Morgunblaðið - 20.02.1992, Síða 44
'“44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992
Sími 16500
Laugavegi 94
Leikendur: Sólveig Amarsdóttir, Haraldur
Hallgrímsson, Ingvar Sigurðsson, Þorlákur Kristins-
son, Eggert Þorleifsson, Björn Karlsson,
Magnús Ólafsson.
Leikstjórn og handrit: Ásdís Thoroddsen.
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. - Miðaverð kr. 700.
*
BILUNÍBEINNI
UTSENDINGU
★ ★★ Pressan
★ ★★★ Bíólinan
★ ★ ★'/! HK DV
★ ★ ★ ★ S.V. Mbl.
Sýnd kl. 6.40 og 9.
Bönnuði. 14ára.
Nýtt fyrirtæki í fræsölu
FYRIR nokkru tók til starfa nýtt fyrirtæki sem ber nafn-
ið Fijó hf. og er til húsa að Fosshálsi 13-15 í Reykjavík.
Stofnendur og aðaJeigendur eru þrír fyrrum starfsmenn
Sölufélags garðyrkjumanna, Hjalti G. Lúðvíksson, Jón
Magnússon og Kristján Benediktsson. Auk þeirra eru tæp-
ir 40 hluthafar, garðyrkjubændur og eigendur garðplöntu-
stöðva.
Hér er um að ræða heild-
verslun sem fyrst og fremst
er ætlað að sjá íslenskri garð-
Laugavtgi 45 - *. 21 255
í kvöld:
Tónleikar
RUT +
Slefkvefburger
Paul Laura
Vallile Súrbók
Þessu má
enginn
missa af
Föstudagskvöld:
Deep Jimi
andthe
Zep Creams
Laugardagskvöld:
Sálin hans
Jóns míns
yrkju fyrir rektrarvörum
hverskonar, bæði innlendum
og erlendum. Einnig mun Ftjó
hf. kappkosta að þjónusta
bæði landbúnað og skógrækt
á sama hátt. Lögð verður
mikil áhersla á lágt verðlag
bæði með stórinnkaupum og
eins með því að halda öllum
rekstrarkostnaði í lágmarki.
Engu að síður er reynt að
verða við öllum óskum við-
skiptavina. Þannig hafa vöru-
sendingar til fyrirtækisins
verið allt frá '/» úr grammi
upp i 40 feta gáma.
Þá mun Fijó hf. bjóða versl-
unum um land allt allskonar
vörur tengdar heimilisgarð-
yrkju. Einnig munu starfs-
menn fyrirtækisins kappkosta
að veita viðskiptavinum fag-
lega ráðgjöf og afla upplýs-
inga um hvaðeina er viðkemur
áðumefndum starfsgreinum.
Starfsmenn Fijós eru þrír,
þ.e.a.s. áðumefndir aðaleig-
endur fyrirtækisins.
(Fréttatilkynning)
------» ♦ ♦
Leiðrétting:
Símanúmer
misritaðist
Símanúmer símsvara
fíkniefnadeildar lögregl-
unnar misritaðist í dálkin-
um „Abendingár frá lög-
reglunni" í Morgunblaðinu
í gær.
Rétt símanúmer er
69-90-90. Fólki sem hringir í
símsvarann er heitið nafn-
leynd og með allar upplýsing-
ar er farið sem trúnaðarmál.
SPEIMNU-TRYLLIRINN
LIKAMSHLUTAR
ÞegarBob fékk
ógræddan nýjan
handlegg...
Sýnd kl. 5.10, 9.10og
11.10.
Bönnuð innan 12 ára.
REG-ARDING
HENRY
Sýndkl. 11.10.
Bönnuð i. 12 ára.
Sýnd 5.10.
Fáarsýningareflir.
TVOFALTUF
VERÓNIKU
AI. MBL.
Það er stórkostlegt hvað læknavísindin geta.
En hvað gerist þegar hönd at morðóðum manni er grædd á
ósköp venjulegan mann og fer síðan að ráðskast með hann?
Ihel
DOUBLE LIFE
of veronika
ATH.: SUM ATRIÐII MYNDINNI ERU EKKI FYRIR VIÐKVÆMT FÓLK
Leikstjóri: Erik Red. Aðalhlutverk: Jeff Fahey, Brad Dourif.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7.05 og
11.05.
Fáar sýningar eftir.
Sýndkl. 7.10.
Fáar sýningar eftir.
Tveir íllskeyttir; Bruce Willis og Damon Wayans i Síðasti skátinn.
Beljakar snúa bökum saman
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóhöllin: Síðasti skátinn
- „The Last Boy Scout“.
Leikstjóri Tony Scott.
Handrit Shane Black.
Tónlist Michael Kamen.
Kvikmyndataka Ward
Russell. Aðalleikendur
Bruce Willis, Damon Way-
ans, Chelsea Fields, Noble
Willingham, Taylor Ne-
gron, Halle Berry. Banda-
rísk. Wamer Bros 1991.
Þó ferill beggja sé í mol-
um þá er greinilega ekki
tímabært að afskrifa þá
einkaspæjarann Willis né
slæpingjann Wayans. Willis
var áður leyniþjónustumað-
ur, þjóðhetja sem bjargaði
lífi forsetans en lenti í úti-
stöðum við spilltan stjórn-
málamann sem enduðu með
því að hann var settur útí
ystu myrkur spæjarastarfs-
ins og lagði heimilislífið í
rúst. Wayans var hinsvegar
leikstjómandi fótboltaliðs-
ins L.A. Stallions, lenti í
persónulegum harmleik,
missti stöðuna og hefur
ánetjast eiturlyfjum og
sokkið í sjálfsmeðaumkvun.
Willis, sem fær heldur
vesæl verkefni, er beðinn
um að vernda dansmærina
Berry og kemur í ljós að hún
er ástkona Wayans. Stúlkan
er myrt og kemur í ljós að
hún hefur komist á snoðir
um pólitískt hneykslis- og
mútumál. Eftir nokkra
pústra snúa þeir Willis og
Wayans bökum saman í að
fletta ofanaf ódæðismönn-
unum.
Það leynir sér ekki að sá
sem stendur á bak við Síð-
asta skátann er vanur mað-
ur, enda enginn annar en
Joel Silver, einn kunnasti
framleiðandi spennumynda
samtímans. Á að baki ófáar
myndir sem hafa slégið í
gegn í þeim geira, einsog
Die Harcl I & II og Lethal
Weapon I & II. Má segja
að Síðasti skátinn sé byggð-
ur á Lethal Weapon-formúl-
unni - tveir, ólíkir beljakar
gerast fóstbræður, annar
svartur, hinn hvítur. Og
saman stenst þeim enginn
snúning. Og hér er talsvert
ívaf úr sögur Chandlers og
Hammetts, þaðan er Willis
greinilega ættaður. Sögu-
þráðurinn er ekki merkileg-
ur en kryddið er tveir óvenju
harðsoðnir naglar sem eiga
í höggi við spillta pólitíkusa
og fjármálamenn sem nota
óvenju hrikaleg meðöl. Þá
lífgar einstaklega kjaftfor
unglingskrakki, dóttir Will-
is, uppá myndina og harla
nýstárleg persóna á hvíta
tjaldinu.
Það er þríeykið Scott,
Willis og Wayans sem gerir
Síðasta skátann að úrvals
afþreyingu. Scott hefur náð
fótfestunni aftur í hörku
keyrslu og afbragðs átaka-
atriðum eftir Revenge og
Days of Thunder, hálfgerð
dauðyfli í samanburði við
fyrri myndir leikstjórans,
Top Gun og Beverly Hills
Cop II. Áhorfendur fá engan
frið allt frá líflegu upphafs-
atriðinu með söngvaranum
Bill Medley, sem gefur svo
sannarlega tóninn, til skytt-
erísins í lokin. Willis á þó
mest lofið skilið, hann er
fæddur í hlutverk slíkra
ódrepandi, ískaldra harð-
hausa sem einkaspæjarinn
hans er og hér var ferill
hans aukinheldur í húfi. Ef
Skátinn hefði brugðist eins-
og hinar afleitu myndir hans
á undan, The Bonfire of The
Vanities og Hudson Hawk,
hefði leikarinn átt erfitt
uppdráttar í kvikmynda-
borginni. Wayans gefur
honum lítið eftir, einn af
mörgum galvöskum, þel-
dökkum leikurum á uppleið.
Munnsöfnuðurinn er hressi-
legur en ekki fyrir viðkvæm
eyru.
Síðasti skátinn er vissu-
lega formúlumynd en gædd
þeim nauðsynlegu gnind-
vallarvítamínum sem halda
áhorfandanum vel vakandi
yfir hasarmyndum: Hraða,
spennu, köldum körlum og
kímnum kjafthætti.
Laugarás-
bíó sýnir
myndina
„Lifað háttu
LAUGARÁSBÍÓ hefur tek-
ið til sýningar myndina-
„„Lifað hátt“. Með aðalhlut-
verk fara Terrence Carson
og Lisa Arrindell. Leik-
stjóri er Michael Schultz.
Dexter Jackson er sendill
sem fær tækifæri sem sjón-
varpsfréttamaður þegar hann
tekur hljóðnema af myrtum
fréttamanni og heldur áfram
þar sem hann hætti. Sjón-
varpsstöðin lýkur upp vin-
sældalistann hjá sjónvarps-
áhorfendum svo að Dexter er
dubbaður upp í fréttamann.
Dexter varar sig ekki á
skrumi og gjálífi þeirra sem
eru í sviðsljósinu, en þegar
hann sér sjálfan sig smám
saman breytast úr glaðlynd-
um blökkustrák í hvítan
fréttahauk, fer honum ekki
að lítast á feril sinn, og þegar
stefnir að því að piltur giftist
hvítu gellunni sem sér um
veðurfregningar fer fyrst að
hvessa.
Tveir af aðalleikurum
myndarinnar.