn en notað er
í dag. Nú sést ekki bygging hér á
svæðinu, hærri en tvær hæðir, sem
ekki er með járni í veggjum."
- Nú hefur fólk yfirleitt verið
þeirrar trúar að hér væru öll stein-
hús jánrbent.
„Nei, það held ég ekki,“ sagði
Haraidur. „Menn höfðu tröllatrú á
Hvernig draga má
úr steypuskemmdum
ÞEGAR steypa og steypu-
skemmdir koma til umræðu, þá
telja sig allir vera sérfræðinga
með skýringar á takteinum. Þeir
þekkja þó fæstir steypugerð eða
kunna að greina á miili helstu
steypuskemmda eða þekkja
helstu orsakir þeirra. Hákon
Ólafsson forstjóri Rannsókna-
stofnunar byggingariðnaðarins
þekkir vel steypugerð og steypu-
skemmdir og hvernig má fyrir-
byggja þær. Hann var beðinn
um að útskýra þessa þætti.
„Steypuskemmdir eru marg-
víslegar og fyrir þeim eru marg-
ar orsakir, sagði Hákon. „Þær
t* steypuskemmdir sem valdið hafa
mestu Ijóni hér á landi eru aðal-
lega frostskemmdir,
Helstu steypuskemmdir
„Frostskemmdir í steypu eru al-
gengar bæði hérlendis og erlendis.
Þær komu fram vegna þess að
menn gerðu ekki þær kröfur til
steypunnar sem tryggir endingu
hennar. í Norður-Evrópu og í lönd-
um þar sem frost eru, hefur komið
fram að viðhald steypu hefur marg-
faidast öllum að óvörum. Menn
% höfðu talið nægjanlegt að gera
kröfur til styrkleika steypunnar.
Hönnuðir reikna burðarþol steypu
út frá styrk og menn töldu lengi
vel að hár styrkur dygði til að
fryggja endingu, en svo reyndist
alls ekki vera. Ef tryggja á endingu
steypunnar verður hún að þola
frostþíðuálag. Á seinni árum hafa
*■ verið gerðar kröfur um það og þeim
fylgt eftir. Ástandið er því miklu
betra nú en það var, bæði hérlend-
is og erlendis.
Aikalívandamálið er ekki sérís-
lenskt vandamál. Hákon sagði það
vera mjög útbreitt. Á hveiju ári
bættust við fleiri lönd sem ættu
við alkalivandamál að stríða, þar
með talin væru t.d. bæði Svíþjóð
og Noregur og norðurhluti Kína.
Grotnunarskemmdir
„Grotnun í steypu vegna frosts
verður vegna þess að hún dregur
í sig vatn, sagði Hákon. Þegar
steypan svo fiýs þenst vatnið, sem
er í steypunni, út við frostið, ef það
hefur pláss getur það orðið allt að
9%. Ef steypan er vatnsmettuð,
nær vatnið ekki að þenjast út og
veldur miklu álagi á steypuna.
Steypan leitast við að þenjast út
en getur það ekki, þegar svo frýs
og þiðnar á víxl fer steypan smám
saman að springa upp og grotnun-
in hefst.
I flokk grotnunarskemmda falla
frostskemmdir og alkalískemmdir.
Einkennin eru ólík að því leyti að
alkalíhvörf valda sprungum í steyp-
unni en steypan er óskemmd á
milli sprungna og heldur burðar-
þoli sínu. Frostverkanir valda
grotnun í steypunni sem missir
burðarþol sitt og flagnar gjaman.
Frostskemmdir geta einnig orðið
þegar steypan frýs áður en hún
hefur náð að harðna.
Ryðsprengingar
Ryðsprengingar eru ekki óal-
gengar í mannvirkjum. Þær koma
fram ef bendijám í veggjunum
iiggja of utarlega. Þær má sjá þar
sem ryðtaumar koma út í gegnum
vegg eða sprungið hefur úr steypu
eða yfírborðslag flagnað í burtu.
Orsökin er að yfirborðslagið hefur
verið of þunnt e.t.v. aðeins 0-1 sm
í stað 1,5-2 sm og kolsýra náð að
bendijámi og skapað skilyrði fyrir
ryðmyndun í járninu.
Vandaðri vinna við eldri
byg&ingar
Hákon var spurður hversvegna
skemmdir væru ekki eins áberandi
í steypu eldri húsa.
Hann sagði að þegar menn byij-
uðu að nota steypu hér á landi
hafi þeir vandað mjög verkið, valið
efnið og notað lítið vatn í steypuna
þ.e. vom með mjög þurra steypu.
Það er eimitt hlutfallið á milli vatns
og sements sem ræður veðrunar-
þoli steypunnar og hversu raka-
dræg hún verður. Eftir því sem
minna vatn er notað þeim mun
meiri em gæði steypunnar. Þurr
steypa þolir að fijósa endalaust,
þess vegna hafa nú verið settar
fram ákveðnar kröfur til að tryggja
veðmnarþolið.
Loftblendi í steypu
Fleiri þættir eru mikilvægir eins
og kröfur um loftblendi í steyp-
unni. Loftblendi er efni sem bland-
að er í steypuna og myndar smá
loftbólur sem eru þar einskonar
öiyggisventlar. Loftbólur í steyp-
unni gera það að verkum, að vatn-
Morgunblað/ Sverrir
Hákon Ólafsson forstjóri Rann-
sóknastofnunar byggingariðnað-
arins. Steypuskemmdir er marg-
víslegar og fyrir þeim eru marg-
ar orsakir.
ið nær ekki að fara inn í þær nema
þegar það frýs, en þá getur það
þanist út í loftbólurnar og á þann
hátt komið í veg fyrir að steypan
verði fyrir áiagi. Þessvegna eru
ákveðnar kröfur gerðar til lofts í
steypunni, þannig að það sé virkt
við að vemda steypuna gegn frosti.
íblöndunarefni í steypu
Nú er farið að setja alls konar
íblöndunarefni í steypuna til þess
að gera hana þjála og þægilegri í
meðförum. Ýmis þessi efni hafa
gert það að verkum að loftið hefur
horfið úr steypunni við niðurlögn.
Menn hafa uppgötvað að loftið sem
átti að vera í steypunni var þar
alls ekki fyrir hendi. Hákon sagði
steypunni og töldu að ekki væri
þörf á járnum enda voru steyptir
veggir mun þykkri hér áður fyrr
en þeir eru nú.“
Flötu þökin og orsakir
steypuskemmda
Haraldur var spurður um fíötu
þökin. Hann sagði það hefði tekist
að byggja flöt þök sem væru í
góðu lagi, en þau eru mun færri
en hin sem leka. Þessvegna ætti
ekki að byggja slík þök hér, reynsl-
an væri ekki nógu góð. Með skipu-
lagsskilmálum hefði mönnum bein-
línis verið fyrirmunað að setja ann-
að en flöt þök á hús sín í ákveðnum
borgarhverfum. Nú væru margir
húseigendur að setja ný þök á þessi
hús, þar sem því verður við komið,
með miklum tilkostnaði.
- Hveijar telur þú vera helstu
orsakir sprunguskemmda?
„Eg býst við að í sumum húsum
sé það vegna þess að ekki eru járn
í veggjum. Hins vegar er ég viss
um að ákaflega stór hluti sprungu-
viðgerða okkar eru ekki vegna
sprungna í þessum venjulega skiln-
ingi, heldur vegna sprungna í
pússningu, sem bæði eru teknar
alltof alvarlega og eru auk þess til
Iýta á húsum. Síbreytileg veðrátta
okkar rigning og frost hefur sín
áhrif. Það má vera mjög góð viðloð-
un í pússningu svo að hún springi
ekki við þær aðstæður. En um leið
og hún fer að springa losnar hún
og vatnið nær að komast inn í
hana og þegar það frýs ýtir það
pússningunni frá sér. Varðandi
þessar raunverulegu sprungur í
steypu, þá býst ég við að þar geti
verið um skort á járni að ræða.“
Iðnfræðslan
- Er þörf á að bæta iðnmennt-
unina?
Haraldur segir að hann sé sam-
mála því, sem haldið hefur verið
fram, að iðnfræðslan sé ekki nægj-
anlega góð. Hann sagði að samtök
iðnaðarins hafi í fjölda mörg ár
að talsvert eftirlit væri með því hér.
Vatn í steypu
- Nú hefur verið rætt um vatns-
austur í steypu.
„Það hefur gengið í bylgjum í
gegnum árin, sagði Hákon. „I byij-
un voru menn með mjög þurra,
þ.e. vatnslitla, steypu og lögðu sig
fram við að leggja hana niður í
mótin. Þegar menn svo fengu meiri
reynslu af að steypa og sáu hve
allt gekk vel, fóru þeir að slaka á
kröfunum og lögðu sig ekki fram
á sama hátt við niðurlögn steyp-
unnar. Ný tækni kom fram á sjón-
arsviðið - steypudælur - sem voru
notaðar til að leggja steypuna í
mótin. Veggir húsa voru hafðir
þynnri, menn voru að spara, járn-
bending var notuð í meira mæli.
Þetta krafðist fíngerðari og blaut-
ari steypu, svo hægt væri að koma
henni vel niður í mótin.
Flestar þessar tæknibreytingar
hafa miðast við það að létta vinn-
una á byggingarstað, en á kostnað
steypugæða. Menn gerðu sér ekki
grein fyrir þýðingu þessara breyt-
inga á steypuna. Annar áhrifaþátt-
ur er einangrun húsa. Einangrunin
hefur stöðugt verið aukin og hún
hefur áhrif á rakastig í veggjum.
Þegar einangrun var léleg var mik-
ið hitastreymi út í gegnum veggina
sem hafði þau áhrif að þeir þorn-
uðu. Þurr steypa þolir að fijósa og
þiðna endalaust án þess að skemm-
ast.
Dæmi um tæknibreytingu sem
hefur haft jákvæð áhrif á gæðin
eru hin svokölluð flotefni, sem
koma í stað óhóflegrar vatnsnotk-
unar. Við notkun þeirra verður þó
að gæta vel að því að loft minnki
ekki óeðlilega mikið í steypunni.
Veðrunarþol steypu
Rakadræg steypa verður aldrei
vel veðrunarþolin en talsvert hefur
verið um slíka steypu á seinni árum.
Ástandið versnaði upp úr 1960 með