Morgunblaðið - 27.02.1992, Side 11

Morgunblaðið - 27.02.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 11 Alltaf jafn gam- an að syngja fyrir Islendinga I - segir Rannveig Bragadóttir óperu- söngkona sem syngur með Kammersveit Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í kvöid RANNVEIG Bragadóttir, óperusöngkona, syngur einsöng með Kammersveit Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í dag, fimmtudaginn 27. febrúar, eftir 2 ára tónleikahlé á Islandi. Söngkonan hefur nýlok- ið 4 ára samningi við Vínaróperuna og stefnir að því að halda fleiri tónleika hér á landi næsta vetur. Hún er búsett í Vínarborg ásamt austurrískum eiginmanni sínum og ungum syni þeirra. Samningur Rannveigar við Vín- aróperuna tók gildi árið 1987 og rann út síðasta haust. „Síðan þá hef ég lítið sungið. Hef verið í barnsburðarleyfi og á núna 4 mán- aða strák,“ sagði Rannveig þegar hún var innt eftir því hvað hefði tekið við eftir samninginn við óper- una. „Tónleikarnir núna eru eigin- lega fyrsta verkefni í langan tíma en eftir þá fer ég til Vínarborgar og þaðan til Salzburgar þar sem > --------------------------------------- ég mun taka þátt í uppfærslu á óperunni Frau ohne Schatten eftir Richard Strauss daginn fyrir pálm- asunnudag og á annan í páskum. Stjórnandi verður sir George Solti. í vor reikna ég með að taka lífinu rólega og njóta þess að vera með lítið barn en í sumar tekur við upp- færsla óperunnar Salome og áfram- haldandi sýningar á Frau ohne Schatten á Salzburgarhátíð." Rannveig segir að ýmislegt sé í Grunnskólahátíð í Hafnarfirði ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar og grunnskólarn- ir standa fyrir árlegri Grunn- skólahátíð þann 27. febrúar. Hátíðin mun hefjast með leiksýn- ingum í Bæjarbíói. Sú fyrsta verður klukkan 13.00 sú næsta-klukkan 15.00 lokasýning verður klukkan 17.00. Sýningin tekur um rúma klukkustund og samanstendur af atriðum frá grunnskólunum en þeir eru Víðstaðaskóli, Setbergsskóli, Lækjarskóli og Öldutúnsskóli. Um kvöldið klukkan 21.00 hefst dansleikur í íþróttahúsi Víðstaða- skóla þar mun hljómsveitin Loðin rotta leika fyrir dansi til klukkan 01.00. (Úr Frcttatilkyniiinfru) Morgunblaöiö/bverrir Rannveig Bragadóttir. deiglunni næsta vetur en vill lítið láta uppi að svo komnu máli. „Eg er hins vegar ákveðin í að festa mig ekki í óperuhúsi meðan barnið er svona lítið. Vil geta ráðið mínum tíma meira_ sjálf og komið oftar hingað til íslands og haldið tón- leika. Það hef ég ekki getað gert vegna þess að ég hef verið upptek- in af því að eignast barn en mér finnst alltaf jafn gaman að syngja fyrir þá sem koma að hlusta á mig hérna. íslendingar eru svo góðir áheyrendur." A tónleikunum á Kjarvalsstöðum í kvöld, sem hefjast klukkan 20.30, syngur Rannveig verkið Morgen eftir Pál P. Pálsson sem hún segir í senn fallegt og dramatískt. Þá syngur hún 11 þjóðlög í útsetningu L. Berio. „Lögin eru blæbrigðarík og gera töluvert miklar kröfur til söngvarans," segir Rannveig og nefnir að þau séu frá jafn ólíkum menningarsvæðum og Ameríku, Sikiley, Frakklandi og Armeníu svo dæmi séu tekin. Rannveig hefur sungið stærri uppsetningu af verk- inu í balletuppfærslu í Vínaróper- unni. Píanótónleikar _________Tónlist Jón Ásgeirsson Lára Rafnsdóttir hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í ís- lensku óperunni sl. þriðjudag og lék verk eftir Soler, Mompou, Grieg, Prokofiev og Chopin. Lára hefur skilað löngum starfsdegi sem píanóleikari en að mestu í samspili með öðrum og eru þetta því eiginlegir „debut“-tónleikar hennar. Tónleikarnir hófust á tveimur sónötum eftir Antonio Soler (1729—1793), skemmtilegum og gagnsæjum sembalverkum. Tón- verk eftir Soler standa bæði hvað snertir tónferli og formgerð í flokki með verkum eftir Dominico Scarlatti, sem eru mjög krefjandi varðandi nákvæmni í áslætti á píanó. Lára lék Soler-sónöturnar í heild ágætlega þó nokkuð gætti óstyrks í þeirri fyrri. Þrír þættir úr „Suburbis", eftir Federico Mompou (1893—1988), voru fallega leiknir og þar kom fram helsta leikeinkenni Láru, að leika með blæbrigði á sérlega músíkalskan máta. Vel mótaðar tónhendingar, bæði í styrk og blæ- mótun. Einkenndi einnig túlkun Láru á e-moll sónötunni eftir Edward Grieg. Sér- staklega ber að geta túlk- un hennar á öðrum þætti verksins. Lokakaflinn hefði mátt vera nokkuð hraðari en að öðru leyti var góður heildarsvipur á verkinu. Visions Fugitives, eftir Prokofi- ev, er skáldlegt verk, tuttugu skissur, sem útheimta sterka til- finningu fyrir blæbrigðum og þar lék Lára sér að ýmsu fallegu, sem píanóið gefur þeim, er kann að ræða við sitt hljóðfæri. Til að nefna sérstaklega eitt dæmi, var útfærsla Láru á sextándu skiss- unni sérlega falleg. í g-moll ballöðunni eftir Fred- éric Chopin sýndi Lára mestu til- þrifin og skilaði henni á köflum mjög vel, bæði músíkalskt og með töluverðum krafti. í heild voru þetta vel unnir tónleikar og það sem mest er um vert, bornir upp af sterkri tilfinningu fyrir inni- haldi tónverkanna. Tölvuvöruverslun Til sölu lítil verslun sem verslar með tölvur og vörur fyrir tölvur og því tilheyrandi. Verslunin er vel staðsett í björtu og góðu húsnæði með stórum sýningagluggum. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA" Borgartúni 31. Lögfr. Pétur Þ. Sigurðsson hdl. 62-42-50 Orímur Grfmsson framkvœmdarstjórl Velkominn í Enskuskólann Verið velkomin að líta inn í Enskuskólann í spjall og kaffi. Yið bjóðum upp á 11 námsstig í ensku. Við metum kunnáttu þína og í framhaldi af því ráðleggjum við þér hvaða námskeið hentar þér og þínum óskum hest. Komdu í heimsókn eða hringdu - því fylgja engar skuldbindingar. INNRITUN STENDUR yFIR HRINGDUISIMA 25330 EDA 25900 OG FAÐU FREKARIUPPLYSINGAR KENNSLA HEFST 4. MARS F'yrir fullorðna: Almenn enska (Áhersla lögð á talmál) Enskar bókmenntlr Rituö enska Viðskiptaenska Umræðuhópar TOEFL-G MAT-GRE Námskeið Undirbúningsnámskeiö fyrir prðf sem kraflst er við flesta skóla i enskumælandi löndum Verslunarmannafélag Reykjavíkur og flest önnur stéttarfélög taka þátt í ná'mskostnaði sinna félagsmanna Ný bamanásmkeið hefjast í maí og júní Einkatímar Hægt að fá einkatíma eftir vali ÞÚ FINNUR ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI HJÁ OKKUR - VELKOMIN í HÓPINN... skólinn TÚNGOTU 5 101 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.