Morgunblaðið - 27.02.1992, Page 42

Morgunblaðið - 27.02.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Otrúlegt! Fram skoraði tvö mörk í seinni hálfleik Stjarnan lagði Fram að velli í ótrúleg’um leik, 12:10, eftir að meistaralið Fram hafði haft yfir, 4:8, í leikhléi. Fram- Hörður stúlkurnar skoruðu Magnússon fjögur fyrstu mörk skrifar leiksins, en Stjörn- ustúlkum gekk illa að skora og af fjórum mörkum þeirra í fyrri háifleik skoraði mark- vörðurinn Nína Getsko eitt og eitt var skorað úr vítakasti. Stjörnustúlkur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og stjórn- aði Guðný Gunnsteinsdóttir leik þeirra og Getsko lokaði markinu. Stjarnan skoraði fímm mörk, 9:8, áður en Díana Guðjónsdóttir skor- aði fyrir Fram, 9:9, eftir fimmtán mín. leik. Þegar tvær mín. voru til leiksloka var staðan, 10:10, en Stjömustúlkur skoruðu tvö síðustu mörk leiksins. Nína Getsko varði mjög vel í marki Stjörnunnar, eða alls 17/3 skot, og þá lék Guðný vel í seinni hálfleik. Kolbrún Jóhannsdóttir, sem varði 14 skot, var best hjá Fram. Sóknarleikur liðsins var í molum og léku stúlkurnar óagað. Það eru ár og dagar síðan Fram hefur aðeins skorað tvö mörk í seinni hálfleik, eða í 30 mínútur! Víkingssigur Víkingsstúlkunum gekk illa að hrista Valsstúlkurnar af sér í gær- kvöldi. Það var ekki fyrr en þær gættu Berglindar Ómarsdóttur betur á línunni og náðu góðum átta marka kafla í síðari hálfleik, þaraf fimm mörk úr hraðaupphlaupum, að dæmið gekk upp. Stefán „Þetta fór illa af stað, við nýttum illa hraðaupphlaupin en Stefánsson allt small saman í lokin. Við slökuðum aðeins á þarna skrifar undir það síðasta en það máttum við alls ekki því markatal- an getur skipt máli við mótslok. Á góðum degi erum við með yfirburðarlið en þetta er bara spurning um dagsform," sagði Andrea Atladóttir sem átti góðan leik ásamt Sigrúnu Ólafsdóttur í markinu. Morgunblaðið/Sverrir Hulda Bjarnadóttir úr Fram skorar hér eina mark sitt í leiknum gegn Stjörnunni í gærkvöldi. Fram hafði yfir í hálfleik, 4:8, en skoraði aðeins tvö mörk í síðari hálfleik gegn 8 mörkum Stjörnunnar. KNATTSPYRNA Rauða Stjarnan áfram í heimaleikjabanni Evrópumeistarar Rauðu Stjörn- unnar eru enn í heimaleikja- banni í Evrópukeppni meistara- liða. Það kom fram í frétt frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, í gær. Rauða Stjarnan leikur gegn Panathinaikos í Aþenu á miðvikudaginn kemur og tveimur vikum seinna mætast liðin á „heimavelli“ Rauðu Stjörn- unnar - í Sofíu í Búlgaríu eða á Norður-Ítalíu. ÚRSLIT Víkingur-Valur 25:21 Víkin, íslandsmótið í handknattleik , - 1. deild kvenna, miðvikud. 26. febrúar 1992. Mörk Víkings: Andrea Atladóttir 9, Halla María Helgadóttir 8/1, Valdís Birgisdóttir 3, Heiða Erlingsdóttir 2, Inga Lára Þóris- dóttir 2/1, Svava Ýr Baldursdóttir 1. Mörk Vals: Berglind Ómarsdóttir 5/3, Ama Garðarsdóttir 3, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 3, Katrín Friðriksen 3, Una Steinsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 2, Kristín Amþórs- dóttir 1, Lilja Sturludóttir 1. Stjarnan - Fram 12:10 Iþróttahúsið i Garðabæ: Gangur leiksins: 0:4, 1:4, 1:6, 3:6, 4:8. 9:8, 9:9, 10:10, 12:10. Mörk Stjörnunnar: Ragnheiðyur Stephen- sen 5/4, Guðný Gunnsteinsdóttir 3, Harpa ^ Magnúsdóttir 2, Margrét Vilhjálmsdóttir 1, Nína Getsko 1. Mörk Fram: Díana Guðjónsdóttir 4/3, Inga Huld Pálsdóttir 3, Hulda Bjamadóttir 1, Ósk Víðisdóttir 1, Hafdís Guðjónsdóttir 1. ÚRSLIT 1 ÖÐRUM LEIKJUM Ármann - Grótta............ 13:20 FH-ÍBV.......................22:17 Haukar-KR....................16:15 1.DEILD KVENNA Fj.leikja u j T Mörk Stig VÍKINGUR 17 15 1 1 417: 303 31 STJARNAN 17 14 3 0 349: 241 31 FRAM 17 13 1 3 329: 252 27 FH 17 11 1 5 383: 318 23 GRÓTTA 17 9 1 7 289: 309 19 VALUR 16 7 1 8 285: 278 15 ÍBK 17 7 1 9 312: 337 15 ÍBV 15 4 1 10 281: 320 9 KR 18 3 2 13 307: 358 8 HAUKAR 17 4 0 13 274: 338 8 ÁRMANN 18 0 0 18 297: 469 0 Körfuknattleikur Skallagrfmur-UMFN 85:95 íþróttahúsið í Borgarnesi, íslandsmótið í körfuknattleik - Japísdeildin, miðvikudag- inn 26. febrúar 1992. Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 14:19, 21:25, 27:33, 30:36, 35:38, 41:46, 45:50, 50:60, 63:79, 72:85, 80:89, 85:95. 1 Stig Skallagríms: Birgir Mikaelsson 31 Maxím Kropatsjev 17, Þórður Helgason 11 Elvar Þórólfsson 10, Skúli Skúlason 10 Þórður Jónsson 4, Bjarki Þorsteinsson 2. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 24, Jóhanne: Kristbjömsson 20, ísak Tómasson 15 Rondey Robinson 12, Sturla Örlygsson 10 Ástþór Ingason 7, Friðrik Ragnarsson 4 Gunnar Örlygsson 3. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Þó Skarphéðinsson. Áhorfendur: 276. 1. DEILD KVENNA: ÍR-ÍS.......................56:5/ Unglingalandsliðið í badminton hélt utan í gær til Finnlands til þátttöku í Norðurlandamóti ungl- inga U-18 ára. Mótið fer fram í bænum Espoo í Finnlandi og hefst á morgun, föstudag. Þau sem voru valin í liðið að þessu sinni voru: Elsa Nielsen, Ásla- aug Jónsdóttirs Tryggvi Nielsen, Gunnar Petersen og Kristján Daní- elsson, öll úr TBR. Með liðinu fóru einnig Jóhann Kjartansson, þjálfari og Sigríður Jónsdóttir, fararstjóri. Sigríður mun einnig sitja ársþing Badmintonsam- bands Norðurlanda, sem haldið verður í tengslum við mótið. íslenska liðið leikur gegn Finnum og Norðmönnum í liðakeppninni á föstudag. Á laugardag hefst ein- stakiingskeppnin. Einar Falur Bræðurnir Teitur og Sturla Örlygssynir áttu góðan leik með Njarðvíkingum gegn Skallagrími í Borgarnesi í gærkvöldi. Skallagrímur stóð í Njardvfldngum NJARÐVÍKINGAR máttu hafa sig alla við er þeir mættu liði Skailagríms í Borgarnesi og sigruðu 85:95. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Njarðvík var þó alltaf yfir en oftast ekki meira en tveimur til sex stigum. En góður endasprettur Njarðvík- inga færði þeim sigur. Njarðvíkingar léku mjög grimma vöm og fengu á sig 13 villur í fyrri hálfleik á móti sex hjá Skalla- I grími. í leikhléi var TheódórKr. aðeins 5 stiga mun- Þórðarson ur, 41:46. Snemma skrifarfrá f sfgarj hálfleik átti lið Skallagríms slæ- man leikkafla og komust gestirnir þá 10 stigum yfír sem þeir héldu til leiksloka. „Þeir spiluðu mjög vel og stóðu í okkur. Við vorum kannski ekkert mikið betri. Eg var þó ekkert hræddur um að við myndum ekki vinna leikinn, en það er þreyta í liðinu hjá okkur og því erfitt að halda nægri einbeitingu. Eg tel að lið Skallagríms sé það gott að það eigi að vera áfram í úrvalsdeild- inni,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari UMFN. „Þetta var okkar besti leikur á móti Njarðvík," sagði Birgir Mika- elsson, þjálfari og leikmaður Skalla- gríms. „Við réðum vel við hraða íÞRúimt FOLK ■ FJÓRIR fyrrverandi Víkingar og landsliðsmenn í knattspyrnu hafa gengið til liðs við móðurfélag- ið á ný. Þetta eru þeir Heimir Karlsson frá Val, Lárus Guð- mundsson frá Stjörnunni, Stefán Halldórsson frá Hveragerði og Gunnar Gunnarsson frá Svíþjóð, sem tók forskot á sæluna og hóf að leika með 1. deildar liði félags- ins í handknattleik í byrjun yfir- standandi tímaþils. Fjórmenn- ingarnir voru Islandsmeistarar með Víkingi 1981 og 1982 og hafa að sögn talsmanns þeirra hug á að taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið — en með eldri flokki félagsins að þessu sinni. ■ SIGURÐUR Hallvarðsson, sóknarmaður úr Þrótti Reykjavík, hefur ákveðið að þjálfa og leika með Huginn frá Seyðisfirði í sum- ar. Sigurður hefur verið einn markahæsti leikmaður Þróttar undanfarin ár. ■ VALBJÖRN Þorláksson, ÍR, bætti íslandsmetið í hástökki án atrennu í flokki 55 til 59 ára á inn- anfélagsmóti ÍR í Baldurshaga í sl. viku, stökk 1.52 m, og bætti hálfsmánaða gamalt met sitt um einn sentímeter. þeirra en ætluðum okkur um of á köflum og því fóru góð tækifæri forgörðum. Eg er ánægður með strákana, en vil sérstaklega geta þess hvað Þórður Jónsson stóð sig frábærlega í þessum leik,“ sagði Birgir. Unglingalandslidid til Finnlands Njardvík mætir Val Dregið var í unanúrslit bikarkeppni KKÍ í meistaraflokki karla og kvenna um síðustu helgi. í karlaflokki leika Haukar og KR í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. mars og daginn eftir leika UMFN og Valur í Njarðvík. Báðir leikirnir verða kl. 20. í kvennaflokki leika ÍBK og ÍR í Keflavík fimmtudaginn 5. mars kl. 20. í hinum undanúrslitaleiknum leika Haukar og UMFN sama dag í Hafnarfirði kl. 21.30. KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ BADMINTON / NM U-18 ARA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.