Morgunblaðið - 20.02.1992, Page 36

Morgunblaðið - 20.02.1992, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992 t Fósturmóðir mín og tengdamóðir, ÁSLAUG SÍVERTSEN, Hávallagötu 46, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 18. febrúar. Júlíus Vffill Ingvarsson, Svanhildur Blöndal. t Ástkær eiginkona mín, ÁSDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR, Kóngsbakka 14, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum þriðjudaginn 18. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Haraldur Kristinsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Faxastfg 22, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 18. febrúar. Guðmundur Ásbjörnsson, Garðar Ásbjörnsson, Ásta Sigurðardóttir, Fjölnir Ásbjörnsson, Kristbjörg Lóa Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, JAKOBÍNA JÓNSDÓTTIR, Laugarbrekku 14, Húsavik, lést í sjúkrahúsinu á Húsavík þriðjudaginn 18. febrúár. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ásgeir Bjarnason, Jóna Guðjónsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Vigdís Gunnarsdóttir, Stefán Jón Bjarnason, Þórdis Arngrímsdóttir. t Móðir og tengdamóðir okkar, RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR fyrrum húsfreyja, Fremri-Brekku, Dalasýslu, er látin. Ástvaldur Magnússon, Guðbjörg Helga Þórðardóttir, Erna Kolbeins. t Etskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SIGTRYGGSSON tannlæknir, læknir og fyrrum prófessor, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Jón Örn Jónsson, Guðrún Guðbergsdóttir, Ingvi Hrafn Jónsson, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, Óli Tynes Jónsson, Vilborg Halldórsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Margrét Jónsdóttir og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORP KOLBEINSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 11.00 árdegis. Jarðsett verður að Úlfljótsvatni. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Menn- ingar- og minningarsjóð kvenna. Unnur Gréta Úlfsdóttir, Edda Úlfsdóttir Sverrir Úlfsson, Áslaug Herdis Úlfsdóttir, Kolbrún Úlfsdóttir, Geirlaug Halla Mears, Magnús Jónsson, Nanna Úlfsdóttir, Hallbjörg Bergmann, Svandis Hallsdóttir, Þorvarður Sigurðsson, Jóhannes Haraldsson, Peter Mears, Hrönn Þorgteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Jón Kr. ísfeld Fæddur 5. september 1908 Dáinn 1. desember 1991 Hann var fæddur 5. september 1908 í Haga í Mjóafirði. Foreldrar hans voru Kristján ísfeld Guð- mundsson bóndi í Mjóafirði, síðan útgerðarmaður í Neskaupstað og bóndi á Seyðisfirði. Kona Kristjáns var Júlía Sigríður Steinsdóttir kenn- ari. Jón ísfeld hafði hneigð til sjó- mennsku og stundaði sjómennsku þegar hann hafði aldur til. Hann var einn af þeim Austfirðingum er þurfti að leggja hart að sér til að komast til mennta, því stundaði hann sjómennsku til að afla sér tekna til skólagöngu. Hann fór ungur til mennta á Eiðaskóla og var það honum til góðs og frama og var hann hneigð- ur til að semja og skrifa. Hann þótti góður til að semja fundargerð- ir, ritgerðir um ýmis efni sem var honum kærkomið. Að loknu námi á Eiðaskóla settist hann í Mennta- skólann á Akureyri og undi sér þar vel og útskrifaðist þaðan 1932. Þá varð Jón ísfeld skólastjóri unglingaskólans á Seyðisfírði. Síð- an settist hann í Kennaraskólann í Reykjavík 1933, og lauk þaj prófi og sat samhliða í Háskóla íslands og lauk þar prófi í heimspeki. Síðan fór hann til Loðmundarfjarðar og stundaði þar kennslu 1934-37. Þá tók hann að lesa guðfræði við Há- skólann sem hann hafði lengi lang- að til. Hann lauk guðfræðiprófí 1942. Var það í sama mund á þess- um tímamótum ævi hans að hann fastnaði sér konu er reyndist honum vel og var honum til mikillar gæfu. En það var Auður Halldórsdóttir, dóttir Halldórs bónda Pálssonar' í Loðmundarfirði, ættuð frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Var hún góð kona, búkona og gæfa Jóns. Voru þau gefin saman 1942, eignuðust þau einn son, Hauk að nafni, og tóku, að sér stúlkubarn er Auður heitir. Þau hjón sr. Jón Isfeld og Auður Halldórsdóttir héldu nú saman í vesturátt. Jón ísfeld vígðist til Hraf- neyrarprestakalls á Vestfjörðum 1942 og var síðan veitt brauðið Bíldudalur við Arnarfjörð sem var gott brauð. Sr. Jón ísfeld og kona hans undu þar hag sínum lengi vel, þau hjón tóku vel á móti gestum og kona hans var góð húsmóðir, því hún hugsaði vel um heimilið. Sr. Jón var alla tíð bindindismaður, hann stofnaði stúku fyrir unglinga er þau höfðu gott af. Hann var vel hugsandi um ferm- ingarbörn sín, er voru velhugsandi til hans alla daga. Þá gerðist hann prófastur í Barðastrandarsýslu 1955-61. Þetta var mikið svæði, þá var hann í stjórn Prestafélags Vestijarða. Sr. Jón var alla tíð mikið-gefinn fyrir bækur. Er Árbækur Barðastrandar- sýslu 1948 voru gefnar út á vegum Jóns Skaftasonar sýslumanns, Jóni Magnússyni og Sæmundi Olafssyni forstjóra; var ritstjóri bókanna sr. Jón ísfeld frá 1948 til 1955. Var sr. Jón góður í starfi þessu og fórst það vel úr hendi. Lindon var rit Prestafélags Vestfjarða er sr. Jón skrifaði í. En þá var þar komið að sr. Jón sagði skilið við Arnarfjörð og Bíldudal eftir gott starf, predik- anir og störfín við börnin og eldra fólkið og hið stóra landslag með grónum grundum og búendum og sjóinn sem var fískisæll við Bíldu- dal. Hann hélt nú til Húnaþings. Sr. Jón ísfeld hlaut þar Æsustaða- prestakall með 5 kirkjum. Þar var nú eigi prestsetur, en Jón bjó hjá bónda einum á Brandstöðum uns þar var byggt prestsetur á Bólstað í Botnastaðalandi er var hjáleiga hjá Bólstaðarhlíð. Jón ísfeld bjó þar með konu sinni í 10 ár og undi þar lengi vei. Hann var vel látinn og glaður í sinni. En nú tók hann sig upp og varð sóknarprestur í Hjarð- arholtsprestakalli í Dölum og settist að í Búðardal 1970. Þá varð hann að nýju prófastur í Snæfelisness- og Dalaprófastsdæmi 1973. Hann fékk lausn frá embætti 1975. Þau t Elskuleg móðir mín, HRAFNHILDUR ÞORBERGSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Hörður Garðarsson. t Jarðarför SIGRÍÐAR LOFTSDÓTTUR iðjuþjálfa frá Sandlæk, ferfram frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30 með viðkomu í Fossnesti, Selfossi. Sigurður Arngrimsson, Elinborg Loftsdóttir, Birgir Baldursson, Loftur S. Loftsson, Kristjana Bjarnadóttir, Erlingur Loftsson, Guðrún Helgadóttir, Baldur Loftsson, Alda Johansen. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma HÓLMFRÍÐUR SIGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR, Strandgötu 6, Ólafsfirði, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akur- eyrar sunnudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudag- inn 21. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Björn Þorvaldsson, Þórunn Agnarsdóttir, Þorvaidur Björnsson, Erna Haraldsdóttir, Guðmundur Björnsson, Elín Halldórsdóttir, Elín A.Þ. Björnsdóttir, Árni Sveinbjörnsson og barnabörn. hjón undu sér vel í Búðardal og kynntust fólkinu vel á þessum fáu árum. Er hann hætti prestskap fluttu þau í Kópavog. Sr. Jón ísfeld var kominn á efri ár og prestskapnum mátti segja lokið, þá tók hann að rita ævisögu sína. Frá barnæsku, lærdómsámm og prestskapnum með helgidómn- um. Sat hann nú að þessu ritverki og færði í letur um sína hagi, um liðna tíð og það sem gerðist í sam- tíð sinni. Þá má geta þess að kona hans Auður Halldórsdóttir var bók- hneigð, og hafði gáfur til þess að færa í letur sem var merkilegt, og gerðist um hennar daga. Hún hafði sína bók er hún færði í letur það sem henni fannst merkilegt um sína daga, enda var hún vel gefin kona. Sr. Jón ísfeld sagði mér þetta því hann studdist við skrif heiinar. Þá var gefín út bók Aldarminning Sigurbjörns Gíslasonar, sr. Jón ís- feld var fenginn til að skrifa þá ævisögu er var fróðleg lesning, saga þessa merka manns. Hann fór vest- ur um haf og það hafði mikil áhrif á hann þar að sjá elliheimili Vestur- íslendinga þar. Það varð til þess að hann stofn- aði með hjálp góðra manna elliheim- ilið Grund á Melunum fyrir framan Hof og Ás er var vígt 1930. Við eldri prestar í Reykjavík fór- um síðan, er Sigurbjörn Gíslason og Gísli Sigurbjörnsson buðu okkur til að starfa á Grund. Við sem erum í Félagi fyrrverandi sóknarpresta höfum notið góðs af þessu, í okkar tíð hefur Gísli Sigurbjörnsson og kona hans Helga Björnsdóttir kom- ið miklum framkvæmdum til góðs fyrir gamla fólkið og eldri presta. Við höfum messað í kirkjunni á Grund okkur prestunum til blessun- ar að boða guðsorð. Þá hefur að lokinni messu verið haldinn fundur okkur til fróðleiks. Gísli Sigur- björnsson hefur séð um ferðir okkar til Elliheimilisins er þess var þörf. Á árinu 1987 er Elliheimilið Grund varð 65 ára og dvalarheimil- ið Ásborg í Hveragerði 35 ára, þá ákvað stjórnin á Grund að stofn- endasjóður Grundar gæfí Félagi fyrrverandi sóknarpresta í stofnsjóð þess á Grund góða gjöf. Félag vort hefur notið góðs af Elliheimilinu Grund og forstjóra þess Gísla Sigurbjörnssyni. Margir okkar presta sem þjónað hafa úti á landi koma nú til Reykjavíkur og njóta góðs af félagi okkar. Einn þeirra var sr. Jón Isfeld er var 12 ár í félaginu og í stjórn þess í 6 ár, ritari með hinni góðu skrift. Hann steig oft í stólinn og þegar prestsefnin komu til að predika, þá fór sr. Jón ísfeld fyrir altari. Þá má geta þess að sr. Jón ísfeld fékk Hina íslensku fálkaorðu. Ég held að sr. Jón ísfeld og Auður ísfeld hafí haft mest kynni um dagana á Bíldudalsprestakalli, en þar þjónaði sr. Jón Isfeld lengst af. Sr. Jón skrifaði líka góða greinariýsingu á Bíldudalskirkju er hún var 40 ára. Og víst er um það að þeim hjónum var boðið þangað á merkisdögum. Ég vissi að sr. Jón ísfeld bar góðan hug til sr. Jakobs Hjálmarssonar er var orðinn prestur við Dómkirkj- una í Reykjavík. En sr. Jakob var fæddur 1947 á Bíldudal og lifði þar sín æskuár. Hann flutti líkræðuna í Dómkirkjunni yfir sr. Jóni Isfeld. Pétur Ingjaldsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.